Dagur - 11.11.1989, Síða 7
Laugardagur 11. nóvember 1989 - DAGUR - 7
Jón Hjaltason
Kyntáknið Theresa RusseD
Nú á dögunum var kvikmyndin
Physical Evidence sýnd í Borgar-
bíó. Því miður hefur hún reynst
enn ein sönnunin fyrir dvínandi
vinsældum Burt Reynolds, af ein-
hverjum ástæðum virðast bíófar-
ar ekki lengur hafa neinn áhuga á
honum. Jafnvel orðrómur um að
leikarinn kunni að vera smitaður
af eyðni hefur ekki haft nein áhrif
hér á.
Mótleikari Reynolds í þessari
mynd var hin 32 ára Theresa
Russell en öndvert við Reynolds
virðist frægðarstjarna hennar
frekar vera á uppleið.
Kjörin af
Playboytímaritinu
Ritstjórar Playboytímaritsins
gera ýmislegt til að vekja athygli
á blaðinu. Til dæmis hafa þeir
fyrir sið að velja árlega þann
kvenmann sem þeir telja höfða
mest til gáfu- og menntamanna. í
fyrra varð Russell fyrir valinu og
furðar víst fáa sem séð hafa hana
í Black Widow. Sjálf kveðst hún
vera fremur hreykin af þessum
titli; hann gefi í skyn að hún sé
eitthvað annað og meira en með-
færilegur rekkjunautur.
Kynþokki Russell er henni
nánast meðfæddur. Hún var ekki
nema tólf ára þegar hún var byrj-
uð að sitja fyrir hjá „gröðum
ljósmyndara“, eins og hún orðaði
það sjálf í viðtali við bandaríska
tímaritið American Film nýlega.
Ekki verð þó um kynferðislegt
samband að ræða milli ljósmynd-
arans og stúlkubarnsins.
Þess var þó ekki langt að bíða
að Russell fengi að kynnast kyn-
lífinu af eigin raun. 15 ára að
aldri komst hún í kynni við
nálega þrítugan karlmann, hætti í
gagnfræðaskóla árið eftir og flutti
inn til hans skömmu síðar. Allar
götur síðan hefur ástalíf Russell
einkennst af löngun hennar eftir
sér töluvert eldri mönnum. Sál-
fræðingar vilja rekja þetta til
þeirrar staðreyndar að faðir
hennar yfirgaf þær mæðgur þegar
hún var aðeins sex ára gömul.
Leiklistarferillinn hófst þegar
Russell byrjaði að koma fram
sem sýningardama. Hún sótti
leiklistartíma og fékk hlutverk í
kvikmyndum. Sú fyrsta var The
Last Tycon með Robert De Niro,
í kjölfarið fylgdi Straight Time
með Dustin Hoffman og síðan
Bad Timing: A Sensual Obsession
en þar lék hún aðalhlutverkið á
móti Art Garfunkel.
Þessi þriðja mynd Russell gaf
henni jafnframt tækifæri til að
halda uppteknum hætti í ástamál-
um; leikstjóri Bad Timing,
Nicolas Roeg, er nú eiginmaður
Russell, saman eiga þau tvo syni
en hann er nálega helmingi eldri
en hún.
Að notfæra sér
kynþokkann
Það er stundum sagt að frama-
braut karla í Hollywood sé tölu-
vert ólík þeirri sem kvenmenn
verða að troða. Karlarnir þurfi
lítið að láta reyna á hæfileika sína
í rúminu en konurnar aftur held-
ur meira. Og hvernig skyldi þetta
vera með jafn kynþokkafulla
konu og Theresu Russell?
Leikkonan fer ekki í neina
launkofa með að hún hafi fært sér
í nyt þau áhrif sem hún hefur á
karla. Þetta kemur af sjálfu sér
segir hún. Þegar á barnsaldri fá
stúlkur tilfinningu fyrir því að
meðölin hrífa ekki jafnt á
mömmu og pabba. Maður nálg-
ast hlutina ólíkt eftir því hvort
þeirra á í hlut og á fullorðinsár-
um beitir maður ekki sömu
aðferð gagnvart konum og
körlum. Eg hef vissulega notað
kynþokka minn á karla til að fá
Theresa Russell, 32 ára kyntákn og
tveggja barna móðir. Næsta hlut-
verk hennar mun verða í Impulse
sem Clint Eastwood og Sondra
Locke leikstýra.
þá til að sjá hlutina frá mínum
bæjardyrum, þó ekki endilega á
þann hátt að fara í rúmið með
þeim. Mér hefur nægt að fara út
með þeim, skopast, hlusta og
dást svolítið að þeim í leiðinni.
Svarta ekkjan
Þessi huglæga aðferð Russell til
að forfæra karlmenn hefur gefið
heldur góða raun. Hún er á góðri
leið með að verða þekkt nafn í
kvikmyndaheiminum. Hún hefur
að undanförnu jeikið í fimm
kvikmyndum undir stjórn eigin-
manns síns. I Insignificance birt-
ist hún til dæmis sem ónafngreind
leikkona sem engum duldist þó
að ætti að vera Marylin Monroe.
Þessi mynd hafði í fíeiri en einum
skilningi mikil áhrif á Russell.
Hún fann til sterkrar santkenndar
með Monroe og um leið mikilla
vonbrigða með afstöðu karla til
kvenna: Ég held að karlmenn
vilji helst líta á kvenfólk sem
hlut, það sé öruggasti mátinn.
Brúða er alveg hættulaus, þú
þarft ekki að leggja á hana neinar
tilfinningar eða gefa henni
loforð. Engar skuldbindingar eru
nauðsynlegar. Þú þarft aðeins að
ná honum upp, stinga inn og
síðan, þegar allt er búið, segja:
Bless bless elskan.
Það er kannski svolítið kald-
hæðnislegt að hlutverkið sem
Russell hefur fengið hvað besta
I Black Widow leikur Russell glæsi-
kvendið sem giftist til fjár og myrðir
eiginmenn sína. Sami Frey er í því
öfundsverða hlutverki á myndinni
að nudda axlir morðkvendisins en
hann er næsta fórnarlamb hcnnar.
dóma fyrir er svolítið í sama dúr
og hún lýsir karlntönnum hér að
framan. Hér ræðir um Black
Widow en þar leikur Russell
kaldrifjað glæsikvendi sem giftist
auðugum körlurn og myrðir þá
síðan. í þessari stórgóðu mynd
koma þeir ákaflega vel fram eig-
inleikarnir sem urðu þess vald-
andi að Playboyarnir kusu hana
leikfang gáfumenna í fyrra. Þar
er þó svolítill hlykkur á bæninni
sem er samband Russell við
Debra Winger, alríkislögreglu-
manninn er að lokum snýr á
glæsikvendið. Ekki er alveg laust
við að bryddi á kynvillu í tengsl-
um þeirra.
ÞU SKIPULEGGUR
reksturinn á þínu heimili
Þegar kemur að afborgunum
lána er það í þínum höndum
að borga á réttum tíma.
t
2-
var gjalddagi húsnæðislána.
Þar með sparar þú óþarfa
útgjöld vegna dráttarvaxta,
svo ekki sé minnst á
ínnheímtukostnað.
16. nóv. leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravísitölu.
1. des. leg'gjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu.
Greiðsluseðlar fVrir 1. nóv. hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins.
Sparaðu þér óþarfa útgjöld af dráttarvöxtum.
Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK • SlMI 696900