Dagur - 11.11.1989, Page 12
12 - DAGUR - Laugardagur 11. nóvember 1989
tómstundir
r-
„Þá stóð hann alveg eins og dúkka“
- rætt við feðgana Þór og Jónstein um hestamennsku
Feðgarnir og hestamennirnir Jónsteinn Aðalsteinsson og Þór Jónsteinsson.
Mynd: KL
Mjög margir íslendingar eyða
öllum frítíma sínum í hesta-
mcnnsku. Það er alkunna hve
norðlenskir hestamenn eru
margir og áhugasamir en þeir
eru líka skapstórir og ákveðnir
þó við ætlum alls ekki út í þá
sálma nú. Hér er ætlunin að
fjalla aðeins um hestamennsku
sem tómstundagaman og upp-
lýsa þá sem kunna að hafa
áhuga hvernig best er að snúa
sér til þess að kynnast hesta-
mennskunni. Til liðs við okkur
fengum við hestamennina og
feðgana Jónstein Aðalsteins-
son og Þór Jónsteinsson.
Reiðmennska er aðallega
stunduð frá áramótum og frant á
mitt sumar. Þá taka við ferðalög
en eftir það er hestunum gefið frí
þar sem mótahald og annað slíkt
er alit yfirstaðið. „Það er ekki
mikið um að menn hreyfi hesta
sína að ráði fyrir áramót, nema
þeir sem t.d. hafa tamningu að
atvinnu," sagði Jónsteinn
aðspurður um hvort hestarnir
væru ekkert hreyfðir á þessum
tíma.
Erfitt að velja hest
fyrir byrjanda
Þeir sem áhuga hafa á að byrja í
hestamennsku geta ekki geng-
ið inn í verslun og keypt einn
hest með öllu. „Nei, það getur
verið dálítið erfitt að snúa sér rétt
í þessum málum en nú er t.d. ver-
ið að byggja upp þjónustu fyrir
unglinga. Þangað geta unglingar
komið og kynnst hestaménnsk-
unni af eigin raun til þess að
ganga úr skugga um að áhuginn
sé raunverulegur. Þarna er hægt
að fá lánaða hesta og aðstöðu til
reynslu og á sumrin er rekinn
reiðskóli á vegum Hestamanna-
félagsins Léttis og Æskulýðsráðs
á Akureyri. Ef áhuginn er fyrir
hendi er næsta skref að verða sér
úti um hest, en nauðsynlegt er að
hafa þar aðstoð einhvers sem til
þekkir því hestakaup fyrir byrj-
anda er vandasamt verk.“ Jón-
steinn segir hesta ákaflega mis-
jafna og alls ekki henta öllum.
Aðspurður um hvort ekki væri
óþarfi að kaupa gæðinga fyrir
byrjendur sagði hann að í raun
væri nauðsynlegt að fá góða hesta
fyrir þá. „Það er oft mjög erfitt
að velja hesta fyrir byrjanda því
slíkur hestur þarf að hafa mikla
kosti. Sá sem er vanur hesta-
mennsku getur tamið hestinn fyr-
ir sig, en byrjandi þarf venjulega
að temjast og læra af hestinum.
Því þurfa hestarnir að vera þægir
og góðir, með gangtegundirnar
og láta vel að stjórn.“
Nokkur stofnkostnaður
Byrjanda er nauðsynlegt að fá
taminn hest, en þeir kosta frá 70
þúsund krónum upp í 150 þúsund
krónur, þokkalega góðyr hestur.
Gæðingar af góðu kyni kosta frá
200 þúsundum og upp í stórar
tölur, að sögn Jónsteins. Það er
ekki nóg að eiga hestinn, reiðtyg-
in þurfa að fylgja með. Beislis-
búnaður kostar u.þ.b. 2-3 þúsund
krónur og hnakkar frá 30-40 þús-
und krónum. Hvað varðar þessar
tölur er víst hægt að fá fyrrnefnd-
an búnað bæði fyrir lægri og
hærri upphæðir; hér er miðað við
þokkalega góðan búnað. Reið-
hjálmur er hestamönnum nauð-
synlegur fylgihlutur, sérstaklega
er það brýnt fyrir unglingum að
nota hjálma vegna öryggisins. Þá
þarf að útvega hús, sem annað
hvort er keypt eða leigt. „Það er
mjög gott að fá leigt í húsi með
öðrum til að byrja með því þá
kynnist fólk því betur hvernig
umgengni þarf að vera o.s.frv. Þá
þarf að kaupa hey og fóður-
blöndu fyrir skepnurnar svo það
er ýmislegt sem fylgir þessu. Erf-
iðastur er stofnkostnaðurinn í
byrjun, en eftir það þarf sáralítið
að endurnýja búnaðinn.“
Mjög mikil vinna
Mikil vinna fylgir því að eiga
hest. Á meðan þeir eru inni þárf
að sögn Jónsteins að fara til
þeirra a.m.k. einu sinni á dag,
helst tvisvar t.d. ef hreyfa á hest-
inn síðdegis. „Þá er æskilegt að
gefa þeim tvisvar á dag, þannig
að hesturinn hafi borðað að
morgni til. í húsunum þarf svo að
þrífa og moka undan svo þetta er
heilmikil vinna.“ Þór sagðist ekki
fá leið á að þrífa í hesthúsunum
og ekki vita til að félögunum
leiddist það heldur. Hann er
fæddur inn í hestamennskuna og
segist hafa byrjað á þessu 4 ára
gamall. „Ég held að það sé mjög
gott fyrir unglinga að vera í
hestamennsku," sagði Jónsteinn.
„Þar sem ég þekki til hafa ungl-
ingarnir myndað með sér góðan
hóp. Þau eru ekki í öðru á með-
an.“
Skapstórir, hyggnir og
mannglöggir
Okkur lék forvitni á að vita meira
um hestinn sjálfan og spurðum
hvort hestar væru greind dýr.
„Maður verður oft var við að þeir
viti hvað standi til,“ sagði Jón-
steinn. „Þeir eru oft misjafnlega
vel upplagðir, eru skapstórir, rat-
vísir og hyggnir. Mér finnst þeir
nokkuð mannglöggir og þeir gera
upp á milli manna. Ég get nefnt
dænú um hest sem var mjög erf-
iður í tamningu, ákaflega erfiður,
hrekkjóttur og slægur. Eitt sinn
kom maður í húsin sem talaði um
að þetta væri ekkert mál, það ætti
bara að taka hestinn, leggja við
hann og fara með hann út. Mað-
urinn gerði þetta, tók hestinn og
var dálítið harður við hann en
alltaf eftir þetta, jafnvel eftir
langan tíma ef hann kom í húsið
var eins og hesturinn væri alltaf
var við hann. Hann titraði um
leið og hann heyrði röddina í
honum svo það var greinúegt að
hann þekkti hann. Þetta finnst
mér lýsandi dæmi um að hestar
geri mannamun. Þessi hestur var
líka þannig að mjög erfitt var að
ná honum úti. Hann var styggur
og hygginn því ef hann sá að
maðurjcom með beislið þá forð-
aði haon sér. Ég notaði það ráð
að ég ;sendi alltaf krakka til að
sækja Hann og þá stóð hann alveg
eins o^dúkka.“
* ;
- '4*
Upplagt fyrir fjölskylduna
Feðgai|iir segja útivistina og
ferðalogin það sem mest er heill-
andi við hestamennskuna. Þór
bætti við að það eitt að vera með
hestinum gæfi manni mikla
ánægju. Jónsteinn er formaður
íþróttadeildar Léttis en þar koma
inn hestaíþróttirnar sem eru í
miklum uppvexti hérlendis.
„Ætli menn að ná árangri þar
kostar það miklar æfingar."
Ferðalög eru stór þáttur í starfi
hestamanna og er reynt að fara á
hverju sumri. Hestamannafélag-
ið Léttir á aðstöðu austur á Sörla-
stöðum en þangað fara hópar
gjarnan saman og eiga saman
góðar stundir.
Jónsteinn sagði hestamennsku
kjörna fyrir fjölskylduna, „ef
fjölskyldan er samstæð. Ef hún er
öll í þessu er það mjög gott, en ef
aðeins hluti hennar er í þessu get-
ur það skapað erfiðleika því það
fer óhemju mikill tími í þetta.“
Yetraríþróttahátíö 1989
Auk mikils átaks í íþróttamálum
hefur verið stofnað unglingaráð
hjá Létti. Ráðið stendur fyrir
félagsstarfi, mótum og skrautsýn-
ingum fyrir unglinga en þeir eru
með í ráðum um hvað á döfinni
verður fyrir þá. Haldin eru nám-
skeið í almennri hestamennsku,
hestaíþróttum og fyrirhugaðar
eru unglingaferðir o.s.frv.
Jónsteinn vildi að lokum
hvetja fólk til að koma og kynn-
ast hestamennskunni. Þeir sem
áhuga hafa á því geta t.d. snúið
sér til Guðrúnar Hallgrímsdóttur
hjá Unglingaráði, Jóns Ólafs Sig-
fússonar formanns Hestamanna-
féiagsins Léttis, eða Jónsteins
sem er sem fyrr segir formaður
íþróttadeildar. Bráðlega fer
undirbúningur Vetraríþróttahá-
tíðar 1990 að hefjast en þar eru
fyrirhugaðar uppákomur eins og
keppni í hestaíþróttum á ís,
skrautsýningar og skíðareið, en
þá dregur hestur mann á skíðum.
„Það er mikill styrkur fyrir hesta-
mennskuna að fá að taka þátt í
svona hátíð og það lyftir starfinu
heilmikið upp,“ sagði Jónsteinn
að lokum. VG
Framhaldsskólinn á Húsavík:
Spanskflugan skapar skellihlátur
Heimir Týr Svavarsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Þorbergur Einarsson og
Jónas Helgi Pálsson, í hlutverkum sínum.
„Ég hef ekki hlegið svona mik-
ið í leikhúsi í mörg ár,“ heyrð-
ist einn leikhúsgestanna á sýn-
ingu Framhaldsskólans á
Húsavík á Spanskflugunni sl.
miðvikudagskvöld segja, og þá
var bara komið hlé og heilmik-
ið eftir af gamninu. Leiklist-
arklúbbur skólans, Píramus og
Þispa, frumsýndi verkið sL
laugardag. Alls verður það sýnt
fimm sinnum í Samkomuhús-
inu og er síðasta sýning nk.
laugardagskvöld kl. 20.30.
Enginn sem tækifæri hefur á
að sjá þessa sýningu ætti að
láta hana fram hjá sér fara.
Þetta er vel gert hjá krökkun-
um og sýningin bráðskemmti-
leg.
Það er sjaldan sem heyrst hef-
ur eins mikill og almennur hlátur
í leikhúsi og á sýningunni á mið-
vikudagskvöldið og mun öllum
sýningum á Spanskflugunni hafa
verið mjög vel tekið. í leikskrá
stendur m.a.: „Er það einlæg von
allra, sem að sýningu þessari
standa, að hún létti að einhverju
leyti drunganum af sálum áhorf-
enda í skammdeginu, því hlátur-
inn lengir lífið.“ Þessi von hefur
ræst.
Spanskflugan er eftir Arnold
og Bach en í þýðingu Guðbrands
Jónssonar. Leikstjóri er Einar
Þorbergsson og aðstoðarleik-
stjóri Jo Clayton, og eru þau
bæði kennarar við Framhalds-
skólann. Það má án efa þakka
leikstjóra hve vel tekst til með
sýninguna og hve unga fólkið
skilar hlutverkum sínum farsæl-
lega, eðlilega og hnökralítið.
Aðeins einstaka sinnum gleymdu
sumir að vanda framsögnina svo
ekki heyrðist alveg nógu vel hvað
þau sögðu. En það var kannski
eins gott því það er næstum því
einum of mikið að heyra alla
brandarana í Spanskflugunni á
einu og sama kvöldinu. í svona
fjörugum farsa er alltaf hætta á
ofleik, en þar stendur Einar fast á
bremsunni og kemur í veg fyrir
að unga fólkið falli í þá gryfju.
Krakkarnir standa sig sem sagt
með stakri prýði enda flest orðin
nokkuð sviðsvön og hafa svo sem
glímt við stærri drauma, og það
eftir sjálfan Shakespeare. Hlut-
verk í leiknum eru tólf, mismun-
andi stór. Leikurinn gerist á
heimili Lúðvíks Klinke, sinneps-
verksmiðjueiganda, en Heimir
Týr Svavarsson glímir við hlut-
verk hans á mjög svo eftirminni-
legan hátt. Aðrir sem fram koma
eru síðan í hlutverkum fjölskyldu
hr. Klinke, vina hans eða tilvon-
andi venslafólks, auk vinnukonu.
Starfsfólk við sýninguna er
flest nemendur við Framhalds-
skólann. Bylgja Steingrímsdóttir
er sýningarstjóri og ritstjóri
leikskrár en veggmynd og auglýs-
ingaspjald gerði Ríkharður Þór-
hallsson.
Um leið og ég vil þakka leik-
klúbbi Framhaldsskólans fyrir
ánægjulega kvöldstund vil ég
hvetja fólk til að skreppa og
reima frá hlátursskjóðunni,
Spanskflugan og unga fólkið
svíkja engan. IM