Dagur - 16.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 16.11.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. nóvember 1989 - DAGUR - 3 -i fréttir F Sérfræðingur frá norsku loffcgæðarannsóknarstofnuninni kannaði aðstæður fyrir álver í Eyjafirði: Skoðaði Dysnes, Dagverðareyri og fleiri staði - „Mengunarvarnir skipta mestu máli í allri umræðunni,“ segir Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaijarðar Umræður um byggingu álvers við Eyjafjörð gerast æ hávær- ari og ekki síst í kjölfar þess alvarlega atvinnuástands sem íbúar svæðisins búa við um þessar mundir. I síðustu viku var staddur á Akureyri sér- fræðingur frá norsku loftgæða- rannsóknarstofnuninni og átti hann m.a. fund með þeim Ingi- mari Brynjólfssyni formanni Héraðsnefndar Eyjafjarðar, Sigúsi Jónssyni bæjarstjóra á Akureyri og Sigurði P. Sig- mundssyni framkvæmdastjóra Iðnþróunarféiags Eyjafjarðar. Auk þess sat Pétur Stefánsson frá Almennu verkfræðistof- unni fundinn en hann vann við könnum á byggingu álvers í Eyjafirði fyrir fimm árum. Sigurður P. Sigmundsson sagði að þessi norski sérfræðingur, sem hér var staddur á vegum Iðnaðar- Víðidalstungukirkja: Minnst 100 ára vígsluaftnælis kirkjunnar næstkomandi sunnudag Mikið verður um dýrðir í Víði- dalnum um næstu helgi. Á sunnudag kl. 14 verður þess minnst í sérstakri bátíðarmessu í Víðidalstungukirkju að 100 ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar. Kirkjan var vígð 17. nóvember árið 1889 og á því 100 ára afmæli á morgun, föstudag. Búist er við miklu fjölmenni í Víðidalstungukirkju á sunnudag. Víst er að Víðdælingar og fólk úr nágrannasveitum fjölmenna og þá er vitað um marga brottflutta Viðamikil frímerkjasýning AKKA á Dalvík í apríl nk.: Steftii að sérstakri átthaga- sýningu um Kristján Eldjám - segir Sveinn Jónsson, frímerkjasafnari í Kálfsskinni Dagana 20.-22. aprO nk. stend- ur mikið til hjá ÁKKA, félagi frímerkjasafnara á Dalvík og nágrenni. Þá daga hefur verið ákveðið að efna tii veglegrar frímerkjasýningar á Dalvík, sem ber yfirskrUtina DALSÝN. Þetta er lang stærsta sýning sem AKKA hefur staðið fyrir til þessa. Um er að ræða verð- launasýningu, samskonar sýn- ingu og frímerkjasafnarar í Reykjavík halda tíðum. Að sögn Sveins Jónssonar, frímerkjasafnara í Kálfsskinni á Árskógsströnd, er stefnt að því að vanda mjög til sýningarinnar. Frímerkjasafnarar eru nokkuð margir á svæðinu og eiga þeir vegleg söfn. Sveinn segist hafa áhuga á að setja upp sérstaka átt- hagasýningu tileinkaða dr. Krist- jáni Eldjárn, fyrrverandi forseta íslands, sem eins og kunnugt er var fæddur í Svarfaðardal. Hug- mynd Sveins er að safna saman sem flestum frímerktum umslög- um skrifuðum af Kristjáni heitn- um, sem fólk kann að hafa í fór- um sínum. „Vegna þess að við höldum sýninguna á Dalvík þykir mér ástæða til að tengja hana með þessum hætti við Svarfað- ardal,“ segir Sveinn. Hann heitir á alla sem kunna að eiga frímerkt umslög frá dr. Kristjáni að láta sig vita. Síminn hjá Sveini er 96- 61630. óþh Víðdælinga sem af þessu tilefni koma og gera sér glaðan dag með sveitungum sínum. Sóknarpresturinn, séra Kristján Björnsson, þjónar fyrir altari og Hólabiskup, Sigurður Guðmunds- son, og Guðni Þór Ólafsson, prófastur, taka þátt í messu- gjörðinni. í upphafi messunnar mun Ólafur B. Öskarsson, bóndi í Víðidalstungu, gera stuttlega grein fyrir sögu þessarar merku kirkju. Að lokinni hátíðarmessu býð- ur sóknarnefnd til veglegs kaffi- samsætis í Félagsheimilinu Víði- hlíð. Þar verða flutt ávörp og greint frá gjöfum sem Víðidals- tungukirkju hafa borist á þessu ári. Meðal annarra gjafa má nefna flóðlýsingu við kirkjuna sem kvenfélagskonur í Víðidal hafa fjármagnað og höfðinglegar gjafir til Víðidalstungukirkju til minningar um Friðrik Karlsson frá ættingjum hans. óþh Nemendur í Hafralækjarskóla: Gefa út snældu með lögum eftir nemendur Á árshátíð Hafralækjarskóla, þann 1. des. nk. verður tU sölu snælda með söng og hljóðfæra- leik nemenda skólans. Á snældunni er fjölbreytt efni; frumsamin lög eftir nemendur, íslensk þjóðlög, popplög og sígild verk. Snældan er fyrst og fremst gefin út fyrir aðstand- endur nemendanna en ekki stendur til að selja hana á almennum markaði. Robert Faulkner, tónlistar- kennari, hefur unnið við upptök- urnar vegna útgáfu snældunnar. Á henni eru nokkur lög sem sam- in eru af börnunum sjálfum, skólakórinn syngur 3-4 lög, skólahljómsveitin, bæði lúðra- og strengjasveit leikur, einnig leikur tríó og ýmiskonar samspil og ein- leikur nemenda verður á snæld- unni auk söngs. Mikil áhersla er lögð á tónlist- arnám við Hafralækjarskóla og á síðustu árum hafa nemendur sett upp nokkra söngleiki. Er skemmst að minnast uppsetning- ar á Amal og næturgestunum, sem þeir fluttu með aðstoð kennara og foreldra um jólin í fyrra. IM MARKAÐUR ■ ■ FJOLNISGOTU 4b áður Eyfirsk matvæli ráðuneytisins, hafi verið að skoða aðstæður við Straumsvík og í Reyðarfirði og hann hefði einnig verið fenginn til að skoða aðstæður í Eyjafirði. „Við fórum með hann út að Dysnesi, sem er 14 km norður af Akureyri og sýndum honum aðstæður þar. Hann tók þar myndir og skoðaði aðstöðuna og þá lóð sem til greina kemur undir álver. Einnig skoðaði hann aðstæður á Dagverðareyri, sem er 5-6 km norður af Akureyri en sá staður þykir of nálægt bænum. Auk þess fór hann víðar eftir strandlengjunni. Hann mun svo vinna úr þessum gögnum sínum og er niðurstöðu að vænta um næstu áramót." Sigurður sagði einnig að þessi norski sérfræðingur hafi verið með ýmsar upplýsingar um norsk álver og mengun af þeirra völdum. „Þegar verið var að tala um álver í Eyjafirði fyrir fimm árum, var talað um 0,8 kg af flúor á móti tonni af áli en nú eru nýju norsku álverin komin niður í 0,4 kg af flúor á móti hverju tonni af áli. Hvort þessi árangur næðist hér er ekki hægt að segja um á þessari stundu en það er þó ljóst að mengunarvarnir verða sífellt betri. Það sem skiptir mestu máli í allri umræðunni, eru mengunar- varnir og því er mjög mikilvægt að þessi könnun hafi farið fram. Verði niðurstöðurnar jákvæðar og menn treysta þeim niðurstöð- um, ætti að verða enn breiðari samstaða á meðal heimamanna, um að vinna málinu framgang,“ sagði Sigurður Von er á forsvarsmönnum ál- fyrirtækja frá Svíþjóð og Hol- landi til landsins á næstunni og sagði Sigurður að reynt yrði að ná tali af þeim. -KK Akureyri: Málverkasýning í Félagsborg Hólmfríður Dóra Sigurðar- dóttir frá Hvammstanga, opn- ar málverkasýningu í Félags- borg á Akureyri í dag, fimmtu- daginn 16. nóvember. Sýningin sem er sölusýning stendur til sunnudagsins 19 nóvember og er opin alla dagana frá kl. 13-21. Sýnd verða olíumál- verk, pastel, ljósmyndir og hand- unnir skartgripir. Skrifstofuherbergi Tvö skrifstofuherbergi til leigu í Gránufélagsgötu 4 (JMJ-húsinu). Uppl. gefur Jón M. Jónsson, símar 24453 og 27630. Haustfundur •• Leikfélags Ongulsstaðahrepps verður haldinn í Freyvangi 17. 11. kl. 20.30. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Tilkynning til sölu- _______skattsgreiðenda VrcDiírjaa iobívAU' Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. STlli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.