Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 - DAGUR - 3 Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráð hefur tekið já- kvætt í erindi frá Háskólanum á Akureyri, sem bæjarstjóri kynnti á fundi núverið, þar sem óskað er eftir stuðningi Húsavíkurkaupstaðar við skólann, með kjarngóðum yfirlýsingum við þingmenn, ráðherra og aðra er fjalla um málefni skólans. ■ Bæjarráði hefur borist ósk um að greiða einhvern hluta af þeim halla sem varð á sýning- um á Brúðkaupi Fígarós að Ýdolum í síðasta mánuði. Hallinn var rúmar 150.000,- kr. og samþykkti bæjarráð kr. 30.000,- í fjárstyrk vegna þessa málefnis. ■ Bæjarstjóri kynnti á fundi bæjarráðs nýlega, bréf frá Frederikstad í Noregi varð- andi handboltamót unglinga, sem fyrirhugað er að halda þar í júní á næsta ári. Um er að ræða boð um þátttöku sern sent er til vinabæja Frederik- stad. Bæjarráð vísaði málinu til gerðar fjárhagsáætlunar 1990. ■ Skólanefnd hefur vakið athygli bæjarstjórnar á mjög vaxandi bílaumferð og hættur hcnni samfara við skólana og beinir þeitri áskorun til bæjar- stjórnar að gatnakerfi í næsta nágrenni skólanna og bifreiða- stæðum veröi komið í viðun- andi horf. ■ Umferðarnefnd tók fyrir á síðasta fundi sínum, tillögu Valgerðar Gunnarsdóttur um hraðahindranir í bænurn. Nefndin er sammála um að hraðahindranir skapi fleiri vandamál cn þær leysi og bein- ir því til lögreglu að fylgja hraðatakmörkunum betur eftir. Guðmundur Salómons- son benti á að ef ástandið er jafn alvarlegt og af er látið, væri full ástæða til að athuga með gerð nokkurra undir- ganga. ■ Allir nefndarmenn í íþrótta- og æskulýðsnefnd voru sammála um það á fundi fyrir skömmu, að keyptur yrði snjótroðari að gerðinni Kass- bohrer 42 200, árgerð 1981, ckinn 2600 klst. Troðarar af þessari gerð eru víða til hér á landi og m.a. eru 2 í Bláfjöll- um og 1 í Oddsskarði. Einnig kom fram vilji fundarmanna fyrir því aö lyftunum verði komið í viðunandi ástand, þannig að þessi mannvirki veröi nothæf. ■ í bréFi frá umboðsmanni umrædds snjótroðara til íþrótta- og æskulýðsnefndar, kemur m.a. frarn að verðið á troðaranum er rúmar 3,7 milljónir kr. en að nýr troðari af sömu gerð kosti rúmar 10,7 milljónir króna. Einnig kemur frarn í bréfinu að aðilar á Akureyri hafi sýnt áhuga á því að kaupa gamla troðarann á Húsavík. Bæjarstjórn Húsavíkur: „Skýrsla Völsungs full hroka, sjálfshóls og rætni“ - Pálmi Pálmason ræðir ásakanir um samstarfsörðugleika Pálmi Pálmason, bæjarfull- trúi, hefur sl. þrjú ár gegnt starfi æskulýðs- og íþróttafull- trúa á Húsavík. Hann sagði upp stöðunni og lét af störfum í haust. Á fundi Bæjarstjórnar Húsavíkur sl. þriðjudag kvaddi Pálmi sér hljóðs og ræddi um efni bréfa sem borist hafa frá stjórn Völsungs, forsvars- mönnum deilda félagsins og einstaklingum. í bréfunum mun tjallað um samskipti félagsmanna við æskulýðs- og íþróttafulltrúa, en bréfín bár- ust eftir að hann hafði sagt upp starfí og hafið störf annars staðar. íþróttafélagið Völsungur hefur sent bæjarráði erindi, m. a. varð- andi hugsanlega aðild þess að rekstri íþróttamannvirkja í bænum. Ákeðið hefur verið að bærinn tilnefni þriggja manna nefnd til viðræðu við félagið um erindi þetta. Bæjarfulltrúum hafa borist nokkur bréf frá stjórn Völsungs og fleiri aðilum innan félagsins. í skýrslu sem stjórnin sendi mun fjallað um samstarfsörðugleika og árekstra sem orðið hafa inilli æskulýðs- og íþróttafulltrúa og forsvarsmanna knattspyrnudeild- ar og skíðadeildar. Rætt mun vera um að skapa þurfi aftur jákvæðan og eðlilegan samstarfs- grundvöll við bæjaryfirvöld. Mun stjórnin telja nauðsynlegt að leggja starf æskulýðs- og íþrótta- fulltrúa niður, en láta fjármagnið sem til starfsins hafi verið varið renna til Völsungs. Bréf hafa einnig borist bæjar- fuíltrúum frá forsvarsmönnum deilda, sem taka fram að öll sam- skipti við æskulýðs- og íþrótta- fulltúa hafi gengið eðlilega og árekstralaust fyrir sig, bréf frá stjórnamanni sem undirskrifað hefur bæði bréfin og skýrir afstöðu sína, og bréf frá skíða- ráðsmönnum sem segjast ekki hafa séð eða samið skýrslu skíða- ráðs áður en hún var send bæjar- fulltrúum. Á fundinum ræddi Pálmi efni þessara bréfa og svaraði lið fyrir lið, og í löngu máli, kvörtunum um samstarfsörðugleika vegna notkunar skíðamannvirkja, snjómokstur af malarvelli og nýt- ingu grasvallar. Las hann einnig frétt sem birtist í Degi í sumar, varðandi ágreining um notkun grasvallarins, og grein scm stjórn Völsungs skrifaði í Dag um málið. Sagði Pálmi að fjárhagsstaða Völsungs væri allt annað en glæsileg, aðrar deildir hefðu liðið fyrir fjáraustur knattspyrnudeild- ar, og um tíma hefði legið við að félagið klofnaði. Sagðist Pálmi ekki vera að biðja um hól - hann væri að biðja um sanngirni. Taldi hann að gerð hefði veriö góð tilraun til að ræna sig mannorðinu, þetta væri aðför Fyrir skömmu var gengið frá stofnun hlutafélagsins Dettifoss hf. á Akureyri, en félagið mun framleiða og selja gæludýra- fóður. Lárus Hinriksson fyrr- verandi loðdýrabóndi hefur og sagðist hann vona að hann ætti ekki eftir að upplifa slíkt sem áhorfandi. Taldi hann þetta hafa verið styrjöld sem reynt hefði veriö að magna upp á götuhorn- um, og kannski fengju sumir af því einhverja fullnægju. Sagði hann skýrslu Völsungs fulla af hroka, sjálfshóli og rætni. Pálmi sagðist vilja nota tækifærið til að þakka fjölmörgum aðilum innan Völsungs sem hann hefði átt góö samskipti viö en aðra vildi hann biðja að ganga á Guðs vegum. Sagði Pálmi síðan að þetta væru sín lokaorð og hann mundi ekki ræða þetta mál frekar. Kristján Ásgeirsson tók næstur til máls undir þéssum lið og sagö- ist hann telja að Pálmi hefði ekki misst æruna. „Eg gerði allt sém ég gat til að þú fengir ekki þetta starf og lentir ekki í þessum raun- um,“ sagöi Kristján m.a. Tryggvi Finnsson sagðist harma að þessi bréf skyldu nokk- urntíma hafa verið skrifuð. Sagði Tryggvi að vandi Völsungs væri mikill og hann harmaði að þeirra um árabil unnið að þróun gæludýrafóðurs, vítamína og á „nammi“ fyrir hunda og ketti sem hefur líkað vel. Hluthafar í Dettifoss hf. eru samtals níu en þeir stærstu eru Ytra hf., neyðarkalli skyldi fylgja þessi skýrsla og bréfin. Sagði hann samstarf bæjarráðsmanna við æskulýðsfulltrúa hafa verið gott og hluti þess sem hann væri ásak- aöur fyrir hefði verið ákvörðun bæjarráðs. Þakkaði hann Pálma fyrir störf hans, sagði hann m.a. eiga heiður skilið fyrir hvernig staðið hefði verið að rekstri íþróttahússins. Hjördís Árnadóttir þakkaði Pálma fyrir útskýringarnar og sagöi að um ákaflega leiðinlegt og slæmt mál væri hér að ræða. Þorvaldur Vestmann þakkaði Pálma einnig fyrir skýringarnar, sem hann sagði að gott hefði ver- ið að fá fram, menn væru búnir að koma sér í vandræði sem finna þyrfti leið út úr. Sagði hann Pálma hafa gegnt starfi sínu með sótna og óskaði honum velfarn- aöar í nýju starfi. Örn Jóhannsson sagðist vilja gera lokaorð Pálma að sínum - að umræðum væri lokið, menn sættust og nýir tímar tækju við. 1M Ómar Pétursson, Ari Svavars- son og Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar. Hlutafé er 2,2 milljón- ir króna. Fyrir um einu ári hafði Lárus samband við Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. og bað um aðstoð þar sem áhuga hafði orðið vart erlendis frá á gæludýraætinu. Síðan hefur framleiðslan verið að smá þróast m.a. hafa nokkrar tegundir verið settar á markað og fengið góðar viðtökur. Talið er að fyrirtækið eigi að geta haslað sér völl á innanlandsmarkaði þar sem sala á gæludýrafóðri hefur aukist mjög undanfarin ár, en innflutningur nemur um 400 tonnum á ári. Að undanförnu hefur Lárus unnið að vöruþróun fóðursins en atvinnumálanefnd Akureyrar- bæjar ákvað nýlega að styrkja hlutafélagið til þróunarstarfs. Næst verður hafist handa við að hanna nýjar umbúðir, en það er auglýsingastofan Auglit á Akur- eyri sem sér unt þann þátt ásamt markaðssetningu. Þeir Lárus Hinriksson og Ómar Pétursson hluthafar í Dettifoss hf. sögðu í samtali við Dag, að í fyrstu yrði áhersla lögð á að festa sig í sessi á innanlands- markaði. Fyrirtækið verði þó byggt upp með hugsanlegan út- flutning í huga og hafa þeir auga- stað á Englandi, Danmörku og Þýskalandi í því sambandi. Gæludýrafóðrið frá Dettifoss hf. er framleitt úr fyrsta flokks hráefni, fiskifóðri og mjólkur- dufti. Þá er um margar tegundir að ræða, m.a. sem ekki fyrirfinn- ast á markaðnum fyrir gæludýr. Má þar t.d. nefna þurrkaða loðnu sem líkar að sögn fram- leiðendanna, mjög vel. VG Bæjarstjórn Akureyrar: Gjaldþrot Híbýlis aftur til umræðu Á fundi Bæjarstjórnar Akur- eyrar á þriðjudag var fyrir- spurnum beint til bæjarstjóra vegna þeirra starfsmanna sem vinna við Helgamagrastræti 53, eftir gjaldþrot Híbýlis hf. Bæjarstjórn samþykkti verk- samning sem bæjarstjóri hafði undirritað með fyrirvara um yfir- töku framkvæmda við húsið í Helgamagrastræti, en samningur- inn var gerður við bústjóra þrota- búsins. Þetta þýðir þó engan veg- inn að ágreiningsmálin milli Akureyrarbæjar og bústjóra og lögfræéinga kröfuhafa um eignar- réttinn á kaupleiguíbúðunum 15 í húsinu séu leyst; það mál skýrist ekki fyrr en á skiptafundi 23. janúar. Óumdeilt er þó að sjálf- sögðu að bærinn eignast þau verðmæti sem hann leggur fram í vinnu og efni við bygginguna. Nokkrar umræður urðu á fund- inum vegna eftirmála gjaldþrots Híbýlis. Bæjarfulltrúarnir Sigríð- ur Stefánsdóttir og Heimir Ingi- marsson báru fram fyrirspurnir vegna mannaráðninga við bygg- inguna í Helgamagrastræti, og var m.a. spurt um hversu margir af smiðum Híbýlis hefðu verið endurráðnir, hverjir hafi ráðið valinu, hvernig verkstjórninni sé háttað, hvernig launaflokkum og stöðuheitum starfsmannanna sé háttað og hverjar séu áætlanir um verklok. Sigurður Jóhannesson tók und- ir þessar fyrirspurnir og kvað tímabært aö fá þau atriði sem um væri spurt á hrcint. Sigríður Stefánsdóttir gagn- rýndi mjög að bæjarstjóri skyldi hafa undirritað samning við undirverktaka í sundlauginni í Stuðmenn þurfa ekki að greiða söluskatt af aðgangseyri Húna- vershátíðarinnar uni síðustu verslunarmannahelgi. Þetta er niöurstaða skattstjórans í Reykjavík, en hann fékk málið í sínar hendur frá skattstjóran- um í Norðurlandsumdæmi vestra er Ijóst var að lögheimili Stuðmanna var í Reykjavík. Samkvæmt reglugerðum fjár- málaráðuneytisins átti að krefjast Glerárhverfi, án fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, og lét hún það álit í Ijós að bókun um þetta efni ætti ekki að koma til umfjöllunar bæjarstjórnar af þessum sökum. Heimir Ingimars- son sagðist ekki geta tekiö þátt í atkvæðagreiðslu um þessi mál, til þess vantaði hann upplýsingar. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, kvaðst mundu afla upplýsinga og svara þessum fyrirspurnum á næsta bæjarstjórnarfundi. EHB söluskatts af aðgangseyri ef um dansleik væri að ræða en tónleik- ar voru undanþegnir skattinum. Meö hugtakinu tónleikar er ekki greint á milli tónlistartegunda og áheyrendum er heimilt að standa upp og baða út öllum öngum ef svo ber undir. Spilamennska Stuðmanna í Húnaveri hefur með þessu verið flokkuð undir tónleika en ekki dansleikjahald og málinu þar með lokið. SS Stuðmenn hólpnir: Engiim söluskattur Hlutafélagið Dettifoss stofnað: Framleiðir gæludýrafóður úr fiskimjöli og mjólkurdufti

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.