Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 - DAGUR - 9 Minning: X Agnar Bragi Guðmundsson Sólheimum, Blönduósi Fæddur 17. ágúst 1919 - Dáinn 5. nóvember 1989 Agnar Bragi fagnaði sjötíu ára afmæli á liðnu sumri. Var þá hress og kátur og frískari en oft hin síðari ár. Hann notaði afmælisdaginn til þess að fara ásamt konu sinni, börnum og venslafólki í ferðalag um norð- lenskar byggðir til þess að njóta sýnar til hafs og heiða, því hann var náttúrunnar barn, sem naut dýrðar sköpunarverksins. Nú er hann allur. Agnar dó snögglega á heimili sínu á Blönduósi 5. nóv. sl. Útför hans var gerð frá Blönduóskirkju 11. s.m. að viðstöddu miklu fjöl- menni. Kona Agnars var Lilja Þorgeirsdóttir frá Hólmavík og lifir hún mann sinn. Þau hjönin eignuðust fjögur börn, Guðmund Unnar meina- tækni á Blönduósi, Magnús Rún- ar starfsm. hjá Kaupfél. A-Hún- vetninga, Sigurunni læknafull- trúa á Akureyri og Agnesi Huldu hjúkrunarfræðing búsetta á Sauðárkróki. Áður en Agnar kvongaðist eignaðist hann eina dóttur, Bryndísi húsfreyju á Mosfelli í Svínavatnshreppi. Barnabörnin eru orðin ellefu. Því nefni ég barnabörnin að þau voru ekkert aukaatriði í lífi afa síns, Agnars Braga. Það er ekki ncma rúmur ára- tugur síðan ég kynntist þeim hjónum, Agnari og Lilju. Ég get því ekki rakið æviferil Agnars af eigin raun. Mér er þó kunnugt um að hann var lengst af búsettur á Blönduósi og vann fram eftir árum sent smiður á trésmíða- verkstæðum og við ýmsar bygg- ingar. Ég hef það fyrir satt að hann hafi í þeim störfum verið bæði harðduglegur, hagsýnn og útsjónarsamur verkamaður, vel metinn og vinsæll félagi. Vegna sjúkleika sem greip hann á miðjum aldri hætti hann störfum við trésmíðar og snéri sér að búskap í auknum mæli. Kom þá í ljós að á þeim vettvangi átti hann ekki síður heima en á hin- um fyrri. Hann yrkti jörðina, ræktaði ágætt fé og eignaðist afbragðs fjárstofn og eftirsóttan er árin liðu, og þó voru hross og hrossarækt hans aðal hugðarefni. Hann var skynugur hestamaður og ágætur tamningarmaður svo sem hann átti kyn til, sonur hins þekkta hestamanns Guðmundar Agnarssonar. Þegar við hjónin kynntumst þeim Agnari og Lilju vegna sam- búðar og hjónabands sonar okk- ar og dóttur þeirra, var okkur auðvitað nokkur spurn í huga. Mér þótti að sjálfsögðu ekki Minjasafnið á Akureyri. Opið á sunnudögum frá kl. 14.00- 16.00. Náttúrugripasafnið Hafnarstræti 81. Sýningasalurinn er opinn á sunnu- dögum kl. 1-4. Opnað fyrir hópa eftir samkomulagi í síma 22983 eða 27395. Takið eftir__________________ Al-Anon fjölskyldudeildirnar eru félagsskapur ættingja og vina alkoholista, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir svo að þau megi leysa sameiginleg vandamál sín. Við trúum að alkoholismi sé fjöl- skyldusjúkdómur og að breytt við- horf geti stuðlað að heilbrigði. Við hittumst í Strandgötu 21: Mánud. kl. 21.00, uppi. Miðvikud. kl. 21.00, niðri. Miðvikud. kl. 20.00, Alateen (ungi- ingar). Laugard. kl. 14.00, uppi. Vertu velkomin(n)! verra að vita það að Lilja var ætt- uð af Ströndum, við áttum þá það að minnsta kosti sameigin- legt. Ekki er að orðlengja það að okkar kynni urðu bæði skjót og góð og höfum við hjónin síðan verið tíðir gestir á heimili þeirra,. Sólheimum. Þar hefur okkur ver- ið tekið fagnandi sem góðum gestum og veisluborð tilreitt hverju sinni, eins og gestirnir kæmu af erfiðum fjallvegi, hrakt- ir og svangir. Hlýlegt viðmót þeirra hjóna var á þann veg að við höfum hlakkað til að koma þar við á ferðum okkar, enda sjaldan farið þar hjá garði. Það varð ekki hjá þvf komist að veita því athygli að Agnar fylgdist vel með gangi mála á heimavettvangi jafnt sem lands- vísu og með veraldarviðburðum. Kom þá ósjaldan upp glettni hans og blik í augum þegar talað var um skrýtna hluti og spaugilega. Það var grunnt á grínistanum í honurn. Agnar var einstaklega barn- góður og vildi allt fyrir þau gera. 1 einu vorum við keppinautar, það var um hylli afadætranna þriggja, sem við áttum sameigin- lega. Og þó ég hefði síðasta árið betri aðstöðu vegna nálægðar við þær held ég að mér hafi verið skammtaður smærri hlutur en honum og orðið að láta í minni pokann. Hann hafði líka eitt tromp á hendi framyfir mig, það var hesturinn Uggi gamli, hinn heillandi félagi. Hann gat boðið dótturdætrunum í hnakkinn og reitt þær um kunna götuslóða. Ég er þess fullviss að þær Lilja, Sunna og Arna munu í hjarta sínu sakna afa síns mjög og hans hlýju handa. Þær senda honum miklar þakkir fyrir allar samveru- stundir fyrstu æviárin og hið ljúfa og glettna atlæti hans í þeirra garð alla tíð. Ég veit raunar að öll hans barnabörn hafa sömu sögu að segja og sakna hans í samræmi við aldur sinn og þroska. Við hjónin þökkunt öll sam- skipti við fjölskylduna á Sólheim- um á Blönduósi síðan kynni okk- ar hófust. Við söknum húsbónd- ans á heimilinu, en vitum að eftir lát hans njótum við sem áður vin- áttu og hlýleika í því húsi og munum þangað leita þegar við verðum á leið um Blönduós, hvort heldur ferðinni er einungis heitið þangað, á Strandir eða suðlægari slóðir. Við sendum Lilju og fjölskyld- unt hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Ingimundarson. Ttíanu'slvi’cy(iiu>ai’ Sanngjamt verð Glerárgötu 28, síml 22551, Akureyri. Lífeyrissjóður Trésmiða Skipagötu 14 Framhaldsaðalfundur Stjórn Lífeyrissjóðs trésmiða, Akureyri boðar til framhaldsaðalfundarfimmtud. 30. 11. 1989 kl. 18.00 í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. Dagskrá: 1. Rekstrarfyrirkomulag sjóðsins. Fundarboð Neytendafélag Akureyrar og nágrennis og Kaup- mannafélag Akureyrar boða til fræðslufundar laug- ardaginn 25. nóvember n.k. kl. 14.00 í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4. hæð. Efni fundarins: Réttindi og skyldur kaupmanna og neytenda. Stofnun kvörtunarnefndar NAN og kaupmanna. Fyrirspurnir og umræður. Fyrirlesarar verða Jóhannes Gunnarsson starfsmað- ur verðlagsstofnunar og formaður neytendasamtak- anna og Jón Magnússon lögmaður. Allir þeir sem stunda verslun og þjónustu eru hvattir til að mæta. Neytendaféalg Akureyrar og nágrennis Kaupmannafélag Akureyrar. Til sölu úr þrotabúi Híbýlis Skrifstofuinnréttingar, svo sem skrifborð, stólar, skápar, tölvur og peningaskápur. Upplýsingar gefur Ólafur Ásgeirsson í símum 24825 og 21606. AKUREYRARBÆR Skemmtun X-tríó heldur söngskemmtun í Húsi aldr- aðra laugardaginn 25. nóv. kl. 20.30. Kaffiveitingar og dans á eftir. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. X-tríó og Félagsstarf aldraðra. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Rannsóknaaðstaða við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) Við Atómvísindastofnun Norðurlanda (NORDITA) í Kaupmannahðfn kann að verða völ á rann- sóknaaðstöðu fyrir íslenskan eðlisfræðing á næsta hausti. Rannsóknaaðstöðu fylgir styrkur til eins árs dvalar við stofnunina. Auk fræöilegra atómvísinda er við stofnunina unnt að. leggja stund á stjarneðlisfræði og eðlisfræði fastra efna. Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í fræðilegrj eðlisfræði og skal staðfest afrit próf- skírteina fylgja umsókn ásamt ítarlegri greinar- gerð um menntun, vísindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köben- havn Ö, Danmark, fyrir 1. desember n.k. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til Nordita. Menntamálaráðuneytið, 14. nóvember 1989. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staða sérfræðings við jarðfræðistofu Raunvís- indastofnunar Háskólans er laus til umsóknar. Æskilegt er að sérfræðingurinn starfi á sviði aldursgreininga og tímatalsfræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi eða tilsvarandi háskólanámi og starfað minnst eitt ár við rannsóknir. Starfsmaðurinn verður ráðinn til rannsókna- starfa, en kennsla þeirra við Háskóla íslands er háð samkomulagi milli deildaráðs raunvísinda- deildar og stjórnar Raunvísindastofnunar Há- skólans, og skal þá m.a. ákveðið, hvort kennsla skuli teljast hluti starfsskyldu viðkomandi starfs- manns. Umsóknir, ásamt ítarlegri greinargerð og skilríkj- um um menntun og vísindaleg störf, auk ítarlegr- ar lýsingar á fyrirhuguðum rannsóknum skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. Æskilegt er, að umsókn fylgi umsagnir frá 1-3 dómbærum mönnum á vísindasviði umsækj- anda um menntun hans og vísindaleg störf. Umsagnir þessar skulu vera í lokuðu umslagi sem trúnaðarmál og má senda þær beint til menntamálaráðuneytisins. Menntaskólinn á Egilsstöðum. Kennara vantar á vorönn til að kenna eftirtaldar greinar: Við- skipta- og tölvugreinar og íþróttir og íélagsstörf. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.