Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 23.11.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. nóvember 1989 - DAGUR - 11 fþróttir í- Lyftingar: Akureyrmgarnir allir á pail Akureyringar áttu þrjá menn á Bikarmóti Kraftlyftingasam- bands Isiands sem fram fór í Garðabæ á iaugardaginn og komust þeir allir á verðlauna- pall. Kári Elíson sigraði í 75 kg flokki, Jóhann Guðmannsson lenti í öðru sæti í 67,5 kg flokki og Flosi Jónsson fékk silfrið í 100 kg flokki. Kári Elíson sigraði örugglega í 75 kg flokknum. Hann lyfti 252,5 kg í hnébeygju og er það nýtt Akureyrarmet. Síðan fór hann upp með 165 kg í bekkpressu og 250 kg í réttstöðulyftu, samanlagt 667,5 kg. Jóhann Guðmannsson sýni það og sannaði að hann er einn efni- legasti kraftlyftingamaður landsins. Hann lyfti 135 kg í hnébeygju, 85 kg í bekkpressu og 145 kg í réttstöðulyftu. Saman- - Kári að vanda með gullið Jóhann Guðmannsson (efri mynd) náði í silfur í 67,5 kg flokki á Bikar- móti KRAFT um helgina og sýndi að hann er kraftlyftingamaður fram- tíðarinnar. Kári Elíson (neðri mynd) sigraði að vanda í sínum þyngdarflokki og setti Akureyrar- met í hnébeygju. Karfa: Stjömuleikur á Króknum - Jonathan Bow sigraði í troðslukeppni Það var sannkallaður stjörnu- leikur sem áhorfendur fengu að sjá í íþróttahúsinu á Sauðár- króki á þriðjudaginn var. Þá komu í heimsókn flestir útlendingarnir sem leika í Úrvalsdeildinni og öttu kappi við heimamenn. Stólarnir höfðu undirtökin framan af en gestirnir jöfnuðu um miðjan hálfleikinn og komust yfir. í hálfleik var staðan 45:50. Seinni hálfleikur var nær algjörlega eign gestanna og sýndu þeir oft tilþrif sent ekki hafa sést áður á fjölum íþrótta- hússins. Léttleikinn var í fyrir- rúmi og greinilegt var að þessi VETRARSKOÐUN NISSAN Það margborgar sig að fara í vetrarskoð- un því allt þetta er innifalið: 1. Skipt um kerti. 2. Skipt um bensínsíu. 3. Vélarstilling. 4. Ástand loftsíu athugað. 5. Viftureim strekkt. 6. Kúpling stillt. 7. Olía mæld á vél og gír- kassa. 8. Rafgeymir mældur og rafpólar hreinsaðir. 9. Frostþol kælivökva vél- ar mælt. Frostlegi bætt á ef með þarf. 10. Ástand pústkerfis athugað. 11. Bremsur reyndar. 12. ísvara bætt á rúðu- sprautur. 13. Hurðalæsingar og lamir smurðar. 14. Silikonbornir þéttikant- ar á hurðum. 15. Loftþrýstingur hjól- barða mældur. 16. Stýrisbúnaður kannað- ur. 17. Hjólalegur athugaðar. 18. Ástand rúðuþurrkna skoðað. 19. Ljósastilling. 20. Reynsluakstur. 21. Öryggisbelti prófuð. Bjóðum hjólastillingu í bestu láanlegu tækjum. Verð aðeins krónur 5.800 Efni innifalið (Betur verður vart boðið.) Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. leikur var leikinn fyrir áhorfend- ur sem voru rúmlega 600! Það fór svo að erlendu leikmennirnir sigruðu örugglega 93:116. Sandy Anderson var sá maður sem vakti mesta hrifningu áhorf- enda. Hann er greinilega mikill sprellikarl og notfærði hann sér það í tíma og ótíma. Patrick Releford átti einnig góðan leik og skoraði m.a. fallegustu körfu leiksins, með aðstoð Andersons. Jónathan Bow sýndi einnig að hann er frábær leikmaður og sama má segja um Chris Behrends sem hitti ótrúlega vel. Bestur heimamanna var án efa Sturla Örlygsson. Bo Heiden átti ágæta spretti en hefði mátt skila varnarhlutverkinu betur. Stigahæstir Stólanna voru Bo nteð 30 og Sturla nteð 23. Chris Behrends skoraði 28 fyr- ir útlendingana og Anderson 24. kj lagt gerði þetta 365 kg og dugði það honum í 2. sætið í sínum þyngdarflokki. Það þarf varla að taka það fram að Jóhann setti Akureyrarmet í öllum greinun- um. Flosi Jónsson lenti í hörku- keppni við Guðna Sigurjónsson í 100 kg flokki. Flosi hafði nokkra yfirburði eftir tvær fyrstu grein- arnar, hann lyfti 290 kg í hné- beygju og 167,5 kg í bekkpressu. Guðni gerði sér þá lítið fyrir og sló íslandsmetið glæsilega í þess- um flokki í réttstöðulyftu og lyfti 327,5 kg. Það dugði honum til sigurs og Flosi varð að sætta sig við annað sætið á mótinu. Keppendur á mótinu voru rúmlega fjörtíu og hafa þeir aldrei verið svo margir. Jón Gunnarsson sigraði glæsilega í 90 kg flokki og segja kunnugir að hann hafi alla burði til þess að vera í fremstu röð í Evrópu í sín- um flokki. Magnús Ver Magnús- son var eini keppandinn í yfir- þungavigt og lyfti mestu þyngd sem íslendingur hefur lyft í bekk- pressu, 245,5 kg. Hann var nálægt því að lyfta 250 kg en rétt missti þá þyngd niður. Það er greinilegt að Seyðfirðingurinn er í miklum ham um þessar rnundir. Ársþing KSÍ: Verður 3. deildinni skipt upp á ný? - tillaga þess efnis að öllum líkindum lögð fram Tillaga þess efnis að 3. deildin í knattspyrnu verði áfram leik- in í tveimur riðlum verður að öllum líkindum lögð fram á Arsþingi KSÍ sem fram fer í Reykjavík um aðra helgi. Það eru nokkur lið á Suð-Vest- urlandi úr 3. og 4. deild, sem leggja þessa tillögu fram því fyrirsjáánlegt er að ferða- og dómarakostnaður verður mjög hár í þessari deild. Samkvæmt heimildum Dags er töluvert fylgi við þessa hugmynd því gera má ráð fyrir því að kostnaður hjá einstaka liðum hækki um rúm- lega 700 þúsund krónur við það að spila í einni 3. deild. Snorri Finnlaugsson formaður knattspyrnudeildar Dalvíkur staðfesti að haft hefði verið sam- band við þá og þessi mál rædd. Snorri sagði að Dalvíkingar hefðu nú ekki markað sér stefnu í þessu máli en hann vildi ekki af- skrifa þessa tillögu. Að sögn Vilhjálms Sigurhjart- arsonar hjá Ungmennafélaginu Víkverja í Reykjavík, en þeir Víkverjamenn hafa haft for- göngu um þetta mál ásamt Gróttu, Leikni og Leikni Fá- skrúðsfirði, er hugmyndin að strax næsta sumar verði leikið samkvæmt gömlu reglunum sem giltu um 3. deildina. Að vísu yrði fjölgað þannig að 10 lið spiluðu í hvorum riðli. Síðan færu tvö efstu liðin í hvorum riðli í úrslit og tvö þeirra síðan upp í 2. deild. Jafnvel eru uppi hugmyndir að Aðalfundur KRA: Nýr formaður kosirni Rúnar ekki lengur gjaldgengur láta þriðja neðsta liðið í 2. deild leika til úrslita við þriðja efsta liðiö í 3. deild um laust sæti. Aöalfundur Knattspyrnuráðs Akureyrar verður haldinn í kvöld í fundarherbergi ÍBA í íþróttahúsinu við Laugagötu. Rúnar Steingrímsson sem gegnt hefur sæti formanns KRA undanfarin ár er ekki lengur gjaldgengur í það sæti vegna þess að félögin skiptast um á að tilnefna formann til tveggja ára. Næsti formaður kemur því úr röðum KA- manna því Rúnar var fulltrúi Þórs í ráðinu. Þeir sem hafa rétt til setu á þessu þingi er fulltrúar KA, Þórs og Vasks. Einnig hafa áheyrnar- fulltrúar frá Knattspyrnudómara- félagi Akureyrar, ÍBA, KSÍ, TBA og íþróttayfirvöldum í bæn- um rétt til setu á þinginu. Helstu mál þingsins verða umræður um innanhússmót á vegum KRA og almennar untræður um stöðu knattspyrn- unnar á Akureyri og svo auðvitað venjulega aðalfundarstörf. Búist er við að knattspyrnu- deild TBA verði samþykkt inn í KRA á þinginu en sú deild var stofnuð síðastlið vor. Staðan Blak 1. deild karla: ís 6 6-0 18:4 12 KA 4 3-1 10:5 6 Þróttur R. 4 2-2 8:8 4 Þróttur N. 6 2-4 4:7 4 HSK 3 1-2 4:7 2 HK 4 1-3 5:9 2 Fram 3 0-3 1:9 0 Blak 1. deild kvenna: Víkingur 4 4-0 12: 3 8 ÍS 5 4-1 13: 6 8 UBK 3 3-0 13: 6 6 KA 4 3-111: 3 6 Þróttur R. 5 1-4 3:13 2 Þróttur N. 5 1-4 5:16 2 HK 5 0-5 3:15 0 Handbolti 2. deild: Fram 6 6-0-0 149:123 10 Valur-b 6 4-0-2 141:126 8 Haukar 5 3-0-2 128:115 6 Þór 4 2-1-1 105: 97 5 ÍBK 5 2-1-2 107:100 5 FH-b 5 2-0-3 110:129 4 Njarðvík 5 2-0-3 109:128 4 Selfoss 6 1-2-3 125:129 4 UBK 5 1-0-4 100:114 2 Ármann 5 1-0-4 108:121 2 3 deild A-riöill Víkingur-b 6 5-0-1 179:156 10 Haukar-b 5 4-0-1 132:113 8 UMFA 4 4-0-0 95: 76 6 ÍS 4 2-1-1 98: 85 5 ÍR-b 5 1-2-2112:119 4 UFHÖ 5 1-1-3 108:116 3 Stjarnan-b 6 1-0-5 140:150 2 KR-b 5 1-04 114:142 2 ÍBÍ 2 0-0-2 41: 62 0 B-riðilI Fram-b 4 4-0-0 123:110 8 UBK-b 5 4-0-1 123:110 8 ÍH 5 3-1-1 140:113 7 Völsungur 5 3-1-1 138:113 7 Fylkir 4 2-0-2 90:108 4 Grótta-b 4 1-1-2 90: 99 3 Armann-b 5 1-1-3 122:141 3 Ögri 4 0-04 100:128 0 Reynir 4 0-04 74:120 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.