Dagur - 23.11.1989, Page 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. nóvember 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Búgrein á bláþræði
Samkvæmt niðurstöðum nefndar á vegum ríkisstjórnar-
innar, sem gert hefur úttekt á stöðu loðdýraræktar í land-
inu, er talið að án aðgerða stjórnvalda leggist búgreinin
að mestu af og rúmlega 100 fjölskyldur verði gjaldþrota.
Um það verður ekki deilt að stórfelld uppbygging loð-
dýraræktar hér á landi hefur á örfáum árum breyst í
harmleik. Loðdýrabændur urðu flestir um 250 talsins en í
dag er fjöldi þeirra kominn niður fyrir 200. Heildarskuldir
þessara bænda vegna loðdýraræktarinnar nema um 2,2
milljörðum króna. Það jafngildir því að hver um sig skuldi
11-12 milljónir króna, þar af rúm 30% í skammtímalánum.
í skýrslu nefndarinnar kemur fram að fyrirsjáanlegt
rekstrartap í loðdýraræktinni á næsta ári er um 330 millj-
ónir króna og þyrfti söluverðmæti íslenskra loðskinna að
tvöfaldast frá því sem nú er til að standa undir heildar-
rekstrarkostnaði búgreinarinnar.
Af þessu má glögglega sjá að líf þessarar búgreinar
hangir á bláþræði og það er fyrst og fremst undir stjórn-
völdum komið hvort búgreinin lifir eða deyr. Sú spurning
er áleitin hvers vegna grundvöllur greinarinnar hrundi.
Þegar uppbygging í loðdýrarækt hófst í byrjun þessa ára-
tugar var almennt talað um að hún ætti að renna nýjum
stoðum undir atvinnulíf í dreifbýli og vega upp á móti
samdrætti í hefðbundnum búgreinum. Sú fyrirætlan hef-
ur gersamlega mistekist. Reyndar má segja það sama um
uppbyggingu í fiskeldi, þótt staða þeirrar atvinnugreinar
sé ívið skárri en loðdýraræktarinnar. Þær skýringar eru
helst nefndar að loðskinnaframboð á heimsmarkaði hafi
aukist og eftirspurn minnkað, auk þess sem hefðbundnir
markaðir hafi að meira eða minna leyti lokast við það að
pelsaframleiðsla færðist í auknum mæli til Austurlanda,
þar sem vinnuafl er hvað ódýrast í heiminum. Þá hafi
hröð uppbygging og þar með mikil skuldsetning í loð-
dýrarækt hér heima átt ríkan þátt í óförunum. Vafalaust
hefði mátt sjá þessa þróun að einhverju leyti fyrir, ef
hægar hefði verið farið í sakirnar. Við uppbyggingu loð-
dýraræktar, eins og því miður allt of margra atvinnu-
greina, hefur verið rasað um ráð fram og fremur byggt á
bjartsýni en raunsæi í allri áætlanagerð. Þar er ekki síst
við stjórnvöld að sakast, því þau beinlínis hvöttu bændur
til að hefja loðdýrarækt til að mæta samdrættinum í hefð-
bundnum búgreinum. Ráðgjafarnir reyndust augljóslega
misvitrir.
Þetta þurfa stjórnvöld að hafa í huga þegar ákvörðunin
um líf eða dauða greinarinnar verður tekin á næstu
dögum. Nefnd sú sem ríkisstjórnin skipaði til að gera
úttekt á stöðu loðdýraræktar, lagði m.a. beint peninga-
legt mat á það hversu mikið fé myndi glatast yrði greinin
gjaldþrota. Þar eru gífurlegir fjármunir í húfi. Mun erfið-
ara er hins vegar að meta gildi annarra þátta sem loð-
dýraræktinni tengjast. Húsakostur greinarinnar verður
tæpast notaður undir aðra starfsemi nema í undantekn-
ingartilvikum og þá með umfangsmiklum breytingum.
Gjaldþrot loðdýraræktarinnar myndi valda enn frekari
búseturöskun í sveitum en orðin er, auk þess sem dýr-
mæt verkþekking myndi glatast. Síðast en ekki síst yrði
hinn mannlegi harmleikur aldrei metinn til fjár, þ.e.
afleiðingar þess að 100-150 fjölskyldur í landinu yrðu
gjaldþrota.
Með þetta í huga er ljóst að stjórnvöld mega og verða
að ganga mjög langt til að koma í veg fyrir hrun loðdýra-
ræktarinnar. Eins og fyrr segir ber Alþingi mikla ábyrgð á
þeim erfiðleikum sem atvinnugreinin á við að etja nú.
BB.
Félagsmiðstöðin í
Lundarskola
Þessa viku stendur yfir kynning á starfsemi Æskulýðsráðs Akureyrar og félagmið-
stöðvanna í bænum. Þar er almenningi gefinn kostur á að kynna sér þá starfsemi
sem fram fer á vegum æskulýðsráðs. Hér að neðan birtist efni, sem unglingar í
félagsmiðstöð Lundarskóla hafa unhið sérstaklega í tilefni kynningarvikunnar.
Félagsmiðstöð Lundarskóla, sem er í kjallara skólans, verður opin almenningi
í kvöld kl. 20.00-22.30. Þar gefst foreldrum og öðrum sem áhuga hafa, kostur á
að kynna sér hvað fram fer í félagsmiðstöðinni.
Starfið í félagsmiðstöðinni
I kvöld, fimmtudagskvöld, er opið
hús í Lundarskóla. Þar er alltaf
opið hús á hverju þriðjudags- og
fimmtudagskvöldi, en kvöldið í
kvöld verður svolítið sérstakt,
því að foreldrarnir mega koma
og sjá hvernig þetta er hérna og
einnig verða fulltrúar og starfs-
fólk á staðnum og veita upplýs-
ingar um starfsemina. Bæði
kvöldin verður boðið upp á kaffi,
kökur og djús fyrir krakkana.
Félagsmiðstöðin í Lundarskóla
er búin að starfa í rúmlega 10 ár.
Hingað koma margir krakkar
aðallega á aldrinum 13-16 ára.
Flestir unglingarnir koma úr
Gagnfræðaskóla Akureyrar en
einnig koma unglingar úr öðrum
hverfum.
Á þriðjudagskvöldum er aðal-
lega lögð áhersla á tómstundir
t.d. er hægt að fara í: Bobb,
borðtennis, billjard, fótboltaspil,
spila á spil, horfa á video og
einnig geta krakkar komið hing-
að til þess að læra.
Félagsmiðstöðin hefur yfir að
ráða stóru húsnæði í kjallara
Lundarskóla. Þar höfum við einn
stóran sal og þrjár stofur. í vetur
bættist við nýr tengigangur sem
hefur verið innréttaður sem setu-
stofa, eldhúskrókur og aðstaða
fyrir fundi. Þar verður boðið upp
á kaffi og kökur fyrir foreldrana.
Á starfslistanum eru 17 krakk-
ar á aldrinum 13-16 ára. En þessi
hópur ásamt fleirum hefur áhuga
á að efla félagslífið hér á Akur-
eyri. Það sem krakkarnir sem eru
á starfslistanum þurfa að gera er
að leigja vídeospólu. taka til
ýmsa rnuni, svo sem bobbið, billi-
ardið, borðtennisborðin o.fl.
Þegar „opið hús“ er búið þurfa
þau að ganga frá öllu, loka glugg-
um og passa að allt sé læst.
Höf.: Auður og Hrabba
Yfirleitt gaman í
félagsmiðstöðimii
- segir Þórhildur Örvarsdóttir
Þórhildur Örvarsdóttir er í 7.
bekk í Gagnfræðaskóla Akureyr-
ar. Hún var að dansa af innlifun
úti á gólfi en við tókum hana tali
þegar dansinum lauk.
- Hvernig finnst þér að koma
hingað?
„Bara fínt, yfirleitt gaman.“
- Hvað gerirðu hérna?
„Hitti krakka, dansa og svo-
leiðis.“
- Finnst þér vanta eitthvað
hingað?
„Fleira fólk.“
- Koma vinir þínir hingað?
„Já, þeir gera það.“
- Hvað heldurðu að þeim
finnist um að koma hingað?
„Ágætt."
- Hvernig finnst þér í skólan-
um?
„Mjög gaman.“
- Vinnur þú eitthvað með
skólanum?
„Nei, ég vinn hvergi.“
- Hvað gerir þú í frístundum
þínum?
„Frekar lítið.“
- Á hvernig tónlist hlustarðu?
„Queen, Sykurmolana og
Þórhildur Örvarsdóttir.
þannig tónlist."
- Ferð þú í aðrar félagsmið-
stöðvar?
„Nei, yfirleitt ekki.“
- Hvernig finnst þér tónlistin
sem spiluð er hér?
„Stundum góð.“
Höf.: Auður og Hrabba
Skemmtilegast í eðlis-
fræði hjá Ingimar Eydal
- segja Ingvar og Sigurður
Við spurðum Ingvar Björn
Ingvarsson og Sigurð Árnason
nokkurra spurninga. Þeir eru
báðir í 7. bekk í Gagnfræðaskóla
Akureyrar.
- Hvernig finnst ykkur að vera
í félagsmiðstöðinni?
„Bara rnjög gaman.“
- Af hverju ákváðuð þið að
fara í félagsmiðstöðina?
„Til að vera félagslega sinnað-
ir.“
- Hvað finnst ykkur skemmti-
legast í félagsmiðstöðinni?
á starfslista félagsmiðstöðvarinnar í
„Vera plötusnúðar, fara í
ferðalög og prófa eitthvað nýtt.“
- Hvað þurfið þið að gera?
„Gera allt tilbúið fyrir opið hús
og laga svo aftur til þegar það er
búið.“
- Finnst ykkur vanta eitthvað?
„Það vantar náttúrlega gott
skap í fólkið. Svo vantar fleira
fólk, og við hvetjum krakka ein-
dregið til að koma hingað.“
- Farið þið oft í aðrar félags-
miðstöðvar?
„Já, við förum stundum í Dyn-
heima.“
- Flvernig finnst ykkur í Dyn-
heimum?
„Gaman, ef niaður er í stuði.“
- Á hvernig tónlist hlustið
þið?
„Diskó, rokk, popp og bara
það sem er vinsælt í dag.“
- Hvernig er í skólanum?
„Leiðinlegt, en ágætt í frí-
mínútum.“
- Hver er uppáhalds-greinin?
„Leikfimi og svo eðlisfræði hjá
Ingimar Eydal af því að hann er
alltaf að segja okkur brandara og
sögur af Skódanum sínum.“
Höfundar: Auður Gylfad.
og Hrafnhildur Kristinsd.
Ingvar Björn Ingvarsson og Sigurð-
ur Árnason.
Hinn fríði hópur unglinga sem er
Lundarskóla í vetur.