Dagur - 05.12.1989, Qupperneq 5
Þriðjudagur 5. desember 1989 - DAGUR - 5
HLUTFALLSLEG BREYTING IBÚAFJÖLDA
Á NORDURLANDI VESTRA OG EYSTRA
1980 - 1988
HLUTFALLSLEG BREYTING IBÚAFJÖLDA
Á HÖFUDBORGARSV. OG LANDSBYGGÐINNI
1980 - 1988
Fjórðungssamband Norðlendinga:
Um stöðu atviimumála
á Norðurlandi
GLÆSILEGUR
GISTISTAÐUR
í ALFARALEIÐ
< Rúmgóð og björt herbergi á góðu verði.
Börn undir 10 ára aldri fá ókeypis gistingu.
Sérstakur jólaafsláttur í desember
- frá 850 kr. á mann með morgunmat.
Bæjarhrauni 4,Hafnarfirði, Sími: 652220
„Á árlegum samstarfsfundi stjórn-
ar Fjórðungssambands Norð-
lendinga og alþingismanna úr
Norðurlandi var að venju kynnt
skyndikönnun sambandsins um
atvinnuástand í þéttbýlisstöðum
á Norðurlandi. Könnun þessi náði
til 22 sveitarfélga á Norðurlandi
og var gerð í byrjun nóvember.
Niðurstaðan var sú að í 10
þéttbýlissveitarfélögum væri
atvinnuástandið gott miðað við
sama tíma undanfarin ár. Sæmi-
legt ástand var í 9 sveitarfélög-
um, en bágborið í 3 sveitarfélög-
um, og þá er miðað við sama
tíma í fyrra. Þegar spurt var um
framtíðarhorfur kom í ljós að hjá
13 sveitarfélögum var útlit fyrir
tímabundið eða viðvarandi
atvinnuleysi. Níu sveitarfélög
svöruðu því til að ekki væri um
að ræða líkur á auknu atvinnu-
leysi.
Varðandi þá spurningu, hvort
blasti við stöðvun eða gjaldþrot
hjá fyrirtækjum í sveitarfélaginu,
kom í ljós að í 9 af 22 sveitar-
félögum eru taldar líkur á því.
Líkur eru taldar á stöðvun
stærri atvinnufyrirtækja í 5 sveit-
arfélögum.
Spurt var hvort bæri á auknum
brottflutningi fólks úr sveitar-
félaginu. Það kom í ljós að í 6
sveitarfélögum var talið að svo
gæti verið, en í 16 sveitarfélögum
töldu menn sig ekki merkja það.
Framtíðarhorfur
í atvinnumálum
Forráðamenn umræddra sveitar-
félaga voru beðnir að upplýsa álit
sitt á almennum atvinnuhorfum,
í samanburði við undanfarin ár.
Fimm þeira töldu horfurnar
góðar, átta töldu horfurnar sæmi-
legar, sjö þeirra töldu þær óvissar
og í tveimur sveitarfélögum voru
atvinnuhorfur dökkar.
Ljóst er af þessu að staða
atvinnumála á Norðurlandi er
mjög í óvissu og verulegs kvíða
gætir hjá forráðamönnum sveit-
arfélaga á Norðurlandi.
Atvinnuleysi tiltölulega
mikið á Norðurlandi
miðað við fólksfjölda
Sé miðað við niðurstöður vinnu-
málaskrifstofu Félagsmálaráðu-
neytis, um atvinnuleysisdaga fyr-
ir október 1989, kemur í ljós að
atvinnuleysisdögunr hefur fjölgað
á Norðurlandi milli ára um 1227
daga sem er 21,2% aukning. Á
Norðurlandi vestra er aukningin
33,9%, en á Norðurlandi eystra
er aukningin 17,1%. Aukningin í
landinu öllu, milli ára, er 24642
atvinnuleysisdagar, þar af er
aukning á Norðurlandi tæp 5%.
íbúahlutfall Norðurlands vestra
er 4,2%, en hlutfall atvinnuleys-
isdaga í október sl. 4,8% miðað
við landið allt. Þetta sýnir að
atvinnuleysishlutfallið er 14,3%
hærra en íbúahlutfallið. Á
Norðurlandi eystra er íbúahlut-
fall 10,4%, miðað við landið allt,
en hlutfall atvinnuleysisdaga
12,8%. Atvinnuleysishlutfallið er
23,1% hærra en íbúahlutfallið.
Ef gengið er út frá því að eðli-
legt hlutfall atvinnuleysisdaga
Úr miðborg Reykjavíkur. Ekkert lát er á búferlaflutningum til höfuðborgar-
innar.
skuli vera sem næst íbúahlutfalli,
er ljóst að atvinnuleysið er hlut-
fallslega meira á Norðurlandi, en
íbúahlutfall þess af þjóðarheild
segir til um.
Á Norðurlandi vestra svarar
þessi munur til 226 daga og á
Norðurlandi eystra í heild, í
október sl.
Þetta sýnir að þrátt fyrir að
aukning atvinnuleysisdaga sé
meiri utan Norðurlands í október
er ljóst að atvinnuleysi er tiltölu-
lega meira viðvarandi á Norður-
landi en víða annars staðar á
landinu og atvinnuástand við-
kvæmara en almennt gerist í
landinu.
Alvarlegar horfur í
búsetuþróun á þessum
áratug
Á árunum 1980-1988 fjölgaði
þjóðinni um 22503 íbúa, þar af
fjölgaði á landsbyggðinni, utan
höfuðborgarsvæðisins, um 2263
íbúa, eða um 10,06% af heildar
íbúafjölgun í landinu. Fjölgun á
höfuðborgarsvæðinu er 89,94%,
allrar þjóðaraukningar á þessum
árum. íbúum hefur fækkað á
Vesturlandi, Vestfjörðum og á
Norðurlandi vestra á Jressum
árum um 529 talsins. A Vest-
fjörðum er fækkun mest eða tæp
0,5%, að meðaltali á árunum
1980-1988.
Á Suðurnesjum er meðal aukn-
ing 1,5% á ári. En samanlögð
íbúaaukning á Norðurlandi eystra,
Austurlandi og Suðurlandi er
0,77% á ári. Þetta sýnir fram á að
meðal aukning á Suðurnesjum,
1980-1988, er tvöfalt meiri, en
annars staðar á landsbyggðinni,
þar sem um íbúafjölgun er að
ræða á annað borð.
íbúaaukning á
Norðurlandi eystra
er minni en á Austurlandi
og Suðurlandi
Fækkun íbúa á Norðurlandi
vestra er 0,1% af meðaltali 1980-
1988. Á Norðurlandi eystra er
íbúaaukningin 0,18% af meðal-
tali, en á Austurlandi 0,30% og á
Suðurlandi 0,29%.
Þetta er mjög alvarlegt miðað
við að á Norðurlandi eystra er
stærsti byggðakjarninn utan
Faxaflóasvæðisins.
Hvað veldur þessu verður ekki
svarað hér og nú.“
RÉIT
RAÐSTOFUNNU.
Leitaðu ráða hjá
sérfræðingum
um ávöxtun sparifjár þíns.
Fjárfestingarfélag íslands hf.:
—------------------♦---------------------
Er umsýsluaðili fyrir Verðbréfasjóði sem veita
sparifjáreigendum góða vexti með
lágmarksáhættu.
— -----------------•---------------------
Er umboðsaðili fyrir Spariskírteini ríkissjóðs.
--------------------•------------------—
Kaupir og selur hlutabréf.
Tekur að sér umsjón fjármála fyrir einstaklinga og
félagasamtök.
-----------------------•-------------■—>------
Hefur umsjón með Frjálsa lífeyrissjóðnum sem er
stórmerk nýjung í lífeyrismálum íslendinga.
i FJÁRFESTINGARFÉLAG
ÍSLANDS HF.
Ráðhústorgi 3, Akureyri, sími 25000
Slys gera ekki ^3>
_ jr m r m Oihjm eins og menni
boð a undan ser! us