Dagur


Dagur - 05.12.1989, Qupperneq 6

Dagur - 05.12.1989, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 5. desember 1989 Jón Karlsson: Lífeyrissj óðimir og bankabókin góða Undanfarandi misseri hefur verið vaxandi umræða um lífeyrissjóð- ina og málefni þeirra. Mikið af þeirri umræðu hefur verið af van- þekkingu og órökstuddar fullyrð- ingar hafa vaðið uppi, þar sem einn étur eftir fullyrðingar annars, án þess að gæta rök- stuðnings. Raunar eru lífeyris- málin í eðli sínu mjög flókin og er þar ekki allt sem reynist í fljótu bragði. Þess vegna freistast menn til fljótfærnislegra ályktana - og á það raunar við um fjölmörg mál önnur. Hér er m.a. átt við þá fullyrðingu, sem gengið hefur sem rauður þráður um meirihluta þessarar umræðu: að hagstæðara sé fyrir launþegana að leggja líf- eyrisiðgjöldin inn á bankabækur en að greiða þau með núverandi formi til lífeyrissjóðanna. Vanda- laust er að sýna fram á svo og svo mikla ávöxtun tiltekinnar fjár- hæðar á tilteknu tímabili. Og fá með því háar og gylltar tölur eftir einhverja áratugi. En með þeirri meginhugsun og áróðri sem hafður hefur verið uppi í þessu sambandi, að úr bankabókinni eigi viðkomandi launþegi að hafa sinn lífeyri á efri árunum, en ekki leggja neitt af mörkum með þessum sparnaði til samhjálpar, er verið að tala um allt aðra hluti en núverandi kerfi byggist á. Eða meðal annara orða: Hver á að sjá um inn- heimtu á framlögum í bankabók- ina góðu? Undirrituðum er kannski nokkuð kunnugt um að talsvert þarf að hafa fyrir því að atvinnurekendur geri skil sem þeim ber - stundum mikil fyrir- höfn. Almannatryggingakerfið byggist á því að allir fái sama grunnlífeyri - að teknu tilliti til tekjutryggingarinnar þó. En hvaðan á að koma viðbótarlífeyr- ir vegna fráfalls maka og örorku sem nú er greiddur af lífeyris- sjóðunum - að viðbættum barna- lífeyri? í>ó að lífeyrissjóðirnir, margir hverjir hafi ekki starfað lengi hef- ur einmitt reynt mikið á þá í sambandi við áhættulífeyri og fullyrða má að í mörgum tilfell- um hafa þær greiðslur ráðið úr- slitum um afkomu fjölskyldna á erfiðum tímum. Og hvað ef gam- all maður verður nú eldri en bankabókin góða gerði ráð fyrir þegar hún hóf greiðslur til eig- anda síns? Flestir lífeyrissjóðanna eru til- komnir sem kjaraatriði í frjálsum samningum. Þó svo að banka- bókarkerfið kæmist á, yrði lík- lega ekki komið í veg fyrir að ein- stakar starfsstéttir, eða hópar semdu að nýju um viðbótarlíf- eyri. Hverjir myndu ganga þar á undan? Auðvitað einstakir hópar, í byrjun fámennir, en sem hefðu sterka samningsstöðu. Hætt er við að fjölmennari hópar launþega t.d. í iðnaði, við fisk- verkun og verslun myndu ekki vera þar með fyrsta kastið. Ekki myndi misréttið í þjóðfélaginu minnka við þetta. Eða er kannski ætlunin þegar bankabókarhug- sjónin er orðin að veruleika að banna samninga um lífeyrissjóði? Eitt megineinkenni í réttinda- Isöfnun núverandi kerfis er sam- hjálp - samtrygging. Þetta er byggt á hugsjón mannúðar og jafnréttis. Þegar fjölskylda eða einstaklingur verður fyrir alvar- legu áfalli s.s. við fráfall maka eða slysi sem veldur örorku, verður oftast mikil röskun á hög- um sem viðkomandi komast ekki aðstoðarlaust yfir. En þar koma allir sjóðfélagar til hjálpar. Það gerist með því að sá sem hjálpar- innar er þurfi fær til sín oft langt um meiri greiðslur en hann hefir greitt til sjóðsins. Það gerist m.a. með svokallaðri framreiknings- reglu. Þessa tryggingu hafa allir sjóðfélagar - en þeir kaupa hana því verði að deila þessum kjörum með öðrum - og að réttindin í sjóðnum eða andvirði þeirra erf- ast ekki. Á undanförnum árum hefir gætt mjög vaxandi sérhyggju hér á landi. Það hefur líka gætt veru- lega tvískinnungs sem felst í því m.a. að krefjast bættrar og auk- innar þjónustu á flestum sviðum - en lægri skatta. Sérhyggjan - hér oft nefnd frjálshyggja - segir: Hver er sjálfum sér næstur. Hver sér um sig og gætir síns hags og kemur ekki við hvernig öðrum vegnar, þeir geta séð um sig sjálfir. Mannúðar- og félagshyggj- an segir hinsvegar: Einn fyrir alla og allir fyrir einn. Ef á bjátar hjá einum koma allir til hjálpar. Það gerist m.a. með miðlun úr sam- eiginlegum sjóðum. Það sem hér hefur verið gert að umtalsefni vísar á flestan hátt til þessara tveggja sjónarmiða; frjálshyggjunnar, sem bankabók- in góða er fulltrúi fyrir og sjón- armið mannúðar, sem samtrygg- ing lífeyrissjóðanna stendur fyrir. Sú kenning að hag manna sé bet- ur borgið með einhverju sem kallast „eigin lífeyrissjóður" átti góðan hljómgrunn hjá Thatcher- stjórninni í Bretlandi, en nú er komið í ljós - sem raunar margir vissu fyrir, - að allt var það á kostnað samhjálparinnar. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að menn hafi þá hugmynd að bankabókarhugmyndin tryggi þeim hag betur en samtryggingin. Ef sú skoðun er þá ekki byggð á tómum misskilningi. Það er held- ur ekkert við það að athuga í sjálfu sér að þessi hugmynd sé flutt inn á Alþingi í frumvarps- formi. Það sem hinsvegar er skondið við þetta málskot til Alþingis er að það skuli vera þingmenn Framsóknarflokksins sem að því standa en ekki þeir sem hafa verið taldir málsvarar frjálshyggjunnar hingað til, en því hefur verið mjög á lofti hald- ið að þeir eigi helst heima í Sjálf- stæðisflokknum. Þrátt fyrir það sem hér er sagt að framan varðandi þessi mál almennt, þá fer því fjarri að verið sé að halda því fram að ekkert sé að varðandi starfsemi lífeyris- sjóðanna og allt í fínu lagi. Verk- efnin eru mörg sem þarna þarf að vinna að, m.a. fækka sjóðum, lækka rekstrarkostnað, jafna líf- eyrisrétt, standa skipulega að því að fjármunirnir komi atvinnulíf- inu og sjóðfélögum að sem best- um notum o.s.frv. Hinsvegar ættu menn að temja sér hógvær- ari og yfirvegaðri málflutning og kynna sér betur það sem þeir eru að fjalla um. T.d. stóð nýlega í einhverju skrifi að lífeyrissjóð- irnir séu 100. Þetta er ósatt og það hlýtur þessi skrifari að vita - og því tala gegn betri vitund, því að sjóðirnir eru 85 - og fer fækk- andi. Svipað á sér stað þegar ýmsir skrifarar tala um rekstrarkostnað sjóðanna, að þá taka þeir sem dæmi rekstrarkostnað sjóðs sem sýndi um 40% iðgjalda í rekstur. Þetta er að sjálfsögðu allt of hátt og stenst ekki, en það vita vænt- anlega margir þeir sem láta ljós sitt skína að hér er undantekning og einsdæmi eða því sem næst. Það ætti þó að vera kunnugt að stórar einingar eru oftast hag- kvæmari rekstrareiningar en litl- ar og sannast það vel með rekstur lífeyrissjóðanna. Enda er það vel vitað í hópi þeirra sem nálægt rekstri sjóðanna koma að of mik- ið af of fámennum sjóðum eru starfandi. Það er mikið og vandasamt verk sem bíður, að gera lífeyris- réttinn jafnari og tryggja hag þeirra betur sem nú hafa hann lakastan. En það hlýtur að verða gert undir merkjum jafnréttis og samhjálpar en ekki sérhyggju. Jón Karlsson. Höfundur er forstöAumaður Lífeyris- sjóðs stéttarfélaga í Skagafirði. bœkur / Bændur á hvunndags- fötum Hörpuútgáfan hefur sent frá sér bókina Bændur á hvunndagsföt- um, viðtalsbók eftir Helga Bjarnason blaðamann. í bókinni segja sex nútíma bændur frá lífshlaupi sínu, búskap, áhugamálum, félags- störfum og skoðunum. Þeir eru: Aðalsteinn Aðalsteinsson á Vað- brekku í Hrafnkelsdal; Guðrún Egilsdóttir í Holtsseli í Eyjafirði; Pálmi Jónsson, alþingismaður á Akri í Húnavatnssýslu; Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum; Jóhannes Kristjáns- son á Höfðabrekku í Mýrdal og Þórólfur Sveinsson á Ferjubakka í Borgarfirði. Bændur á hvunndagsfötum er fyrsta bók Helga Bjarnasonar blaðamanns. Hann hefur á und- anförnum árum aflað sér mikillar þekkingar á flestum þáttum land- búnaðarmála og er vel þekktur meðal bænda fyrir vönduð frétta- skrif um málefni þeirra. Bókin er 192 blaðsíður að stærð, prýdd yfir 120 myndum auk yfirlitskorta af heimabyggð við- mælenda. Unglingar í frumskógi Út er komin bókin Unglingar í frumskógi, eftir Hrafnhildi Val- garðsdóttur. Sagan er sjálfstætt framhald verðlauna- og metsölu- sögunnar Leðurjakkar og spari- skór, en fyrir hana hlaut höfund- ur 1. verðlaun í samkeppni IOGT um skáldsögu fyrir ungl- inga. Unglingar í frumskógi er þriðja unglingabók Hrafnhildar en einnig hafa verið gefnar út tvær barnabækur og eitt smá- sagnasafn eftir hana. í kynningu útgefanda segir m.a.: „Það er síðsumar. Sögu- hetjurnar hafa lokið störfum í unglingavinnunni. Örn hefur ráð- gert að fara í útilegu með Gerði en hún ræður sig sem ráðskonu í sveit . . . Tóti ætlar að taka til höndum í sumarbústað afa síns og ömmu . . . Örn kvíðir því að þurfa að hanga einsamall í borg- inni og sparka knetti í mannlaust mark. Þá fara hjólin að snúast . . .“ Bókin er 181 bls. að stærð. Útgefandi er Æskan. - ný skáldsaga Isabel Allende Mál og menning hefur sent frá sér skáldsöguna Eva Luna eftir skáldkonuna Isabel Allende í þýðingu Tómasar R. Einarsson- ar. Sögusvið bókarinnar er ótiltek- ið land í Suður-Ameríku. Aðal- persónan, Eva Luna, er sagna- þulur af guðs náð og litrík upp- vaxtarárin eru henni óþrjótandi uppspretta frásagna. Ung missir hún móður sína, er þá komið fyr- ir hjá ókunnugum og lendir brátt í æsilegum atburðum í tengslum við stjórnmálabaráttu í heima- landi hennar. Hér er sagt frá ógleymanlegu fólki, kostulegum uppátækjum þess, ástum og sorg- um, fólki af háum og lágum stigum, með ólíkan bakgrunn. Isabel Allende er frá Chile, en er nú búsett í Bandaríkjunum. Áður hafa komið út eftir hana á íslensku bækurnar Hús andanna og Ást og skuggar. Eva Luna er 259 bls. Kápu- mynd gerði Robert Guillemette. Sendiherrann Bókaútgáfan Hildur hefur sent frá sér skáldsöguna Sendiherrann eftir Ib. H. Cavling. Höfundinn þarf vart að kynna fyrir íslenskum lesendum, slíkar hafa vinsældir bóka hans verið hérlendis í gegnum árin. í þessari nýjustu bók Cavlings er söguþráðurinn ekki síður hugnæmur og spennandi en í hin- um fyrri. Bókin er 174 blaðsíður að stærð. Sandgreifarnir - endurminningar Björns Th. Björnssonar Mál og menning hefur sent frá sér bókina Sandgreifarnir eftir Björn Th. Björnsson. Bókin hefur að geyma endur- minningar höfundar frá því að hann var að alast upp í Vest- mannaeyjum á árunum milli stríða. Hann lýsir samfélagi strákanna í Eyjum og margvís- legum uppátækjum þeirra, auk þess sem ágengni hins stóra heims kemur við sögu: Kreppa, stríðsógn, stjórnmálaerjur og þjóðfélagsumbrot. Síðast en ekki síst geymir bókin lýsingar á fjöl- skyldu „Bidda Björns“ eins og hann er nefndur í sögunni. Mörgum mun eflaust þykja sem hér kveði við nýjan tón hjá höfundinum sem þekktur er af margvíslegum bókum um list- fræðileg efni og sögulegum skáld- sögum. Bókin er 180 blaðsíður og er prýdd fjölda mynda, bæði af fjölskyldu höfundar og einnig af málverkum föður hans, Bald- vins Björnssonar. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.