Dagur - 05.12.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 5. desember 1989
Þriðjudagur 5. desember 1989 - DAGUR - 9
fþróttir
skaut. Stólarnir skiptu nú um
vörn og pressuðu allan völlinn.
Það setti KR-inga úr skorð-
um og smám saman minnkaði
bilið, alveg niður í 7 stig, 74:81.
En þá náðu gestimir að rétta sinn
hlut og þeir sigruðu að lokum
78:90.
Fyrri hálfleikinn léku heima-
menn afbragðsvel, sérstaklega í
vörn. Mikil barátta einkenndi
leik liðsins og t.d. sást varla til
Kovtoums í liði KR þar sem hann
var í strangri gæslu Ólafs Adolfs-
sonar. Þessi slæmi kafli í upphafi
seinni hálfleiks er nær óútskýran-
legur. Virtist sem svo að leik-
menn færu gjörsamlega úr sam-
bandi. Ekkert gekk upp í sókn-
inni og vömin var lek sem gata-
sigti og gestirnir löbbuðu hrein-
lega í gegn um hana. En þegar
Stólamir tóku upp pressuvömina,
náðist aftur upp þessi baráttuandi
sem einkenndi liðið í fyrri hálf-
leik. En þessi kafli kom of seint
og KR-ingar rönkuðu við sér
áður en þeirra mál vom í óefni
komin.
Bestur Tindstælinga var Valur
en hann átti hvað stærstan þátt í
þeim góða kafla sem liðið náði í
seinni hálfleik. Hann átti þó
nokkuð mikið af ótímabærum
skotum. Sturla hitti illa framan af
en hann barðist samt eins og ljón
í vörninni samkvæmt venju. Pét-
ur Vopni átti sinn besta leik í vet-
ur og hann ,á greinilega framtíð-
ina fyrir sér. Björn var óheppinn
með villurnar sem hann fékk en
hann var kominn með fjórar áður
en flautað var til leikhlés. Hann
lék þó með mest allan seinni hálf-
leikinn og stóð sig vel. Sverrir lék
vömina lengst af vel og hafði
hann góðar gætur á Páli Kol-
beinssyni.
Guðni Guðnason og Birgir
Mikaelsson vora bestir í liði KR.
Einnig átti Matthías Einarsson
góðan sprett í fyrri hálfleik. Þá
var Axel sterkur að vanda.
Kovtoum gerði ekki mikið en var
þó sterkur í vörninni.
Stig Tindastóls: Valur 28, Sturla 17,
Pétur 9, Bjöm 8, Sverrir 7, Stefán 5,
Ólafur 2 og Kári 2.
Stig KR: Guðni 22, Birgir 18, Matthías
14, Axel 12, Kovtoum 11, Gauti 6, Lárus
5 og Páll 2. kj
Eftir ágætan fyrri hálfleik hjá
KA gegn IR í 1. deildinni í
handknattleik fór allt í baklás
hjá Akureyrarliðinu í byrjun
síðari hálfleiks og ÍR-ingar
breyttu stöðunni úr 10:11 í
15:11. Þennan mun tókst KA-
mönnum aldrei að vinna upp
þrátt fyrir að litlu munaði í lok-
in 22:21.
Dómarar leiksins, Gunnar
Viðarsson og Gunnlaugur Hjálm-
arsson, gerðu afdrifaríka skyssu
undir lok leiksins er KA-menn
komust í hraðaupphlaup þegar
10 sekúndur voru til leiksloka.
Brotið var á Friðjón Jónssyni og
Guðmundi Pórðarsyni var vísað
af leikvelli. Þá voru 6 sekúndur
eftir af leiknum en í stað þess að
stöðva leikinn á meðan ÍR-ingur-
inn var að fara út af létu þeir tím-
ann renna út. Reyndar skoraði
Pétur Bjarnason úr aukakastinu
en Gunnlaugur dæmdi markið
ólöglegt þar sem Pétur hefði fært
löppina úr stað. Það voru því ÍR-
ingar sem fögnuðu sigri 22:21.
Ef við hlaupum aðeins yfir
gang mála í leiknum þá voru KA-
menn alltaf fyrri til að skora en
tókst aldrei að hrista ÍR-ingana
af sér. KA komst í 5:3 en ÍR jafn-
aði 8:8. Síðan var jafnt á öllum
tölum fram að hálfleik en gestirn-
ir náðu að skora síðasta markið
og staðan því 11:10 fyrir KA.
Knattspyrna:
Eyjólfur með atvinnusaimmig
Eyjólfur Sverrisson kom til landsins
um helgina frá V-Þýskalandi með
samning við Stuttgart upp á vasann.
Samningurinn var undirritaður á
föstudaginn og gildir til IV2 árs, frá
og með 1. janúar 1990. „Ég er mjög
ánægður með þennan samning.
Hann er mjög hagstæður fyrir mig
og er viðameiri en ég bjóst við,“
sagði Eyjólfur í samtali við Dag eftir
að hann kom tO landsins.
Með Eyjólfi í för til Þýskalands voru
heldur út eftir áramótin
Bjarni Jóhannesson þjálfari Tindastóls
og Stefán Logi Haraldsson formaður
knattspyrnudeildarinnar. Ásgeir Sigur-
vinsson var þeim félögum innan hand-
ar við undirskrift samningsins og á
meðan á dvölinni stóð hjá Stuttgart.
Það þarf vart að taka það fram
hvaða þýðingu þessi félagaskipti hafa
fyrir Eyjólf og einnig fyrir Tindastól.
Stuttgart er eitt af þekktustu félagslið-
um Evrópu og það að gera samning við
leikmann til VA árs er afar sjaldgjæft.
Það var létt yfir þeim Bjama Jóhannessyni, Eyjólfi Sverrissyni og Stefáni Loga Haraldssyni eftir undirskrift samningsins.
Mynd: -bjb
Eins og kunnugt er vildi Stuttgart gera
samning við Eyjólf til 3 ára en hann
kom með kröfu á móti að hafa samn-
inginn ekki lengri en til Vá árs.
Stuttgart féllst á það og sýnir það að
félagið hefur séð eitthvað við knatt-
spyrnukappann úr Skagafirðinum!
Atvinnumannasamningur fyrir
Eyjólf þýðir að hann hlýtur flest þau
fríðindi sem aðrir leikmenn félagsins
fá. Hann mun æfa með aðalliðinu en
spila með varaliðinu til að byrja með.
„Ég reikna ekki með að komast í A-
liðið fyrr en næsta haust. Ég þarf minn
tíma til að aðlagast aðstæðum en þessi
samningur hvetur mig til þess að ná
sæti í aðalliðinu,“ sagði Eyjólfur.
í Bundesligunni er leyfilegt að nota
þrjá erlenda leikmenn hjá hverju liði.
Einungis tveir þeirra mega vera inn á í
einu en sá þriðji má vera á bekknum.
Eyjólfur er fjórði erlendi leikmaðurinn
hjá Stuttgart. Hinir eru Ásgeir Sigur-
vinsson, Argentínumaðurinn Basualdo
og svo Daninn Rasmusen. Svo sem
kunnugt er rennur samningur Ásgeirs út
í vor og hefur hann lýst því yfir að hann
muni hætta eftir þetta tímabil, hvað
svo sem verður. Einnig er rétt að geta
þess að hugmyndir eru uppi að leyfa
liðum að hafa fjóra erlenda leikmenn í
hverju liði.
í Évrópukeppni má hins vegar nota
fjóra erlenda leikmenn en það ræðst í
kvöld hvort Stuttgart kemst áfram í
keppninni að þessu sinrii.
Eyjólfur segir allar aðstæður hjá
Stuttgart vera til fyrirmyndar. Félagið
útvegar honum húsnæði og bíl til
afnota. Hann fer utan um áramótin og
byrjar á því að fara með Stuttgart í
tveggja vikna æfingaferð til Costa Rica
og Argentínu. Þar fær hann gott tæki-
færi til að kynnast leikmönnum liðsins
áður en út í alvöruna er haldið.
Fríðjón Jónsson skoraði falleg mðrk undir lok leiksins gegn ÍR en það dugði ekki til og KA
tapaði 22:21.
Sævar Árnason var bestur Þórsara gegn Haukum.
Mynd: KL
Handknattleikur/2. deild:
Ævintýralegt jöfnunarmark
Páls gegn Frömtirum
tap hins vegar gegn Haukum
Þórsstrákarnir í handboltanum
fóru suður um helgina og
kepptu við tvö efstu liðin í 2.
deildinni, Fram og Hauka.
Jafntefli varð í fyrri leiknum
gegn Fram, 20:20, og var þetta
fyrsta stigið sem Fram tapar í
vetur. Hins vegar gekk ekki
eins vel gegn Haukum og urðu
Þórsararnir að játa sig sigraða
27:21.
Það var ævintýralegt jöfnunar-
mark Þórsara gegn Fram. Fram
skoraði úr vítakasti 20:19 þegar
30 sekúndur vom til leiksloka.
Þórsarar brunuðu í sókn og þegar
tvær sekúndur voru eftir skaut
Páll Gíslason í stöngina, þaðan í
bakhluta markvarðar Fram og í
markið.
Framararnir voru sterkari í
fyrri hálfleik og þá náðu Þórsar-
arnir sér ekki almennilega á strik.
Staðan í leikhléi var 13:10 fyrir
Fram.
í síðari hálfleik sýndu Þórsarar
mikinn styrk er þeir náðu að
jafna leikinn 14:14 og svo aftur
þegar 4 mínútur voru eftir af
leiknum er staðan var 19:16 fyrir
Fram. Með mikilli baráttu tókst
Þór að jafna 19:19 og lokamark-
inu hefur þegar verið lýst.
Mörk Fram: Jason Ólafsson 6, Her-
mann Björnsson 4, Gunnar Andrésson 3,
Björn Eirfksson 2, Gunnar Kvaran 2,
Tryggi Tryggvason 1, Egill Jóhannesson
1 og Andri Sigurðsson 1.
j Mörk Þórs: Páll Gíslason 7, Sigurður
Pálsson 5, Sævar Árnason 3, Ingólfur
Samúelsson 3, Ólafur Hilmarsson 1 og
Kristinn Hreinsson 1.
Öruggur sigur Hauka
Það gekk ekki jafn vel hjá Þór
gegn Haukum eins og gegn
Fram. Hafnarfjarðarliðið hafði
frumkvæðið í fyrri hálfleik en
Þórsarar héldu alltaf í við heima-
piltana. Haukar voru alltaf þetta
einu eða tveimur mörkum yfir,
4:2, 6:4, 8:6, 10:8, en Þórsarar
skoruðu tvö síðustu mörkin og
því var jafnt f leihléi 10:10.
Síðari hálfleikur þróaðist mjög
svipað og sá fyrri. Haukarnir
voru sterkari aðilinn en tókst
ekki að hrista Þórsarana af sér.
Jafnt var 12:12, 14:14 og 17: 17.
Það var síðan undir lok hálf-
leiksins að heimastrákarnir settu
í annan gír og tókst Þórsurum
ekki að halda í við Haukana.
Mikið var um ótímabær skot hjá
Þórsurunum og Haukarnir nýttu
sér það til fullnustu og sigruðu
27:21.
Þetta fór nokkuð í taugarnar á
Þórsurunum og var rri.a. Ólafi
Hilmarssyni sýnt rauða spjaldið.
En þeir geta ekki nema sjálfum
sér um kennt fyrir þetta tap og
lék liðið langt undir getu. Mátt-
arstólpar liðsins náðu sér ekki á
strik en það var helst Sævar
Árnason sem sýndi skemmtilega
tilburði í sókninni enda var hann
markahæstur gestanna.
Mörk Hauka: Sveinberg Gíslason 6/3,
Jón Örn Stefánsson 4, Bragi Jóhannsson
4, Sigurður Örn Árnason 4, Ámi Her-
mannsson 4/2, Láms Karl Ingason 3,
Óskar Sigurðsson 2.
Mörk Þórs: Sævar Árnason 6, Páll
Gíslason 5/2, Ólafur Hilmarsson 4,
Jóhann Jóhannsson 2, Sigurður Pálsson
2, Kristinn Hreinsson 1. Hermann Karls-
son 11/2 varin skot.
—
mWn.
Staðan
2. deild
Fram 7 6-1-0 170:143 11
llaukar 7 5-0-2 181:156 10
Valur-b 7 4-0-3 161:153 8
Þór 7 3-2-2 172:164 8
FH-b 7 4-0-3 164:176 8
ÍBK 7 3-1-3 147:138 7
Selfoss 7 2-2-3 150:150 6
UMFN 7 2-0-5 156:186 4
UBK 7 2-0-5 140:156 4
Ármann 7 1-0-6 147:166 2
Önnur úrslit:
Ármann-Selfoss 21:25
Knattspyrna:
Dómurum
fækkað
Ákveðið hefar verið að
fækka þeim dómurum sem
dæma í 1. deildinni í knatt-
spyrnu úr 20 í 15. Þetta kem-
ur fram í ársskýrslu Knatt-
spyrnusambands íslands, sem
lögð var fram á ársþingi KSÍ
um helgina.
Þessi niðurskurður vekur
nokkra athygli því hann var
ekki ræddur á Ársþingi KDSÍ
fyrir viku. Það má því búast við
fjömgum umræðum um þessi
mál meðal dómara á næstunni.
Þeir sem voru á listanum sl.
sumar en falla nú út, em: Ágúst
Guðmundsson, Fram; Guð-
mundur Sigurðsson, Fylki;
Gunnar Ingvarsson, Þrótti
Rvk.; Magnús Jónatansson og
Þóroddur Hjaltalín, Þór Akur-
eyri. Þess má geta að Þóroddur
dró sig í hlé á miðju sumri.
Þessir dæma í 1. deildinni á
næsta ári:
Bragi Bergmann Umf. Árroðanum
Eyjólfur Olafsson Víkingi
Friðgeir Hallgrímsson KR
Guðmundur Haraldsson KR
Gylfi Orrason Fram
Ólafur Sveinsson Fram
Sveinn Sveinsson Fram
Egill M. Markússon Gróttu
Friðjón Eðvarðsson Fylki
Gfsli Guðmundsson Val
Guðmundur St. Maríasson Leikni
Ólafur Lámsson KR
Óli P. Ólsen Þrótti
Sæmundur Víglundsson ÍA
Þorvarður Björnsson Þrótti.
Til vara:
Ágúst Guðmundsson Fram
Ólafur Ragnarsson Hveragerði
Gísli Björgvinsson ÍK.
Úrvalsdeildin í körfuknattleik:
KR-sigur á Króknum
- Tindastóll án Bo Heiden
KR-ingar komu sáu og sigruðu
Bo-lausa Tindastólsmenn í
Úrvalsdeildinni í körfuknatt-
leik á sunnudaginn var. Fyrri
hálfleikur var mjög jafn en sá
síðari að sama skapi mjög
ójafn, ef undan eru skildar 5
síðustu inínúturnar. KR-ingar
höfðu sigur úr þessari viður-
eign 78:90.
Leikurinn byrjaði frekar
rólega og mikið jafnræði var með
liðunum. Þau skiptust á að hafa
forystu, yfirleitt 4-7 stig. Gestirn-
ir náðu m.a. 7 stiga forystu 17:24
um miðjan hálfleikinn en með
góðum leikkafla jöfnuðu Stólam-
ir og komust yfir. í leikhléi var
staðan svo jöfn 38:38.
Seinni hálfleikur byrjaði væg-
ast sagt hörmulega hjá heima-
mönnum. Þeir röndóttu komust í
48:57 og síðan alla leið í 50:74. Á
þeirri stundu var það orðið ljóst
hverjum sigurinn myndi falla í
Handknattleikur/3. deild:
Völsungar í basli
með Ögramenn
Völsungar unnu sinn fjórða
sigur í röð í 3. deildinni í hand-
knattleik á laugardaginn er
þeir lögðu Ögra 25:16. Þrátt
fyrir níu marka sigur þurftu
Húsvíkingarnir að hafa tölu-
vert fyrir sigrinum og héldu
Ögramenn í við þá framan af
leiknum.
Leikurinn var ekki beint fyrir
augað og var engu líkara en
heimamenn vanmætu andstæð-
ingana.
Ögramenn spiluðu skynsam-
lega, héngu á boltanum og skutu
ekki fyrr en í ömggum færum.
Þeir náðu því að hanga í Völs-
ungum allt þar til rétt fyrir leikhlé
að þeir grænklæddu náðu þriggja
marka forskoti, 12:9.
Þessi þriggja marka forysta
hélst framan af síðari hálfleikn-
um en það var ekki fyrr en undir
lokin að Reykvíkingarnir
spmngu og Húsvíkingarnir
tryggðu sér níu marka sigur,
25:16.
Mörk Völsunga: Ásmundur Amarsson
6, Helgi Helgason 4, Jóhann Pálsson 3,
Tryggvi Þór Guðmundsson 3, Haraldur
Haraldsson 3, Vilhjálmur Sigmundsson
2, Jónas Grani Garðarsson 2, Jónas
Emilsson 1 og Örvar Sveinsson 1.
Markverðimir Ólafur Börkur Þor-
valdsson og Eiríkur Guðmundsson vörðu
ágætlega.
Blak:
Tvöfaldur KA-sigur á Þrótti
- strákaleikurinn tók ekki nema 38 mínútur
KA vann tvöfaldan sigur á
Þrótti frá Neskaupstað í leik
liðanna í 1. deildinni í blaki á
Akureyri á laugardaginn.
Karlalið KA sigraði 3:0 en
stúlkurnar þurftu að hafa
meira fyrir hiutunum en lögðu
Norðfjarðarstúlkurnar að lok-
um 3:2.
Það var smá skrekkur í KA-
strákunum fyrir leikinn því oft
hefur gengið erfiðlega með Norð-
firðingana. Skemmst er að minnast
viðureignar liðanna á Norðfirði
fyrr í haust er KA vann 3:2 í
hörkuleik.
En uppspilaralausir Þróttarar
sáu ekki til sólar gegn frísku liði
KA. Aðaluppspilari liðsins átti
Haukur Valtýsson og Amgrímur Amgrímsson og félagar áttu ekki í erfið-
leikum með að ieggja Þróttara að velli. Mynd: ap
ekki heimangengt vegna vinnu og
ætlaði Marteinn Guðgeirsson,
sem gerði garðinn frægan með
knattspyrnuliði Tindastóls síð-
asta sumar, að koma með llvél-
inni að sunnan til að spila upp
fyrir gamla félagið sitt. Én Flug-
leiðir felldu niður það flug og
urðu því Þróttarar að setja Ólaf
stórsmassara í uppspilið.
Þar með var broddurinn farinn
úr sóknarleik gestanna og KA-
drengirnir áttu því náðugan dag.
Hrinurnar fóru 15:7,15:5 og 15:5
og tók það aðeins 38 mínútur að
klára þann leik.
Hörkuleikur hjá stúlkunum
KA-stúlkumar þurftu hins vegar
að hafa heilmikið fyrir hlutunum
því Þróttarstúlkurnar ætluðu sér
að hefna fyrir ófarir strákanna.
Gestirnir byrjuðu leikinn af mikl-
um krafti og hreinlega rúlluðu
yfir heimastúlkurnar í fyrstu
hrinunni, 2:15.
KA vaknaði til lífsins í annarri
hrinunni og náði að jafna metin
eftir mikla baráttu, 15:10. Mjög
jafnt var í þriðju hrinunni en
stúlkurnar frá Neskaupstað
mörðu sigur 13:15.
Nú las Fei þjálfari vel yfir KA-
stúlkunum og þær komu fullar
baráttuanda til leiks. Þá sást
greinilega hvort liðið var betra og
sigruðu heimastúlkurnar örugg-
lega í tveimur næstu hrinum, 15:7
og 15:12, og tryggðu sér þar með
sigur í leiknum.
Hasar á lokasekúndum:
ÍR-ingar mörðu sigur á KA
- umdeilt atvik undir lok leiksins
Það gekk hvorki né rak hjá KA
í fyrri hluta síðari hálfleiks en þá
varði líka Hallgrímur Jónasson
eins og berserkur í marki ÍR. Á
sama tíma réðu KA-menn ekkert
við þá Róbert Rafnsson og Sigfús
Orra Bollason í sókninni og ÍR-
ingar náðu því forskoti sem dugði
þeim til leiksloka.
Staðan var 22:19 fyrir ÍR en
KA náði að saxa á forskotið en
herslumuninn vantaði og KA er
því enn óþægilega nálægt botni
deildarinnar. Það má því búast
við hörkuleik þegar Grótta kem-
ur í heimsókn hingað norður um
næstu helgi.
KA-liðið lék ágætlega í fyrri
hálfleik en slakar 10-15 mínútur í
byrjun síðari hálfleiks gerðu út-
slagið hjá liðinu. Sóknarleikur
liðsins var ekki nógu fjölbreyttur
að þessu sinni og nýttust horna-
og línumenn liðsins ekki nægjan-
lega vel. Ekki er hægt að hrósa
neinum ieikmanni fremur
öðrum. Þó má geta þess að Pétur
Bjarnason var frískur í fyrri hálf-
leik og þá varði Axel Stefánsson
einnig ágætlega á sama tíma. 1
síðari hálfleik var eins og einbeit-
inguna vantaði og var liðinu þá
refsað grimmilega.
Dómarar leiksins voru þeir
Gunnlaugur Hjálmarsson og
Gunnar Viðarsson og dæmdu
þeir ágætlega fyrir utan þessi
afdrifaríku mistök undir lok
leiksins sem þegar hefur verið
fjailað um.
Mörk ÍR: Sigfús Orri Bollason 7/1,
Róbert Rafnsson 7. Frosti Guðlaugsson
6, Magnús Ólafsson 1 og Jóhann Ásgeirs-
son 1. Hallgrímur Jónasson varin skot
15.
Mörk KA: Pétur Bjamason 5, Erling-
ur Kristjánsson 5, Sigurpáll Á. Aðal-
steinsson 4/3, Karl Karlsson 2, Guð-
mundur Guðmundsson 2, Friðjón Jóns-
son 2 og Jóhannes Bjarnason 1. Axel
Stefánsson 10/1 varin skot og Björn
Björnsson 2. bjb/AP