Dagur - 05.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 5. desember 1989
íþróttir
Enska knattspyrnan:
Chelsea steinlá á „Bnnmi“
Liverpool áfram efst - Aston Villa óstöðvandi
Leikmenn Wimbledon höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna á laugardag
eftir að hafa burstað Chelsea.
Það var ekki mikið um óvænt
úrslit í ensku knattspyrnunni á
laugardaginn, en þó urðu mjög
svo óvænt úrslit í einum leik í
1. deild. Sama var uppi á ten-
ingnum í leikjum 2. deildar og
því varð ekki mikil breyting á
stigatöflunum.
Chelsea var eitt fjögurra liða á
toppi 1. deildar fyrir leiki helgar-
innar og átti heimaleik gegn
Wimbledon. Það bjuggust því
flestir við því að liðið bætti við sig
þrem stigum, en annað kom á
daginn. Wimbledon fékk fimm
marktækifæri í leiknum og nýtti
þau öll, Chelsea hins vegar mis-
notaði megnið af sínum færum og
varnarleikur liðsins var slakur.
Kerry Dixon náði forystu fyrir
Chelsea strax á fyrstu mín. leiks-
ins með mjög góðu marki og
flestir bjuggust við að heimaliðið
David Platt skoraði glæsilegt úr-
slitamark fyrir Aston Villa gegn
Nottingham For.
Stí 1. iðan deild
Liverpool 16 9-3-4 33:15 30
Arsenal 16 9-3-4 28:17 30
Aston Villa 16 9-3-4 27:17 30
Chelsea 16 7-6-3 24:16 27
Norwich 16 6-7-3 23:18 25
Southampton 16 6-6-4 33:27 24
Everton 16 7-3-6 23:22 24
Derby 16 7-3-6 21:13 24
Coventry 16 7-2-7 13:21 23
Nott. Forest. 16 6-4-6 21:16 22
Tottenham 15 6-4-5 22:22 22
Man. Utd. 15 6-3-6 23:21 21
Wimbledon 16 4-7-5 17:19 19
QPR 16 4-6-6 16:16 18
Luton 16 4-6-6 17:20 18
Millwall 16 4-5-7 23:24 17
Crystal Palace 16 4-4-8 18:34 16
Sheff. Wed. 17 4-4-9 11:26 16
Charlton 16 3-6-7 12:18 15
Man. City 16 4-3-9 21:32 15
2. deild
Sheff.Utd. 20 12- 6- 2 34:20 42
Leeds Utd. 20 12- 5- 3 34:21 41
Newcastle 20 10- 6- 4 36:21 36
Sunderland 20 10- 6- 4 35:28 36
Oldham 20 9- 7- 4 27:20 34
Ipswich 20 9- 6- 5 32:26 33
Blackbum 20 7-10- 3 36:28 31
West Ham 20 8- 7- 5 31:23 31
Swindon 19 8- 6- 5 34:23 30
Plymouth 20 8- 3- 9 34:27 27
Wolves 20 7- 6- 7 29:26 27
Brighton 20 8- 2-10 30:29 26
Port Vale 20 6- 8- 6 24:24 26
W.B.A. 20 6- 6- 8 34:33 24
Oxford 20 6- 5- 9 27:31 23
Watford 20 6- 5- 9 22:26 23
Bournemouth 19 6- 4- 925:31 22
Middlesbr. 20 5- 6- 9 25:32 21
Leicester 20 5- 6- 9 22:30 21
Bradford 20 4- 8- 8 23:23 20
Barnsley 20 5- 5-10 22:41 20
Portsmouth 20 3- 8- 9 22:31 19
Stoke 20 2-9-9 17:3115
Hull 20 1-11- 8 19:28 14
færi með auðveldan sigur af
hólmi. Leikmenn Wimbledon
voru ekki á sama máli og Terry
Gibson jafnaði strax á 2. mín.,
Dennis Wise kom síðan Wimble-
don yfir og Gibson með sínu
öðru marki kom Wimbledon í
3:1. Graham Roberts lagaði
stöðuna fyrir Chelsea með marki
úr vítaspyrnu fyrir hlé, en Wise
með glæsilegu marki og síðan
Alan Cork sem skoraði auðveld-
lega fimmta mark Wimbledon
tryggðu liði sínu óvæntan sigur.
Niðurlæging leikmanna Chelsea
var mikil, en markverði þeirra
Dave Beasant hefur örugglega
liðið verst gegn sínum gömlu
félögum sem hann varð bikar-
meistari með er Wimbledon sigr-
aði Liverpool 1988 á Wembley.
Liverpool hefur átt misjafna
leiki að undanförnu, en liðið vann
góðan sigur á útivelli gegn Man.
City sem nú er án framkvæmda-
stjóra. Markatalan gefur þó ekki
rétta mynd af gangi leiksins, leik-
menn City hefðu átt að fá meira
út úr leik sínum. Liverpool lék án
þeirra Alan Hansen, Steve Nicol
og John Barnes sem eru meiddir
og Gary Gillespie og Steve
Staunton urðu að yfirgefa völlinn
á laugardag vegna meiðsla. Það
verður því ekki annað sagt en
Liverpool hafi unnið gott
dagsverk. Vörn Liverpool var
heldur óörugg, en sóknarleikur-
inn í góðu lagi. lan Rush skoraði
tvö af mörkum Liverpool, það
fyrra á 9. mín. og síðan mín. fyrir
leikslok. Peter Beardsley sem átti
mjög góðan leik og Steve Mc-
Mahon skoruðu sitt markið hvor,
mark McMahon mikið sólómark
þar sem hann lék á hvern varn-
armann City af öðrum áður en
hann sendi boltann í netið hjá
Andy Dibble markverði City.
Eina mark City skoraði Clive
Allen úr vítaspyrnu í síðari hálf-
leik eftir að Bruce Grobbelaar í
marki Liverpool hafði brotið á
Trevor Morley, en Liverpool
hafði yfir 1:0 í hálfleik. Grobb-
elaar varði oft vel í marki Liver-
pool og Peter Beardsley átti skot
í stöngina hjá City í fyrri hálfleik,
Liverpool er því áfram í efsta
sæti 1. deildar.
Aston Villa fylgir Liverpool
fast eftir og hefur nú sigrað í átta
af síðustu níu leikjum sínum.
Um helgina sigraði liðið Notting-
ham For. 2:1 á heimavelli sínum.
Sigurmark Villa skoraði David
Platt mjög laglega í síðari hálfleik,
en Forest átti ekki skilið að tapa
leiknum og áttu þeir skot bæði í
stöng og þverslá og áttu mun
Perry Groves skoraði sigurmark
Arsenal gegn Man. Utd.
meira í leiknum en Platt skoraði
sigurmarkið. Ian Olney kom
Villa yfir snemma í leiknum, en
Lee Chapman jafnaöi fyrir Forest
á 20. mín., leikurinn var stór-
skemmtilegur og vel leikinn.
Q.P.R. rak framkvæmdastjóra
sinn Trevor Francis í vikunni og
réð í hans stað Don Howe. Leik-
menn liðsins færðu sínum nýja
stjóra góðan sigur á útivelli gegn
Crystal Palace. Andy Sinton
skoraði tvö mörk fyrir liðið eftir
að Danny Maddix hafði skorað
fyrsta markið.
Sheffield Wed. vann frækinn
sigur gegn Liverpool í vikunni og
byrjaði leik sinn á útivelli gegn
Norwich með miklum látum.
David Hirst náði forystunni fyrir
liðið, en Andy Townsend jafnaði
úr vítaspyrnu fyrir Norwich og
úrslit réðust síðan er Phil King
varnarmaður Sheffield skoraði
sjálfsmark. Öll mörkin voru
skoruð í fyrri hálfleiknum, en
Sheffield er þó komið af botnin-
um, þökk sé stigunum frá Liver-
pool.
Everton sem aðeins hafði feng-
ið 1 stig úr síðustu 4 leikjum
sínum, tókst nú loks að vinna leik
er liðið sigraði Coventry á heima-
velli sínum. Stuart McCall kom
liðinu yfir í fyrri hálfleik og í
þeim síðari bætti Dave Watson
örðu marki Everton við án þess
að Coventry tækist að svara fyrir
Á sunnudag mættust Englands-
meistarar Arsenal og lið
Manchester Utd. í London.
Englendingar fengu þennan
leik heim í stofu til sín þar sem
honum var sjónvarpað beint á
Bretlandseyjum.
Eina mark leiksins skoraði
Arsenal eftir 15 mín. leik og er
því efst ásamt Liverpool og Aston
Villa með 30 stig. Það var Perry
Groves sem skoraði hið mikil-
væga mark með viðstöðulausu
skoti eftir að aukaspyrna hafði
borist til hans. Arsenal átti sigur-
inn skilinn, liðið lék mjög agaðan
leik, en leikmenn Man. Utd.
voru heldur ósamstilltir og hinum
sig.
Derby er á góðri siglingu um
þessar mundir og vann sinn
fjórða leik í röð á laugardag er
þeir fengu lið Charlton í heim-
sókn. Dean Saunders og Gary
Micklewhite skoruðu mörk
Derby í leiknum, bæði í fyrri
hálfleik. Charlton er nú neðst í 1.
deild ásamt Manchester City með
15 stig.
Millwall og Southampton
gerðu 2:2 jafntefli þar sem Paul
Rideout náði forystu fyrir Sout-
hampton, en Tony Cascarino jafn-
aði fyrir Millwall áður en blásið
var til hlés. Paul Stephenson
skoraði síðan fyrir Millwall í síð-
ari hálfleik, en Matthew Le Tissier
tryggði Southampton stig með
marki úr vítaspyrnu.
Þá skyldu Luton og Tottenham
jöfn í markalausum leik á gervi-
grasinu í Luton.
2. deild
• Stórleikurinn í 2. deild fór
fram á Elland Road í Leeds þar
sem heimamenn tóku á móti
Newcastle sem höfðu sigrað 5:2 í
fyrri leik liðanna í haust. Nú náði
Leeds Utd. fram hefndum í stór-
góðum leik þar sem úrslit réðust
á 71. mín. Eftir góða sókn Leeds
Utd. upp hægri vænginn gaf
David Batty góða sendingu fyrir
mark Newcastle sem Ian Baird
afgreiddi í netið og tryggði þar
snjöllu leikmönnum liðsins geng-
ur illa að vinna saman. Mark
Hughes og Brian McClair börð-
ust vel, en fengu ekki næga
aðstoð frá öðrum leikmönnum
liðsins. Nigel Winterburn og
Brian Marwood voru mjög ógn-
andi á vinstri væng Arsenal.
Kevin Richardson, David
Rocastle og Michael Thomas
höfðu undirtökin á miðjunni og
Alan Smith sem átti skot í
þverslá unmdir lokin var ógnandi
í framlínunni. Arsenal hefur því
ekki sleppt taki sínu á Englands-
bikarnum, en lið Man. Utd. á
langt í land áður en félagið getur
af alvöru blandað sér í baráttu
þeirra bestu. Þ.L.A.
með Leeds Utd. mjög mikilvæg-
an sigur.
• Sheffield Utd. heldur enn
toppsætinu eftir öruggan sigur
heima gegn W.B.A. Bob Booker
skoraði tvö af mörkum Sheffield
og Brian Deane það þriðja, en
Gary Robson skoraði eina mark
W.B.A.
• Tony Humes skoraði sigur-
mark Ipswich á útivelli gegn
Barnsley.
• Elton John sá frægi söngvari
hefur nú ákveðið að selja hlut
sinn í Watford, en liðið sigraði
Portsmouth á útivelli 2:1. Paul
Wilkinson og Gary Penrice skor-
uðu fyrir Watford sem vann
þarna sinn fyrsta útisigur í vetur.
• Þá gerðu Sunderland og West
Ham aðeins jafritefli í heima-
leikjum sínum, Sunderland 2:2
gegn Swindon og West Ham 0:0
gegn Stoke City, slæm úrslit fyrir
bæði þessi lið sem gera sér vonir
um að komast í 1. deild. Þ.L.A.
Úrslit 1. deild Arsenal-Manchester Utd. 1:0
Aston Villa-Nottingham For. 2:1
Chelsea-Wimbledon 2:5
Crystal Palace-Q.P.R. 0:3
Derby-Charlton 2:0
Everton-Coventry 2:0
Luton-Tottenham 0:0
Manchester City-Liverpool 1:4
Millwall-Southampton 2:2
Norwich-Sheffield Wed. 2:1
í vikunni.
Sheffield Wed.-Liverpool 2:0
2. deild
Oldham-Blackburn 2:0
Barnsley-Ipswich 0:1
Bournemouth-Brighton 0:2
Leeds Utd.-Newcastle 1:0
Leicester-Hull City 2:1
Oxford-Plymouth 3:2
Portsmouth-Watford 1:2
Port Valc-Bardford 3:2
Sheffield Utd.-W.B.A. 3:1
Sunderland-Swindon 2:2
West Ham-Stoke City 0:0
Wolves-Middlesbrough 2:0
3. deild
Bolton-Northampton 0:3
Bristol City-Rotherham 0:0
Crewe-Cardiff City 1:1
Mansfleld-Huddersfíeld 1:2
Notts County-Fulham 2:0
Preston-Reading 1:0
Shrewsbury-Chester 2:0
Swansea-Blackpool 0:0
Tranmere-Bury 2:4
Walsall-Bristol Rovers 1:2
Wigan-Birmingham 1:0
Brentford-Leyton Orient 4:3
4. deild
Aldershot-Halifax 2:0
Burnley-Grimsby 1:1
Cambridge-Rochdale 0:3
Carlisle-Peterborough 0:0
Colchester-Lincoln 0:1
Doncaster-Stockport 2:1
Ilartiepool-Hereford 1:2
Maidstone-Excter 1:0
Scunthorpe-Southend 1:1
Torquay-Scarborough 3:2
Wrexham-Chesterfield 0:2
Vork City-Gillingham frestað
Deildabikarinn í vikunni. 4. umferð: Exeter-Sunderland 2:2
Swindon-Southampton 0:0
Endurtekinn jafnteflisleikur úr 4.
umf. Tottenham-Tranmere 4:0
Öruggt hjá Arsenal
gegn Man. Utd.