Dagur - 05.12.1989, Síða 13
Þriðjudagur 5. desember 1989 - DAGUR - 13
Menntamálaráðherra skipar nýtt Iðnfræðsluráð:
Ráðið ekki lengur sjálfstæð stofii-
un undir menntamalaráðuneytmu
Heimamerki til að
auðkenna ökutæki
Menntamálaráðherra hefur skip-
að Iðnfræðsluráð til næstu fjög-
urra ára skv. nýjunt lögum um
framhaldsskóla. Sú breyting hef-
ur verið gerð, að Iðnfræðsluráð
er ekki lengur sjálfstæð stofnun
undir menntamálaráðuneytinu,
heldur færist verkefni þess inn í
ráðuneytið. Iðnfræðsluráð verð-
ur nú samstarfsvettvangur skóla,
atvinnulífs og menntamálaráðu-
neytisins. Á vegum þess munu
starfa fræðslunefndir sem í eiga
sæti fulltrúar iðngreinanna.
í ráðinu sitja: Halldór Grön-
vold skrifstofustjóri, Guðmundur
Gunnarsson rafvirki, og Haf-
„Ungt sjálfstæðisfólk á Norður-
landi vestra telur nauðsynlegt að
núverandi ríkisstjórn fari frá hið
fyrsta og efnt verði til kosninga.
Á skömmum valdatíma hefur
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar sýnt fram á ókosti fjöl-
flokkastjórna og algert úrræða-
leysi vinstri aflanna. Innantóm
slagorða- og sýndarmennsku-
pólitík í fjölmiðlum getur ekki
komið í stað raunhæfra aðgerða.
Öllum ætti nú að vera ljóst að
atvinnulíf þjóðarinnar, sérstak-
lega á landsbyggðinni, þolir ekki
vinstri stjórnina öllu lengur. Því
er óhjákvæmilegt að hefja þegar
markvisst endurreisnarstarf.
Ef slíkt endurreisnarstarf á að
takast verður að stjórna landinu
sterk og samhent ríkisstjórn, sem
viðurkennir staðreyndir efna-
hagslífsins.
Eftir mjög vandað málefna-
starf, fyrir og á landsfundi, hefur
Sjálfstæðisflokkurinn nú eina
sterkustu málefnastöðu sem hann
hefur nokkru sinni haft. Sérstak-
lega ber að fagna hinni nýju
stefnu í byggðamálum og yfirlýs-
ingu þingflokksins um frjálslynda
Leikfélag
Akureyrar:
Gömul föt
óskast
Leikfélag Akureyrar æfir um
þessar mundir barnaleikritið
Eyrnalangir og annað fólk eftir
Kristínu og Iðunni Steinsdæt-
ur. Fjölmargir leikendur eru í
verkinu, börn og fullorðnir, og
að sjálfsögðu þarf þetta ágæta
fólk föt við hæfi. Af þeim sök-
um vill Leikfélagið koma eftir-
töldum óskum á framfæri:
„Okkur vantar barnaskó, karl-
mannaskó, kvenskó, fallega skó,
druslulega skó og alla hugsanlega
skó sem þú vilt losna við í tiltekt-
inni fyrir jólin. Ef börn þín eru
vaxin upp úr fötunum sínum er
það hið besta mál því við getum
gjarnan notað fötin handa börn-
unum í leikritinu. Ekki væri
verra að fá lopapeysu, ekta
íslending. Þá vantar okkur lítið
og gamalt símaborð.“
Þeir sem geta séð af gömlum
fatnaði eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við Nönnu eða
Rósberg í síma Leikfélags Akur-
eyrar sem allra fyrst, en leikritið
Eyrnalangir og annað fólk verður
frumsýnt 26. desember. SS
steinn Eggertsson húsasmíða-1
meistari, tilnefndir af Alþýðu-
sambandi íslands. Varamenn
þeirra eru Ármann Helgason
varaformaður Iðju, Akureyri,
Einar Gunnarsson blikksmiður,
og Úlla Harðardóttir hárgreiðslu-
meistari.
Bjarni Þór Jónsson skrifstofu-
stjóri, tilnefndur af Félagi ísl.
iðnrekenda. Varamaður hans er
Ólafur Kjartansson, verkfr.
Pálmar Halldórsson fram-
kv.stj. INSÍ, tilnefndur af Iðn-
neinasambandi íslands. Vara-
maður hans er Ingólfur Þórsson,
framkvæmdastjóri INSÍ.
og víðsýna umbótastefnu í
atvinnumálum.
Fái Sjálfstæðisflokkurinn nægt
fylgi í næstu kosningum mun
hann geta hrint endurreisnar-
áformum sínum í framkvæmd, án
þeirra málamiðlunarvafninga,
sem einkennt hafa ríkisstjórnir á
íslandi. Því er mikilvægt að kjós-
endur íhugi kosti þess að efla
Gunnar S. Björnsson húsa-
smíðameistari, og Jóhannes
Jóhannesson bifvélameistari, til-
nefndir af Landssambandi iðnað-
armanna. V'aramenn þeirra eru
Ingvar Guðmundsson málara-
meistari, og Björn Lárusson hús-
gagnasm.meistari.
Ingvar Ásmundsson, skóla-
stjóri, tilnefndur af Sambandi
iðnfræðsluskóla. Varamaður
hans er Þór Vigfússon, skóla-
meistari.
Formaður er Kristrún ísaks-
dóttir, deildarsérfræðingur, til-
nefnd af menntamálaráðherra.
Varamaður hennar er Þuríður
Magnúsdóttir, fil.cand.
einn flokk til ábyrgðar á ríkis-
stjórn landsins. Fjölflokka-
kraðakið hefur reynst þjóðinni
dýrt spaug.
Hver mánuður sem ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar tefur
fyrir endurreisnarstarfinu er dýr-
mætur. Þess vegna skorar ungt
sjálfstæðisfólk á ríkisstjómina að
segja af sér og efna til kosninga.“
Heimamerkin svokölluðu sem
setja má á skráningarnúmer bíla
eru nú til sölu hjá Bifreiðaskoðun
íslands hf. og á bensínstöðvum.
Þessi merki eru skjaldarmerki
kaupstaðar eða sýslu og eru límd
á þar til gerðan reit fremst á núm-
eraspjaldinu. Karl Ragnars for-
stjóri Bifreiðaskoðunar íslands
segir að áhugi sé fyrir notkun
þessara merkja enda séu þau fal-
leg og fólk vilji gjarnan kenna
bíla sína við byggðarlag sitt.
Þegar nýja skráningarkerfið
tók gildi hvarf um leið auðkenn-
ing bíla eftir sýslum og kaupstöð-
um. í reglugerð dómsmálaráðu-
neytisins segir að heimilt sé að
auðkenna skráð ökutæki með
skjaldarmerki kaupstaðar eða
sýslu og til þess eru heimamerkin
enda er gert sérstaklega ráð fyrir
þeim á nýju númeraspjöldunum.
Því má nú þekkja hvaðan bílar
koma á merki byggðarlagsins en
auk þess er nafnið einnig prentað
á límmiðann. Alls eru um 50
gerðir merkja og hefur Bifreiða-
skoðun íslands séð um fram-
leiðslu þeirra. Þau kosta 100
krónur og eru sem fyrr segir fáan-
leg hjá Bifreiðaskoðun íslands
um land allt og á nokkrum bensín-
stöðvum.
Um áramótin flytur Bifreiða-
skoðun íslands aðalaðsetur sitt
frá Bíldshöfða að Hesthálsi í
Reykjavík og verður þá tekin í
notkun ný skoðunarstöð sem er
vel tækjum búin.
Starfsfólk óskast
til starfa á flæðilínu fyrirtækisins eftir áramót.
Verbúðir á staðnum.
Upplýsingar í síma 33120.
Kaldbakur hf. Grenivík.
Umboðsmann
og blaðbera
vantar á Kópaskeri.
Ljósmæður takið eftir!
Staða deildarstjóra mæðraeftirlits við
Heilsugæslustöðina á Akureyri er laus til
umsóknar.
Þú verður að vera Ijósmóðir og mjög gott ef þú ert
einnig með hjúkrunarfræðimenntun.
Þú þarft að geta haft umsjón með fræðslu fyrir verð-
andi foreldra.
Við bjóðum þér mjög góða vinnuaðstöðu og gott
samstarf við;
sérfræðinga í fæðingarhjálp,
Ijósmæður,
heimilislækna,
fjölskylduráðgjafa
og ungbarnaeftirlitið
Staðan veitist frá 1. mars 1990, fyrr eða seinna eftir
samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 31. desember 1989.
Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri virka
daga kl. 11-12 í síma 96-22311.
Leiðalýsing
St. Georgsgildið stendur fyrir leiðalýsingu í kirkjugarðin-
um eins og undanfarin ár. Tekið á móti pöntunum í síma
22517 og 21093 fram til föstudagsins 8. desember. Verð á
krossi er kr. 1000 krónur.
Þeir sem vilja hætta tilkynni það í sömu símum.
-
Móöir okkar,
ÞORGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
fyrrum húsfreyja að Torfum, Eyjafirði,
lést að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 3. desember.
Aðalgeir Axelsson,
Öriygur Axelsson,
Ólafur Axelsson.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og systir,
MARZELÍNA KJARTANSDÓTTIR,
Rauðumýri 15, Akureyri,
verður jarðsett frá Akureyrarkirkju föstudaginn 8. desember kl.
13.30.
Fyrir hönd vandamanna.
Helgi H. Haraldsson.
Eiginmaður minn,
ARI ÞÓRÐARSON,
Norðurgötu 38, Akureyri,
lést á Gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1.
desember.
Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 11.
desember kl. 13.30..
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Vistheimilið
Sólborg.
Fyrir hönd fjölskyldunnar.
Páltna Jónsdóttir.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför,
KRISTÍNAR ELÍNAR STEFÁNSDÓTTUR,
Stórasvæði 3, Grenivík.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki Fjórðungssjúkrahúss-
ins á Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Jakob Þórðarson, Björg Sigurbjörnsdóttir,
Stefán Þórðarson, Hafdís Björk Hermannsdóttir,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
„Aldrei aftur vinstri stjóm“
- Ályktun Kjördæmissamtaka ungra sjálfstæðismanna
á Norðurlandi vestra