Dagur - 05.12.1989, Síða 16
Kodak ''
Express
Gæóaframköllun
★ Tryggðu f ilmunni þinni
Jbesta cPedi6myndir'
Hafnarstræti 98, simi 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
X^IIIIIIIIHIIIIIIIIMffli
Er vonarglæta að vakna á loðnumiðunum?
„Borgar sig að hætta finnist
ekkert næstu tvo sólarhringa“
- segir Hannes Krisljánsson á Súlunni EA-300
„Ég held að menn verði að
fullreyna þetta á næstu tveim-
ur sólarhringum en ef ekkert
gengur þá borgar sig ekki ann-
að en hætta í bili. Við höfum
einungis fengið smáloðnu fram
að þessu og ég held að menn
búist almennt við því að loðnu-
veiðiheimildir verði felldar úr
gildi eftir næstu tvo sólar-
hringa fáist stærri loðnan ekki í
einhverju magni,“ sagði Hannes
Kristjánsson, stýrimaður á
loðnuveiðiskipinu Súlunni
EA-300 í gærdag.
Eins og kunnugt er fóru flest
loðnuskipanna af miðunum á
laugardagsmorgun og funduðu
sjómenn á Akureyri um helgina.
Halldór Ásgrímsson, sjávar-
útvegsráðherra, ákvað að afnema
heimildir til loðnuveiða frá kl. 20
í gærkvöld en sló gildistökunni á
frest þegar fréttist að Bjarni
Ólafsson AK hefði kastað á stóra
og feita loðnu á miðunum í fyrra-
kvöld. Öll skipin héldu þá strax
til veiða og þegar blaðið hafði
samband við Súluna í gær átti
skipið eftir um 5 tíma siglingu á
miðin.
Loðnan sem Bjarni Ólafsson
fann er norðaustur af Kolbeins-
ey, á svæði sem Hannes Krist-
jánsson á Súlunni segir að búið sé
að fínkemba. „Loðnan virðist
koma dreifð á þessar slóðir og
þétta sig síðan í torfur. Hún get-
ur líka komið með botninum
þannig að þó skip hafi farið yfir
svæðið án þess að finna nokkuð
þá getur hún verið á svæðinu,"
segir Hannes.
Hannes segir að mönnum sé
það ljóst að loðnuskipunum verði
ekki veittar heimildir til síldveiða
á þessu ári ef loðnuveiðar
bregðast. Hann segir skiptar
skoðanir meðal sjómanna á því
að sett verði stopp á loðnuveið-
arnar fram til jóla, verði sú raun-
in. „Sumir eru hreinlega búnir að
fá nóg af þessu í haust. Mér
finnst hins vegar allt í lagi að
athuga þetta núna og kanna
hvort ástandið er breytt,“ segir
Hannes.
Síðdegis í gær voru um 30 skip
á loðnumiðunum. JÓH
Rækjuverksmiðjumálin á Siglufirði:
Beðið eftir svari
ármálaráðherr a
- 30 starfsmenn Sigluness
ennþá atvinnulausir
Hún var óskemmtileg aðkoman hjá starfsfólki og börnum á Lundavelli við
Hjallalund þegar þau mættu á staðinn eftir hádegi í gær, því tvær rúður
höfðu verið brotnar í húsinu þeirra. Mynd: kl
Atkvæðagreiðsla hjá starfsmönnum ÚA:
Tillaga um hópkerfi felld
- kerfið gefur mikla launahækkun þar sem það hefur verið reynt
Þrír tugir starfsmanna Siglu-
ness hf. eru enn atvinnulausir,
og er beðið eftir viðbrögðum
fjármálaráðuneytisins eftir að
ríkissjóður eignaðist verk-
smiðjuhús Sigló. Forráðamenn
Sigluness áttu fund með fjár-
málaráðuneytismönnum fyrir
skömmu og sendu ráðherra í
framhaldi af þeim fundi bréf
þar sem óskað er eftir viðræð-
um um framtíðaruppbyggingu
og rekstur rækjuverksmiðju í
bænum.
Ríkissjóður eignaðist rækju-
verksmiðjuhús Sigló hf. á 90
milljónir króna á lokauppboðinu
10. nóvember. Þá urðu starfs-
mennirnir atvinnulausir, og er
Safnahúsinu á Húsavík, barst
merk gjöf sunnudaginn 3. des.
Um er að ræða bréfasafn
Helga heitins Benediktssonar,
athafnamanns í Vestmanna-
viðbragða fjármálaráðuneytisins
beðið með óþreyju. Almennings-
hlutafélagið Siglunes hefur feng-
ið góðan hljómgrunn og þegar
hefur safnast verulegt hlutafé.
Afstaða bæjarstjórnarinnar er sú
að blanda sér ekki í málið enn
sem komið er.
„Við höfum skoðað hús og lóð-
ir í bænum og höfum augastað á
tiltekinni byggingu og ákveðinni
lóð, sem gæti hentað starfsem-
inni. Hver sem niðurstaða fjár-
málaráðuneytisins verður þá höf-
um við umráðarétt yfir vélum
rækjuverksmiðjunnar, en ég til-
greini ekki nánar hvaða húsnæði
við höfum í huga,“ segir Guð-
mundur Arnaldsson, stjórnarfor-
maður Sigluness hf. EHB
eyjum, en þennan sunnudag
hefði Helgi orðið níræður.
Safnið er gjöf frá eiginkonu
Helga, Guðrúnu Stefánsdóttur
og börnum þeirra. Bræðurnir
Páll og Arnþór Helgasynir
afhentu Finni Kristjánssyni
safnið formlega í Hlíðaskálf á
Hótel Húsavík. Skal safnið
varðveitast I skjalasafni Safna-
hússins, sem Finnur hefur sett
upp og annast af stakri reglu
og snyrtimennsku.
Helgi er fæddur að Grenjað-
arstað, ólst upp á Húsavík en
flutti til Vestmannaeyja um tví-
tugsaldur. Var það ósk Helga að
bréfasafni hans skyldi komið til
varðveislu á bernskustöðvunum.
Bréfasafnið er mikið að vöxt-
um, telur um tíu þúsund bréf, að
lengd frá einni síðu og upp að 50-
60 vélritaðar síður. Var safnið
afhent í kistu sem varðveitt hefur
það óopnuð frá 1970, reyndist
í síðustu viku fór fram atkvæða-
greiðsla meðal starfsfólks
Utgerðarfélags Akureyringa
hf. um hvort reyna ætti svo-
kallað hlutaskiptakerfi í þrjá
mánuði til reynslu. Til þess að
samþykkja kerfið var ákveðið
að 70% starfsmanna þyrftu að
segja já, því það er talið hafa
litla þýðingu að vinna sam-
kistan 80 kg að þyngd. Mun
marga hafa fýst að kíkja í kistuna
á umliðnum árum en ekki fengið
heimild til. Talið er að í bréfa-
safninu séu mjög mikilsverðar
pólitískar heimildir frá heiftar-
legum umbrotatímum í íslands-
sögunni, auk heimilda sem varp-
að geti ljósi á atvinnusögu
landsins.
Mikdl vöxtur var í Blöndu 1
síðustu viku. Að sögn Jóns
Tryggvasonar bónda í Ártún-
um er þetta nálægt því að vera
með því mesta sem gerst hefur
síðastliðin 20 ár.
Jón sagði að það sem kæmi í
veg fyrir tjón af þessum völdum
kvæmt þessu kerfi nema víð-
tæk samstaða sé um það.
Atkvæðagreiðslan fór þannig
að 63% starfsfólks samþykkti
að taka þátt í tilrauninni og var
hún því felld.
„Þetta átti aðeins að vera til
reynslu í þrjá mánuði og mér
fannst í lagi að prófa þetta,“
sagði Frosti Meldal trúnaðar-
Finnur þakkaði fyrir gjöfina,
eftir að hafa tekið við lyklum af
kistunni. Minntist Finnur Helga,
ræddi um dugnað hans, áræði og
lífskraft og taldi hann hafa verið
einn mesta athafnamann á okkar
tímum.
Dagur mun síðar greina nánar
frá afhendingu þessarar einstöku
gjafar. IM
væri hversu lítill ís væri í ánni.
Þegar hún hefði rutt sig hefði
aðeins komið malaður ruðning-
ur, þunnur ís sem hefði komið
alla leið frá jöklunum.
Svartá mun hafa vaxið líka að
sögn Jóns en enginn skaði mun
hafa hlotist af því frekar en vegna
vaxtarins í Blöndu. kj
maður hjá ÚA. „Ef þetta gengi
vel átti að ganga til atkvæða á ný
þegar tímabilinu lyki. Ég varð
fyrir nokkrum vonbrigðum með
að þetta var fellt, en ég er þó
þeirrar skoðunar að það þýði
ekkert að fara af stað með þetta
nema hafa góðan meirihluta.“
Nokkur kurr virðist í því fólki
sem samþykkti tilraunina og hafa
undirskriftarlistar verið í gangi
þar sem farið er fram á að ein-
faldur meirihluti verði látinn
ráða. Stjórnendur ÚA hafa verið
hlutlausir varðandi vinnufyrir-
komulagið og létu starfsfólk vita
sl. haust að boltinn væri hjá
þeim.
Einn þeirra sem andvígur var
því að reyna hópkerfið var Ingólf-
ur Hjaltalín trúnaðarmaður
starfsfólks, en hann vildi ekkert
tjá sig við blaðamann um ástæður
þess.
Reynslan af hópkerfum í frysti-
húsum hefur að jafnaði verið sú,
að meðaltals launahækkun hefur
numið um 60%. Að vísu hefur
það verið svo, að þeir sem haft
hafa hvað mestan bónus fá litla
sem enga launahækkun, en hinir
hafa hækkað mjög.
Kerfið sem átti að reyna hjá
ÚA er svokallað hlutaskiptakeifi
sem verið hefur við lýði á Vest-
fjörðum. í síðustu viku kynntu
fulltrúar verkalýðsfélaga á staðn-
um auk manns frá Vestfjörðum
sem þekkir kerfið mjög vel, starfs-
mönnum hlutaskiptakerfið. Til
stóð að tilraunin stæði í 3 mánuði
og var starfsfólk óbundið af að
taka kerfið upp að því loknu.
VG
Bréfasafn Helga Benediktssonar:
Eínstök gjöf tíl Safnahússins á Húsavík
Blanda ryöur sig
- með því mesta sem gerist