Dagur - 05.01.1990, Blaðsíða 11
íþróttir
Föstudagur 5. janúar 1990 - DAGUR - 11
Lyftingar:
Snorri með
íslandsmet
Snorri Arnaldsson setti ungl-
ingamet í 67,5 kg tlokki á ára-
mótamóti LFA í lyftingum í
Iþróttahöllinni á Akureyri.
Hann snaraði 77,5 kg og tók
87,5 í jafnhendingu. Aðrir
keppendur bættu sig einnig
töluvert en náðu ekki að setja
met.
Þorsteinn Leifsson úr KR
keppti á mótinu en hann býr nú á
Akureyri. Hann keppir í 90 kg
flokki og bætti sig verulega í sín-
um flokki. Hann lyfti 135 kg í
snörun og 175 kg í jafnhendingu,
samanlagt 310 kg.
Snorri Óttarsson keppti í 67,5
kg flokki. Hann lyfti 55 kg í
snörun, 75 kg í jafnhendingu,
samanlagt 130 kg.
Tryggvi Heimisson lyfti 95 kg í
snörun, 110 í jafnhendingu og
samanlagt 205 kg í 75 kg flokki.
Guðlaugur Halldórsson júdó-
kappi með meiru keppti í 90 kg
flokki og lyfti 65 kg í snörun, 80
kg í jafnhendingu sem gerði
samanlagt 145 kg.
Guðmundur Björnsson og félagar í Þór mæta Njarðvíkingum í körfunni á
sunnudagskvöldið.
Kraftlyftingar:
Kári með enn eitt metið
- drakk 2 lítra af vatni til að þyngja sig upp um flokk
Kári Elíson er enn við sama
heygarðshornið í kraftlyfting-
unum. A bekkpressumóti milli
jóla og nýárs bætti hann átta
ára gamalt íslandsmet Olafs
Sigurgeirssonar í 82,5 kg
flokki. Annars var árangur
keppenda mjög góður á þessu
móti og féllu tvö önnur Is-
landsmet og fimm Akureyrar-
met. Keppendur voru þrettán
á þessu móti.
Kári þyngdi sig upp um flokk
og tvíbætti þetta síðasta íslands-
met Ólafs. Hann lyfti í annarri
tilraun 175,5 og síðan 180 kg í
þriðju tilraun en það er árangur á
heimsmælikvarða.
Helgi Jónsson bætti eigið met í
52 kg flokki er hann lyfti 71 kg í
aukatilraun. Þetta er bæði ís-
landsmet unglinga og fullorðinna
í þessum flokki en Helgi er ein-
ungis 19 ára gamall.
Rúnar Friðriksson vann besta
afrek unglinga með því að setja
nýtt unglingamet í 75 kg flokki.
Hann lyfti 108 kg og var ekki
langt frá því að fara upp með 110
kg. Rúnar þykir hafa sérstaklega
góðan stíl í bekkpressunni og
keppnisskapið er líka í góðu lagi.
Hlynur Konráðsson stóð sig
einnig vel í unglingaflokki. Hann
gæti náð langt með meiri æfingu
og þátttöku í keppni.
Dómarar á mótinu voru
Sigurður Gestsson, Einar Guð-
mann og Halldóra Kristjánsdótt-
ir, sem einnig var ritari og leik-
stjóri. En lítum þá á úrslitin í ein-
stökum flokkum:
52 kg flokkur:
1. Helgi Jónsson 65 kg
(Ak.met) aukatilr. 71 kg íslm.
67.5 kg flokkur:
1. Jóhann Guðmannsson 85,5
Ak.met.ungl.
75 kg flokkur:
1. Rúnar Friðriksson 108 kg
Ak.met ungl.
2. Hlynur Konráðsson 97,5 kg
82.5 kg flokkur:
1. Kári Elíson 180 kg
ísl.met.
2. Freyr G. Sigmunds. 100 kg
Ak.met ungl.
90 kg flokkur:
1. Friðgeir Halldórsson 102,5 kg
2. Guðlaugur Halldórss. 85,0 kg
100 kg flokkur:
1. Flosi Jónsson 160 kg
110 kg flokkur:
1. Jón Jakobsson 107,5 kg
2. Gunnar Ellertsson 100,0 kg
125 kg flokkur:
1. Jóhann Sigurðsson 50 kg -
+125 kg flokkur:
1. Torfi Ólafsson 182,5 kg
Besta afrek mótsins: Stig
1. Kári Elíson 119,48
2. Flosi Jónsson 89,90
Besta afrek unglinga: Stig
1. Rúnar Friðriksson 71,76
|2. Hlynur Konráðsson 68,80
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Hvað gerir Maggi Siguróla
gegn Rúnari?
Rúnar Sigurpálsson lagði Jón Árna Jónsson í þriðju tilraun á
milli jóla og nýárs. Rúnar er nú orðinn einn sá seigasti í þessum
getraunaleik en hann ræðst ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur í næstu umferð því hann hefur skorað á þann þekkta
knattspyrnumann, knattspyrnudómara og knattspyrnuáhuga-
mann Magnús Sigurólason.
Magnús var ekki lengi að svara þessari áskorun játandi og
mætast því stálin stinn um helgina í getraunaleiknum. Leikirnir
á seðlinum þessa vikuna eru liðir í deildarbikarnum og eru því
nokkrir leikir þar sem 1. og 2. deildarlið mætast. Stórleikur helg-
arinnar er þegar Guðni Bergsson og félagar í Tottenham mæta
Southamþton í Lundúnum.
Rúnar:
Blackburn-Aston Villa 2
Brighton-Luton 1
C.Palace-Portsmouth 1
Hull-Newcastle 1
Leeds-lþswich 1
Man.City-Millwall 1
Middlesbro-Everton 1
Plymouth-Oxford x
Stoke-Arsenal 2
Tottenham-Southamþton 1
WBA-Wimbledon 1
Wolves-Sheff.Wed. 1
Magnús:
Blackburn-Aston Villa 2
Brighton-Luton 2
C.Palace-Portsmouth x
Hull-Newcastle 2
Leeds-lpswich 1
Man.City-Millwall 1
Middlesbro-Everton 2
Plymouth-Oxford x
Stoke-Arsenal 2
Tottenham-Southampton 1
WBA-Wimbledon x
Wolves-Sheff.Wed. 1
1X21X21X21X21X21X21X21X21X2
Karfan á kreik á ný:
Verða Njarðvíkmgar
aftur lagðir að velB?
Körfuboltamenn skríða úr
híði sínu um helgina eftir langt
jólafrí. Þórsarar taka á móti
Njarðvíkingum á sunnudags-
kvöldið kl. 20.00 á Akureyri
en Tindastólsmenn halda suð-
ur um heiðar og keppa við KR-
inga á Seltjarnarnesi á sama
tíma.
Þórsarar unnu glæstan sigur á
Njarðvíkingum á útivelli síðast
þegar þessi lið mættust. Það
var fyrsti tapleikur Njarðvíkinga
á vetrinum og munu þeir sjálfsagt
ætla að hefna fyrir það tap í
leiknum á sunnudagskvöldið.
„Það verður ekkert gefið eftir í
leiknum og við vitum að þeir
koma í hefndarhug hingað
norður,“ sagði Jóhann Sigurðs-
son leikmaður Þórs. „Okkur hef-
ur yfirleitt gengið vel gegn Njarð-
víkingunum og ég sé ekki neina
ástæðu að það ætti eitthvað að
breytast. Ég vona að áhorfendur
fjölmenni á leikinn á sunnudags-
kvöldið enda geta þeir ráðið úr-
slitum ef naumt er á mununum
undir lokin," sagði Jóhann.
Þórsliðið hefur æft vel yfir há-
tíðarnar undir stjórn Gylfa Krist-
jánssonar en Dan Kennard, hinn
bandaríski þjálfari liðsins, fór
vestur um haf til að njóta jólanna
í faðmi fjölskyldunnar. Hann
kom til landsins í gær og sagðist
hlakka til að taka þátt í barátt-
unni á nýjan leik.
Sauðkrækingar halda suður og
keppa við hið sterka lið KR-inga
á sunnudagskvöldið. Tindastóll á
varla nokkurn möguleika á að
komast í úrslitakeppnina og
árangur liðsins hefur valdið
áhangendum nokkrum vonbrigð-
um. Það væri því mjög sterkur
móralskur sigur að leggja KR að
velli á heimavelli.
Knatlspymumenn
TBAfimda
Aðalfundur knattspyrnudeild-
ar TBA verður haldinn í kafli-
stofu Dags á þriðjudaginn kl.
20.00. Allir þeir fjölmörgu sem
leikið hafa með liðinu eða
áhuga hafa á því að vera með í
knattspyrnunni eru hvattir til
að mæta.
Á fundinum verður rætt um 3.
deildarkeppnina í knattspyrnu
næsta sumar og framtíð deildar-
innar. Mikilvægt er að allir TBA-
félagar mæti á þennan fund.
Kári Elíson er sterkur í bekkpressunni.
Námskeið hefjast 8. janúar.
DANS - DANS
Jazzdans: Fyrir 7 ára og eldri stelpur og stráka.
Nú sem endranær verður meiriháttar fjör í dansin-
um. Gestakennarinn, Bryndís Einarsdóttir kemur í
febrúar með allt það nýjasta í jazzi og funki frá New
York.
Látið ykkur ekki vanta í fjörið.
Jazzleikskóli: Fyrir 4-6 ára börn.
Þroskandi tímar sem stuðla m.a. að einbeitingu við
samhæfingu huga- og líkama.
Dans - söngur - leikir - leikræn tjáning.
Innritun og upplýsingar í síma 24979 frá
kl. 14-20.
Skírteinaafhending og greiðsla sunnudaginn 7.
jan. frá kl. 14-16.
Tryggvabraut 22
Akureyri s,m/ 24979.