Dagur - 05.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 05.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1990 ÁRLAND myndosögur dags 1 ANDRÉS ÖND Hvað ertu L/ Búa til ) að gera? ^ista yfir það iy tsem Þetta er langur listi! Þú verður að fara að byrja Vá einhverju! V 3 mi YTKrr > 1 HERSIR BJARGVÆTTIRNIR Gera varðmenn og hunda hættulausa .. aftengja neyðarbjöllur og rafmagnsgirðing- una... finna sönnun um brot á umhverfis-, lögum ... Auðveldara sagt en gejt tj-w-n Og umfram allt, komast út aftur v nm m iiimii' # Sófadýr í dægurmálaútvarpinu á Rás 2 má stundum heyra hinn ágætasta þátt um gæludýr. Er þar fjallað um hinar ýmsu skepnur er fólk heldur í híbýlum sínum, sér til félagsskapar og ánægju. Skepnur þessar eru flestar litlar og loðnar, hreistrugar eða fiðraðar. Um jólin, er dagskrárgerðarmenn voru í jólaskapi, var fjallað um það sem talið var uppáhalds- gæludýr kvenna, karl- manninn. Það er rétt, að margar konur hafa frekar lagt i það að fá sér karlmann sem sófadýr, heldur en hund eða kött. Og jafnvel hafa sumar konur komist upp með það að halda bæðí hund og kall, og hafa þá get- að sent annan hvorn út að labba með hinn þegar þeir gerast þreytandi. Það held- ur aftur að mörgum við að fá sér gæludýr að ekki er alltaf hlauplð að þvf að losna við það aftur og dýrin geta ekki séð um sig sjálf. Þessu er ögugt farið með karlmenn- ina, því ef þeir fara að verða sóðalegir og leiðinlegir má alltaf henda þeim út, í von um að þeir bjargi sér sjálfir. # Jólafiskar Það eru gerðar kannanir á öllu mögulegu víða um lönd og í gæludýraþættinum rétt fyrir jól var sagt frá könnun, í einhverju landi, á því hvort gæludýraeigendur héldu að dýrin vissu að það væru að kóma jól. Þetta er alveg satt., Og í könnuninni kom fram að 11% gullfiskaeigenda í þessu ágæta landi voru vissir um að fiskarnir þeirra vissu að það væru jól. # Demantsólar í gærmorgun, þegar verið var að lesa úr dagblöðunum á Rás 2, rákust sunnan- menn á frásögn af dekruð- um köttum, sem forrík kerl- ing úti í heimi æli á humri og rjóma, og ekki nóg með það heldur hefði hún nýlega keypt demantshálsólar á dýrin. Líklega hafa útvarps- mennirnir öfundað kettina og fundist nær að kellingin næði sér i íslenska kalla sem sófadýr, og eflaust gæti kellingin fengið sér íslenska karla, bara ef hún vildi fekar ala þá en kettina. Margrét Blöndal var fyrir norðan og las úr Degi og hún lét ekki sunnanmenn eiga neitt hjá sér frekar en venjulega. í lok þáttarins sögðust þeir ekki vita um hjúskaparstöðu hennar og þá svaraði hún snögg upp á lagið: „Ég er allavega ekki með neina demantsól um hálsinn." dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Föstudagur 5. janúar 17.50 Tommi. (Dommel) Nýr belgískur teiknimyndaflokkur fyrir börn, sem hvarvetna hefur orðið feikivin- sæll. Hér segir frá kettinum Baltasar og fleiri merkispersónum. 18.25 Að vita meira og meira. Bandarískar barnamyndir af ýmsu tagi þar sem blandað er gamni og alvöru. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Blástur og sveifla. (Sass and Brass) Bandarískur jassþáttur. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Landsleikur íslendinga og Tékka í handknattleik. Síðari hálfleikur. Bein útsending. 21.10 Annáll íslenskra tónlistarmynd- banda. 21.55 Derrick. 22.55 Flugleiðin til Kína. (High Road to China) Bandarísk kvikmynd frá árinu 1983. Aðalhlutverk: Tom Selleck, Bess Arm- strong og Jack Weston. Ung kona fær fyrrum herflugmann til að hafa upp á föður sínum sem er í höndum mannræningja. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Stöð 2 Föstudagur 5. janúar 15.35 Skuggi rósarinnar. (Specter of the Rose.) Skuggi rósarinnar er um ballettflokk sem leggur upp í sýningarferð. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Dvergurinn Davíð. 18.15 Sumo-glíma. 18.40 Heimsmetabók Guinness. Lokaþáttur. 19.19 19.19. 20.30 Ohara. 21.20 Sokkabönd í stíl. 21.55 Ólsen-félagarnir á Jótlandi.# (Olsen-Banden í Jylland.) Þremenningarnir Egon, Benny og Kjeld hafa fengið það verkefni að hafa upp á fjársjóði sem talið er að Þjóðverjar hafi fal- ið við vesturströnd Jótlands á sínum tíma. Aðalhlutverk: Ove Sprogoe, Morten Grunwald og Poul Bundgaard. 23.25 Löggur. (Cops.) Framhaldsmyndaflokkur í sjö hlutum. Fyrsti hluti. 00.15 Sonja rauða.# (Red Sonja.) Ævintýramynd sem segir frá stúlkunni Sonju sem verður fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að missa alla fjölskylduna sína í bardaga sem Gedren drottning stendur fyrir. Henni er nauðgað og hún strengir þess heit að ná sér niðri á drottningunni og hennar mönnum. En drottningin er með djarfari og háskalegri áætlanir á prjónunum og óvíst hvort Sonja stenst henni snúninginn. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Birgitte Nilsen og Sandahl Bergman. Bönnuð börnum. 01.45 Fríða og dýrið. (Beauty and the Beast.) 02.35 Dagskrárlok. Rás 1 Föstudagur 5. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið - Sólveig Thorarensen. Fréttayfirht kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Lítil saga um litla kisu" eftir Loft Guðmundsson. Sigrún Björnsdóttir les (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Að hafa áhrif. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Kíkt út um kýraugað. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Auglýsingar • Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Á sjötta degi. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Samastaður í til- verunni“ eftir Málfríði Einarsdóttur. Steinunn Sigurðardóttir les (17). 14.00 Fréttir. 14.03 Ljúfiingslög. 15.00 Fréttir. 15.03 Sjómannslíf. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Stravinsky og Prokofiev. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Ávettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar. 18.45 Veðurfrei jnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsinfcar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Gamlar glæður. 21.00 Kvöldvaka. a. Þjóðsögur í jólalokin. Síðasti þáttur, tekinn saman af Ágústu Björnsdóttur. Lesarar: Ingibjörg Haralds- dóttir og Kristján Franklín Magnús. b. íslensk tónlist. c. Fyrsti vélsleðinn á íslandi. Frásöguþáttur eftir Einar B. Pálsson. Gerður Steinþórsdóttir les. Umsjón: Gunnar Stefánsson.) 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Danslög. 23.00 Kvöldskuggar. 24.00 Fréttir. 00.10 Ómur að utan - „Den ydeste ö." Poul Kern les ljóð eftir William Heinesen við undirleik tónhstar eftir Kristian Blak. Umsjón: Signý Pálsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Föstudagur 5. janúar 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. „Hvað er svo glatt...?" Jóna Ingibjörg Jónsdóttir spjallar um kynlíf. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Dagur Gunnarsson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00 og stjórnmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. . 19.32 „Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Á djasstónleikum. Úrval frá helstu djasstónleikum síðasta árs. 21.30 Kvöldtónar. 22.07 Kaldur og klár. Óskar Páll Sveinsson með allt það nýjasta og besta. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fróttir. 2.05 Rokk og nýbylgja. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fréttir. 4.05 Undir værðarvoð. 4.30 Veðurfregnir. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Blágresið blíða. 7.00 Úr smiðjunni. Ríkisútvarpið á Akureyri Föstudagur 5. janúar 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Föstudagur 5. janúar 07.00 Sigursteinn Másson og Haraldur Kristjánsson. Föstudagsumferðin. 09.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn kl. 9.30 og uppá- haldsmataruppskriftin rétt fyrir hádegi. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Trúlofunardagur á Bylgjunni. Valdís Gunnarsdóttir trúlofar í beinni út- sendingu. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Kvöldfréttir frá kl. 18-18.15. 19.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Helgin framundan. 22.00 Næturvaktin. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Föstudagur 5. janúar 17.00-19.00 Fjallað um það sem er að ger- ast um helgina á Akureyri. Stjómandi er Axel Axelsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.