Dagur

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 1990næsti mánaðurin
    mifrlesu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Dagur - 13.01.1990, Síða 1

Dagur - 13.01.1990, Síða 1
73. árgangur Akureyri, laugardagur 13. janúar 1990 9. tölublað Filman þm a skiliö þaö besta1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 Sími 27422 • Pósthólf 196 H-Lóx gæðaframköllun Hrað• framköllun Opiö á laugardögum frá kl. 9-12. Frostblóm, Ferja fyrir Hrísey og Grímsey: Aflient í síðasta lagí 9. mars Á næstu dögum verður skrifað undir kaupsamninga vegna norsku ferjunnar Bremnes sem verður notuð til siglinga á Eyjafjarðarsvæðinu, þ.e. milli lands, Grímseyjar og Hríseyj- ar. Yfirvöld í Noregi hafa ekki staðfcst kaupin en slíkt er nán- ast formsatriði þar sem aðilar eru fullkomlega sammála um öll atriði varðandi kaupin. Norska ferjan er nú í siglingum milli Bergen og Stavanger í Nor- egi. Hún verður tekin úr notkun í lok febrúar og fer þá strax í slipp í Bergen. Samkvæmt samkomu- lagi aðila verður skipið afhent nýju eigendunum í byrjun mars- mánaðar, í síðasta lagi þann 9. mars. Búast má því við að skipið verði komið í siglingar á Eyja- firði upp úr miðjum mánuðinum. í áhöfn skipsins verða fjórir menn. JÓH Krossanesverksmiðjan hf./Fóðurverksmiðja ístess hf.: Menn hafa rætt um sameiningu en mörg erfið ljón í vegmum - Skretting má ekki eiga hlut í Krossanesverksmiðjunni Sigfús Jónsson, bæjarstjóri og formaður stjórnar Krossanes- verksmiðjunnar hf., segir að vegna ákvæðis um að erlend- um fyrirtækjum sé ekki heimilt að eiga hlut í sjávarútvegsfyrir- tækjum hér á landi séu ýmis tormerki á sameiningu verk- smiðjunnar og ístess hf. Um- ræða um sameiningu verk- smiðjanna hefur oft komið upp á yfirborðið en að sögn Sigfús- ar ætíð strandað á sama atrið- inu, eignaraðild norska fyrir- tækisins Skretting í Istess hf. „Öðru hverju frá því að ístess hf. var stofnað hefur þetta verið í umræðunni vegna þess að menn sjá í því ákveðna rekstrarhagræð- ingu. Hins vegar eru mörg ljón í veginum. Erlendir aðilar mega t.d. ekki eiga hlut í fyrirtækjum í sjávarútvegi, lögum samkvæmt. Samkvæmt því mega Norðmenn- irnir ekki eiga hlut í Krossanesi. Fleira kemur til. Krossanes selur sem sjálfstæður aðili á erlendum mörkuðum. Ef Skretting ætti orðið hlut í Krossanesi myndu samkeppnisaðilar Skretting er- lendis setja fyrir sig að kaupa mjöl frá Krossanesverksmiðj- unni. Menn hafa alltaf vitað að með sameiningu verksmiðjanna væri hægt að ná verulegri rekstrarhag- ræðingu en þarna virðast vera svo erfið ljón á veginum að þetta gangi ekki,“ segir Sigfús. Að sögn Sigurðar J. Sigurðs- sonar, forseta bæjarstjórnar Akureyrar, hafa hugmyndir um sameiningu verksmiðjanna ekki komið á borð bæjarráðs eða bæjarstjórnar. Hann sagðist hins vegar vita af að þessi mál hafi á ný komið í umræðuna í haust vegna rekstrarerfiðleika beggja verksmiðja. Eins og fram hefur komið ligg- ur ekki fyrir mat á tjóninu í Krossanesverksmiðjunni og óvíst hvenær það verður. Stjórnarfor- maður verksmiðjunnar segir liggja fyrir að loðna verði ekki brædd í verksmiðjunni á þessari vertíð. Menn beini sjónum að uppbyggingu verksmiðjunnar fyrir haustvertíð 1990. Sigfús segir að í meginatriðum verði verksmiðjan byggð upp svipuð og hún var en hins vegar hljóti menn að nota tækifærið til að lagfæra þá hluti sem talið er að betur megi fara. „Það hafa verið vandamál með afköst verksmiðj- unnar. Spurningin er hvort ekki er hægt að laga þau. Það er auð- vitað ljóst að menn verða að skoða það,“ segir Sigfús Jónsson. óþh Verður Vestmannaeyjaferja smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri? „Ég er bjartsýnn ad eðlisfari," - segir Sigurður Ringsted, forstjóri „Ég er bjartsýnn að eðlisfari, en hvað verður veit maður ekki,“ sagði Sigurður Ring- sted, forstjóri Slippstöðvarinn- ar hf. á Akureyri, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að ráðast í smíði 68-70 m ferju fyrir Yestmannaeyinga. Skip- uð verður nefnd þriggja ráðu- neyta og fulltrúa Herjólfs hf. sem kanna mun hvort ekki sé möguleiki á að ferjan verði smíðuð innanlands og þá vænt- anlega í Slippstöðinni á Akur- Helgarveðrið: DáJítil mugga, milt og bKtt Skíðasnjórinn cr loks á leiðinni til landsins. I gær var snjó- koma á Norðurlandi og í dag spáir Veðurstofa íslands norð- vestan kalda, og smáéljum á miðum og annesjum. Horfur á sunnudag fyrir landið allt: Breytileg átt, 2-3 vindstig, skýjað en líklega úrkomulítið. Hiti um frostmark. Horfur á mánudag: Norðan- og norðvest- anátt, víða él eða slydduél norð- an- og vestanlands, úrkomu- minna eða úrkomulaust annars staðar. Frost 1-4 stig. Sem sagt, ekkert útileguveður en þó bærilegasta janúarmugga. SS eyri en Sigurðu telur stöðina eina aðilann hér innanlands sem gæti tekið slíkt verk að sér. „Þetta gæti orðið mjög svo spennandi verkefni næsta vetur. Pað er raunhæft að tala um að hægt verði að byrja á þessu skipi í haust. Smíði á ferjunni gæti óbeint leyst okkar verkefnavanda því það að hafa langtímaverkefni gerir hlutina örðuvísi. Maður getur tekið aðrar ákvarðanir ef maður hefur einhverja framtíðar- sýn,“ segir Sigurður. Halldór S. Kristjánsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneyt- inu, segir að í ríkisstjórn hafi ver- ið rætt um að teikningar af 79 m ferju fyrir Vestmannaeyinga, sem þegar liggja fyrir, verði minnkaðar niður og smíðað sams konar skip. Halldór vildi ekkert segja um hvort líkur vaxi nú á því að ferjan verði smíðuð í Slipp- stöðinni á Akureyri en bætti þó við að menn væru bjartsýnir fyrir ihönd Akureyringa. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar: 9. tölublað - Helgarblað (13.01.1990)
https://timarit.is/issue/208337

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

9. tölublað - Helgarblað (13.01.1990)

Gongd: