Dagur - 13.01.1990, Page 2

Dagur - 13.01.1990, Page 2
2 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1990 Fall er fararheill Hallfrcður fullyrti að hann væri fyrsta fórnarlamb Shanghæ-flensunnar hér á landi. Hér er hann á sjúkrabeði og gráðugir ættingjar gína yfir honum. Hallfreður Örgumleiðason: Góðan daginn og gleðilegt ár, lesendur nær og ekki síður fjær, ek em ær af gleði yfir því að vera kominn í ykkar hóp á nýjan leik. Fall er fararheill segir máltækið og ég vona að það eigi við um árið sem gekk í garð um áramótin, ef ég man rétt. Að vísu hafa loðnuveið- arnar gengið ágætlega, en það sama verður ekki sagt um mig. Eilífar gangtruflanir, eymd og armæða. Varla hafði árið brennt sinn fyrsta dag að baki er heilsu minni fór að hraka af miklum krafti. Forseti íslands líkti íslensku þjóðinni við gróður landsins í ávarpi sínu, með öðrum orðum sagt þá erum við eins og örfoka land og krækl- óttar hríslur í fjallshlíðum. Ekki mátti viðnámsþrek lík- amans við slíkri sjúkdómslýs- ingu enda fóru leikar svo að ég gat mig vart hrært fyrir kvölum. Augun ætluðu ýmist inn í blýþungt höfuðið eða út úr því, það söng og hvein í eyr- unum, nefið stíflað, hálsinn stokkbólginn, líkaminn mátt- laus og skjálfandi, stingur í brjósti. Með undraverðum viljastyrk (sem gjarnan er í hámarki í ársbyrjun) tókst mér þó að standa í lappirnar og sinna skyjdum mínum. Reyndar leit ég ut eins og róni á þriðja mán- uði i drýkkju eða vaxtarrækt- armaður sem er að'grenna sig, munurinn er enginn. Líklegur leið ég um í dásvefni veirusýk- ingar sem náði hámarki þegar útvarpið, boðberi válegra tíð- inda, þröngvaði skilaboðum sínum gegnum sárþjáðar hlust- irnar: Sjanghæ-flensan hefur dregið 20 vistmenn á elliheim- ili í Noregi til dauða. Flensan leggst þungt á gamalt og las- burða fólk. Flelstu einkenni hennar eru hálsbólga, eyrna- bólga og ógleði . . . „Heyrðirðu þetta?“ stundi ég upp við konuna. Mér lá við uppköstum og verkurinn í eyr- um og hálsi blossaði upp. „Ég er kominn með Sjang- hæ-flensuna.“ Sú hugsun ágerðist að þar sem ég var hvorki ungur né hress þá hlyti ég að vera garnall og lasburða og því færi stundin að nálgast. Konan virtist skynja þetta líka því hún leit á mig með tor- kennilegum glampa í augum. Þulurinn í útvarpinu hélt áfram að lýsa Sjanghæ-flens- unni: Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarlandlækni hefur flensan ekki enn borist til íslands . . . „Huh! Þetta vissi ég. Það er ekkert að þér frekar en fyrri daginn,“ fussaði konan og reyndi að dylja vonbrigði sín. „Hvert þó í hoppandi,“ hrópaði ég og hlustaði ekki á mótbárur konunnar. „Ég er þá fyrsta fórnarlamb Sjanghæ- flensunnar hér á landi. Þetta er stórmerkilegt!“ Ég flýtti rpép í símann og hringdi í heimilislækninn. Hikstandi og óðamála, enda í miklu uppnámi, tilkynnti ég honúm að ég væri kominn með hina banvænu Sjanghæ-flensu, fyrstur íslendinga. Ekki virtist læknirinn ýkja upprifinn. Hann sagði að þetta væri bara einhver vírus og bauðst til að skrifa upp á pensilín. Ég vildi ekkert með slíkar kerlinga- bækur hafa og heimtaði að hann skráði þetta fyrsta tilfelli Sjanghæ-flensunnar á íslandi og setti jafnframt fréttatil- kynningu í blöðin. Það var sama hvað ég orgaði á hann, ekki vildi hann viðurkenna að þetta væri flensan illræmda. Þess í stað bauðst hann til að gefa mér meira róandi til að lina þjáningar fjölskyldunnar! Eftir kuldalegt viðmót skiln- ingsvana heimilislæknis var mér öllum lokið. Ég lagðist niður sem sneyptur hundur og gól við skanka konunnar. Hún klóraði mér bak við eyrun og spurði háðslega hvort ég væri búinn að gera erfðaskrána. Öskuvondur spratt ég á fætur og hrein: „Þú hefur aldrei hugsað um annað en peninga. Ég skal láta þig vita að eigur mínar færðu aldrei. Þær munu renna óskipt- ar til læknavísindanna með von um framfarir á sviði lyfja- gjafar gegn flensu. Ég ætla hins vegar að ánafna þér lík- ama minn, hann er hvort eð er það eina sem hefur veitt þér gleði í þessu hjónabandi.“ Með þessum lokaorðum hné ég í ómegin með hjálp frá knýttum hnefa konunnar. Reis upp á þriðja degi og hér er ég nú. Bless. Blóðþrýstingur og bijóstakrabbamein Breytt mataræði virðist komast iangleiðina með að skila sama árangri og lyfjameðferð í sumum tilfellum. Nú hefur komið í ljós að mettuð fita í fæðunni getur stuðlað að brjóstakrabbameini auk þess sem að dýraprótín virðist einnig eiga sinn þátt í krabbameinsmyndun- inni. ítalskir vísindamenn tóku viðtal við 250 konur sem flestar voru þegar orðnar fómarlömb brjóstakrabbameins auk þess sem þeir tóku einnig viðtal við 499 konur á svipuðu reki sem ekki höfðu brjóstakrabbamein. Þær sem höfðu krabbameinið neyttu meira af mjólk, feitum ostum, smjöri, kjöti og eggjum. Það kom í ljós að þær konur sem borðuðu mest af mettaðri fitu eða dýraprótíni voru í tvisvar til þrisvar sinnum meiri hættu á að fá brjóstakrabbamein heldur en þær sem voru á fituminna mat- aræði. (Journal of the National Cancer Institution, 15. febrúar, 1989.) Rannsakendurnir komust að þeirri niðurstöðu út frá þessari rannsókn að mataræði sem samanstóð af fiturýrum mjólkur- afurðum og prótíni sem fengið var úr prótínafurðum svo sem fiski og baunum en ekki kjöti, virtist geta unnið gegn brjóst- krabbameinsmyndun. Byrjið því á að skipta yfir í undanrennu og léttmjólk og að hætta að borða meira en fimm sneiðar af feitum osti á viku og nota minna af smjöri sem og öðrum feitum mjólkurafurðum. Blóðþrýstingur í nýlegum rannsóknum kom fram að hugsanlega hefur breytt mat- aræði vegna of hás blóðþrýstings jafn góð áhrif á hjartað og lyfja- meðferð. 1987 var gerð rannsókn í læknaháskóla í Chicago, þar sem fram kom að mataræði sem dró úr offitu, salti, alkohóli, fitu og kólesteróli lækkaði blóðþrýst- inginn í sumum en þó ekki eins mikið og hjá þeim sem voru á lyfjameðferð. í fjögurra ára rannsókn á 189 manns sem áttu það sameiginlegt að vera of þungir og með of háan blóðþrýst- ing kom í ljós að þeir sem hættu á lyfjameðferð og fóru yfir í breytt mataræði var blóðþrýstingurinn að meðaltali 133/84. En fólkið sem hélt áfram á lyfjameðferð- inni var að meðaltali 122/80 í blóðþrýsting. (Journal of the American Medical Association). En visindamennimir vildu kom- ast að því hvort mismunurinn á blóðþrýstingnum kæmi einnig fram í heilbrigði hjartans. Svo að í annarri rannsókn könnuðu þeir heilbrigði hjartans vandlega með hjartamonitor, X-geislum og hjartalínuriti. Þeir fundu engan sjáanlegan mun á hjartanu í þeim sem voru á lyfjameðferð og þeim sem sném sér að betra mataræði. Vísindamennirnir sögðu að hugs- anlega hefði fitu og kólesterolrýrt mataræði heilsusamleg áhrif á hjartað óháð áhrifum þess á blóðþrýstinginn. Ef þú ert með of háann blóðþrýsting ættirðu að ráðfæra þig við lækni áður en þú ferð að breyta verulega til í mat- aræði eða lyfjameðferð. Heilsupósturinn Umsjón: Siguröur Gestsson og Einar Guðmann

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.