Dagur - 13.01.1990, Side 3

Dagur - 13.01.1990, Side 3
Laugardagur 13. janúar 1990 - DAGUR - 3 fréttir Rannsóknarlögreglan á Akureyri: Auðgunarbrotum fjölgaði mjög á síðasta árí Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri fékk alls 1858 mál til rann- sóknar á síðasta ári sem er aukning um 401 mál frá árinu á undan. Að sögn Daníels Snorra- sonar lögreglufulltrúa, er skýringin sú að um mitt ár fjölgaði um einn starfsmann hjá Rannsóknarlögreglunni á Akureyri og tók deildin um leið að sér ákveðinn þátt mála er varðar brot á umferðarlög- um, en hann afgreiddi um 300 slík mál á árinu. Stærsti flokkur mála sem til rannsóknar kom á árinu eru þjófnaðir. Tilkynnt var um 187 á árinu en 141 árið 1988. Innbrot voru 74 1989 og 30 árið áður, kærur vegna tékkasvika, þ.e. ef um er að ræða innistæðulausar ávísanir voru 43 á árinu 1989 en 26 árið á undan. Kærur vegna tékkafalsana voru árið 1989 samtals 90 en árið á undan voru þær 31, minniháttar líkamsárásir voru 62 árið 1989 en 41 árið 1988. Meiriháttar líkamsárasir sem rannsakaðar voru árið 1989 voru 9 talsins en 7 árið áður. Eins og sjá má hefur auðgunarbrotum Útflutningur S.H. 1989: Veruleg sölu- og verðmætaaukiiing í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu - þriðja stærsta útflutningsárið í sögu SH Árið 1989 reyndist þriðja stærsta útflutningsár að magni til í sögu Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna frá stofnun fyrir- tækisins 1942. Hin metárin voru 1979-80. Heildarútflutn- ingur SH á síðasta ári nam 96 þúsund tonnum, sem er um 20% magnaukning miðað við 1988, að verðmæti tæplega 15 milljarðar íslenskra króna, sem er 37% verðmætaaukning í krónum. Framleiðsla frysti- húsa SH árið 1989 varð liðlega 92 þúsund tonn á móti tæpum 92 þúsund tonnum árið áður. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna. Útflutningur til Bandaríkjanna, sem skilar að staðaldri hæsta fiskverði fyrir SH, jókst úr tæplega 24 þúsund tonnum ’88 í rúmlega 27 þúsund tonn ’89. Frystur fiskur seldist til Bandaríkjanna fyrir 4.063 millj- ónir króna ’88 en 5.885 milljónir kr. ’89, sem þýðir 45% verð- mætaaukningu. Veruleg söluaukning náðist einnig í Vestur-Evrópu, magnið jókst úr 30 þúsund tonnum í 36 þúsund, verðmætin úr 3.341 milljón kr. í 4.766 milljónir, sem er 43% aukning. Samdráttur varð hins vegar á breska markað- inum, sem rekja má til mikils út- flutnings á óunnum fiski til Bret- lands svo og versnandi efnahags- ástands í landinu. Fisksala dótturfyrirtækis SH í París jókst verulega á árinu, úr tæpum 9 þúsund tonnum ’88 í tæp 14 þúsund tonn og verð- mætaaukningin milli ára var 83%. Mikil söluaukning varð einnig í Vestur-Þýskalandi, hjá dótturfyrirtæki SH í Hamborg. Verðmætaaukningin þar var 79% og mesta söluaukningin í ufsa og karfa. Flutt voru út 24 þúsund tonn til fjarlægra Asíulanda á sl. ári á móti tæplega 18 þúsund tonnum árið 1988. Verðmætaaukning milli ára var 37%. Opnuð var markaðsskrifstofa SH í Tókíó í fyrra og hefur sú ráðstöfun haft góð áhrif á markaðs- og sölumál- in á þessum fjarlægu slóðum, eins og segir í fréttatilkynningu SH. Til Taiwan seldist mest af grá- lúðu og til Suður-Kóreu fór mest af heilfrystum karfa. Fram kemur að í Japan eru miklir framtíðarmöguleikar fyrir íslenskar sjávarafurðir, enda Jap- anir mestu fiskneytendur heims. Til Asíulanda selst mest af karfa, ufsa, grálúðu, síld, skelfiski og loðnuafurðum. Auk þess er aukning í sölu á íslenskum eldis- laxi. SS Vaskurinn veldur heilabrotum: Annríki á Skattstofinuii menn óklárir á útgáfu reikninga og skilum aðila í fiskvinnslu Mikið annríki hefur verið hjá virðisaukaskattsdeild Skatt- stofunnar á Akureyri frá ára- mótum. Spurningar hafa vakn- að hjá forsvarsmönnum fyrir- tækja og einstaklingum um virðisaukaskattinn og til þess að fá úrlausn sinna mála leitar fólk til skattasérfræðinga. Guðmundur Guðmundsson, starfsmaður virðisaukaskatts- deildar, telur þó að yfirleitt sé fóik þokkalega upplýst um skattkerfisbreytinguna og margir hafi kynnt sér vel hvað í henni felst. Að sögn Guðmundar hafa fjöl- margir spurt um hvernig virðis- aukaskattur komi að útgáfu reikninga. „í rauninni hefur ekki orðið nein breyting á þessu en menn virðast ekki hafa áttað sig á því,“ segir Guðmundur. Þá segir hann að í ljós hafi komið að menn í fiskvinnslu séu margir óvissir á reglum um bráðabirgðaskil. „Þeir geta sótt um allt niður í viku skil en almenna reglan er að uppgjöri !skuli skilað eftir tvo mánuði. Bændur eru hins vegar á sex mánaða skilum, þannig að þeir skila inn uppgjöri tvisvar á ári,“ segir Guðmundur. Með upptöku virðisaukaskatts- ins um áramót var fjölgað fólki á Skattstofunni og sérstök virðis- aukaskattsdeild var þar sett á stofn. Mikið hefur verið að gera þessa fyrstu daga ársins, margir hringt og leitað margvíslegra upplýsinga. Guðmundur segir að við því hafi fyrirfram verið búist, en gert sé ráð fyrir að hægist um þegar frá líði. óþh hvers konar sem og líkamsárás- um fjölgað áberandi á milli ára. Að sögn Daníels er ekki hægt að skýra fjölgunina öðruvísi en að tíðarandinn hafi greinilega breyst og skórinn kreppi nú að hjá almenningi. Af öðrum þáttum má nefna 108 kærur vegna skemmdarverka á árinu, 85 árið áður. Rúðubrot voru 71 árið 1989 en 98 árið áður. Árekstrum fer sífellt fækkandi og kemur þar m.a. til breytt fyrir- komulag á skýrslugerð. Árið 1987 voru þeir 533, 1988 253 og í fyrra 144 talsins. Umferðarslys- um fækkar sömuleiðis, þau voru 63 árið 1988 en fækkaði í 49 í fyrra. Vinnuslys sem komu til rannsóknar hjá Rannsóknarlög- reglunni á Akureyri voru 28 í fyrra en 19 árið áður. Banaslys voru 5 á árinu 1989 en í þeim lét- ust 7 manns. VG Vetrarstarfið í Líkamsræktarstöðinni á Bjargi á Akureyri, er að komast á fullt skrið og í vetur verður boðið upp á fjölmargt fyrir þá sem vilja gera eitthvað skemmtilegt í skammdeginu og styrkja kroppinn um leið. Má þar nefna líkamsrækt, dansleikfími, spunadans fyrir börn og unglinga og veggbolta. Aðstaðan á Bjargi er með því besta sem gerist og flestir ættu að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfí. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru í síma 26888. Á myndinni eru ungar stúlkur í spunadansi, undir stjórn Önnu Richardsdóttur. Mynd: kl r Utsalan hefst mánudaginn 15. janúar að Hafnarstræti 88 Föt frá kr. 7.500 Peysur .. kr. 1.000 Jakkar kr. 3.500 Stakkar .. kr. 2.000 Buxur kr. 1.000 Gaflabuxur ... .. kr. 2.990 Frakkar (ull) . kr. 5.500 Dress .. kr. 3.000 Skyrtur . kr. 500 Ath. 15% afsláttur af öllum vörum í versluninni Hafnarstræti 92 á meðan útsalan stendur Komið og gerið góð kaup

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.