Dagur - 13.01.1990, Side 4

Dagur - 13.01.1990, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 13. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 SlMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Stórfellt átak í landgrœðslu og skógrœkt Um síðustu helgi hófst „Landgræðsluskógar — átak 1990“ formlega með athöfn að Kjarvalsstöðum í Reykja- vík. Hér er um að ræða mesta átak í landgræðslu og skógrækt hér á landi frá upphafi vegar. Áætlað er að gróðursetja um eina og hálfa milljón trjáplantna næsta vor í gróðursnautt en friðað land auk annarra gróðurbætandi aðgerða, svo sem sáningu birki- lúp- ínu- og grasfræs. Átakið er gert í tilefni 60 ára afmælis Skógræktarfélags íslands, sem er sambandsfélag allra félaga áhugamanna um skógrækt á íslandi, en félagar eru alls um sjö þús- und talsins. Landgræðsla ríkisins og landbúnaðar- ráðuneytið hafa gengið til samstarfs um átakið og auk þess hefur þegar tekist að fá fjölda stofnana og félaga- samtaka til liðs við málstað- inn og framkvæmdirnar. Það er mikið gleðiefni, enda ljóst að til þess að átak sem þetta heppnist, þarf öll þjóðin að leggjast á eitt með þessum aðilum. Frá því landnám hófst er talið að rúmlega 80% af þeim landgæðum sem fól- ust í gróðri og jarðvegi hafi glatast. Skuld okkar við landið er því sannarlega risavaxin og ekki seinna vænna að fara að greiða hana niður, þótt í smáum mæli verði fyrst í stað. Verndari landgræðslu- og skógræktarátaksins er for- seti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. í stórgóðu áramótaávarpi sínu, beindi hún athygli sinni meðal annars að ræktun lands og þjóðar. Hún benti á að land- ið og fólkið væru mikilvæg- ustu forsendur framtíðar okkar: „Án byggilegs lands á fólk sér enga framtíð. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það hvernig við höfum á liðnum öldum gengið um land okkar, jafn- vel svo að sumum hefur þótt horfa til auðnar," sagði forsetinn. Frú Vigdís minnti einnig á fyrirhugað land- græðslu- og gróðurverndar- átak og sagði síðan: „Um gróður gildir hið sama og um lífsyndi okkar, börnin. Ef við viljum lifa það að sjá gróskuríkan árangur þá verðum við að byrja strax, — það er aldrei hægt að draga neitt á langinn sem varðar ræktun. “ Þessi áminning forseta vors er fyllilega tímabær í upphafi árs 1990. Ef þjóðin leggst á eitt, getur hún valdið straumhvörfum í gróðursögu landsins. Þá verður ársins 1990 minnst sem ársins er mesta og árangursríkasta skógrækt- ar- og landverndarátak í íslandssögunni hófst; árs- ins er grunnur var lagður að öflugu skóglendi, sem mun dafna og þróast um ókomin ár. Það er sannarlega verð- ugt markmið og alls ekki óraunhæft. BB. ra til umhugsunar Hrun í Austur-Evrópu - Hrun á íslandi Pegar rifjaðir eru upp atburðir liðins árs kemur flestum í hug það sem gerðist í Austur-Evrópu frá haustnóttum til jóla. Þótt búast mætti við breytingum þar í kjölfar nýrrar hugsunar sovéskra og breyttra og bættra samskipta milli þjóða austurs og vesturs óraði fáa fyrir að leið ríkja Austur-Evrópu frá sósíalismanum yrði jafn stutt og í flestum tilvikum greið og nú virðist ætla að verða. For- ræði kommúnistaflokka hefur verið strikað úr stjórnarskrám og fyrirhugað er að halda frjálsar kosningar um alla Austur-Evrópu strax á þessu ári. Lítill vafi leikur á að efnahagsástand sem skapast hafði í þess- um ríkjum flýtti fyrir hruni sósíalismans. Efnahagskerfið var staðnað. Framleiðsla dróst stöðugt saman. Lífskjör, sem aldrei höfðu talist sæmandi á vestrænan mælikvarða, versnuðu ár frá ári. Framfarir í fjölmiðlatækni urðu til þess að fréttir frá Vestur- löndum fóru í auknum mæli yfir járntjaldið, inn í heim kúgunar og örbirgðar. Allt þetta jók smátt og smátt á óánægju fólks. Það sá sér Ieik á borði um leið og það þurfti ekki lengur að óttast byssukjafta og skriðdrekabelti sovéska hersins. Það ýtti misspillt- um stjórnendum „hinna allslausu“ í burtu. Einu sinni hervald - alltaf hervald Þegar sósíalisminn er að sálast er ekki úr vegi að rifja upp að þessu stjórnkerfi hefur aldrei verið komið á öðruvísi en með vopnavaldi. í sósíalískum fræðum er beinlínis gert ráð fyrir að svo þurfi að vera því sósíalisminn sé andstæður borgaralegum hugsunum og borgarar berjist gegn því að alþýðan taki völdin. Eflaust hefur sósíalísk hugsun átt nokkurn rétt á sér á tímum þeg- ar lýðræðisþróunin var skammt á veg komin. Atvinnutækin voru á fárra manna höndum og réttur vinnandi fólks nánast ekki til. En hugmyndafræðin hafði aldrei neina burði til að virka í raun- veruleikanum. Kenning sósíalista um hina útvöldu orsakaði að sá hópur hreiðraði smátt og smátt um sig í stjórnarstofnunum hinna sósíalísku ríkja. Hann beitti einræði í skjóli hervalds og öryggis- lögreglu og sökk dýpra í sætleika valdsins og spillingarinnar. Af þeim orsökum meðal annars, eiga meðlimir hinna útvöldu enga gnægð vina á meðal almennings og hafa alla tíð orðið að skýla sér bak við drápstól. Ömurleiki í austri - átrúnaður í vestri Ýmsir hópar á Vesturlöndum hafa löngum horft aðdáunaraugum til sósíaliskra kenninga. í sumum tilfellum er eins og um trúar- brögð sé að ræða. Þó verður að ætla að fæstir þeirra „trúuðu“ vildu raunverulega lifa í alræðissamfélagi sósíalismans. Þeirra sósíalismi hefur fremur birst sem kjaftasellur og kaffihúsaklúbb- ar. Þó hafa sósíaliskir flokkar náð nokkrum áhrifum er þeir hafa tekið þátt í samsteypustjórnum á Vesturlöndum. En fleiri og fleiri þeirra hafa látið af trúarbragðahugsjón og hneigst í átt til jafnaðarstefnunnar á síðari tímum. Þá þróun má meðal annars sjá í átökum innan Alþýðubandalagsins á íslandi. Og nú þegar umræddir atburðir hafa orðið í Austur-Evrópu berast þær fréttir frá Frakklandi að ýmsir trúarsósíalistar séu að snúa sér til íslam og krjúpa í átt til borgar Múhameðs spámanns. Þegar Karl Marx er ekki lengur trúverðugur tekur Kóraninn við því þeir sem hafa vanið sig við öfgar þurfa áfram sitt eldsneyti. Hrun á íslandi Þegar haldið er áfram að horfa yfir atburði liðins árs verður hrun áfram á dagskrá. Hér innanlands hafa atvinnugreinar hrunið til grunna. Það er eftirtektarvert að þessar hrundu atvinnugreinar eru nýjungar sem komið var á fót fyrir fáum árum. Bændum var att til að rækta loðdýr. Fyrr á öldinni hafði nokkur loðdýrarækt verið stunduð en hún lognaðist út af er verð á skinnum lækkaði. Þá hafði ekki verið lagt í mikinn kostnað og sumir bændur gátu hleypt dýrunum út á sauðkindina og gaddinn án þess að hafa verulegan skaða af refavíxlum. í upphafi áratugsins hafði skinnaverð verið nokkuð hátt um tíma og því sáu framverðir íslandsbyggða hag í að hefja þennan atvinnuveg á ný. Það þurfti að minnka mjólkur- og kjötfram- leiðsluna og nóg féll til af fiskúrgangi við sjávarsíðuna til að ala pelsdýrin á. Farið af stað með stíl Það var farið af stað með stíl. Bændur fengu lán til að byggja vönduð loðdýrahús á jörðum sínum um ása og dali og fyrirtæki voru stofnuð í kaupstöðunum til þess að sjóða og hakka fiskúr- ganginn. Refurinn og minkurinn leggja sér ekki úldin bein og ugga til munns. En skömmu eftir að skriðan fór af stað minnkuðu vinsældir pelsa og verð á skinnum fór lækkandi. Lækkunin varð viðvarandi þrátt fyrir sveiflur í tísku og nú er verðmæti loðdýra- afurða frá Islandi nánast ekki neitt. Því er ekkert til að greiða kostnað af loðdýrahúsum og fóðurstöðvum. Það er heldur ekkert til að greiða loðdýrabændum í laun. Þannig standa margir, sem létu segjast og hófu loðdýrarækt fyrr á þessum áratug, algjörlega fastir. Lífsafkoma þeirra er í rúst. Þeir hafa engar leiðir til að losna við þær skuldir sem svo auðvelt var að taka á sig við bygg- ingu búanna. Og margir vinir og vandamenn minka- og refa- mannanna eru nú ábyrgir fyrir því fé sem breyttist í langa skála á melkollum sveitanna. Það eru því ekki eingöngu eignir loðdýra- manna sem eru í hættu. Heldur einnig vina og vandamanna þeirra og spyrja má: Hvers virði eru þær fyrir sjóðina sem veittu loðdýralánin? Börsonar og ísiands Bersar fara á kreik En það voru ekki eingöngu bændur og landsfeður sem lifðu bjart- eftir Þórð Ingimarsson. sýnistíma í byrjun þessa áratugar. Ýmsir athafnamenn, bæði innanlands og utan, sáu allt í einu leik á borði að bjarga gjaldeyr- istekjunum. Þeir fundu leið sem gæfi þeim og þjóðinni gróða. Að ala lax í eldiskerjum og gefa honum tilbúinn mat í hvert mál og lyf ef hann skyldi verða veikur. í Ameríku sáu athafnamennirnir marga vel stæða Vesturálfubúa sem myndu borga hátt verð fyrir laxinn. Þetta yrði stórkostlegur útflutningsatvinnuvegur og þeir sem bjartsýnastir voru töldu að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar um ókomin ár. Norðmenn höfðu komist að sömu niðurstöðu og keppni fór í hönd um að verða á undan þeim. Það fóru margir Börsonar og íslands Bersar á kreik í laxeldinu. Hver er ábyrgur? Steinsteypan rann í mótin. Vatnið rann í kerin og litlu seiðin fóru að synda og leita eftir verksmiðjuframleidda fóðrinu. Sum urðu veik. Þeim voru gefin lyf. Önnur drápust án þess að við neitt yrði ráðið. Mörg uxu upp og voru seld meðan markaður var fyrir þau eða urðu að fallegum matfiskum í heimakerjum. En þá bar svo við að allir þessir amerísku munnar voru ekki eins sólgnir í rækt- aða íslenska og norska laxinn og ætlað hafði verið. Markaðurinn, sem fyrir hendi var, fylltist fljótlega. Við það bættist að eldislax- inn var of dýr í framleiðslu. Það kom í ljós að fiskur hafði ætíð sjálfur orðið að afla fæðu og þegar átti að fara að ala hann á til- búnu fóðri að viðbættri lyfjagjöf óx kostnaðurinn tekjunum yfir höfuð. Miklu fé hafði verið varið. Skuldasúpan varð þykk. Gjaldþrot- in með þeim stærstu. Mikið af þessu eru erlend lán sem þjóðin verður að borga hvernig svo sem þrotabúum er velt til og frá milli kontóra í Reykjavík. Erlendar skuldir þjóðar deilast í raun á hvert mannsbarn eftir höfðatölu. Því vaknar sú spurning hvort enginn sé ábyrgur þegar svo er farið með fjármuni. Hugsj ónaatvinnuuppbyggingin Það sem sorglegast er við endalok loðdýra- og laxeldisævintýris- ins á íslandi er að þarna var um að ræða hugsjónaatvinnuvegi. Landsfeður og ýmsir frammámenn töldu að þarna væru fundnir framtíðaratvinnuvegir sem byggðu á auðlindum. Staðreyndin var hins vegar sú að við þurftum að framleiða með fullum tilkostnaði. Við það bættist síðan fölsk markaðsvon. Það er ekkert hagkvæm- ara að framleiða loðfeldi eða heimagangslaxa á íslandi en á ýms- um öðrum stöðum í veröldinni. Það er því til umhugsunar hvort ekki sé nokkuð sameiginlegt með hruni þjóðfélagskerfa Austur-Evrópu og hruni hugsjónaat- vinnuveganna á íslandi á árinu 1989. Bæði byggðust á hugsjónum sem ekki voru í samræmi við þann raunveruleika sem til staðar er, hvort sem mönnum þykir hann súr eða sætur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.