Dagur


Dagur - 13.01.1990, Qupperneq 5

Dagur - 13.01.1990, Qupperneq 5
Laugardagur 13. janúar 1990 - DAGUR - 5 íþróttir Úrvalsdeildin í körfu: Tindastóll lagði Haukana Tindastóll sigraði Hauka verð- skuldað í íþróttahúsinu á Sauð- árkróki á fimmtudaginn. Lokatölurnar urðu 80:77 og eru stólarnir nú komnir upp fyrir Hauka í A-riðli. Strax í upphafi náðu Stólarnir forskoti sem þeir létu ekki af hendi fyrir hlé. Það vakti athygli hve margar sendingar misfórust hjá Tindastóli. ívar Webster hélt Haukum á floti í hálfleiknum með firna góðum leik bæði í sókn og vörn. Staðan í leikhléi var 48:37. Seinni hálfleikur byrjaði afleit- lega hjá heimamönnum, vörnin léleg og hittnin nánast engin. Það fór reyndar svo að Haukarnir jöfnuðu leikinn 54:54 en þá misstu þeir Jonathan Bow út af með 5 villur. Stólarnir brutu ísinn með körfu frá Sturlu og þá var eins og allar flóðgáttir opnuðust og heimamenn rúlluðu yfir Hauk- ana. Á lokamínútunni hefðu fiaukar með smá heppni reyndar Knattspyrna: Nýtt félag áKróknum - hlaut nafnið Þrymur Nýtt knattspyrnulið var stofn- að á Sauðárkróki á fimmtudag- inn var. Hlaut það nafnið Þrymur og er ætlunin að senda það til keppni í fjórðu deild næsta sumar. Mikið fjölmenni var á stofn- fundinum óg alls skráðu sig um 30 manns í félagið. Mikill áhugi hefur verið á því að stofna svona lið undanfarin ár en mönnum ekki tekist það fyrr en nú. í stjórn félagsins voru kosnir Svanur Jóhannsson formaður, Ásmundur Baldvinsson varafor- maður, Kristján Baldvinsson gjaldkeri, Páll Friðriksson ritari og Björn Ingimarsson og Harald- ur Leifsson meðstjórnendur. Unnið er nú að því að ráða þjálfara og eru líkur á því að til þess verði valinn Alfreð Guð- mundsson íþróttakennari á Króknum. kj getað jafnað og tryggt sér fram- lengingu, því er um 10 sekúndur voru eftir skaut Bo Heiden ansi tvíræðu skoti sem geigaði en heppnin var með í þetta skiptið og ívar Ásgrímsson brenndi af þriggja stiga skoti. Bestur heimamanna var án efa Sturla Örlygsson sem sýndi frá- bæran varnarleik að venju og kom svo liðinu af stað í seinni hálfleik. Bo lék oftast vel í sókn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Pá lék Ólafur Adolfsson frábærlega í vörn og hefur ekki sést annar eins „frákastari" á Sauðárkróki lengi. Hjá Haukunum áttu þeir nafn- ar Webster og Ásgrímsson góðan leik og hefur Webster ekki sést áður svona léttur á sér. Þá átti Henning góða spretti. Stig UMFT: Bo 36, Sturla 18, Valur 110, Olafur, Sverrir og Pétur 4 hver, Björn og Sverrir 2 hvor. Stig Hauka: Webster 22, ívar Ás. 20, Bow 10, Pálmar 9, Henning og Reynir 6 og Jón Arnar 2. Dómarar voru Kristján Möller og Jón Bender og dæmdu þeir vel en voru full strangir á brot í teignum. kj Sturla Örlygsson skoraði 18 stig fyrir Tindastól. Blak: KA og HSK í dag - keppt í Glerárskóla Einn leikur verður í 1. deild karla í blaki í dag. Þá keppa lið KA og HSK í íþróttahúsi Gler- árskóla og hefst leikurinn kl. 14.00. KA lenti í nokkrum erf- iðleikum með lið HSK á úti- velli þannig að búast má við spennandi Ieik í dag. Lið HSK er að mestu skipað nemendum úr íþróttakennara- skólanum en þar eru einnig frjálsíþróttamennirnir sterku, Pétur og Andrés Guðmundssyn- ir. Vert er að minnna á leik KA og Vals í 1. deildinni í handknatt- leik í dag kl. 16.30 í íþróttahöll- inni. gruim ★ Ritvinnslu ★ Töflureikni ★ Gagnagrunr ★ Forritun Allir velkotnnir - Veitingar. Tökufræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34, 4. hæð, sími 27899. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Fundarboð Samtök jafnréttis og félagshyggju boða til fundar í Blómaskálanum Vín þriðjudaginn 16. janúar kl. 21.00. HVAÐ VILTU GERA TIL AÐ BÆTA ÁSTAND ÞJÓDMÁLA? Fundarstjóri: Auður Eiríksdóttir. Frummælendur: Bjarni Guðleifsson, Stefán Halldórsson, Eiríkur Hreiðarsson og Stefán Valgeirsson. Viö viljum afnema lánskjaravísitölu án tafar. Við viljum önnur bjargráð en álver við Eyjafjörð. Ráðum ráðum okkar sjálf en treystum ekki á erlenda aðila. Höfum irið ekki fengið nóg af sjónhverf- ingum og síauknu misrétti? Samtök jafnréttis og félagshyggju. óskar eftir að ráða fólk til starfa til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: ★ Unglingar ★ Tónlist ★ Tómstundir ★ Neytendamál Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Skriflegar umsóknir berist ritstjóra fyrir 1. febrúar nk. Strandgötu 31, Akureyri, sími 24222.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.