Dagur - 13.01.1990, Page 7
Laugardagur 13. janúar 1990 - DAGUR - 7
plötusöfnun
Þrettán ára gamall fór hann út í
plötubúð og festi kaup á hljómplötu
með hinum skrautlega tónlistarmanni
Alice Cooper. Platan sú heitir Killer.
Allt frá þeim „örlagaríka“ degi
hefur Cooper verið í miklu uppáhaldi
og plötur hans skipa veglegan sess
í plötusafni sem telur 1057 stykki á
því herrans ári 1990. Boltinn fór
að rúlla þegar pilturinn komst
á táningsaldur og nú bera plötukaupin
keim af söfnunaráráttu. Safnarinn
sem um ræðir heitir Árni Henrikssen,
trommari og bensínafgreiðslumaður
á Akureyri. Hann og plötusafnið
hans er undir smásjá helgarblaðsins
að þessu sinni.
Bróðurpartur plötusafns Árna er á loftskörinni. Safnið er vel flokkað og aðgengilegt og er engu líkara en maður sé staddur inn í
meðalstórri hljómplötuverslun!!!
Árni Henrikssen keypti Killer með Alice Cooper 13 ára gamall en síðan hafa 1056 plötur bæst í safnið:
Þungarokkari af guðs náð
„Ég hafði ekki hugsað mér að
safna plötum þegar ég keypti
þessa plötu með Alice Cooper.
Það eina sem ég hafði ákveðið
var að kaupa góð hljómflutnings-
tæki og þau eignaðist ég fjórum
árum síðar.
í þá daga hafði ég áhuga á
þungarokkinu. Bítlarnir og Roll-
ing Stones heilluðu mig líka og ég
keypti plötur þeirra um leið og
þær komu út.
Plötukaupin byrjuðu rólega
hjá mér. Það má eiginlega segja
að kaup á hljómflutningstækjun-
um hafi komið plötusöfnun af
stað hjá mér.“
Nauðsynlegt að hafa
áhuga á tónlist
Öll þessi ár hefur safnarinn Árni
keypt skífur í safnið í hljóm-
plötuverslunum á Akureyri, hjá
Kgupfélagi Eyfirðinga og í
Hljómveri. Pétur Hallgrímsson,
afgreiðslumaður í Hljómveri,
hefur á síðari árum séð um að
svala þungarokksþorsta Árna,
enda sjálfur mikill áhugamaður
um þá tegund tónlistar. Árni seg-
ist aldrei hafa komist upp á lag
með að kaupa plötur í gegnum
hljómplötuklúbba erlendis. „Ég
hef reyndar hugsað mér að reyna
það,“ segir hann.
Árni telur að plötusöfnun sé að
ýmsu leyti frábrugðin annarri
söfnun. Nauðsynlegt sé að hafa
brennandi áhuga á tónlist. Á það
skortir ekki hjá Árna. Hann hef-
ur lengi barið húðir og m.a. spil-
að í tveim vel þekktum hljóm-
sveitum, Baraflokknum sáluga
og Rokkbandinu. Á undanförn-
um tveim árum hafa trommu-
kjuðarnir hins vegar legið ósnert-
ir niðri í skúffu en Árni viður-
kennir að hann kitli að byrja aft-
ur og hafi hug á að festa kaup á
trommusetti.
„Ég hef mjög gaman af músík
og hlusta mikið á hana. Pegar ég
kem heim úr vinnunni fer ég yfir-
leitt beint að fóninum og set
plötu á fóninn.
Þungarokkið er mín tónlist, en
í seinni tíð hef ég keypt meira af
ýmsu léttmeti."
Fer í plötuverslun
í hverri viku
En hvað skyldi ákvarða hvaða
plötur eru keyptar inn í safnið?
Árni svarar því þannig til að
hann hafi ekkert ákveðið „kerfi"
við plötukaupin. „Ef ég sé ein-
10-15 þúsund krónur
á mánuði
Þungarokkið er sem fyrr segir sú
tegund tónlistar sem oftast snýst
á fóninum hjá Árna. Aiice Coop-
er stendur alltaf fyrir sínu og
sama má segja um þá gömlu góðu
Thin Lizzy. Hljómleikaplatan
með þeirri hljómsveit, sem út
kom árið 1978, segir Árni að sé
hans uppáhalds skífa í yfir 1000
platna safni.
Plötur eru dýrar þótt óneitan-
lega hafi verð á þeim lækkað að
hlutfalli á síðustu árunt. Árni
segir að ekki sé óvarlegt að ætla
Trommarinn Árni setur „heddfón-
ið“ á sig og hlustar íbygginn á fyrstu
plötu Baraflokksins á Akureyri, en
á þeirri plötu barði Árni húðir. „Jú,
ég er vel sáttur við þessa plötu og tel
að tónlistin á henni hafi verið sér á
báti.“
hverja álitlega plötu fæ ég að
hlusta á hana í plötuversluninni
og kaupi hana síðan ef hún fellur
mér í geð. Ég fer hverja einustu
viku í plötuverslánir og athuga
hvað er á boðstólum. Segja má
að ég hlusti í botn á þær plötur
sem ég kaupi. Eftir að hafa spilað
þær út legg ég þær til hliðar og
gríp í einhverjar gamlar og
góðar.“
Erlendar plötur eru bróður-
partur plötusafnsins. Samkvæmt
bókhaldinu eru í því einungis 75
íslenskar plötur, allar hinar 982
eru erlendar. Bubbi er í uppá-
haldi af innlendum flytjendum
og þá hefur Árni mætur á hljóm-
sveitinni Gildrunni.
Lítið er um blúsplötur í safni
Árna og það sama má segja um
jazzinn og klassíkina. „En satt
best að segja er ég allt að því
alæta á músík og hef t.d. mjög
gaman af blús.“
Með Alice Cooper á brjóstinu og umvaiinn öðrum góðum LP-skífum er gott
að láta þreytuna líða úr sér. Að ekki sé nú minnst á ef Thin Lizzy er á fón-
inum. Myndir: KL
að hann kaupi plötur fyrir 10-15
þúsund krónur á mánuði. Eftir
að geisladiskurinn kom til sögu-
nnar hefur hann verið keyptur
með,. en Árni er þess fullviss að
hann muni aldrei skáka vínilplöt-
unni.
Athygli vekur þegar flett er í
gegnum plötusafn Árna hversu
vel með farnar plötur hans eru.
Þær eru allar í plastumslögum og
líta mjög vel út. „Það er lykil-
atriði að fara vel með plöturnar,
láta þær alltaf í umslögin að lok-
inni spilun og krafla ekki inn á
þær. Þá hefur rnikið að segja að
hafa góða nál í plötuspilaranum.
Það er nauðsynlegt að skipta um
hana að minnsta kosti einu sinni
á ári.“
Húsnæðið að springa
Langt er síðan svefnherbergið
rúmaði ekki plötusafn Árna. Þá
þurfti að finna því stað og niður-
staðan var að setja hluta þess á
loftskörina við stigann. „Ætli ég
verði ekki að fara að huga að nýj-
unt stað í húsinu fyrir plöturnar,“
segir Árni og hlær.
Á meðan blaðamaður flettir í
gegnum þungarokksgeirann í
plötusafni Árna er geisladiskur
með Roy heitnum Orbinson sett-
ur af stað og ljúfir tónar gamla
goðsins flæða um allt herbergið.
„Á þessurn diski er einstaklega
gott sánd,“ segir Árni og útskýrir
að hann leggi rnikið upp úr
hljómgæðum. Hljómflutnings-
tækin eru heldur ekki af verri
endanum og mætti ugglaust lyfta
þaki af meðalhúsi séu þau keyrð
af fullum krafti. Árni segist hins
vegar ekki leggja í það en viður-
kennir þó að stundum sé skrúfað
duglega frá flóðgáttum tónanna
þegar þungarokksplötu er brugð-
ið á fóninn.
Það kennir ýmissa grasa í safn-
inu. Sem dæmi má nefna plötur
með Whitesnake, Eric Clapton,
Chicago, Dragon, Deep Purple,
The Beatles, Queen, Creem, Elt-
on John, Men at Work, Peter
Frampton, Rush, Dr Hook,
Gamma, Fleetwood Mac,
Aeorosmith, Boston, Phil
Collins, Uriah Heep, Led Zepp-
elin, Samantha Fox, Billy Joel,
Dire Straits, Sykurmolum, Jó-
hanni Helgasyni, Fóstbræðrum,
Eik, Geirmundi Valtýssyni,
Halla og Ladda, Logum, Ýr,
Dúkkulísum, Stuðmönnum og
Stúlknakór Selfoss. óþh