Dagur - 13.01.1990, Síða 16
Akureyri, laugardagur 13. janúar 1990
Opið alla daga vikunnar
frá kl. 08-23.30
Hjá okkur er gott að
versla oggóð þjónusta
Verslunin
ÞDEPIB
Móasíðu 1 • Sími 27755.
Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30.
Heimsendingar-
þjónusta.
Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga:
Aflaverðmæti Stakfeflsins
210 mflljónir á flðnu ári
- greiðslustöðvun rennur út um mánaðamótin
Stakfell ÞH-360, frystitogari
Útgerðarfélags Norður-Þing-
eyinga á Þórshöfn, veiddi
2.500 tonn á árinu 1989. Afla-
verðmæti var 210 milljónir
brúttó og úthaldsdagar 197. Á
árinu 1988 veiddi Stakfellið
3.386 tonn, en þá fékk togar-
inn hluta af kvóta Súlnafells-
ins. Úthaldsdagar voru þá 248
og brúttóverðmæti aflans svip-
að og á síðasta ári, eða um 210
Verkefnastaða Slippstöðvarinnar:
Möguleiki á endurbótum
á Suðureyrartogara
„í versta falli gætu þessir
starfsmenn misst vinnuna en
við berjumst fyrir að svo verði
ekki,“ sagði Sigurður Ring-
sted, forstjóri Slippstöðvarinn-
ar á Akureyri aðspurður um
hvort þeir 70-80 starfsmenn
sem ekki hafa fengið endur-
ráðningu hjá fyrirtækinu missi
vinnuna um næstu mánaða-
mót.
Sigurður staðfesti að viðræður
hafi farið fram milli Slippstöðvar-
innar og útgerðar togarans Elínar
Þorbjarnardóttur á Suðureyri um
endurbætur á skipinu en á þessari
stundu sé óljóst hvort af þeim
verði.
„Það er ýmislegt í athugun hjá
okkur og þetta er eitt af þeim
verkum,“ sagði Sigurður.
Hann sagði einnig að ekki sé
loku fyrir það skotið að af sölu
raðsmíðaskipsins til Meleyrar á
Hvammstanga verði þrátt fyrir að
Fiskveiðasjóður íslands veiti
Meleyri ekki fyrirgreiðslu. Sig-
urður vildi hins vegar ekkert um
það segja hvaða aðili gæti hugs-
anlega veitt fyrirtækinu lánafyrir-
greiðslu í stað Fiskveiðasjóðs.
JÓH
milljónir króna.
Rekstur Stakfellsins hefur ver-
ið erfiður á undanförnum mán-
uðum og mikil veð hvíla á skip-
inu. Útgerðarfélag Norður-Þing-
eyinga fékk greiðslustöðvun síðla
árs og rennur hún út í lok janúar.
Búist er við að stjórn ÚNÞ fari
fram á framlengingu greiðslu-
stöðvunar.
Grétar Friðriksson hjá ÚNÞ
sagði í samtali við Dag að allri
vinnu í sambandi við hjálpar-
beiðnir væri lokið. Fyrirtækið
hefði sent umsóknir til Fllutafjár-
sjóðs og Byggðasjóðs og nú væru
menn að bíða eftir svari.
„Við leggjum mikla áherslu á
að fá svör um þessa hluti fljót-
lega. Það sem menn binda mestar
vonir við er að Hlutafjársjóður
komi inn í fyrirtækið með hlutafé
og eigendur ÚNÞ leggi fram auk-
ið hlutafé á móti. En síðan verð-
ur rekstrargrundvöllurinn að
batna í kjölfar slíkra aðgerða til
að þær skili árangri,“ sagði
Grétar. SS
,Oh þessir Ijósmyndarar!“
Mynd: KL
Framtíð rækjuvinnslu á Siglufirði:
Ríkið á eftir að höggva á hnútmn
Framtíö rækjuvinnslu á Siglu-
flröi er óráðin enn og ekki vit-
að hvað ríkið hyggst gera í
málinu. Rætt er um þrjá
möguleika, að ríkissjóður leigi
eða selji öðrum hvorum aðil-
Útgerðarfélag Akureyringa hf.:
Afli togaranna dróst saman um
þúsund tonn milli ára
Afli togara Útgerðarfélags
Akureyringa hf. var 1.034.273
kg minni í fyrra en árið 1988.
Brúttóverðmæti aflans var
839,7 milljónir króna saman-
borið við 732,3 milljónir árið
áður. Framleiðsla freðfísks í
hraðfrystihúsinu jókst um 496
tonn milli ára en saltfískfram-
leiðsla minnkaði um 327 tonn.
1 nýútkominni skýrslu um
framleiðsluverðmæti og afla á
vegum Ú.A. í fyrra sést að Kald-
bakur er aflahæstur ísfisktogar-
anna, eins og áður hefur komið
fram. Aflaverðmæti Kaldbaks
var 130,9 milljónir króna í fyrra.
Aflaverðmæti frystitogarans
Sléttbaks var 291,7 milljón kr.
Harðbakur var hinsvegar sá tog-
Húsvísk matvæli hf.:
Rækjusölusaimungur
gerður við Frakka
- 200 þúsund dósir afgreiddar í sumar
Húsvísk matvæli hf. hafa náð
samningum um sölu á 200
þúsund dósum af niðurlagðri
rækju á Frakklandsmarkað,
og voru samningarnir stað-
festir í gær. Afgreiðslutími
rækjunnar er frá maí til októ-
ber. Rúmlega mánuð tekur
að vinna þetta magn hjá fyrir-
tækinu, en þar starfa nú 12
manns.
Franski aðilinn sem kaupir
rækjuna er heildsali og dreifir
hann vörunni til sölu í stór-
mörkuðum. „Ég er mjög
ánægður með að sjá þetta dæmi
takast og geri ntér vonir um að
áframhald verði á sölu til þessa
kaupanda," sagði Jakob
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Húsvískra matvæla hf, í samtali
við Dag í gær.
Hjá fyrirtækinu er nú verið
að vinna rækju fyrir Tengel-
mann í Vestur-Þýskalandi, en
samningar um sölu á niðursoð-
inni lifur til Rússlands ganga
illa. IM
ari Ú.A. sem var með mestan
afla pr. veiðidag, 16.230 kg.
Hrímbakur fór flestar veiði-
ferðir í fyrra, 26, en Sólbakur
fæstar, 13 veiðiferðir.
Ráðstöfun aflans árið 1989
skiptist þannig að 17.659.992 kg
voru losuð á Akureyri til Ú.A.,
157.719 kg til annarra aðila á
Akureyri en 4.255.261 kg afli fór
í frystingu um borð. Afli alls var
22.072.972 kg.
Framleiðsla frystihússins var
sem hér segir árið 1989: Freðfisk-
ur 6.884 tonn, skreið 10 t, salt-
fiskur 622 tonn og hausar 183 t.
EHB
anum sem vilja hefja vinnslu,
Siglunesi hf. eða Sunnu hf.,
verksmiðjuhús Sigló, eða að
ríkið hefji sjálft rekstur. Að
sögn framkvæmdastjóra Sunnu
hf. hefur bráðabirgðasam-
komulag verið gert milli félags-
ins og fjármálaráðuneytisins
um málið, en það er ófrágeng-
ið.
Ólafur Marteinsson fram-
kvæmdastjóri Sunnu segir að
ýmissa hluta vegna hafi ekki ver-
ið hægt að ganga endanlega frá
samkomulagi við ríkissjóð, en
allir aðilar séu sammála um að
mál þetta verði að leysa hið allra
fyrsta.
Siglunesi hf. hefur borist bréf
frá ríkisskattstjóra þess efnis að
félagið teljist almenningshluta-
félag, að sögn stjórnarformanns
þess, og munu hluthafar njóta
skattfríðinda samkvæmt settum
reglum fyrir árið í fyrra. Um ára-
mótin höfðu 47 aðilar skráð sig
fyrir 18,5 milljóna kr. hlutafé.
Næsta laugardag verður hluthafa-
fundur í Siglunesi hf. á Siglufirði.
Þar verður gerð grein fyrir stöðu
mála varðandi rækjuvinnsluna,
en erindi fyrirtækisins til fjár-
málaráðuneytisins frá 15.
nóvember sl. um viðræður vegna
reksturs í húsi verksmiðjunnar er
ennþá ósvarað.
Guðmundur Arnaldsson, stjórn-
arformaður Sigluness, segir að
persónulega finnist sér nauðsyn-
legt fyrir bæjarfélagið að rekstur-
inn hefjist sem fyrst á ný. „Ég
styð auðvitað Siglunes en vil þó
frekar að Sunna hefji vinnslu en
að verksmiðjuhúsið standi autt
og ónotað,“ segir hann.
Samkvæmt heimildum Dags
lögðu forsvarsmenn Sunnu
áherslu á að félagið fengi einka-
leyfi til rækjuvinnslu á Siglufirði,
með sérstakri yfirlýsingu sjávar-
útvegsráðherra. Sömu heimildir
segja að Halldór Ásgrímsson hafi
neitað þessari málaleitan.
Líklegt er talið að Siglunes hafi
meiri áhuga á að leigja Siglóhúsið
en að kaupa það, en auk þess
hefur félagið leitað að öðru hús-
næði fyrir starfsemi sína, náist
ekki samningar við ríkið. Ýmsar
raddir á Siglufirði segja að ekki
sé um annað að ræða en samein-
ingu þeirra afla sem vilja hefja
rækjuvinnslu í bænum, úr því
sem komið er. EHB
íþrótta- og kennsluaðstaða á Svalbarðseyri:
Uppbyggiiigu haldið áfram næsta sumar
í vor verður á ný hafíst handa
við byggingu kennslu- og
íþróttaaðstöðu á Svalbarðs-
eyri. Ekki er Ijós á þessari
stundu hvenær hægt verður að
taka húsið í notkun en það
ræðst m.a. af framlagi úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélag en
reglur um úthlutanir breyttust
nú um áramótin.
Að sögn Bjarna Hólmgríms-
sonar, oddvita Svalbarðsstrand-
arhrepps, er ætlunin að ljúka
uppsteypu á húsinu í sumar.
Framkvæmdirnar hafa legið niðri
frá árinu 1986 þar sem megin-
áhersla hefur verið lögð á að
ljúka byggingu íþróttahússins á
Hrafnagili í Eyjafirði en að þeirri
byggingu stóð hreppurinn ásamt
hreppunum þremur í Eyjafirði.
Þegar framkvæmdirnar fóru í
bið á Svalbarðseyri árið 1986 var
lokið tæplega þriðjungi bygging-
arinnar. í þessu húsi verður
íþróttasalur með tilheyrandi bún-
ingsaðstöðu og verður hún einnig
nýtt fyrir sundlaugina. Þessi
íþróttaaðstaða verður notið fyrir
kennslu í barnaskólanum, svo og
fyrir hreppsbúa. Þá verður og í
húsinu kennsluaðstaða fyrir
barnaskólann. JÓH