Dagur - 17.01.1990, Síða 3
Miðvikudagur 17. janúar 1990 - DAGUR - 3
fréttir
Frá fyrsta fundi Þjónustusambands íslands á Akureyri í fyrradag. Sex stéttarfélög standa að stofnun sambandsins
í byrjun en búast má við að aðildarfélögum fjölgi.
Akureyri:
Fyrsti fundur aðildarfélaga
Þjónustusambands íslands
„Að þessu standa í byrjun sex
stéttarfélög en ætlunin er að
þetta verði samtök þeirra sem
starfa í þjónustu. Fleiri stéttar-
félögum var boðin þátttaka að
þessu og búast má því við að
aðildarfélögum eigi eftir að
fjölga meira,“ segir Haraldur
Sigurðsson, starfsmaður í
Sæluhúsinu á Dalvík, um
fyrsta fund nýstofnaðs Þjón-
ustusambands íslands sem
haldinn var á Akureyri í fyrra-
dag.
Að stofnun sambandsins
standa Félag framreiðslumanna,
Félag matreiðslumanna, Félag
kjötiðnaðarmanna, Félag bak-
Leikfélag Akureyrar:
Þráðlausum hljóðnemum
stolið úr Samkomuhósinu
- nýtast aðeins LA
og þjófurinn hvattur til að skila þeim
Brotist var inn í Samkomuhús-
ið á Akureyri í kringum ára-
mótin og stolið þaðan þremur
þráðlausum hljóðnemum, sem
eru mjög verðmætir fyrir Leik-
félag Akureyrar en hins vegar
gagnslausir fyrir þjófinn. Þess-
ir hljóðnemar eru hluti af viða-
miklu hljóðkerfi Leikfélagsins
og þeir eru ónothæfir án mót-
tökubúnaðarins sem er kyrfi-
lega fastur í Samkomuhúsinu.
Innbrotið hefur að öllum lík-
indum verið framið á gamlársdag
eða nýársdag. Þjófurinn braut
rúður til að komast inn um
glugga á Samkomuhúsinu og
einnig rúðu í miðasölunni í leit
að peningum, en peningar eru
aldrei geymdir í húsinu. Leið
hans lá þá í klefa ljósameistara
og hljóðmanns og þaðan voru
teknir þrír þráðlausir hljóðnemar
og tveir hefðbundnir. Ékki voru
aðrar skemmdir unnar á húsinu.
Sigurður Hróarsson, leikhús-
stjóri, sagði að hljóðnemarnir
kæntu engum að gagni nema
Leikfélaginu og þeir væru auk
þess auðþekktir vegna sérstakrar
tíðni. Hann taldi því farsælast
fyrir báða aðila að hljóðnemun-
um yrði hreinlega skilað.
„Við skorum á þann eða þá
sem hlut eiga að máli að skila
þessu til Leikfélagsins. Við för-
um ekki fram á að viðkomandi
komi með þetta til okkar en hann
má senda hljóðnemana til okkar í
pósti eða koma skilaboðum á
framfæri. Þá látum við málið nið-
ur falla,“ sagði Sigurður.
Nokkuð hefur borið á innbrot-
um í Samkomuhúsið á undan-
förnum árum en yfirleitt hafa þar
verið krakkar á ferð í leit að sæl-
gæti. Þessi heimsókn var af öðr-
um toga og segir Sigurður að
varla verði hjá því komist að
setja upp þjófavarnakerfi í hús-
inu. SS
Húsavík:
Sex tilboð í Fosshúsin
Sala á Fosshúsunum að Garð-
arsbraut 48 á Húsavík er ekki
frágengin, að sögn Arna
Sveinssonar, útibússtjóra
Landsbankans á Húsavík. Þó
liggur Ijóst fyrir að samið verð-
ur um kaup á þeim við fjóra af
tilboðshöfum, en í síðustu viku
fékk bankinn sex tilboð frá
fimm aðilum í eignirnar, en
eignunum verður skipt í fjóra
hluta.
Bankinn eignaðist húsin á upp-
boði í fyrra eftir að Vélaverk-
stæðis Foss hf. varð gjaldþrota.
Þrjú fyrirtæki eru með rekstur í
húsunum; Málmur hf., BK bíla-
verkstæði og Trésmíðaverkstæði
Jónasar Gestssonar og Eggerts
Jóhannssonar.
Það mun skýrast um mánaða-
mót við hverja verður samið um
húsakaupin, en ljóst er að um
heimaaðila er að ræða. IM
arasveina, Hárgreiðslu- og rak-
arasveinafélagið og Félag starfs-
fólks í veitingahúsum.
„Þetta var aðallega gert til að
samræma launakröfur og lífeyris-
sjóðsmál. Öll þessi félög eru inn-
an Alþýðusambands íslands og
ætlunin er að hér eftir komi þetta
samband fram fyrir þjónustugeir-
ann. Jafnframt er verið að vinna
að því að koma á fót fræðslu-
nefnd sem vinnur að skólamálum
fyrir þessi samtök og fleira slíkt
er í athugun,“ segir Haraldur.
Haraldur segir jafnframt að
búast megi við að ef til verkfalla
komi hjá einu eða fleiri félögum
innan sambandsins muni hin að-
ildarfélögin sýna samstöðu, jafn-
vel með samúðarverkföllum.
„Félög á þessu sviði hafa verið
of mörg, smá og veikburða og því
er mikil stoð að heildarsamtök-
um sem þessum,“ segir Haraldur.
JÓH
Sauðárkrókur:
„Lokunarmálið“ til
umræðu í bæjarstjóm
- greinargerð send til
félagsmálaráðuneytisins
Bæjarstjórn Sauðárkróks fjall-
aði um „lokunarmálið“ svo-
nefnda á fundi sínum fyrr í vik-
unni. Þar var samþykkt grein-
argerð sem send verður til Fé-
lagsmálaráðuneytisins um
ástæður fyrir lokun bæjar-
stjórnarfundar þann 6. des-
ember sl.
í tuttugustu grein samþykktar
um stjórnun Sauðárkróksbæjar
segir m.a. að bæjarstjórn geti
ákveðið að ræða einstök mál fyrir
luktum dyrum, s.s. viðkvæm
einkamál eða viðskiptamál, sem
æskilegt er vegna hagsmuna
bæjarins að rædd verði fyrir lukt-
um dyrum.
Eins og Dagur hefur skýrt frá
sendi aðili á Sauðárkróki Félags-
málaráðuneytinu bréf þar sem
hann biður ráðuneytið um að
athuga lögmæti þessarar lokunar.
í framhaldi af því barst Bæjar-
stjórn Sauðárkróks bréf þar sem
beðið er um greinargerð vegna
lokunarinnar og var hún einmitt
samþykkt á fundinum nú í vik-
unni.
í greinargerð þessari kemur
m.a. fram að sá sem óskaði eftir
lokun fundarins, í þessu tilfelli
formaður Hafnarstjórnar, taldi
að þær upplýsingar sem skýrðu
ástæðu þess að lægsta tilboði var
ekki tekið, flokkuðust undir við-
kvæm einkamál þar sem um var
að ræða trúnaðarupplýsingar um
fjárhagsstöðu viðkomandi og
stöðu hans sem verktaka gagn-
vart fyrri verkkaupum sem hann
var að vinna fyrir. Þar kom einn-
ig fram að rétt fyrir áramótin var
verk sem þessi aðili hafði fyrir
Vegagerð ríkisins tekið af
honum.
Þegar þessi tillaga var borin
fram samþykktu 7 af 9 bæjarfull-
trúum lokunina en tveir sátu hjá.
Annar þeirra var Magnús Sigur-
jórtsson sem lét bóka á nýliðnum
fundi að hann tæki ekki afstöðu
til þessarar greinargerðar þar
sem hann sat hjá við atkvæða-
greiðslu um lokun fundarins 6.
desember. kj
Vísitala
framfærslukostnaðar:
Hefiir hækkað um
4,2% síðustu
þrjá mánuði
Kauplagsnefnd hefur reiknað
vísitölu framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í janúarbyrj-
un 1990. Vísitalan í janúar
reyndist vera 139,3 stig (maí
1988=100), eða 0,5% hærri en
í desember 1989. Samsvarandi
vísitala samkvæmt eldra
grunni (febrúar 1984=100) er
341,5 stig.
Upptaka virðisaukaskatts um
síðustu áramót hafði í för með
sér 0,7-0,8% beina lækkun á vísi-
tölu framfærslukostnaðar, sem
ella hefði hækkað um 1,2-1,3%.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala framfærslukostnaðar
hækkað um 23,7%. Undanfarna
þrjá mánuði hefur vísitalan
hækkað um 4,2% og jafngildir sú
hækkun um 17,8% verðbólgu á
heilu ári.
Árið 1989 var vísitalan að
meðaltali 21,1% hærri en árið
áður en sambærileg meðalhækk-
un 1987-1988 var 25,5% og
18,8% 1986-1987.
ríkisins
auglýsir styrki til rannsókna
og tilrauna árið 1990
Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu
ráðsíns, Laugavegi 13, sími 21320.
• Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar.
• Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum,
sem talin er þörf fyrir næsta áratug.
• Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á;
- líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niðurstaðna,
sem sóst er eftir,
- gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á
landi,
- hæfni umsækjenda/rannsóknamanna,
• Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að;
- samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í
framkvæmd verkefnisins,
- samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er
mikilvægt,
- fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins,
- líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri.
Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekking-
ar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér
á landi í framtíðinni.