Dagur - 08.03.1990, Síða 3

Dagur - 08.03.1990, Síða 3
Fimmtudagur 8. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir Framlög til björgunarsveitanna á Akureyri hækkuð um hebning Frá aðalfundinum síðastliðinn föstudag. Frá hægri: Friðrik Friöriksson sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla, Þorsteinn Þorvaldsson sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Olafsfjarðar, Arni Magnússon fulltrúi KEA í stjórn, Jón Hallur Pétursson framkvæmdastjóri Kaupþings Norðurlands, Pétur Blöndal stjórnarformaður, Sigfús Jónsson bæjarstjóri á Akureyri og fulltrúi bæjarins i stjórn og Róbcrt Agnarsson framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit og fulltrúi Kaupþings hf. ■ Reykjavík í stjórn. Mynd: jóh Á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyrar var samþykkt til- laga fulltrúa Framsóknar- flnkksins um að hækka fram- lög til Flugbjörgunarsveitar- innar á Akureyri og Hjálpar- sveitar skáta um helming. Þetta gerðist við síðari umræðu um fjárhagsáætlun. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins, flutti breytingartillögu um fjárveitingu til björgunarsveit- anna. Lagði hún til að hvor sveit um sig fengi 200 þúsund króna framlag til viðbótar því sem áætl- að hafði verið, en samkvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar var gert ráð fyrir að hvor björgunarsveit fengi 200 þúsund. Flugbjörgunarsvcitin fær því 400 þúsund krónur frá Ak'ureyr- arbæ og Fljálparsveit skáta sömu upphæð, vegna tillögu Fram- Hagnaður Kaupþings Norðurlands á árinu 1989 um 10% afveltu: „Fetta var samkvæmt okkar áætlunum“ - segir Pétur Blöndal, stjórnarformaður „Síðasta ár var fyrsta árið með hagnaði hjá félaginu og þetta var samkvæmt því sem við höfðum reiknað með. Við ætl- uðum í upphafi að tvö ár tæki að ná upp markaði og síðan yrði hagnaður," segir Pétur Blöndal, stjórnarformaður Kaupþings Norðurlands hf., en aðalfundur félagsins var haldinn síðastliöinn föstudag. Pétur segir að hagnaður félags- ins á árinu 1989 hafi verið um 10% af tekjum sem sé samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafi verið. Kaupþing Norðurlands hefur starfað í rösklega tvö ár. Kaupþing hf. í Reykjavík á 55% í Kaupþingi Norðurlands, KEA á 15%, Akureyrarbær 15% og jafn stór hlutur er í eigu sjö sparisjóða á svæðinu frá Siglu- firði til Akureyrar. Pétur segir að tengsl Kaup- þings Norðurlands við Kaupþing í Reykjavík séu óneitanlega mikil þó hið fyrrnefnda teljist sjálfstætt fyrirtæki. Þessara samskipta njóti báðir. „En hvað varðar þá umræðu að mikið fjármagn fari frá lands- byggðinni til Reykjavíkur þá hef- ur það sýnt sig að eftir að Kaup- þing Norðurlands hóf starfsemi þá hefur það frekar flutt peninga norður yfir heiöar en hitt,“ segir Pétur. Kaupþing Norðurlands er eina sjálfstætt rekna verðbréfafyrir- tækið á landsbyggðinni. Pétur segir að fyrirtækið verði rekið áfram með svipuðu sniði, þó breyting kunni að verða hvað varðar hlutabréfamarkaðinn. „Eg spái því að innan skamnts tíma fari fyrirtæki í auknum mæli að leita út á hlutabréfamarkað- inn. Nú þegar er farið að örla á tilhneigingu í þessa átt hjá fyrir- tækjum úti á landi,“ segir Pétur. JÓH Lóðir í Giljahverfi dreifast á fáar hendur: Faglega staðið að úthlutun - segir Heimir Ingimarsson, fulltrúi í bygginganefnd „Ég tel að nefndin hafi unnið á faglegum grundvelli við þessa lóðaúthlutun. Þarna var verið að gefa stærri byggingaverk- tökum kost á að ná fram auk- inni hagkvæmni því hægt er að lækka byggingarkostnað með svo stórum áföngum. Auk þess sótti aðeins einn verktaki fyrir utan þessa tvo um fjölbýlishús, hinir sóttu um lóðir fyrir raðhús,“ sagði Heimir Ingi- marsson, bæjarfulltrúi, en hann á sæti í bygginganefnd Akureyrarbæjar. Eins og við höfum greint frá fengu tveir stærstu bygginga- verktar á Akureyri, Aðalgeir Finnsson hf. og SS Byggir, bróð- urpartinn af lóðunum sem bygg- inganefnd úthlutaði í Giljahverfi. Aðalgeir Finnsson fékk raðhúsa- lóðir nr. 2-26 og fjölbýlishús nr. 28 við Drekagil. SS Byggir fékk raðhúsalóðir nr. 1-19 og fjölbýlis- hús nr. 21 við Drekagil og rað- húsalóðir nr. 2-12 og fjölbýlishús nr. 14 við Tröllagil. Heimir gerði grein fyrir þessum lóðaúthlutun- um á síðasta bæjarstjórnarfundi. Eftir er að úthluta lóðum fyrir þrjú raðhús, samtals 14 íbúðir, og eitt fjölbýlishús með 20 íbúð- um. Haraldur og Guðlaugur sóttu m.a. um lóð fyrir fjölbýlis- hús, en aðrir verktakar sóttu um raðhúsalóðir. Heimir sagði að bygginganefnd hefði metið lóða- og verkefna- stöðu allra verktaka sem sóttu um þessar lóðir og kom þá í ljós ( að sumir verktakar eiga lóðir fyr- ir tugi íbúða sem þeir eru ekki byrjaðir á. Hann sagði að störf nefndarinnar miðuðu að því að koma verktökum í gegnum þetta ár því strax næsta vor kemur næsti áfangi í Giljahverfi til út- hlutunar og þá verður séð fyrir byggingaþörf á Akureyri næstu þrjú til fjögur árin. „Húsnæðisþörfin er hins vegar annað mál. Verktakarnir segjast ekki geta selt íbúðir á frjálsum markaði nema í einnar hæðar raðhúsum og að salan sé undir félagslega kerfinu komin. Peir eru allir að bítast um að selja 40- 50 íbúðir í félagslegu kerfi en þeir eru að sækja urn lóðir fyrir 150 íbúðir í þessari lotu,“ sagði Heimir. Bygginganefnd mun taka frek- ari úthlutun lóða í Giljahverfi fyrir á næsta fundi. SS sóknarmanna, sem var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Alþýðubandalagsfull- trúarnir greiddu atkvæði með til- lögunni, en fimmti bæjarfullrúinn sem studdi hana var Pétur Torta- son. Úlfhildur sagði þegar hún flutti tillöguna að Akureyrarbæ bæri að sýna björgunarsveitunum viðurkenningu í verki með því að hækka framlög til þeirra. í björg- unarsveitunum störfuðu sjálfboða- liðar, sem krefðust einskis fyrir vinnu sína, og sveitirnar væru til- búnar til liðsinnis hvenær sem þörf væri á, m.a. hefðu þær komið til hjálpar í óveðurskafla um daginn og flutt fólk um bæinn, m.a. bæj- arstarfsmenn. Pétur Torfason þakkaði hlýlcg orð í garð björgunarsveitafólks og kvaðst styðja þessa tillögu af alhug. ' EHB Ólafsflarðarvegur norðan við Hól: Endurbygging frestast um óákveðinn tíma Orlofsferð verkalýðsfélaganna: Enn nokkur sæti laus Mikill áhugi er á vetrarorlofs- ferð verkalýðsfélaganna sem farin verður í beinu flugi frá Akureyri þann 19. mars nk., að sögn Ásdísar Árnadóttur hjá Samvinnuferðum Landsýn sem sjá um að selja sæti í ferð- ina. „Það hefur mikið verið hringt til okkar og spurt svo áhuginn er mikill,“ sagði Ásdís. Hún sagði að enn væru nokkur sæti laus en þess misskilnings mun hafa gætt að þátttaka í ferðina væri bundin við ákveðinn hóp manna. Hið rétta er að þar til í gær gengu eftirlaunaþegar fyrir um sæti en nú geta allir sem áhuga hafa farið með. Að sögn Ásdísar var ferðin sem farin var í fyrra mjög vel heppnuð en nú hafi verið gerður samningur við mun betra hótel en þá. Þá segir hún verð í þessa ferð einstaklega hagstætt auk þeirra þæginda sem fylgir því að flogið verður í beinu leiguflugi til og frá Akureyri. VG Allar líkur eru á aö endurbygg- ing Ólafsfjarðarvegar frá Hóli noröur að Múlagöngunum frestist um eitt ár. Að sögn Guðmundar Svafars- sonar, umdæmisverkfræðings hjá Vegagerð ríkisins, voru vonir bundnar við að hægt yrði að byggja þennan veg upp á árinu, en vegna niðurskurðar og fjár- skorts er Ijóst að af því getur ekki orðið. Guðmundur segist hins vegar binda vonir við að unnt verði aö fara í umrædda vegagerð sumarið 1991. Hins vegar sé ekk- erl öruggt í þeim efnum. Áætlanir miða að því að jarð- göngin í Ólafsfjarðarmúla verði opnuð fyrir umferð í október nk. Á sl. surnri var lokiö við bygg- ingu vegskála við vestari ganga- munna og byrjaö á lagningu veg- ar frá honum til Ólafsfjarðar. Við hana verður lokið næsta surnar og sömuleiðis verður ráðist í byggingu vegskála og rúmlega eins kílómetra vegkafla við eystri gangamunna. Segja má að síðasti hlekkur í keðjunni sé uppbygging vegarins til Dalvíkur. Búið er að malbika veginn fyrir norðan Dalvík norður að Hóli en þaðan er malarvegur fyrir Múl- ann til Ólafsfjarðar. Að sögn Guðmundar Svafarssonar, er umræddur vegspotti norður að eystri gangamunna um 9 kíló- metrar og hefur Vegagerðin nú þegar hannað hann. Guðmundur scgir að vegstæðið verði að mestu leyti hið sama, en vegurinn fyrst og frcmst hækkaður og lagður bundnu slitlagi. óþh Hótel Blönduós: Staða hótel- stjóra laus Laus er til umsóknar staða hótelstjóra á Hótel Blöndósi. Núverandi hótelstjóri Guð- mundur Egill Ragnarsson læt- ur af störfum fyrsta maí. Fjöldi fyrirspurna hefur borist um stööuna að sögn Ragnars Inga Guðmundssonar framkvæmda- stjóra Hótel Blönduóss. Rekstur hótelsins hefur gengið frekar erfiðlega undanfarin ár. Bókanir fyrir sumarið eru með besta móti og binda menn vonir við að rcksturinn gangi vel þetta árið. „Við erum náttúrulega í sam- kcppni við Edduhótel hér á staðnum og hótelin á stöðunum hér í kring. Pó erunt við bara hóf- lega bjartsýn á sumarið. Greini- leg aukning í bókunum er alltaf góðs viti,“ sagði Ragnar Ingi. Hótel Blöndós er í meirihluta- eign Sölufélags Austur-Húnvetn- ,inga. Arnarflug og Kaupfélag Húnvetninga eiga einnig stóran hluta. kg Kirkjuvikan: Leiklestur í Akureyrarkirkju I kvöld er leiklestur úr ritum Kaj Munk á dagskrá kirkju- viku í Akureyrarkirkju. Lciklesturinn hefst klukkan 20.50. Ragnheiður Tryggvadóttir tók efnið saman, en flytjendur eru Arnar Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir, Þráinn Karlsson, Sunna Borg og Jón Kristinsson. Klukkan 17.15 í dag er fyrir- bænaguðsþjónusta í kapellu Akureyrarkirkju. EHB Léttisfélagar! LETTIH .1*. \iio«Yia/ Áður auglýstur aðalfundur Léttis verður haldinn sunnudaginn 11. mars, kl. 13.30 í Skeifunni. Dagskrá: Inntaka nýrra félaga. Venjuleg aðalfundarstörf. Tillögur til lagabreytinga. Tillaga um inngöngu Léttis í L.H. Önnur mál. Veitingar - Félagar fjölmennið. Stjórn Hestamannafélagsins Léttis.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.