Dagur - 08.03.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 08.03.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 8. mars 1990 Skiptar skoðanir um lausagöngu hrossa Mikil umræða hefur verið að undanförnu um lausa- göngu hrossa og umferð reiðmanna við akbrautir bif- reiða. Ákeyrslur á hross hafa verið óvenju tíðar það sem af er árinu og frá áramótum hafa fimm óhöpp orð- ið í Skagafirði. Sitt sýnist hverjum í máli þessu. Bændur og aðrir eigendur hrossa eru óhressir með að verða bótaskyldir fyrir þær skemmdir sem skepnur þeirra valda. Bíleigendur eru á hinn bóginn langþreyttir á að þurfa að bera kostnað af viðgerðum bíla sinna eftir ákeyrslur á hross og aðrar skepnur. Nú bíður dóms mál þeirra Magnúsar Svavarssonar og Magnúsar Sigmunds- sonar. Eins og kunnugt er gerir Magnús Svavarsson bóta- og refsikröfu á hendur nafna sínum Sigmundssyni fyrir skemmdir þær sem urðu á bíl hans við ákeyrslu á lausagönguhross sem átti að vera í vörslu Magnúsar Sigmundssonar. Hvernig dómur fellur í máli þeirra nafna kemur til með að gefa fordæmi í málum sem þessu í framtíðinni. Nefnd sú sem landbúnaðarráð- herra skipaði fyrir rúmu ári hefur nýlega skilað áliti. Hlutverk nefndarinnar var að koma með tillögur um hvernig mætti minnka umferð lausagöngu búfjár á þjóðvegum. Eftir árs umhugsun komst nefndin að þeirri niðurstöðu að besta leiðin væri að banna umferð hrossa og annarra stórgripa. Nefndin leggur til að eig- endur stórgripa verði skyldaðir til að hafa þá í vörslu allt árið. Nái tillögur nefndarinnar fram að ganga verða gripaeigendur væntanlega bótaskyldir ef gripir þeirra valda tjóni í lausagöngu. Til að fá skoðanir beggja aðila hitti blaðamaður Dags að máli bæði hestamenn og atvinnubílstjóra. - Hvað um svæði þar sem eng- ar girðingar eru meðfram vegum? „Við lítum þau svæði allt öðr- um augum. Við kvörtum heldur ekki yfir hrossum sem eru á veg- inum uppi á Vatnsskarði eða fram hjá Kotum. Þar sem girð- ingar eru finnst mér hins vegar alveg sjálfsagt að lausaganga hrossa sé bönnuð." - Hvaða svæði eru verst hvað þetta varðar? „Ástandið er einna verst milli Sauðárkróks og Varmahlíðar, þótt öll sú leið sé girt. Einnig eru hross oft upp á VatnsskarðL en þar er ekki girt. Vegagerðin verður að girða meðfram öllum vegum ef á að vera hægt að banna lausagöngu hrossa alveg.“ - Lítur þú lausagöngu sauð- fjár öðrum augum en lausagöngu hrossa? „Það er allt annað mál að tala um lausagöngu sauðfjár að sumri til, þegar vegir eru auðir og birtu- tími miklu lengri. Það er líka staðið öðruvísi að rekstri á sauð- fé. Til þess þarf sérstök leyfi en það virðist alltaf mega reka hross, bæði að nóttu og degi. Það er svolítið öfugsnúið að ef hross eru á vegum, ber eiganda Magnús Svavarsson vöruflutningabflstjóri Sauðárkróki - Hvað finnst þér um þá tillögu að lausaganga búfjár verði bönnuð? „Mér líst mjög vel á þá tillögu. Það er kominn tími til að fara að gera eitthvað í þessum málum.“ - Finnst þér ekki að bændur eigi það mikilla hagsmuna að gæta að þeim sé treystandi til að passa sínar skepnur? „Þeir bændur, sem láta skepn- urnar ganga á veginum, segja að þeir fái aldrei meira fyrir skepn- urnar en þegar keyrt er á þær. Ef bændur aftur á móti passa sín hross, verða þau ekki fyrir bíl. Svo einfalt er það.“ Hross á Strandgötunni á Sauðárkróki. Til tals hefur komið í bæjarstjórn Sauðárkróks að banna þar umferð hrossa. Myndir: kg Þetta er algeng sjón á vegum í Skagafirði. Reiðmenn eru misjafnlega tillits- samir við ökumenn. Algengt er að menn stundi tamningar á og við þjóðvegi. Af þessu getur staf- að hætta, sérstaklega þegar um er að ræða lítið tamin hross. Hér kemur girðing að litlum notum þar sem hrossin eru öfugu megin við liana. Margir hafa bent á að á snjóþungum svæðum sé erfitt að halda hrossum frá vcgum þar sem allar girðingar fari á kaf í snjó. engin skylda til að fjarlægja þau. Ef bíl er á hinn bóginn lagt ólög- lega er hann fjarlægður á kostnað eigandans." Magnús Sigmundsson bóndi Gýgjarhóli - Hvað finnst þér um bann við lausagöngu hrossa? „Það sjá það allir sæmilega réttsýnir menn að svona bann er tilgangslaust og óréttlátt gagnvart bændum. Það reyna auðvitað all- ir að passa sínar skepnur því það vill enginn hafa sínar skepnur á vegum.“ - Hvers vegna eru þá skepnur á vegum? „Skepnur geta alltaf sloppið úr girðingum. Menn geta t.d. litið á girðingarnar meðfram vegunum hér núna. Þær eru allar á kafi í snjó. Hvernig eiga menn að geta tryggt að skepnurnar fari ekki á vegina þegar girðingarnar eru gagnslausar? Hver á svo að ábyrgjast ógirt svæði?“ - Þér finnst að verið sé að gera menn ábyrga fyrir hlutum sem þeir ráða ekki við? „Einmitt, það er verið að því og allir sjá hvaða réttlæti felst í slíku. Einnig ber að athuga að þegar ekið er á skepnur er orsök- in lang oftast of mikiil hraði mið- að við aðstæður. Menn keyra á ofsahraða í myrkri og hálku og það er sama hvað er á veginum þegar svona er keyrt. Hættan á slysum er alltaf fyrir hendi.“ - Hvernig heldur þú að þetta vandamál verði best leyst? „Með sameiginlegu átaki hlut- aðeigandi. Menn reyni að passa skepnur sínar eins vel og þeir geta. Ökumenn verða að gera sér grein fyrir að skepnur geta alltaf verið á vegum, síðan verða þeir að haga akstri eftir aðstæðum. Það vill enginn lenda í því að keyra á hross og enginn vill held- ur vita af sínum hrossum á veg- unum. Þess vegna er best að hafa kerfið eins og það er, að menn séu samábyrgir gegnum trygging- ar. Það að fara að gera annan aðilann ábyrgan fyrir öllu tjóni sem báðir eiga sök á, er hreinlega fáránlegt." kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.