Dagur - 08.03.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 08.03.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 8. mars 1990 \I myndosögur dogs 1 ÁRLANP Vikingur! Komdu hérna ef þú ert svangur! Ef ég er svangur? Ertu aö grínast?_ . þú getur smakkaö fimmta stigs chili-iö mitt!... þaðeref þú hefur mann- dóm i þér til ha, ha.. ' 1 Chili?! Eg elska chili!! Því sterk- ara, þvi ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Þjóð í sárum íslenska þjóðín er í sárum. Ástæðan er auðvitað sú að „stákarnir okkar“ hafa ekki náð eins langt í heimsmeist- arakeppninni í Tékkó- slóvakíu eins og vonir stóðu til. Og spurningarnar vakna. Hægt er að velta því fyrir sér endalaust hvernig einstakir leikmenn hafi staðið sig í þessum og þessum leiknum en þó er ein megin spurning sem fólk þarf að spyrja sig áður en farið er út í slíkar vanga- veltur. Hún er sú hvort raun- hæft sé að gera sér vonir um betri árangur í þessari keppni, hvort íslenskt hand- knattleikslandslið geti náð lengra í A-keppni. Þetta eru allt vangaveltur sem bíða næstu vikna en vonandi gætir fólk sanngirni í umræðu um þessi mál þeg- ar þar að kemur. # Notað og nýtt Ekki alls fyrir löngu hóf göngu sina hér á landi blað sem heitir Notað & nýtt. Þetta er auglýsingablað sem birtir auglýsingar frá einstaklingum endurgjalds- laust en blaðið er selt í verslunum á höfuðborgar- svæðinu, ísafirði og nú á Akureyri. Lestur biaðs af þessu tagi getur oröið hin mesta skemmtan enda með ólíkindum hvað fólk hefur a boðstólnum eða vill eign- ast. Lítum á dæmí: „Bráðvantar hvolp fyrir föstudag. Má vera blandað- ur.“ Þessi hefur eflaust ætl- að í helgargönguferð og ekki getað hugsað sér betri leið til að fá ferðafélaga. S&S játaði sig sigrað í fræðunum þegar kom að auglýsingakafia blaðsins undir hausnum „Tónlist“. Þar stóð skýrum stöfum í fyrstu línu „Lítið trambólín til sölu“. Síðast þegar fréttist var trambólín notað sem stökkbretti í íþróttum en hvað það á skylt með tónlist er S&S ekki kunnugt um. Ekki var fyrsta auglýsingin undir hausnum „Heimilis- tæki“ til að minnka undrun- ina. Þar stóð „Óska eftir gólfteppi“. Ef gólfteppi eru orðin heimilistæki þá flokk- ar þetta blað heimilisbílinn sjálfsagt sem hugbúnað. Og hér er að lokum ein fyrir minnisgóða: „Óska eftir sófasetti eins og þeim sem fengust í versluninni Víði í kringum 1950.“ S&S á sann- ast sagna nógu erfitt með að muna hvað fæst í versl- unum frá degi til dags hvað þá frá síðustu áratugum. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 8. mars 17.50 Stundin okkar (19). 18.20 Sögur uxans. (Ox Tales) Hollenskur teiknimyndaflokkur. 18.50 Táknmálsíréttir. 18.55 Yngismær (74). 19.20 Heima er best. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.20 Fróttir og vedur. 20.50 Fuglar landsins. 19. þáttur - Uglur. 20.45 Á grænni grein. Silfur hafsins - gullið í dalnum. Þriðji þáttur í tilefni átaks um land- græðsluskóga. 21.00 Matlock. 21.50 íþróttir. 22.05 Bæjarins bestu brjóst. (Byens bedste bryster.) Kabarett eftir Ann Mariager. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Auglýstir dagskrárliðir kunna að rask- ast frá kl. 18.45-20.20 vegna sýninga á leikjum frá heimsmeistaramótinu í handknattleik. Stöð 2 Fimmtudagur 8. mars 15.35 Með afa. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Alli og íkornarnir. 18.15 Fríða og dýrið. (Beauty and the Beast.) 19.19 19.19. 20.30 Sport. 21.20 Það kemur í ljós. 22.10 Reiði guðanna II. (Rage Of Angels II.) Seinni hluti. 23.45 Undir Berlínarmúrinn. (Berlin Tunnel 21.) Spennumynd sem segir frá nokkrum hug- djörfum mönnum í Vestur-Berlín sem freista þess að frelsa vini sína sem búa austan Berlínarmúrsins. Aðalhlutverk: Richard Thomas, Horst Buchholz og Jose Ferrer. Stranglega bönnuð börnum. 02.05 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 8. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Ema Guðmundsdóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir ■ Auglýsingar. 9.03 Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múmínpabba" eftir Tove Jansson. Lára Magnúsardóttir les (4). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit ■ Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir ■ Dánarfregnir ■ Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - „Stigamót", fræðslu- og ráðgjafamiðstöð gegn kynferðislegu ofbeldi. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 13.30 Miðdegissagan: „Fétækt fólk“ eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson les (12). 14.00 Fréttir. 14.03 Snjóalög. Umsjón: Snorri Guðvarðarson. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Ódauðleiki", til- brigði fyrir útvarp. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Bach feðgar. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tóniist ■ Auglýsingar ■ Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Píanótónlist. 20.30 Sinfóníuhljómsveit íslands í 40 ár. Afmæliskveðja frá Ríkisútvarpinu. Fyrsti þáttur, aðdragandinn. 21.30 Ljóðaþáttur. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir ■ Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 22. sálm. 22.30 „Dagskíma", smásaga eftir Friðu Á. Sigurðardóttur. Höfundur les. 23.10 Tónlist eftir Antonín Dvorák. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 8. mars 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifiu Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir og Sigurður Þór Salvarsson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunn- ar. Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu. Sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan. Að þessu sinni „Nóttin langa" með Bubba Morthens. 21.00 Rokksmiðjan. Lovísa Sigurjónsdóttir kynnir rokk í þyngri kantinum. 22.07 Blítt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk iítur við í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Bitlarnir. 3.00 „Blítt og létt...“ 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 A djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 8. mars 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 8. mars 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjómandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.