Dagur - 09.03.1990, Page 1
73. árgangur
Akureyri, föstudagur 9. mars 1990
48. tölublað
Venjulegir og
demantsskornir
trúlofunarhringar
Afgreiddir samdægurs
GULLSMKNR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Akureyri:
„Hundadómur“ bæjarþings
staðfestur í Hæstarétti
Hæstiréttur hefur staðfest
dóm bæjarþings Akureyrar frá
11. apríl 1989 í máli Eiríks
Kristvinssonar Strandgötu 45 á
Akureyri gegn Aðalbirni Páls-
syni, Heiðarlundi 4d á Akur-
eyri. Niðurstaða hæstaréttar-
dómaranna Guðrúnar Er-
lendsdóttur, Haraldar Henrýs-
sonar og Hrafns Bragasonar er
sú að dómur héraðsdóms skuli
staðfestur og áfrýjandi, Eirík-
ur, dæmdur til greiðslu máls-
kostnaðar fyrir Hæstarétti.
Orðrétt segir í Hæstaréttar-
dómnum: „Með skírskotun til
forsendna héraðsdóms þykir rétt
að staðfesta hann. Dæma ber
áfrýjanda til að greiða stefnda
málskostnað fyrir Hæstarétti svo
sem segir í dómsorðum." Dóms-
orð eru síðan eftirfarandi: „Hinn
áfrýjaði dómur á að vera órask-
aður. Áfrýjandi, Eiríkur Krist-
vinsson, greiði stefnda, Aðalbirni
Pálssyni 55 þúsund krónur í máls-
kostnað fyrir Hæstarétti að við-
lagöri aðför að lögum.
Tildrög þessa máls eru þau að
28. október 1987 ók Aðalbjörn á
hund Eiríks með þeim afleiðing-
um að bifreið Aðalbjörns
skemmdist. Hann höfðaði þá mál
til heimtu bóta vegna skemmd-
anna og krafðist 67.392 þúsunda
króna samkvæmt tjónsmati.
í dómi héraðsdóms frá 11. apr-
íl 1989 var Eiríki gert að greiða
Aðalbirni áðurgreinda upphæð
auk vaxta og málskostnaðar. í
dóminum segir að umræddur
hundur hafi gengið laus „allfjarri
heimili eigandans“, og eigandi,
Eiríkur, hafi þannig gerst brot-
legur við reglugerð 295 frá 1987
um hundahaid á Akureyri, en hún
kveður á um bann við hundahaldi
í lögsagnarumdæmi Akureyrar.
„Verður stefndi (Eiríkur Krist-
vinsson. innsk. blaðam.) því tal-
inn bótaskyldur vegna þessa
tjóns er stefnandi varð fyrir og
hlaust af þessari lausagöngu
hundsins,“ segir orðrétt í dómi
bæjarþings Akureyrar.
Eiríkur Kristvinsson, skaut
máli þessu til Hæstaréttar 15.
desember sl. og krafðist hann
þess að hinum áfrýjaða dómi yrði
hrundið og breytt á þá leið að
hann yrði sýknaður af öllum
kröfum stefnda og honum dæmd-
ur málskostnaður í héraði og fyr-
ir Hæstarétti. Aðalbjörn Pálsson,
krafðist á móti að hinn áfrýjaði
dómur yrði staðfestur og að áfrýj-
anda yrði gert að greiða máls-
kostnað fyrir Hæstarétti. óþh
Framkvæmdir eru hafnar við að leggja marmara á gólf Safnaðarheimilis Akureyrarkirkju.
Mynd: KL
Fulltrúar Alumax skoða aðstæð.ur við Eyjaíjörð á mánudag:
Tilkoma Aiiunax í Atlanta- hópinn
eykur bjartsýni á álveri við Eyjaflörð
- segir Sigurður P. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Eyjaflarðar
Á mánudagsmorgun eru vænt-
anlegir til Akureyrar fulltrú-
ar bandaríska álfyrirtækisins
Alumax, sem nú er orðinn
aðili að Atlantal-hópnum
svokallaða. Tilgangur þessarar
heimsóknar er að skoða
aðstæður fyrir álver við Eyja-
Qörð en á þriðjudag verður
undirritaður í Reykjavík samn-
ingur um byggingu nýs álvers
hér á landi. Ljóst er að í þess-
um samningi verður ekki getið
um staðsetningu nýja álversins
og bendir því flest til að
ákvörðun um staðsetningu
verði ekki tekin fyrr en í apríl
eða maí.
Hluthafafundi Krossaness hf. frestað:
Ákvarðanir teknar í næstu viku
Hluthafafundur var haldinn í
Krossanesi hf. í gær en laust
eftir kl. 18.00 var fundinum
frestað fram í næstu viku. Að
sögn Sverris Leóssonar stjórn-
armanns í Krossanesi hf. voru
engar ákvarðanir teknar á
fundinum í gær.
„Staðan var kynnt hluthöfum
og umræður um hana fóru fram. í
raun eru valkostirnir aðeins tveir,
að endurbyggja verksmiðjuna
eða gera ekki neitt,“ sagði
Sverrir.
Fyrir fundinum í gær lá bráða-
birgðauppgjör fyrir árið 1989, en
auk þess voru skýrðar fyrir hlut-
höfum tryggingabætur vegna
brunans, kostnaðaráætlun vegna
endurbyggingar og rekstrar og
greiðsluáætlanir fyrir þetta og
næstu ár. „Þetta liggur að þessu
leiti skýrt fyrir en nú er það hlut-
hafanna að kynna sér málið vel
en ákvörðun verður síðan tekið á
framhaldsfundinum á miðviku-
daginn," sagði Sverrir.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hefur ýmsum hugmynd-
um verið varpað fram í sambandi
Egilsstaðir:
Vidbúnaður á flugvellinum
Mikill viðbúnaður var á flug-
vellinum á Egilsstöðum í gær,
fyrir lendingu flugvélar frá
Flugfélagi Austurlands, sem
óttast var að hefði bilaðan
Iendingarbúnað. Vélin lenti
áfallalaust.
Það var rétt fyrir hádegi í gær
sem lögregla og slökkvilið voru
kölluð út vegna gruns um bilun í
einu hjóli 8-10 sæta vélar, en ljós-
merki gaf til kynna að ekki væri
allt í lagi með lendingarbúnað-
inn. Vélin lenti heilu og höldnu.
Flugmaðurinn var einn í vélinni.
1M
við framtíð Krossanesverksmiðj-
unnar. Má þar nefna að auka
alkastagetuna um 100% eða í 700
tonn á sólarhring. VG
Með fulltrúum Alumax verða í
för fulltrúar iðnaðarráðuneytis-
ins. Á móti hópnum tekur við-
ræðunefnd sveitarfélaganna um
álver við Eyjafjörð ásamt Sigurði
P. Sigmundssyni, framkvæmda-
stjóra Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar. Farið verður með gestina
um Akureyri og næsta nágrenni
og að því loknu ræðast aðilar við
á Akureyri þar sem fulltrúar
heimamanna láta í té upplýsingar
og leita eftir svörum Alumax-
manna við því hvað þeir leggja til
grundvallar varðandi staðarval
fyrir nýtt álver.
Sigurður P. Sigmundsson segir
ljóst að Alumax sé ekki spennt
fyrir nábýli við Alusuisse í
Straumsvík og hafi gefið til
kynna vilja til að skoða einnig
1 aðra kosti vandlega. „Því er
spennandi fyrir okkur að fá svör
við því hve þungt það vigtar hjá
Alumax að vilja ekki vera nánast
ofan í hinum. Við sköpum okkur
því tíma og fáum að komast bet-
ur inn myndina. Þeir taka út
aðstæður hér og ef svona heldur
áfram þá held ég að við séum
farnir að draga nokkuð á,“ segir
Siguröur.
Alumax er stærsti aðilinn í
Atlantal-hópnum og að sögn
Sigurðar, sá aðili sem kemur til
með að sjá um rekstur nýja
álversins. „Þess vegna erum við
orðnir bjartsýnni en áður. Alumax
kentur til þessa með opnum huga
en ekki með eins bundnar hendur
og Granges og Hoogovens, sem
voru búin að leggja vinnu og tíma
í athugun á stækkun í Straums-
vík,“ segir Sigurður. JÓH
Jón Sigurðsson svarar fyrirspurn um olíu í Öxarfirði:
„Hægt er að virkja iðnaðar-
ráðherra til átaka í málinu“
- segir Ólafur Þ. Pórðarson, alþingismaður
Ekki hefur verið unnið að fullu
úr fyrirliggjandi gögnum úr
rannsóknum sovéskra og
bandarískra vísindamanna í
Öxarfirði fyrir nokkrum árum.
Þetta kom fram í svari Jóns
Sigurðssonar, iðnaðarráðherrra,
á Alþingi í gær við fyrirspurn
Ólafs Þ. Þórðarsonar um könnun
á olíu í Öxarfirði. Fyrirspurn
Ólafs var þannig: „Hvar skipar
iðnaðarráðherra því í fram-
kvæmdaröð að láta kanna hvort
olía er í jörðu við Axarfjörð?"
Fram kom í svari iðnaðarráð-
herra að fyrsta skref væri að
vinna úr gögnum hinna erlendu
vísindamanna. Hann taldi að
ekki væri búið að rannsaka það
mikið að ástæða væri til á þessari
stundu að leita eftir samstarfs-
aðila um ítarlegri rannsóknir og
boranir á svæðinu.
Fyrirspyrjandi, Ólafur Þ.
Þórðarson, sagðist í samtali við
Dag telja að með því að fá fram
svar iðnaðarráðherra væru líkur
til að góð hreyfing væri komin á
þetta mál. „Það er auðvitað
algjörlega óverjandi að láta liggja
fyrir órannsökuð gögn. Ég gat
ekki fundið annað á ráðherra en
að hann væri jákvæður að vinna
að framgangi málsins og kannski
hefur hann vegna þessarar fyrir-
spurnar kynnt sér það betur. Ég
held að hægt sé að virkja iðnað-
arráðaherra til átaka í þessu
máli,“ segir Ólafur.