Dagur - 09.03.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 09.03.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, föstudagur 9. mars 1990 Haldið veisluna eða fundinn í elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Farfuglaheimili við Bjarmastíg: Erindinu synjað miðað við óbreyttar forsendur - íbúar við götuna mótmæltu hugmyndinni Bæjarstjórn Akureyrar hefur hafnað erindi frá Bandalagi íslenskra farfugla um að breyta húsinu Bjarmarstíg 5 í fimmtíu manna farfuglaheimili. Áður hafði erindinu verið hafnað í bygginganefnd en síðan vísað þangað aftur. Allt fór á sömu lund, erindinu var synjað og sú afgreiðsla síðan staðfest á fundi bæjarstjórnar sl. þriðju- dag. I bókun bygginganefndar kem- ur fram að ekki sé gerð grein fyrir því hvernig leysa má vandamál varðandi aðkomu og bílastæði og að ekki verði séð að möguleikar séu á lausn í næsta nágrenni. Fram kemur að ef um stærri gist- istað en 10 rúma er að ræða þá gilda öryggisreglur um hótel og þarf hönnun að miðast við þær. Þá telur nefndin að grenndar- kynning þurfi að fara fram ef nýj- ar teikningar berast, en þar sem aðstæður séu óbreyttar ítrekar nefndin fyrri afstöðu sína. Á fundi bæjarstjórnar lagði Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar, fram undirskrifta- lista sem hann hafði nýlega feng- ið í hendur frá íbúum við Bjarma- stíg. Þar mótmæla 39 íbúar við Hestamenn oft í stór- hættu við Breiðholt: Þijú slys á fjórum dögum Reynsla síðustu daga sýnir að hestamenn eru í stórhættu á hrossum sínum í og við Breið- holt, hesthúsahverfið ofan Akureyrar. Einu færu reiðveg- irnir eru norður úr hverfinu og niður með fjölförnum vegi að bænum þar sem hestamenn segja að bílaumferðin taki lítið tillit til umferðar ríðandi manna. Þrjú slys hafa orðið á síðustu dögum þar sem ekið hefur verið á reiðmenn og verður að teljast mikil mildi að ekki hefur orðið stórslys á fólki. Síðast varð slys í Breiðholti í gær þegar ekið var á mann á hesti. Manninn sakaði ekki en hesturinn skarst og skemmdir eru á bílnum. Nokkrir hestamenn hafa haft samband við blaðið og gagnrýnt að ekki hafi verið mok- að snjó af leiðinni suður úr Breiðholti en með því þyrftu hestamenn ekki að fara út á leiðir þar sem umferð er mikil og tillits- laus. Hilmar Gíslason, yfirverkstjóri Akureyrarbæjar, sagði í samtali við blaðið að vegurinn fyrir sunn- an Breiðholt verði ruddur fyrir helgina. Hann hafi verið ruddur í nokkur skipti að undanförnu en lokast nánast jafnharðan aftur. Ætlunin hafi verið að nota næt- urnar til að opna þessa leið en flestar nætur verið mikill skaf- renningur og því lítið hægt að athafna sig. JÓH götuna þessari breyttu starfsemi í húsinu. Ætla mætti að þar með sé grenndarkynning óþörf en að sögn Heimis Ingimarssonar, full- trúa í bygginganefnd, er þó enn ástæða til að gera íbúum við götuna fulla grein fyrir þessu máli. Ekki sé enn loku fyrir það skotið að farfuglar fái að breyta Bjarmastíg 5 en þá verði þeir í fyrsta lagi að leggja fram þær hugmyndir sem bygginganefnd hefur óskað eftir. Hann sagði að ef nefndin fengi nýjar teikningar í samræmi við reglugerðir og aðstæður við götuna þá væri ástæða til að láta grenndarkynn- ingu fara fram. SS IMokað út við heldur erfiðar aðstæður, eða hvað? Mynd: KL Sparisjóðir á Dalvík, Ólafsfirði og Árskógsströnd: Hafa ákveðið að greiða niður verð á skíðaöryggishjálmiim bama Sparisjóður Svarfdæla a Dalvík, Sparisjóður Árskógs- strandar og Sparisjóður Ólafs- fjarðar hafa ákveðið að styrkja kaup barna og unglinga í þess- um byggðarlögum á skíða- hjálmum. Sjóðirnir munu leggja fram eitt þúsund krónur til að greiða niður verð hvers hjáims. „Sparisjóðirnir í landinu hafa lengi stutt vel við bakið á æsku- lýðs- og íþróttastarfsemi í land- inu. Varðandi styrk sjóðanna til kaupa á öryggishjálmunum má segja að það sé gert af gefnu tilefni. Á sl. vetri varð mjög alvarlegt slys í Böggvisstaðafjalli, þegar lítið barn lenti á staur og hlaut mikið höfuðhögg. Þetta slys varð til þess að menn fóru að gefa öryggismálunum meiri gaum en áður og sem betur fer eru æ fleiri sem bera hjálma hér í fjallinu. Sparisjóðirnir þrír ákváðu að koma til móts við börn og for- eldra við kaup á hjálmunum með ákveðinni niðurgreiðslu á verði hvers hjálms,“ sagði Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Svarfdæla á Dalvík. Stjórn Skíðafélags Dalvíkur mæltist til þess strax í haust að börn festu kaup á skíðahjálmum til að bera í skíðabrekkunum í Böggvisstaðafjalli. Öryggi af notkun hjálmanna er ótvírætt. Þess eru mörg dæmi um allt land að alvarleg höfuðmeiðsli hafi orðið í hörðum brekkunum og þá hefur komið fyrir að lyftu- diskar hafi slegist aftan í hnakka fólks og rotað það samstundis. Að sögn Jóns Halldórssonar, verslunarmanns í Sportvík á Dalvík, kostar góður öryggis- hjálmur á bilinu 4300-4600 krónur. Hjálmarnir eru á boð- stólum í Sportvík á 1000 krónum lægra verði og greiða sparisjóð- irnir það sem upp á vantar. „Friðrik sparisjóðsstjóri Spari- sjóðs Svarfdæla stendur fyrir þessum styrkjum, en sá spari- sjóður hefur stutt mjög dyggilega við íþróttalíf hér á Dalvík og mættu fleiri taka hann til fyrir- myndar í því,“ sagði Jón. óþh Undirbúningur fyrir þriöju Vetraríþróttahátíð ÍSÍ, sem haldin veröur á Akureyri 23. mars til 1. apríl nk., er nú á lokastigi. Á blaðamannafundi sem vetrarhátíðarnefnd hélt í gær kom m.a. fram að margir góðir gestir munu heimsækja Akureyri meðan á hátíðinni stendur og er í þeim hópi að finna heimsfrægt íþróttafólk, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Aðstoðarlæknar ekki með í mótmælaaðgerðum Aðstoðarlæknar á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri tóku ekki þátt í mótmælaaðgerðum við hækkun stjórnvalda á gjaldskrá yfir lækningaleyfi og starfsleyfi til sérfræðinga sem stóðu yfír í gær. Því varð engin röskun á starfsemi stofnunar- innar eins og víða gerðist á sjúkrahúsum í Reykjavík. Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri starfa 11 aðstoðarlækn- ar. Samkvæmt upplýsingum Undirbúningur fyrir Vetraríþróttahátíð á lokastigi: Heimsfrægir íþróttamenn í heimsókn glæsilegasta hingað til enda verð- ur boðið upp á ótrúlegt úrval íþróttagreina og skemmtana af ýmsu tagi. Hátíðin hefur þegar vakið nokkra athygli erlendis og hefur borist mikið af fyrirspurn- um um hana víðsvegar að úr heiminum. Nánar verður sagt frá hátíðinni og dagskrá hennar í blaðinu á næstunni. jhb Loðnan: Loks lát á mokinu Dregið hefur úr loðnuveiðinni síðustu daga en loðnusjómenn segja ekki óalgengt að hlé komi í veiðina inn á milli. Jöfn og miki) veiði hefur verið frá áramótum og nánast ekkcrt lát verið á fyrr en nú. Aðeins höfðu tveir bátar til- kynnt um afla frá miðnætti í fyrrakvöld og þar til síðdegis í gær. Afli þeirra var 1070 tonn en í fyrradag var tilkynnt um 1150 tonn til Loðnunefndar. Líflegra var á miðunum á þriðjudaginn en þá tilkynntu loðnuskipin um rösklega 3700 tonn. JÓH blaðsins fengu læknarnir ekki upplýsingar um þessar aðgerðir fyrr en seint í fyrradag og þótti þeim ekki rétt gagnvart stofnun- inni að fara út í aðgerðir með svo stuttum fyrirvara. Alls eru um 130 aðstoðarlækn- ar starfandi í landinu en flestir þeir sem lögðu niður vinnu í gær í mótmælaskyni starfa á höfuð- borgarsvæðinu. Röskun á starfi sjúkrastofnana varð því mest þar. JÓH skcmmtikrafta og forystumenn íþróttamála á alþjóðavett- vangi. Þá kom fram á fundin- um að hugmyndir eru nú uppi um að gera hátíð af þessu tagi að árvissum viðburði á Akur- eyri í framtíðinni en það gæti orðið veruleg lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn í bænum og næsta nágrenni. Eins og áður hefur verið greint frá í blaðinu munu heimsmeistar- ar unglinga í listdansi á skautum, Marina Anisina og Iliia Aver- bukh, koma til Akureyrar og halda þrjár sýningar á svæði Skautafélags Akureyrar. Áhuga- menn um hestamennsku hafa einnig ástæðu til að hlakka til því hingað koma heimsineistarar í hestaíþróttum, Andreas Trappe og Berndt Widh. Enska landslið- ið í skíðagöngu mun taka þátt í landskeppni í boðgöngu og lík- legt er að Hollendingar sendi lið í þá keppni. Af öðrum gestum má nefna snjalla skíðamenn frá Júgóslavíu, Austuríki og Svíþjóð, forystumenn frá alþjóða ísknattleikssambandinu og þekkta austuríska jóðlara sem troða munu upp í Sjallanum meðan á hátíðinni stendur. Hátíðin í ár verður án efa sú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.