Dagur - 09.03.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 9. mars 1990 - DAGUR - 3
fréffir
99
Tillaga uppstillinganefndar veldur óróa meðal Sjálfstæðismanna á Akureyri:
Tek ekki sæti á lista Sjálfstæðismanna
- segir Jón Kr. Sólnes bæjarfulltrúi
,3Ég er búinn að taka afstöðu.
Eg átti fund með Sigurði J.
Sigurðssyni og tilkynnti honum
að ég gæfi ekki kost á mér til
setu á framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri til
næstu sveitarstjórnarkosn-
inga,“ segir Jón Kr. Sólnes,
bæjarfulltrúi á Akureyri, en
ágreiningur hefur komið upp í
kjölfar skoðanakönnunar og
tillögu uppstillingarnefndar
flokksins um röðun á fram-
boðslista.
Þegar skoðanakönnunin, sem
Veglegur bókamarkaður
væntanlegur til Akureyrar
- stendur yfir frá 23. mars til 8. apríl
Bókamarkaður Félags íslenskra
bókaútgefenda gekk mjög vel í
Reykjavík og nú geta Norð-
lendingar farið að hugsa sér
gott til glóðarinnar. Björn
Eiríksson, framkvæmdastjóri
Skjaldborgar, ætlar að starf-
rækja bókamarkað á Akureyri
dagana 23. mars til 8. apríl og
hefur hann fengið flesta út-
gefendur innan Félags íslenskra
bókaútgefenda í lið með sér.
„Þetta verður afskaplega veg-
legur markaður og titlarnir senni-
lega fleiri en nokkru sinni áður.
Ég hef verið með um 2000-2500
titla á þessum mörkuðum en nú
verða þeir væntanlega yfir 3000.
Það verður meira um yngri bæk-
ur en oft áður og verðlagið hefur
sennilega aldrei veriö hagstæð-
ara,“ sagði Björn.
Tillögur framsoknarfulltrúanna
í Bæjarstjórn Akureyrar:
Gera ekki ráð íyrir
hækkun útsvarsprósentu
Degi hafa borist nokkrar fyrir-
spurnir vegna breytingartil-
lagna bæjarfulltrúa Framsókn-
arflokksins í Bæjarstjórn
Akureyrar við fjárhagsáætlun
bæjarins.
í frétt um þessar tillögur, sem
birtist á miðvikudaginn, segir að
gera hafi mátt ráð fyrir að útsvar
yrði 12 milljónum króna hærra en
ráð væri fyrir gert í frumvarpi
meirihlutans.
Þetta þarfnast nánari skýringar
við. Úlfhildur Rögnvaldsdóttur,
bæjarfulltrúi, segir að í þessari
tillögu hafi ekki verið reiknað
með hækkun á útsvarsprósent-
unni. Allt benti til að þær for-
sendur sem gerðar væru með til-
liti til útsvarstekna í frumvarpi
meirihlutans væru í lægri kantin-
um, og vafalaust mjög vanáætl-
aðar. Því hefði verið óhætt að
reikna með hærri útsvarstekjum,
sem kæmu til góða í því nauðsyn-
lega verki að efla atvinnustarf-
semi í bænum. EHB
Bókamarkaðurinn verður að
öllum líkindum á tveimur hæðum
í Glerárgötu 32, þar sein Norður-
fell var síðast til húsa. Ákveðnir
flokkar bóka verða á hvorri hæð,
viðskiptavinum til hægðarauka.
„Ég vonast bara eftir góðu
veðri svo fólk komist úr nágranna-
byggðunum til að versla. Það var
brjálað veður þegar markaðurinn
var í fyrra og nokkur brögð voru
að því að fólk kæmist ekki vegna
þess,“ sagði Björn. SS
vitnað er til var auglýst, var tekið
fram að niðustaða hennar væri
ekki bindandi fyrir uppstillingar-
nefndina, en aðeins leiðbeinandi.
Fulltrúaráðið hefur síðasta orðið
um framboðslistann.
Jón Kr. Sólnes staðfesti í sam-
tali við Dag að í skoðanakönnun-
inni meðal stuðningsmanna Sjálf-
stæðisflokksins á Akureyri hefði
Sigurður J. Sigurðsson fengið
flest atkvæði, þá Björn Jósep
Arnviðarson, Jón Kr. Sólnes og
Guðfinna Thorlacius lenti í
fjórða sæti.
Uppstillingarnefndin mun hafa
komið sér saman um að breyta
þessari röð, þannig að hvorki Jón
Kr. Sólnes né Guðfinna Thorla-
cius yrðu í fjórum efstu sætunum.
Samkvæmt tillögu hennar verður
Sigurður J. í efsta sæti, Björn
Jósep í 2. sæti, Birna Sigur-
björnsdóttir í 3. sæti, Valgerður
Hrólfsdóttir í 4. sæti og Hólm-
steinn Hólmsteinsson í 5. sæti.
„Þetta brýtur blað hjá mér,
það er engin spurning. Þetta bar
að með þeim hætti að furðu sætir.
Hvað Guðfinnu Thorlacius snert-
ir er mér kunnugt um að búið var
að fara til hennar á hnjánum í
þrígang og biðja hana að taka 3.
sætið á listanum, fyrir tilstilli for-
manns kjörnefndar, og síðan hef-
ur kjörnefndin sparkað til hennar
í hvert einasta skipti, síðast um
seinustu helgi,“ segir Jón Kr.
Sólnes.
- Þýðir þessi tilkynning þín til
Sigurðar J. Sigurðssonar að þú
munir fara fram á sérstökum
lista? „Það hefur engin ákvörðun
verið tekin um slíkt, því ég ætla
að sjá hvernig þeir stilla listanum
upp. Það verður engin uppstilling
fyrr cn á fulltrúaráðsfundi, sem
haldinn verður á miðvikudaginn í
næstu viku,“ segir Jón Kr.
Knútur Karlsson, formaður
uppstillingarnefndarinnar og
stjórnar fulltrúaráðsins, vill ekk-
ert segja um málið á þessari
stundu. Jón Kr. Sólnes segist
ekki vita dæmi þess að tillaga frá
kjörnefnd hefði ekki verið sam-
þykkt á fulltrúaráðsfundi. EHB
Vélsleðakeppnin „Mývatn ’90“ hefst í dag:
„Aðstæður geta ekki verið betri“
- segir Þorlákur P. Jónsson
„Undirbúningur er á loka-
sprettinum, hér er besta veður
sem hægt er að fá og aðstæður
til sleðaaksturs geta ekki orðið
betri,“ sagði Þorlákur P.
Jónsson, einn þeirra sem
undirbúa vélsleðakeppnina
Mývatn ’90, þegar blaðið hafði
samband við hann í Mývatns-
sveit í gær. Keppnin byrjar í
dag og voru sleðamenn byrjað-
ir að streyma á svæðið seinni
hluta dags í gær.
Vélsleðamenn koma í stórum
hópum yfir hálendið til Mývatns-
sveitar. Þannig voru þrír tugir
sleðamanna á Hveravöllum í
fyrrinótt og spurnir hafði Þorlák-
ur af sleðamönnum frá Stykkis-
hólmi og Fáskrúðsfirði sem lögðu
upp í gærmorgun.
I Mývatnssveit var sólskin í
gær og um 15 stiga frost. Þorlák-
ur sagði að veðurspá boðaði svip-
Taðan tuggin i f'rosthörkum.
Mynd: KL
að veður fram á sunnudag þannig
að útlit væri fyrir úrvalsveður að
þessu sinni.
Kcppendur þjóta af stað í
fyrstu keppnisgreinina eftir
hádegi í dag en síðari keppnis-
dagurinn er á morgun þegar fram
fer brautarkeppni. JÓH
Sjallinn:
MM aðsókn á
„Stöðuna í hálfleik“
Sýningin „Staðan í hálfleik“
sem flutt hefur verið í tvígang í
Sjallanum á Akureyri hefur
fengið góðar viðtökur. Sýnt er
á laugardagskvöldum og er
þegar uppselt á tvær sýningar í
þcssum mánuði og mikið pant-
að aðrar helgar.
„Jú, þetta er hið besta mál,“
sagði Sigurður Thoroddsen,
framkvæmdastjóri Sjallans, þeg-
ar blaðið grennslaðist fyrir um
aðsóknina á sýninguna.
Byrjað er að taka á móti
pöntunum fyrir næsta mánuð en
Sigurður segir að það ráðist af
aðsókn hve lengi þessi sýning
verði í gangi í húsinu. Gert hafi
verið ráð fyrir í upphafi að sýna
allar helgar í apríl og ef marka
megi af aðsókn gcti sýningar
einnig orðið í maí.
Sigurður segir að talsvert sé
um pantanir frá hópum utan
Akureyrar, bæði frá stöðum vítt
um Norðurland og einnig úr
Reykjavík. „Pálmi fær greinilega
góðar viðtökur hjá fólki enda
ekki að búast við öðru með þess-
ar perlur," sagði Sigurður. JÓH
Félag eggjaframleiðenda:
Stendur fyrir söluátaki
og verðlaunasainkeppm
Félag eggjaframleiöenda hefur
hafiö sérstakt söluátak og
verða egg í verslunun seld í
íslenskum endurunnum um-
búðum frá Silfurtúni hf. í
Garðabæ. Þá efnir félagið til
verðlaunasamkeppni um bestu
eggjaréttina 1990.
í verðlaunasamkeppninni er
ekki skilyrði að réttirnir séu úr
eggjum cingöngu, þó ætlast sé til
að þau séu megin uppstaðan í
þeim. Skilafrestur er til 15. apríl
1990 og í 1. verðlaun er vikuferð
til Parísar. Uppskriftirnar skulu
sendar til: „Matur og menning"
póstbox 1157, 121 Reykjavík.
Ætlun Félags eggjaframleið-
enda með þessu átaki, er að
vekja athygli á gildi eggja við
matargerð. Egg eru einföld í
matreiðslu og innihalda flest þau
næringarefni sem líkaminn þarfn-
ast. Möguleikarnir til að nota egg
í matargerð eru því sem næst
óþrjótandi og í sérstökum bækl-
ingi sem félagið hefur gefið út,
eru uppskriftir af níu einföldum
en fljótlegum, ljúffengutn eggja-
réttum.