Dagur - 09.03.1990, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 9. mars 1990
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÓNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SIMFAX: 96-27639
Ný sókn í byggðamálum
Morgunblaðið birti í gær grein er fjallar um nauðsyn
þess að nýtt álver rísi við Eyjafjörð en ekki annars
staðar á landinu. Greinarhöfundur er Tómas Ingi
Olrich, kennari við Menntaskólann á Akureyri. í
grein sinni rekur hann gang stóriðjuviðræðna
stjórnvalda við erlenda aðila síðustu árin. Hann
fjallar einnig um nokkur atriði sem notuð hafa verið
sem rök gegn því að nýju álveri verði valinn staður
við Eyjafjörð. Þau atriði finnur hann öll léttvæg, eins
og aðrir sem þau hafa skoðað.
í grein sinni bendir Tómas Ingi Olrich á að
ákvörðunin um það hvar nýtt álver verður reist, sé
prófmál fyrir núverandi ríkisstjórn í byggðamálum.
í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar sé að finna fögur
fyrirheit um að hún muni eftir fremsta megni leitast
við að skapa jafnvægi í byggð landsins. Hann vísar
einnig til fundar er framsóknarmenn á Akureyri
boðuðu til um stóriðjumálin 8. febrúar sl. Á fundin-
um lýstu þingmenn Framsóknarflokksins í Norður-
landskjördæmi eystra því yfir að þeir væru hlynntir
því að nýtt álver risi við Eyjafjörð en ekki á suðvest-
urhorninu. Guðmundur G. Þórarinsson, þingmaður
framsóknarmanna í Reykjavík og fulltrúi í álvið-
ræðunefnd, tók í sama streng. Engu að síður taldi
sá síðastnefndi 90% líkur á því að nýtt álver yrði
reist á Reykjanesi. í þessu sambandi má einnig
minna á að Steingrímur Hermannsson, forsætisráð-
herra, lýsti því yfir í umræðuþætti í Sjónvarpinu á
dögunum að gera þyrfti nýtt og stórfellt átak til efl-
ingar byggðar utan suðvesturhornsins. Forsætis-
ráðherra sagði að fyrstu skrefin í þá átt væru annars
vegar að hefja framkvæmdir við Fljótsdalsvirkjun
og hins vegar að reisa nýtt álver við Eyjafjörð. Tóm-
as Ingi spyr í grein sinni, hvernig það megi vera, að
menn telji engu að síður einungis 10% líkur á því að
nýtt álver rísi við Eyjafjörð. Hann spyr af hverju
menn séu svo vantrúaðir, þótt allir geri sé grein fyr-
ir því að staðsetning nýs álvers skipti sköpum um
byggðaþróun hér á landi næstu áratugi. Þessum
spurningum þurfa ráðamenn að svara afdráttar-
laust.
„Það er öllum ljóst að ráðherrum og þingmönnum
dugir ekki að yppa öxlum eins og þeir standi
frammi fyrir náttúrulögmáli, “ segir Tómas Ingi enn-
fremur. Það eru orð að sönnu. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft hlýtur Alþingi að eiga síðasta orðið um
það hvar á landinu nýtt álver verður reist. Þegar er
ljóst að skipar skoðanir eru um þetta mál meðal
þingmanna. Þeir skipa sér þó ekki í fylkingar eftir
því hvar í flokki þeir standa, eins og algengast er.
Þessi mikilvæga ákvörðun er af byggðapólitískum
toga spunnin. Þingmenn mega ekki undir neinum
kringumstæðum láta skammsýni, hreppapólitík eða
hagsmunapot heima í kjördæmi ráða ferðinni þegar
þeir gera upp hug sinn í málinu. Því verður ekki
trúað að óreyndu að 90% þingmanna þjóðarinnar
vilji hraða byggðaröskuninni í landinu til mikilla
muna frá því sem nú er. Vonandi er þvert á móti
traustur meirihluti fyrir því inni á Alþingi að snúa
nú blaðinu við og hefja nýja sókn í byggðamálum.
BB.
hvað er að gerast
Vélsleðakeppnm
„Mývatn ’90“ hefst í dag
Vélsleðakeppnin „Mývatn ’90“
hefst í Mývatnssveit í dag og lýk-
ur með hófi í Skjólbrekku annað
kvöld. Þetta er jafnframt íslands-
meistaramót í vélsleðaakstri en
besti samanlagði tíminn í braut
gefur stig til íslandsmeistaratitils.
Fyrstu keppnisgreinarnar eru í
dag. Upp úr hádegi verður rnótið
sett og því næst ræstir keppendur
í svokallað fjallarall. Um kl. 16
Skákfélag Akureyrar:
Hraðskákmót
Akureyrar
Hraðskákmót Akureyrar verður
haldið nk. sunnudag í félags-
heimili Skákfélags Akureyrar og
hefst mótið kl. 14. Hér er um að
ræða 5 mínútna skákir og vænt-
anlega munu allir tefla við alla.
Núverandi hraðskákmeistari
Akureyrar er Jón Björgvinsson
og hefur hann unnið titilinn alls
tíu sinnum.
Hraðskákmót Akureyrar í
yngri flokkum verður hins vegar
ekki fyrr en laugardaginn 17.
mars. Næstkomandi laugardag
verða að vanda unglingaæfingar
hjá Skákfélagi Akureyrar.
fer fram spyrnukeppni. Á niorg-
un er ein keppnisgrein á dagskrá
sem mjög ganian er fyrir áhorf-
endur að fylgjast með. Þetta er
brautarkeppni þar sem keppt er í
samhliða þrautabrautum í stað
einfaldrar brautar eins og verið
hefur í fyrri keppnum í Mývatns-
sveit. Tímataka ræður röð kepp-
enda en ekki útsláttur.
Búist er við fjölmenni í
Mývatnssveit og fyrir áhugafólk
um vélsleðaíþróttir er ekki annar
vettvangur betri til að berja fær-
ustu sleðamenn landsins augum.
Fyrir þá sem einnig vilja ferð-
ast á sleðum um Mývatnssveit og
nágrenni hafa verið merktar leið-
ir og gefið út sérstakt leiðakort.
Þá veröur einnig í gangi forn-
sleðasýning keppnisdagana þar
sem hægt er að líta þau undra-
tæki augum sem þróast hafa í
nútírna vélsleða.
Heill sé þér þorskur:
Næst síðasta
sýningarhelgi
Leikfélag Akureyrar sýnir leik-
verkið Heill sé þér þorskur á
laugardag kl. 20.30 og sunnudag
kl. 17. Þorskurinn er saga og Ijóð
uni sjómenn og fólkið þeirra í
leikgerð Guðrúnar Ásmunds-
dóttur. Tónlist er áberandi í
verkinu. Þetta er næst síðasta
sýningarhelgi á Þorskinum.
„Hver ert þú sjálfur?“
„Hver ert þú sjálfur?" er yfir-
skrift sálfræðierindis sem Jón
Arnalds flytur á fundum guð-
spekistúkunnar á Akureyri um
helgina. Fundirnir verða á morg-
un og sunnudag og hefjast báða
dagana kl. 14.00.
Ollum er heimill aðgangur að
fundum stúkunnar og er öll
fræðsla hennar veitt án endur-
gjalds. Fundirnir verða haldnir í
Hafnarstæti 95 á Akureyri.
-I
tesendahornið
Um snjómokstur á Akureyri:
Sitja allir við sama borð?
Hestaáhugamaður skrifar:
Snjómokstur í hesthúsahverfinu
á Akureyri sunnan Glerár er ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir. Þar er
ekki rutt nema það minnsta sem
hægt er að komast af með. Reið-
leiðir allar lokaðar og eina færa
leiðin úr hverfinu er norður á
brautina sem liggur upp að sorp-
haugunum. Það sjá allir sem hafa
augum opin að slysahætta er mik-
il þar sem hundruð hesta, manna
og bíla fara um sömu götuna.
Nú lítill fugl sem kom ofan úr
skíðahóteli sagði mér að þar væri
ekki friður fyrir snjóruðnings-
tækjurn frá Akureyrarbæ. Fugl-
inn flaug því niður að golfskála
og ætlaði að þar væri friður, því
þar væri jú engin starfsemi á
þessum tíma árs. En viti menn
þar djöfluðust einnig tæki við
snjóruðning þó lítil væri starf-
semi á golfvellinum. Er þetta til-
viljun?
Það er ekki nema gott eitt um
það að segja að veginum að fé-
lagsheimili golfklúbbsins sé haldið
opnum. En það er líka félags-
heimili í hesthúsahverfinu, Skeif-
an, og þar er mikil starfsemi,
fundir, kaffisala og fleira en þar
er allt á kafi í snjó.
Það má upplýsa það hér að
hestamenn greiða lóðagjöld og
fasteignagjöld af hesthúsum
sínum, sem skipta hundruðum
þúsunda ef ekki milljónum, auk
þess sem rafmagn er greitt sem
eðlilegt er. Það væri fróðlegt ef
bæjaryfirvöld og fleiri kæmu upp
í hesthúsahverfi og kynntu sér af
eigin raun hversu mikil starfsemi
er þarna. Það kæmi þeim örugg-
lega á óvart.
Að lokum smá hugleiðing:
Ætli væri betra að biðja golf-
klúbbinn eða skíðahótelið að sjá
um snjómokstur í hesthúsahverf-
inu í vetur?
Óhress móðir öskudagsbarns:
Mætti fyrst á biðstöð strætis-
vagna en var skilin eftir
Óhress móðir hringdi í Les-
endahornið!
„Á öskudaginn fór ég ásamt
systur minni í bæinn og var hvor
okkar með tvö börn, þar af var ég
með ungabarn í vagni. Við tók-
um strætisvagn í bæinn en eins og
flestir vita var mjög kalt í veðri
þennan dag, eða um 18 stiga
frost. Þegar kom að því að við
vildum fara heim gengum við að
biðstöð strætisvagnanna og vor-
um komnar þangað mjög tíman-
lega. Enginn vagn var kominn en
eftir að við komum á biðstöðina
kemur þangað stór hópur barna
ásamt fylgdarkonum, greinilega
frá leikskóla.
Þegar strætisvagninn kemur fer
systir mín á undan mér inn í
vagninn með börnin sín tvö og
eldra barnið mitt og ætlar síðan
að hjálpa mér að lyfta vagninum
inn að aftan. En þá fara allar
konurnar með börnin inn í vagn-
inn að aftan, en þær þurftu ekki
að borga, og fylla vagninn þannig
að ég komst ekki inn með
vagninn. Ég talaði við vagnstjór-
ann því ég vildi auðvitað komast
heim með barnið mitt og var búin
að bíða lengst, en hann sagði að
ekki væri pláss fyrir mig og ég
yrði bara að bíða eftir næsta
vagni. Eins og flestir vita er hálf-
tími milli ferða og í þessuin kulda
gat ég ekki hugsað mér að bíða í
kuldanum með ungabarnið og
neyddist til að taka leigubíl heim.
Ég er auðvitað mjög óhress með
þetta hefði t.d. haldið að það
þyrftu að vera aukavagnar á ferð-
inni á degi eins og þessum.“