Dagur - 16.03.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 16.03.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. mars 1990 - DAGUR - 7 Ungmennafélag Skriðuhrepps: Sveitasmfónía á Melum - leikrit Ragnars Arnalds frumsýnt í kvöld Kátir karlar, Guðmundur Steindórsson, Arnsteinn Stcfánsson, Kristján Guðmundsson og Orn Þórisson. Leikdeild Ungmennafélags Skriðuhrepps frumsýnir Sveita- sinfóníu Ragnars Arnalds föstudagskvöldið 16. mars kl. 22.00 á Melum í Hörgárdal. Leikstjóri er Guðrún Þ. Step- hensen, sem hefur starfað hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, en hún er fastráðin hjá Þjóð- leikhúsinu. Æfingar á Sveitasinfóníu hafa gengið vel þótt nokkrar tafir hafi orðið vegna ófærðar og veður- ofsa. Önnur sýning er fyrirhuguð á sunnudag og sú þriðja á þriðju- dag og hefjast þær sýningar kl. 20.30. Sveitasinfónía er annað verkið af tveimur eftir alþingismanninn Ragnar Arnalds sem sett hefur verið á svið. Það hlaut frábærar viðtökur í Iðnó 1988 og 1989 og hafa nokkur áhugaleikfélög tekið verkið til sýningar í vetur. Það er léttur alþýðubragur yfir þessu verki, þetta er gamanleikur en það er líka stutt í alvöruna. Virkjunarmál, ást, brugg og menningarmál fléttast saman. Sveitasinfónía er ekki hefðbund- in „stofukómedía“ og er um- gjörðin dálítið óljós í fyrstu. Leikendur í ýmsum stellingum. Frá vinstri: Arnsteinn Stefánsson, Heiðrún Arnsteinsdóttir, Þórir Steindórsson, Sesselja Ingólfsdóttir, Fanney Vals- dóttir og Hðskuldur Höskuldsson. í höndum Sigurbjargar Sæmunds- dóttur og Dagnýjar Kjartansdótt- ur og um förðun sjá þær Sigrún Arnsteinsdóttir og Svanhildur Axelsdóttir. Leikendur eru sextán talsins, ýmist gamalreyndir eða byrjend- ur. Þeir eru Höskuldur Hösk- uldsson, Fanney Valsdóttir, Dagný Kjartansdóttir, Örn Þóris- son, Sesselja Ingólfsdóttir, Bern- liarð Arnarson, Halla Kristjáns- dóttir, Arnsteinn Stefánsson, Heiðrún Arnsteinsdóttir, Bjartur Guðmundsson, Drífa Guðmunds- dóttir, Guðmundur Steindórs- son, Kristján Guðmundsson, Þórður Steindórsson, Guðmund- ur Ingólfsson og Dagur Her- mannsson. SS Ásgeir hreppstjóri (Höskuldur Höskuldsson) og Þórdís á Fossi (Heiðrún Arnsteinsdóttir) ræða málin. Myndir: KL Emma og Ásgeir rifja upp liðna atburði sem við fylgjumst með. Bára gamla segir okkur dæmi- sögu um mannkynið sjálft og einnig hinn elskulegi prestur und- ir lok verksins. Gamalreyndir leikarar og byrjendur Leikmyndina hönnuðu leikstjóri og leikarar. Leikmyndamálari er Sverrir Haraldsson en um smíð- ina sáu nokkrir félagar úr Ung- mennafélagi Skriðuhrepps. Lýs- ingu annast Hermann Árnason með góðri aðstoð Ingvars Björns- sonar, ljósameistara Leikfélags Akureyrar. Steindór Guðmundsson stjórn- ar leikhljóðum, búningagerð var Frá æfingu. andi. Það er fjallað um brugg- málin, ástamálin koma inní líka og ýmis samskipti fólksins í sveit- inni.“ Verkið var frumsýnt í Iðnó, af Leikfélagi Reykjavíkur á síðasta leikári, og voru sýningar um 200 sem er met á einu leikári. Verkið hefur einnig verið sýnt á Blöndu- ósi. í sýningunni koma fram 15 leikarar, þar af þrjú börn. Bún- ingagerð er að mestu unnin í sameiningu af leikhópnum. Jón Fr. Benonýsson annast ljósa- hönnun fyrir sýninguna. Ljós- kastarar fengust lánaðir hjá félagsheimilinu Ýdölum, en vegna þess hve langt er síðan ungmennafélagið hefur staðið fyrir leiksýningum vantaði ýmsan búnað til sýninga að Breiðumýri. Sýningar á Sveitasinfoníunni verða nokkuð þétt og í ákveðinn tíma, því þeim verður hætt í byrj- un apríl. Þess má geta að einn leikendanna, Jón Fr. fer einnig með eitt af aðalhlutverkunum í Land míns föður sem Leikfélag Húsavíkur mun frumsýna á laug- ardaginn. Stjórn leikdeildar Eflingar skipa: Hlynur Snæbjörnsson, Jón Fr. Benonýsson og Inga Karls- dóttir, og vinnur allt þetta fólk að sýningunni. María sagði að húsvörðurinn á Breiðumýri, Jón Jónsson hefði einnig veitt leik- hópnum ómetanlega aðstoð. For- maður UMF Efling er Sverrir Haraldsson. IM Fulltrúakjör Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri og nágrenni auglýsir hér með eftir listum varðandi kjör fulltrúa á 9. þing Landssambands iðnverkafólks, að viðhafðri allsherjaratkvæðagreiðslu. Ber samkvæmt því að skila listum skipuðum 8 aðalmönnum og 8 vara- mönnum allt fullgildum félagsmönnum. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg meðmæli 80 fullgildra félags- manna. Listunum ber að skila á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14, fyrir kl. 12 á hádegi föstudaginn 30. mars 1990. Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs liggur frammi á skrifstofu Iðju, Skipagötu 14. Þingið verður haldið í Reykjavík 20. og 21. apríl 1990. Akureyri 16. mars 1990. AKUREYRARBÆR Akureyrarbær auglýsir tillögu að aðalskipulagi Akureyr- ar 1987-2007. Með tilvísun til 17. og 18. gr. laga nr. 19 frá 8. maí 1964 auglýsist hér með tillaga að aðalskipulagi Akureyrar 1987-2007. Um er að ræða endur- skoðun á aðalskipulagi Akureyrar 1972-1993, sem staðfest var 1975. Skipulagsuppdráttur og greinargerð liggurframmi almenningi til sýnis á Bæjarskrifstofu Akureyrar, Geislagötu 9, 2. hæð næstu'6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar þ.e. frá föstudeginum 16. mars til föstudagsins 27. apríl 1990 þannig að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu hafa borist bæjarskrifstofunni eða skipulagsdeild Akureyrar- bæjar, Hafnarstræti 81 b, innan 8 vikna frá birt- ingu þessarar auglýsingar eða fyrir kl. 16.00 þann 11. maí. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir skipulagstillög- unm. Skipulagsstjóri Akureyrar. » ua Frá Hrísalundi kiallara Nr. flauelsbuxur Hr. gallabuxur.. Hr. trimmgallar. Hr. peysur IIMIIIIIIMI gallabuxur ■ miiiai i .... kr. 1.599, .... kr. 1.299, frá kr. 1.985, frá kr. 600, kr. 1.805, Barnaútigallar st. 2-6 ... kr. 2.490, frá kr. 495, frákr. 1.360, Batman kuldastígvél......kr. 985, Ungbarnagallar Rúmfatnaður iiiiiiui Einnig höfum við stóla á góðu i fermingjargjafa verði tölvuborð tilvalið og til Hrísalundur, kjallari

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.