Dagur - 21.03.1990, Page 5

Dagur - 21.03.1990, Page 5
leiklist Enn ein Qöðrin - „Land míns föður“ á Húsavík Miðvikudagur 21. mars 1990 - DAGUR - 5 Sigurður Ilallniurssoii, lcikstjóri og hluti leikara aft lokinni l'ruinsyningu á „Land iníns föður“. Laugardaginn 17. þessa mánaðar frumsýndi Leikfélag Húsavíkur söngleikinn „Land míns föður“ eftir Kjartan Ragnarsson í Sam- komuhúsinu á Húsavík, leikhúsi bæjarins. Undirritaður hefur ýmist séð eða veit af ýmsum góðum upp- setningum á Húsavík og hefuroft undrast, hvað unnt er að gera í þeint þrengslunt, sem í Sant- komuhúsinu eru. í þessu sant- bandi má minnast á verk svo sem „Gísl", sem flutt var fyrir fáunt árurn, „Síldin kom og síldin fór“, sem gekk á sviði þeirra Húsvík- inga mánuðum saman og dró að sér aðsókn víðs vegar að, „Fiðl- arann á þakinu", sem vakti athygli að hcita má um land allt, og svo mætti áfram halda. Það var því með talsverðum væntingum, sem þess var beðið að frumsýnt yrði á þessu leikári - og ekki síður efablandinni furðu. Þetta stafaði ekki síst af því, að vitað var, að þátttakendur í upp- setningu leikfélagsins að þessu sinni eru tæplega fimmtíu, og að alls kona í kringum sjötíu rnanns við sögu í sambandi við hana. Það kvisaðist líka, hve gífurleg undirbúningsvinna lægi að baki sýningunni. Það þurfti að sjá fyrir hartnær tvö hundruð búningum. Það var sett saman sérstök hljómsveit til þess að leika á sýn- ingunum og í sumum söngatrið- unum er allur leikarahópurinn með - þessi hartnær fimmtíu leikarar. En það var ekki langt liðið á frumsýninguna, þegar efinn guf- aði upp. Otrúlega góður og þétt- ur hljómur kórsins fyllti salinn í Santkomuhúsinu. Nálega hnökra- laus söngur undir öruggri stjórn Davids Thompsons, tónlistar- stjóra uppsetningarinnar. Sigurður Hallmarsson er leik- stjóri sýningarinnar. Hann hefur leyst sitt verk mjög vel af hendi. Honum hefur tekist að koma öll- um þeim mikla fjölda, sem tekur þátt í uppfærslunni fyrir þannig, að allt gengur upp feyrulítið og eðlilega. Frantrás verksins er hæfilega htöð og vökult auga leikstjórans hefur verið með hverjum manni. Enginn sker sig átakanlega úr fyrir klaufalega sviðsframkomu eða deyfðarlega bið. Sviðshreyfingar, innkomur og útgöngur ganga líka snyrtilega upp, svo augað staldraði sem næst aldrei við misfellu í þessu efni. Einar Þorbergsson æfði og sarndi dansa og hópatriði. Hon- um hefur tekist að þræða hinn eftirsóknarverða milliveg, sem gefur dansatriðum hinna klunna- legu mörlanda og „neftóbaks- karla“ kímilcgan og raunsannan blæ. Einungis hefði danssýning- aratriði á „Borginni" mátt vera nokkru betur af hendi leyst. Sviðsmynd húsvískra uppsetn- inga hefur á stundum verið einn helsti hnökrinn í sýningum leik- félagsins. Svo er alls ekki í „Landi míns föður“. Salurinn í Samkomuhúsinu er allur svartur, sem gefur kost á nákvæmri notk- un lýsingar til þess að draga fram það, sem athygli á að vekja hverju sinni. Þetta tekst vel. Einnig verður litadýrð og ljósir fletir á sviðinu meira áberandi en ella mundi verða og því áhrifa- meiri. Hér eiga ljósa- og hljóð- meistarar sýningarinnar, Jón Arnkelsson og Ragnar Emilsson stóran hlut að máli og hafa unnið gott verk. Ekki er unnt að telja upp alla þá, sent ættu urnsögn skylda í leikarahópi. Því verður látið nægja að nefna nokkra, sem sér- staka athygli vöktu hjá undirrit- uðum. Bára, ung stúlka, sem verður ástfangin af breskum foringja, Tony að nafni, er leikin af Elínu Sigurðardóttur. Elín skilar hlut- verki sínu vel og af talsverðri inn- lifun. Hún hefur skemmtilega söngrödd, sem hún beitir af smekkvísi. Hlutverk Sæla, unnusta Báru fyrir samband hennar við Tony, er í höndum Kristjáns Halldórs- sonar. Kristján sýnir umtalsverð tilþrif í túlkun sinni á þessum fremur óheflaða alþýðumanni og skilar persónunni trúverðuglega. Einar Njálsson lcikur Leif, föður Báru, og Guöný Þorgeirs- dóttir er í hlutvcrki Þuríðar. móður hennar. Bæöi skila per- sónum sínum af örvggi og festu. Ein kostulegasta persóna verksins er Stjáni, bróðir Sæla. Stjáni er „bisnissma'ður", sem ætlar sér umfrant allt að græða. Jón Guðlaugsson fer með þetta hlutvcrk og skapar spaugilegan persónugerving liins fleðulega potara. Eiginkona Stjána, Sigga, er leikin af Sigríöi Harðardóttur. Þetta hlutverk krest ekki tilþrifa- ríks leiks, en hins vcgar góörar söngraddar og þar hefur Sigríður sannarlega það til brunns að bera sem til þatf. Katrín Ólafsdóttir fer nteð hlutverk Önnu, yngri systur Báru. Þetta hlutverk krefst tals- vert mikils af leikaranum því að það veröur vetuleg breyting á persónunni í fcrli verksins. Katr- ín stendur sig vel í túlkun sinni. Ingimundur Jónsson er í hlut- verki Péturs postula, liins brokk- genga kassaprcdikara. Ingimundi tekst að vonum frábærlega að klæða persónuna holdi og gera haija sannferðuga á öllum þeint stigum, sem hún gengur í gegn- um. Enn má ncfna Bjarna Sigur- jónsson i hlutverki Ólafs. föður Sæla og Stjána, Svein Freysson, sem leikur Vestur-Islendinginn Björn Valdemarsson, Kristinn Einarsson, sem fer nteð hlutverk Agnars lögreglustjóra, Jóhannes G. Einarsson, sem leikur Þórólf nasista og ýmsa fleiri, sem fara allir meira og minna ágætlcga með hlutverk sín. Tónlistin viö verkið er eftir Atla Heimi Sveinsson, tónskáld. Htin er afar áheyrileg. útsetning- ar margar stórgóðar og flutning- ur Davids Thompsons og hans manna sntekklegur. Ef til vill hefði þó að skaðlausu mátt nota bursta meira á trommunum en gert er. Kjuðarnir á sneriltromm- unni eru á stundum nokkuö of harðir. Annað, sem að tónlistar- flutningi mætti finna er það. að söngraddir sumra einsöngvar- anna eru ekki svo góðar sem æskilegast hefði veriö, en hver getur ætlast til þess að góöir áhugaleikarar - eöa jafnvel atvinnuleikarar - séu jafnframt afburða söngvarar? í heildina tekið hlýtur uppsetn- ing Leikfélags Húsavíkur á „Landi míns föður" að teljast meiri háttar afrek. Hún sýnir hvers áhugamenn í listum eru megnugir, þegar unnið er af stórhug. þegar menn eru sam- hentir, þegar byggt er á liefö, sem hefur náð að þróast og fest- ast og oröin er hluti af lífi og væntingum samfélagsins. Það er vafalaust, að með þess- ari uppfærslu hefur Leikfélag I lúsavíkur bætt enn einni fjöður í þcgar fagurskrýddan hatt sinn - og um leið i hatt hæjarfélagsins afls. Haukur Agústsson. Samband ungra framsóknarmanna: Vill að nýja álverið verði reist við Eyjaijörð Samband ungra framsóknar- manna hélt stjórnarfund laugar- daginn 17. mars sl. Á fundinum var eftirfarandi stjórnmálaálykt- un samþykkt: „Samband ungra framsóknar- manna vill hvetja þjóðina alla til að halda þá sátt sem tóksl með kjarasamningunum sem undirrit- aðir voru nú á dögunum. Haldi þessir samningar er fyrirsjáanleg- ur nteiri bati í efnahagslífi þjóð- arinnar en náðst hefur í áraraðir. Slíku ntá alls ekki kasta fyrir róða. Þegar efnahagslífið tekur uppsveiflu á ný verður þjóðin að hafa vit á að „standa á bremsun- um“ svo að ekki fari aftur í sama farið og 1986 og 1987 með til- heyrandi verðbólgubáli. Slíkt má m.a. gera með því að styrkja verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins og gera nauðsynlegar skipulags- breytingar á honunt til þess að hann geti gegnt sínu hlutverki sem sveiflujöfnunarsjóður. Uppbygging stóriðju er nauð- synleg til að tryggja þau lífskjör og það velferðarkerfi sem Islend- ingar hafa byggt upp undanfarna áratugi undir forystu Framsókn- arflokksins. Líklegt er að samn- ingar takist nú unt byggingu nýs álvers. Samband ungra fram- sóknarinanna leggur höfuð- áherslu á að þetta álver verði reist við Eyjafjörð. Nýtt álver við Hafnarfjörð myndi auka enn á tílflutning fólks af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Sá til- flutningur er þegar orðinn alltof mikill og hefur kostað )tjóðfclag- ið ómældar fjárfúlgur. Gæta verður þess að öllum Urhhverfis- verndarkröfum veröi fullnægt til hins ítrasta við uppbyggingu hins nýja álvers, því í umhverfismál- um höfum við ekki efni á að spara. Hreint og ómengað ísland er því miður liðin tíð, því ntengun og óvirðing við landið hefur víða náð yfirhöndinni. Þessari þróun verður að snúa við. Stofnun um- hverfisnáðuneytis er fyrsta skref- iö í þá átt. Samband ungra fram- sóknarmanna fagnar stofnun um- hverfisráðuneytisins, enda hefur það verið stefna SUF að um- hverfismálum verði fundinn einn staður í stjórnkerfinu svo að stjórn þeirra vcrði markvissari og árangursríkari. Sá pólitíski hrossakaupaþefur sem af stofnun umhverfisráðuneytisins leggur gerir það mál þó ckki jafn ánægjulegt og ella hefði orðið. SUF hvetur hér eftir sem hingað til alla stjórnmálamenn að láta ekki eftirsókn eftir völdum og valdastólum hlaupa nteð sig í gönur. Umhverfismál eru málefni framtíðarinnar og Samband ungra framsóknarmanna er bar- áttuvettvangur umhverfisvernd- arsinna. SUF vill að umhvcrfis- málum séu ávallt sýnd tilhlýðileg virðing. Aðdragandinn að stofn- un umhverfisráðuneytisins bar þess ekki vitni. Hafa bcr í huga að stofnun urn- hverfisráðúneytis ein og sér leysir ekki þá kreppu er ríkir í um- hverfismálum. Allir þegnar þessa lands verða að líta í eigin barm, huga áð náttúrunni og umhverfis- málum og leggja sitt af mörkum til að gera ísland að þeirri hreinu og ómenguðu paradís sem lesa má unt í erlendum ferðabækling- um. Um þessar rnundir fer frant mikil umræða um samciginlegt evrópskt efnahagssvæði, hver verði afstaða íslendinga til þess og með hvaða hætti Islendingar tengist því. Nauðsynlegt er að vel takist til í samningum EFTA við EB því hagsmunir þjóðarinnar í þessu máli eru gífurlegir. SUF lýsir því stuðningi við stefnu ríkisstjórnar- innar í þeirn samningum og hvet- ur jafnframt sjávarútvegs- og forsætisráðherra til að halda áfram viðræðum við samráðherra sína í löndunt EB um hagsmuni okkar. Sveitarstjórnarkosningárnar sem framundan eru gcta ráðið miklu um hið pólitíska andrúms- loft næstu ára. Tilvistarkreppa Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, sent kristallast hefur í undirbúningi sveitarstjórnar- kosninganna í Reykjavík að undanförnu, undirstrika að Frantsóknarflokkurinn er for- ystuflokkur andstæöinga íhalds- ins í Reykjavík, auk þess að vera drifkraftur framfara í sveitarfé- lögum víðs vegar um landið. í Framsóknarflokknum eru engir armar, sérhópar eða klíkur. Þar vinna ntenn saman sem cin heild. Ungir framsóknarmenn hafa víða verið kallaðir til við uppstill- ingu framboðslista þannig að út- litið cr bjart hvað Framsóknar- flokkinn varðar i kosningunum í vor. Það gefur til kynna að hið pólitíska andrúmsloft næstu ára verði hreinna og frísklegra en nú er. BETRI KJOR FYRIR SELJENDUR SKULDABRÉFA Vegna vaxtalækkunar á verðbréfamarkaði undan- farna mánuði seijast góð veðskuldabréf nú á 10-13% ávöxtunarkröfu. Þetta þýðir hærra verð fyrir seljendur skuldabréfa. Nú tekur aðeins 1-2 daga að selja góð veðskuldabréf. Sölugengi verðbréfa þann 21. mars. Einingabréf 1 4.778,. Einingabréf 2 ............ 2.615,- Einingabréf 3 ............ 3.152,- Skammtímabréf ............ 1,623 l<AUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.