Dagur - 21.03.1990, Side 7

Dagur - 21.03.1990, Side 7
Miðvikudagur 21. mars 1990 - DAGUR - 7 Frá Skógrækt ríkisins á Hallormsstað. Búnaðarþing telur að skipting á verkefnum Landgræðslu ríkisins og Skóg- ræktar ríkisins milli tveggja ráðuneyta verði til þess að auka kostnað og lama starfsemi stofnananna. Verkefni nýs umhverfisráðuneytis: lings 1990 r-------------------\ Trésmíðavinna hýsmíði — Wiðhald Tilboð — TTmavinna Fagvinna Baldvin, sími 21977. Jóhannes, sími 24-851. V___________________/ Vélstjórafélag Islands Vélstjórar sem starfa á frystihúsa- samningum á Norðurlandi. Féiagsfundur um nýgerða kjarasamninga verður haldinn miðvikudaginn 21. mars kl. 20.00 að Skipagötu 14, 4 hæð. Verslunarhúsnæði Alþingi vandi betur undir- búning og val á verkeftium „Búnaðarþing skorar á Alþingi að vanda betur undir- búning og val á þeim verkefn- um, sem umhverfisráðuneyti er ætlað að vinna. Þingið legg- ur ríka áherslu á að atvinnu- vegirnir beri ábyrgð á starf- semi sinni gagnvart umhverf- inu undir eftirliti umhverfis- ráðuneytis eða stofnana sem lúta stjórn þess. Þar sem þess- ara grundvallarsjónarmiða hefur ekki verið gætt og mikill ágreiningur er um málið í þjóðfélaginu leggur Búnaðar- þing eindregið til að málið verði athugað nánar og reynt að ná um það sátt,“ segir í umsögn Búnaðarþings um fyr- irhugaðar breytingar á ýmsum lögum er varða yfirstjórn um- hverfismála í tengslum við stofnun umhverfísráðuneytis. í greinargerð með ályktun Búnaðarþings kemur fram að í skýrslu fyrrum forsætisráðherra Noregs um reynslu af umhverfis- ráðuneytum sé varað við að taka ákveðin framkvæmdaverkefni frá viðkomandi fagráðuneyti til um- hverfisráðuneytis. Farsælla sé að umhverfisráðuneyti sé fyrst og fremst til eftirlits. Á þetta bendir þingið þar sem samkvæmt laga- frumvarpi er ráð fyrir gert að færa verkefni frá landbúnaðar- ráðuneyti til umhverfisráðuneyt- is. Gagnrýni Búnaðarþings á frumvarpið varðar hvað mest Landgræðslu ríkisins og Skóg- rækt ríkisins. „Skipting á verk- efnurn Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins milli tveggja ráðuneyta væri til þess fallin að auka kostnað og lama starfsemi stofnananna . . . Sú grundvallar- regla hefur ríkt í stjórnsýslu hér á landi að atvinnuvegir hafi forræði yfir þeim auðlindum sem þeir byggjast á. Með lögum er Land- græðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins veitt heimild til að grípa inn, ef alvarleg gróðureyðing á sér stað. Allt, sem gert er í því efni getur haft áhrif á stöðu land- búnaðar. Því er rökrétt að yfir- stjórn framkvæmda sé í höndum landbúnaðarráðherra. Fað er einnig í samræmi við nýtingu og vernd auðlinda í sjávarútvegi og iðnaði,“ segir í greinargerð með ályktun Búnaðarþings. JÓH Sauðprbaðanir: Breyting í vændum? Margir bændur telja eðlilegt að fram fari endurskoðun á því lagaákvæði sem skyldar bænd- ur til reglubundinna baðana á sauðfé. I erindi Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga um þetta mál er lagt til að við endurskoðun þessara laga verði metið hvort ekki sé hægt að breyta þessu formi á þann hátt að hvergi sé baðað nema héraðsdýralæknir hafí staðfest óþrif í fé á viðkomandi svæði. í greinargerð með ályktun Búnaðarþings kemur fram að vit- að hafi verið um undanfarin ár og áratugi að í ýmsum fjárskipta- hólfum sé sauðfé laust við lús og kláða. Bændur hafi unað því illa að þurfa að baða og jafnvel þurfa að færa sönnur á að svæðið væri hreint en það er skilyrði fyrir undanþágu. „Búnaðarþing telur að vand- lega beri að skoða hvort betur þjóni tilgangi laganna, að sönn- unarbyrði í málinu liggi á bændum, eins og nú er, eða heil- brigðisyfirvöldum, eins og verði með þeirri tilhögun sem nefnd er í erindi Búnaðarsambands Suð- ur-Þingeyinga. JÓH Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga vill að lög um sauðfjárbaðanir verði endurskoðuð og hvergi verði baðað ncma héraðsdýralæknir hafi staðfest óþrif í fé á viðkomandi svæði. Til sölu 72 fm verslunarhúsnæði á góðum stað í miðbænum, því fylgir 3ja-4ra her- bergja íbúð í sama húsi. Eignarlóð. Allar nánari upplýsingar gefnar á Fasteignasölunni hf. Símsvari tekur við skilaboðum allan sólarhringinn. Opið frá kl. 10-12 og 13-19. Fasteignasalan hf. Gránufélagsgötu 4, efri hæð, sími 21878. Hermann R. Jónsson, sölumaður heimasími utan skrifstofutíma er 25025. Hreinn Pálsson, lögfræðingur. Guðmundur Kr. Jóhannsson, viðskiptafræðingur. f urvali Hrisalundur kjallari

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.