Dagur - 21.03.1990, Síða 12

Dagur - 21.03.1990, Síða 12
Akureyri, miðvikudagur 21. mars 1990 Kodak Express Gæöaframkollun ★ Tryggðu filmunni þinni íbesta GPedíomyndh~ . Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Sveitatónlistarunnendur í viðbragðsstöðu: Iiklegt er að Johimy Cash haldi tónleika á Akureyri Sveitatónlistartröllið Johnny Cash (Jónsi reiðufé) mun að öllum líkindum ylja Akureyr- ingum um hjartarætur föstu- dagskvöldið 8. júní. Þessi gam- algróni sveitasöngvari kemur hingað til lands á vegum SÁÁ og Körfuknattleikssambands Vel hefur gengið að selja eyfirskar kartöflur: Kartöflugeymslur bænda senn tómar - vaxandi sala á útsæði suður yfir heiðar Ekki eru nema um mánaðar- birgðir af kartöflum til í geymslum eyfirskra kartöflu- bænda. Meginástæður þess hve snemma kartöflur á þessu svæði eru uppurnar eru að uppskeran í liaust var ekki nema um helmingur mcðal- uppskeru og auk þess selja bændur á þessu svæði mun meira af útsæði nú en áður. Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarð- ar, segir að skýringa á því hve mikið selst af útsæði nú frá Eyjafjarðarsvæðinu sé að leita í því að bændur á Suðurlandi sjái fram á að geta selt alla sína upp- skeru og auk þess fari ýmis vandamál vegna sjúkdóma í kart- öflum á því svæði vaxandi og margir framleiðendur telji sig geta haldið þessum sjúkdómum í lágmarki með reglulegum kaup- um á útsæði frá Eyjafjarðarsvæð- inu. „í þessu sambandi hefur tals- vert verið rætt um að bændur fyr- ir sunnan hafi huga á að korna á föstum samningum um útsæðis- kaup frá Eyjafjarðarsvæðinu, jafnvel þannig að slíkir santning- ar verði gerðir strax á haustin og greitt verði í jöfnum afborgunum fyrir útsæðið fram til vors,“ segir Ólafur. Mjög svipað ástand er hjá kart- öflubændum á Eyjafjarðarsvæð- inu nú hvað birgðir varðar en Ólafur segir birgðastöðu hjá Pykkvabæjarbændum nokkuð misjafna þannig að svo gæti farið að um nokkurt skeið í vor þurfi dreifingaraðilar að flytja kartöfl- ur að sunnan á markað á Norður- landi. JÓH Islands og heldur tvenna tón- leika í Reykjavík. Körfuknatt- leiksdeild Þórs hefur verið boðið að standa fyrir tónleik- um með kappanum á Akur- eyri. Kjartan Bragason, formaður körfuknattleiksdeildar Þórs, sagði í samtali við Dag að málið væri á samningastigi. Þórsarar eru að semja við umboðsaðilana í Reykjavík og leita eftir stuðningi fyrirtækja eða félaga á Akureyri, enda er hér um mikinn kostnað að ræða. Ef samningar takast munu tón- Ieikarnir verða í íþróttahöllinni á Akureyri föstudaginn 8. júní. Höllin tekur hugsanlega um tvö þúsund áheyrendur, en líklega þarf yfir þúsund manns til að dæmið gangi upp. Johnny Cash kemur hingað til lands ásamt 16-17 manna fylgdar- liði, þ.e. hljómsveit, ljósamönn- um og tilheyrandi tækniliði. Kjartan kvaðst vongóður á að samningar myndu takast og tón- leikar Johnny Cash á Akureyri yrðu að veruleika. SS Bílastæði á efri hæðinni? Mynd: KL Kjörskrárstofn fyrir sveitarstjórnakosningarnar í vor lagður fram: Fjölgar um 10% á Dalvík frá kosn- íngum ’86 en 11% fækkun á Þórshöfn Samkvæmt kjörskrárstofni frá Hagstofu íslands eru 18.517 á kjörskrá í Norðurlandskjör- dæmi eystra vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor, þar af 9.352 karlar og 9.165 konur. í síðustu kosningum árið 1986 voru 17.833 á kjörskrá og nem- ur fjölgunin einu prósentustigi. Á Norðurlandi vestra eru sam- kvæmt kjörskrárstofni 7.290 á kjörskrá, 3.804 karlar og 3.486 konur. í síðustu kosningum voru 7.375 á kjörskrá og því Undirbúningur að söngvakeppninni stendur yfir: „Eitt lag enn“ væntanlegt á plötu - „lendum ofarlega í ár“, segir höfundur JJndirbúningur að þátttöku Is- lands í söngvakeppni evrópskra Akureyrarbær: SkólafuHtrúi leysir íþrótta- fulltrúa af Hermann Sigtryggsson, æsku- lýðs- og íþróttafulltrúi Akur- eyrarbæjar, verður frá störfum frá 1. aprfl til 1. september n.k., en þann tíma verður hann í orlofi. Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, svaraði á bæjarstjórnarfundi í gær fyrirspurn frá Sigurði Jóhannessyni um hver tæki störf Hermanns að sér þennan tíma. Sigfús sagði að það gerði Ingólfur Ármannsson, skóla- og menning- arfulltrúi bæjarins, en Ingólfur hefur heimild til að ráða sér aðstoðarmann til starfsins. EHB sjónvarpsstöðva er í fullum gangi. Fljótlega verður gengið frá myndbandi með íslenska keppnislaginu, „Eitt lag enn,“ eftir Hörð G. Ólafsson frá Sauðárkróki. Ákveðið er að hljómsveitin Stjórnin fari öll á sviðið í Júgóslavíu. „Myndbandið verður i aðal- atriðum upptaka Sjónvarpsins af laginu í keppninni. Væntanlega verður það frágengið fljótlega," sagði Hörður G. Fyrirkomulag keppninnar er þannig að einungs má spila af böndum þau hljóðfæri sem menn hafa á sviðinu. Þess vegna verður Stjórnin öll að fara á svið til að mega hafa öll þau hljóðfæri sem þarf á segulböndum. Hljómsveitarstjóri í Júgóslavíu verður Jón Kell. Hann útsetti lagið hér heima ásamt höfundi. Höfundar lags og texta fara að sjálfsögðu, ásamt förðunarmeist- ara og sviðsstjóra. „Eitt lag enn“ er væntanlegt á plötu með Stjórninni fyrir vorið. Mun sú plata bera nafnið „Eitt lag enn“. „Ég er ekki smeykur. Ég er nokkuð viss um að við lendum frekar ofarlega í keppninni í ár,“ sagði Hörður að lokum. kg hefur kjósendum á kjörskrá því fækkað þar um 3 prósentu- stig frá 1986. Kosið verður til bæjar- og sveitarstjórna 26. maí nk. Heim- ilt er að ósk sveitarstjórna að fresta kosningum þar sem færri en 3/i hlutar íbúanna eru búsettir í kauptúnum til annars laugar- dags í júní. Ósk um frestun skal hafa borist félagsmálaráðuneyt- inu 1. apríl nk. Gert er ráð fyrir að kjósendur á kjörskrá verði um 177 þúsund, eða um 8 þúsund fleiri en í síð- ustu sveitarstjórnarkosningum. Fjölgunin frá síðustu kosningum nemur 5 prósentum. Fjöldi kjósenda á kjörskrár- stofni fyrir kosningarnar í vor í sveitarfélögum á Norðurlandi eystra og vestra með fleiri en 300 íbúa er eftirfarandi (í svigunt er sýnd hlutfallstala fjölgunar frá kosningunum 1986): Norðurland eystra: Ólafsfjörður 828 manns (1) Dalvík 1.024 manns (10) Árskógshreppur 247 manns (3) Akureyri 10.044 manns (3) Hrafnagilshr. 209 manns (6) Öngulsstaðahr. 264 manns (-1) Svalb.str.hr. 216 manns (0) Grýtubakkahr. 285 manns (0) Skútustaðahr. 369 manns (-7) Reykdælahr. 238 manns (-4) Aðaldælahr. 259 manns (-7) Húsavík 1.723 manns (0) Raufarhafnarhr. 283 manns (-9) Þórshafnarhr. 270 manns (-11) Norðurland vcstra: Hvammstangahr. 453 manns (-1) Blönduós 715 manns (-3) Höfðahreppur 451 manns (-3) Sauðárkrókur 1.733 manns (4) Siglufjörður 1.307 manns (-5) óþh ] Risavaxii Akureyri: a ..iúbflantahátíð“ í vor? í ráði er að liulda stórhátíð stúdenta frá Menntaskólan- um á Akureyri í íþróttahöll- inni á Akureyri að kvöldi 16. júní næstkomandi. Hug- myndin er að þarna náist saman á einn stað sem flestir stúdentar frá M.A. og koinið verði á veglegri sameiginlegri dagskrá. Þessi hugmynd vaknaði í hópi stúdenta sem nú í vor fagna 25 þeirri könnun lokinni verði tek- ára stúdentsafmæli sínu l'rá in ákvörðun um hvort af þessu skólanum. Ekki mun þó vera ve.rði eða ekki. Jón vildi ekki að ætlunin að þetta verði sérstök svo stöddu gefa upplýsingar um hátíð þeirra heldur allra afmæl- fyrirhugaða dagskrá kvöldsins isárganganna sameiginlega. en sagði það von þeirra sent að Jón Hlöðvcr Áskelsson, einn þessari hugmynd vinna að þessi 25 ára stúdentanna, staðfesti að hátíð gæti orðið til þess að fleiri á næstu dögum verði kannað júbílantar leggi lcið sína til hver áhugi á þessari stórhátíð sé Akureyrar á stúdentsafmæli meðal stúdenta frá M.A.. Að sínu cn ella. JÓH

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.