Dagur - 23.03.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 23.03.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 23. mars 1990 - DAGUR - 3 f * I -I fréttir I- Osta- og smjörsalan sf.: KEA eykur hlutdeild sína - Þórarinn E. Sveinsson kjörinn stjórnarformaður Þórarinn E. Sveinsson, mjólk- ursamlagsstjóri KEA, hefur verið kjörinn stjórnarformað- ur Osta- og smjörsölunnar. Eignarhluti KEA í Osta- og smjörsölunni hefur aukist úr 22% í 29% eftir að hlut Sam- bandsins var skipt niður á mjólkursamlögin. Sambandið átti 25% en aðrir eignaraðilar keyptu hlut þess eftir að gerða- dómur ákvarðaði verð hans. Eftir þessar breytingar hafa önnur mjólkursamlög á Norður- landi, frá Hvammstanga til Húsa- víkur, einnig aukið hlutdeild sína í Osta- og smjörsölunni. Þannig er hlutur Kaupfélags Skagfirð- inga 14%, Kaupfélag Þingeyinga á nú 10%, Mjólkursamlag KVH/ KFHB 6% og Sölufélag A-Hún- vetninga 5%. Að sögn Þórarins er viðskipta- hlutdeild Mjólkursamlags KEA í Hvammstangi: Fjárhagsáætlun afgreidd - ráðist í framkvæmdir við nýja vatnsveituæð Fjárhagsáætlun Hvamms- tangahrepps var afgrcidd í Hreppsnefnd Hvammstanga á mánudag. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1990 hljóðar upp á 62 milljónir króna. Ráðist verður í framkvæmdir við nýja að- veituæð fyrir Vatnsveitu Hvammstanga. Nýr leikskóli verður gerður fokheldur í sumar. Áætlað er að þær fram- kvæmdir kosti 7.2 milljónir. Unnið verður við undirbygg- ingu gatna á Hvammstanga í sumar. Áætlaðar eru um fimm milljónir króna til þeirra fram- kvæmda. Lögð verður ellefu kílómetra löng aðveituæð fyrir vatnsveit- una. Vatn verður leitt ofan úr Vatnsnesfjalli. Gert er ráð fyrir sautján milljónum króna til fram- kvæmda við nýju aðveituæðina. Hafnar verða frumrannsóknir á byggingu nýs íþróttahúss. Ekki munu framkvæmdir þó vera á dagskrá alveg á næstunni. kg Háskólinn á Akureyri: Auglýsir fimm lektorsstöður Háskólinn á Akureyri hefur auglýst lausar stöður lektora til umsóknar. Ólafur Búi Gunn- laugsson, skrifstofustjóri, segir hér um að ræða heimild fyrir stöðum sem skólinn hafi fengið með samþykkt fjárlaga fyrir 1990. Ekki sé um að ræða skipti á lektorum. Stöðurnar eru alls fimm. Við heilbrigðisdeild eru lausar tvær stöður í hjúkrunarfræði, við rekstrardeild er laus lektorsstaða í þjóðhagfræði og við sjávarút- vegsdeild er laus lektorsstaða í efnafræði og önnur í lífefna- og örverufræði. „Þetta er viðbót vegna stækk- unar deildanna og sjávarútvegs- deildar. Auðvitað hefðum við mátt auglýsa strax um áramót en sá tími er óhentugur. Því má segja að þetta séu fyrstu skefin í undirbúningi fyrir næsta skólaár þó við vonum að sjálfsögðu að fólk fáist fyrr,“ segir Ólafur Búi. JÓH Osta- og smjörsölunni mun hærri en eignarhlutfallið, eða um 43%. Ef litið er á atkvæðahlutdeild KEA þá er hún ekki nema 23- 25% og helgast það af því að framleiðendur eru fáir en stórir á svæðinu. Það er fjöldinn sem gildir þegar atkvæðin eru annars vegar. „Osta- og smjörsalan er sam- eignarfyrirtæki allra mjólkursam- laga á landinu og sér um mark- aðssetningu, sölu og dreifingu á osti, smjöri og skyldum vörum um land allt. Þessar vörur eru aðallega framleiddar utan höfuð- borgarsvæðisins. Það skiptir því heilmiklu máli fyrir þetta svæði að fyrirtækið haldi áfram að þjóna hagsmunum osta- og smjörframleiðenda eins vel og hingað til,“ sagði Þórarinn. SS Skíðaskólinn Hlíðarfjalli Skíðagöngunámskeið hefjast í næstu viku Innritun og upplýsingar að Skíðastöðum í símum 22280 og 23379. Gieymið ekki P að gefa smáfuglunum. — ■ f slS ftitíSps ' f' - t 'My? 25% verölækkun frá áramótum á besta lambakjötinu / eittutn poka af lambakjöti á lágmarksveröi er heilt lœri, 6- 7 rif frampartsbitar og hálfur hryggur (í l.flokki) eöa 12-14 kótilettur (í tírvals flokki). Einstakir bitar sem nýtast pér illa eru fjarlœgöir. • • '"“ri*' -ö •£<W**** - ' iríí /• Hann Runólfur er í sjöunda himni þessa dagana því lambakjöt á lágmarksverði hefur lækkað í verði um 25% frá áramótum. Hann hefur sífellt komið fjölskyldunni á óvart með gómsætum og smellnum lambakjötsréttum sem allir hafa hitt í mark. Hann hefur einfaldlega keypt poka af lambakjöti á lágmarksverði og sparað __ sér drjúgan skilding. M/ Sex kílóa poki með kjöti úr úrvalsflokki kostar 437 kr. kg eða 2.622 kr. Sex kílóa poki með kjöti úr 1. flokki kostar 417 kr. kg eða 2.502 kr. í úrvalsflokki færðu hrygginn sneiddan í kótilettur en í 1. flokki er hann heill. I pokunum er eingöngu kjöt úr bestu gæðaflokkunum. Það er snyrt og sneitt af kostgæfni og einstakir bitar sem nýtast illa eru fjarlægðir. Þetta veit Runólfur og þúsundir annarra íslendinga. Gerðu hagstæðustu matar- innkaupin strax í dag og kauptu lambakjöt á lágmarksverði. SAMSTARFSHOPUR LU LAM BAKJ ÖTS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.