Dagur


Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 4

Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Föstudagur 23. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR, 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Tveir af hveijum þremur vilja álverið á landsbyggðina Ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem SKÁÍS gerði fyrir Stöð tvö á dögunum, er yfirgnæfandi vilji fyrir því meðal landsmanna að nýju álveri verði valinn staður utan suð- vesturhorns landsins. Eyjafjörður nýtur mestrar hylli við staðarvalsákvörðun almenn- ings en um 41% þeirra, sem afstöðu tóku, vilja að álverið rísi þar. 36,8% nefna Straums- vík og 22,2% vilja álverið á Austfirði. Ef litið er á niðurstöður könnunarinnar gagnvart landsbyggðinni annars vegar og höfuðborgarsvæðinu hins vegar, er ljóst að 63,3% aðspurðra vilja að álverinu verði valinn staður utan suðvesturhorns landsins. Tæp- lega tveir af hverjum þremur, sem afstöðu tóku í könnuninni, hafna sem sagt Straums- vík sem æskilegasta byggingarstað hins nýja álvers. Það er athyglisvert að í þeim hópi eru fjölmargir Reykvíkingar og Reyknesingar. Þessar niðurstöður koma ekki á óvart. Landsmenn vita sem er að yfirstandandi byggðaröskun verður að linna ef landið á ekki að verða borgríki við Faxaflóa innan örfárra ára. Það er staðreynd að flestir íbúar höfuð- borgarsvæðisins eiga rætur að rekja til lands- byggðarinnar og hafa ekki síður áhyggjur af byggðaþróuninni en þeir sem þar búa. Alver með 200 þúsund tonna framleiðslugetu á ári hefur gríðarlegt vægi í atvinnulífi þjóðarinnar og mun tvímælalaust valda straumhvörfum í atvinnu- og byggðamálum þess landshluta sem verður fyrir valinu sem byggingarstaður þess. Byggðastofnun er þessa dagana að ljúka gerð skýrslu um áhrif mismunandi staðsetningar álvers á búsetu fólks og vinnu- markaðinn. Þeirrar skýrslu er beðið með mikilli óþreyju víða um land. Ef að líkum lætur mun skýrslan staðfesta allt það sem Dagur hefur sagt um óheillavænleg áhrif þess ef nýja álverinu verður valinn staður við hlið þess gamla, þ.e.a.s. í Straumsvík. Út frá þjóðhagslegu sjónarmiði er tvímæla- laust vænsti kosturinn að hið nýja álver verði reist utan suðvesturhorns landsins. Það er einfaldlega ekki hægt að virða byggðasjón- armið að vettugi við staðarvalsákvörðunina. Sá staður á landsbyggðinni sem kemur lang- sterklegast til greina er Eyjafjörður. Niður- stöður skoðanakönnunar SKÁÍS og Stöðvar tvö styrkja stöðu Eyjafjarðar enn frekar, því þær gefa mjög ákveðna vísbendingu um vilja almennings í málinu. BB. Krabbameinsleit í bijóstum kvenna með röntgenmyndatöku Krabbamein er vágestur jafn- gamall mannkyninu, en alltaf jafn kokhraustur og tilbúinn að læsa klóm sínum í líkama okk- ar. Ekkert líffæri er óhult fyr- ir ágengni krabbameins og er krabbamein í brjóstum kvenna engin undantekning, síður en svo. Brjóstakrabbamein er algeng- ast meðal kvenna og hefur tíðni þess aukist um 40% á 25 ára tímabili 1957-1986, en á sama tímabili hefur dregið úr sumum tegundum krabbameina, til að rnynda leghálskrabbameini, sam- kvæmt upplýsingum úr krabba- meinsskránni. Árið 1988 er fjöldi nýskráðra krabbameina í brjóstum kvenna 106 og skipar það þann vafasama he’ðurssess að vera efst á lista yfir 4 algengustu krabbamein meðal kvenna en krabbamein í lungum skipar 2. sætið, ristilkrabbamein 3. og krabbamein í eggjastokkum 4. sætið. Árlega deyja um 20 konur af völdum krabbameins í brjósti, en dauðsföllin hafa þó staðið í stað þrátt fyrir aukningu í nýgengi krabbameinstilfella á ársgrund- velli. Ástæðan er sennilega aukin sjálfskoðun kvenna á eigin brjóstum og framfarir í læknavís- indum. Áður en hópskoðun með brjóstamyndatöku hófst var leitin að brjóstakrabbameini aðallega fólgin í sjálfskoðun kvenna á eig- in brjóstum, eins og áður er nefnt, og með því að valdar voru konur þar sem brjóstaþreifing hefur verið afbrigðileg eða heilsufarssaga konunnar sjálfrar eða nærættingja á einn eða annan hátt athugaverð, t.a.m. mikið um krabbamein í fjölskyldunni. Hafa þær konur síðan verið sendar í brjóstamyndatöku og/eða fínnál- arstungu. Árangur þessarar leitar hefur verið sá að 25-33% af ár- lega greindu krabbameini hefur fundist á þennan hátt. Petta er góður árangur, svo langt sem það nær, en ljóst er af þessum tölum að margar konur ganga með krabbamein í brjósti eða brjóstum án þess að vita af því og sem ekki greinist, hvorki með sjálfskoðun eða með vand- legri þreifingu af hálfu læknisins. Þessar konur ganga með öðrum orðum með dulið krabbamein. Nú er það svo með krabba- mein í brjósti, eins og með önnur krabbamein, að því fvrr sem það finnst þeim mun betri horfur á bata. Við verðum með öðrum orðum að komast að krabba- meininu þegar það er ennþá á læknanlegu stigi. Röntgen- myndataka af brjóstum er sú greiningaraðferð sem hefur gefið bestu raun í leit að duldu krabba- meini. Hópskoðanir af brjóstum með röntgenmyndatöku hafa verið við lýði yfir 30 ár í mörgum Pedro Ólafsson Riba. löndum en þær fjölmennustu hafa farið fram í New York og í Svíþjóð og afrakstur þessara hóprannsókna hefur verið fækk- un á dauðsföllum vegna krabba- meins um allt að 30%. Með þennan árangur að leið- arljósi hóf Leitarstöð Krabba- meinsfélags íslands skipulagða leit að krabbameini í brjósti 02.11.’87. í janúar 1989 hrinti Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í samvinnu við Rönt- gendeild F.S.A. af stað sameigin- legri og skipulagðri leit að leg- háls- og brjóstakrabbameini með hópskoðun og er konum 35 ára og 40-69 ára boðið í myndatöku. Við hópleitina eru teknar 2 myndir af hvoru brjósti nema læknisskoðun hafi leitt í Ijós grunsamlegar breytingar. Þá er strax gerð fullkomin rannsókn, Góðkynja hnútur, meðalþéttur, mjög vel afmarkaður frá umhverf- þ.e. teknar 3 myndir af hvoru brjósti ásamt viðbótarmyndum ef þörf krefur. Sjáist við hópskoðun jgrunsamlegar breytingar á frum- Imyndum er konan boðuð aftur til frekari myndatöku svo og töku stungusýnis í framhaldi af því ef þörf krefur, annað hvort í rönt- gentæki eða þreifingu. Ástæðan fyrir því að stundum þarf að grípa til stungusýnis er sú að krabbamein í brjósti á sér mörg gervi en grunsamlegar breytingar birtast annars vegar sem kalkanir og sem hnútar hins vegar. Sumir hnútar og kalkanir hafa dæmigert góðkynja útlit, aðrir hnútar og kalkanir hafa dæmigert illkynja útlit. (Sjá myndir.) Par á milli er breitt breytingaróf þar sem vafi getur leikið á um grein- ingu. Niðurstaða sýnis getur líka orkað tvímælis en í þeim tilvikum |er konan send í aðgerð til brott- náms af breytingunni með fleyg- skurði frekar en að taka þá 'áhættu að tiltekin breyting sé í raun og veru krabbamein, sem síðan nær að breiða úr sér og verður ekki komist fyrir með öðr- um hætti en brottnámi brjóstsins. Eitt af inarkmiðum með hóp- skoðun er einmitt það að geta fundið krabbamein á það lágu stigi að unnt sé að fjarlægja það með brjóstasparandi aðgerð. Afrakstur skipulagðrar Ieitar að krabbameini í brjósti á Akureyri og Eyjafjarðarsvæðinu Á árinu 1989 fóru 1537 konur í brjóstamyndatöku, þar af 555 konur sem komu í leghálsleit á árinu 1988. 32 konur greindust með góðkynja breytingar. 18 konur fóru í aðgerð, þar af 13 vegna öruggrar eða nær öruggrar greiningar krabbameins, en 5 vegna vafasamra breytinga, sem við aðgerð reyndust góðkynja. Aðeins 2 af þeim 13 konum með greint krabbamein fyrir aðgerð höfðu sjálfar tekið eftir einhverju afbrigðilegu við sín brjóst og sem unnt var að staðfesta með þreif- ingu. Hjá hinum 11 konunum er talið að meinið hafi ekki verið þreifanlegt þannig að krabamein- ið hjá þeim greindist eingöngu vegna brjóstamyndatökunnar. Niðurstaða okkar skipulögðu leitar með tilliti til mætingar, endurboðana, stungusýnafjölda og greindra góðkynja og illkynja breytinga er mjög hliðstæð þeim niðurstöðum sem komið hafa úr stærri hópskoðunum, bæði hér á landi og erlendis. Af ofantöldu ætti öllum að vera ljóst að skipulögð brjósta- krabbameinsleit með röntgen- myndatöku hefur sannað gildi sitt sem aðferð til að draga úr sjúk- dóntnum og fækka dauðsföllum af völdum sjúkdómsins og því rík ástæða til þess að hvetja allar konur 35 ára annars vegar og 40- 69 ára hins vegar að láta ekki und- ir höfuð leggjast að svara boðun um að mæta í brjóstamyndatöku. Urn 200 konur hér á Akureyri og á Eyjafjarðarsvæðinu liafa ekki sinnt kalli og er það miður, því þessi starfsemi er rekin með hag kvenna í huga eingöngu. Með því að fara reglulega í brjóstamyndatöku eftir fertugt sýna konurnar sjálfsábyrgð og virðingu fyrir sínum eigin líkama og taka um leið beinan og virkan þátt í þjóðarátaki gegn krabba- meini ntinnugar þeirra háfleygu orða að betur er heilt en gróið. Pedro Ólafsson Riba. Höfundur cr yfirlæknir Röntgcndcildar F.S.A. ■n ii . Illkynja hnútur, útlínur loðnar, með „klóm“ út í umhverfið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.