Dagur


Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 6

Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 23. mars 1990 Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum: Umbúðaþjóðfélagið - Bókarkynning Mig langar til að vekja athygli á lítilli bók sem út kom hjá Bóka- útgáfu Menningarsjóðs og Pjóð- vinafélagsins á síðastliðnu ári. Að mínu mati má telja útkomu þessarar bókar til stærri bók- menntaviðburða ársins 1989. Bókin nefnist Umbúðaþjóðfélag- ið og er eftir Hörð Bergmann. Bókin ber undirheitið: uppgjör og afhjúpun, nýr framfaraskiln- ingur. Svo sem heitið ber með sér er hér um að ræða nokkura úttekt á samfélagi okkar íslend- inga, sem höfundur nefnir umbúðaþjóðfélag. Honum þykir mannlífið orðið vafið í nokkuð þykkar, dýrar og oft fánýtar umbúðir, og er þetta oftast gert í nafni framfara. Hann getur þess strax í upphafi að hann sé ekki hlutlaus ritari, heldur boðberi þess að menn rýni í málin sjálfir og reyni að sjá gegnum þann vef sem um okkur er ofinn í umbúða- þjóðfélaginu. Ég vil vekja athygii manna á þessari bók sem er 168 blaðsíðna pappírskilja og auðles- in venjulegum áhugamönnum unr þjóðfélagsmál. Hörður Bergmann á heiður skilinn fyrir að láta sér hugkvæmast að líta þessi mál öðrum augum en aðrir og enn meiri heiður á hann skil- inn fyrir það frumkvæði að leggja í að skrifa um þessar hugsanir sínar, en hann getur ekki kallast sérfræðingur eða fagmaður í efn- inu, samkvæmt hefðbundinni skilgreiningu þeirra orða. Við erum víst flest steypt í sama móti umbúðaþjóðfélagsins, móti skólakerfis og fjölmiðla, og þar verða þvf miður til alltof fáar frumlegar hugmyndir. í bókinni er varpað fram mörg- um spurningum og í bókarlok er reynt að gefa svör við þeim. Fyrsta spurningin er sú hvað beri að telja til framfara. Hámarks- framleiðni og aukinn hagvöxtur hafa verið talin helstu framfara- einkenni og þessum markmiðum er náð með aukinni tækni. Næsta spurning er svo hvort tæknin leysi allan vandann. Ný tækni getur létt störfin, en hún gefur ekki meiri tíma til eigin nota, hún létt- ir erfiði en dregur ekki úr álagi og það er ekki sjálfgefið að hún geri lífið ódýrara eða leysi efnahags- legan vanda. Tæknin leysir ekki alvarlegasta vandann í sambúð manns og náttúru en verður oft til að auka hann. Tæknina má nota til góðs, en hún er líka oft misnotuð. Næst veltir Hörður því fyrir sér hvort framfarir séu háð- ar hagvexti, og kemst hann að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér sjálfur hvers vegna við sem höfum það ágætt getum ekki látið okkur nægja góðan hag, heldur þurfum sífellt að stefna að hag- vexti. Það er athyglisvert að öll vinna heimafyrir svo sem heima- bakstur, fataviðgerð og matjurta- ræktun í eigin garði eykur ekki þjóðarframleiðslu, en það gera þessi sömu störf keypt utan heim- ilis. Vatnsdrykkja eykur ekki þjóðarframleiðslu og hagvöxt, en það gerir hins vegar gosdrykkja- þamb. Næst bendir Hörður á tvö svið þjóðfélagsins sem hafa þan- ist mikið út vegna óhóflegra umbúða, skólakerfið og heil- brigðiskerfið. Telur hann löngu tímabært að grisja þessar umbúð- ir, sem oft þjóna meira þeim sem innan þessara greina starfa en hinum almennu þjóðfélagsþegn- um. Þá varar hann við vaxandi veldi sérfræðinga í þjóðfélaginu öllu, sérfræðinga sem komist hafa í einokunaraðstöðu og hafa gert sjálfa sig ómissandi. Hann telur tímabært að hefja gagnsókn gegn sérfræðingaveldinu og hefja aftur til vegs sjálfsmenntun, sjálfstraust og almenna verk- kunnáttu. Bjarni E. Guðleifsson. Ég hef aðeins nefnt nokkur sundurlaus atriði úr bók Harðar Bergmann. Þegar ég um daginn var að gera skattskýrsluna mína varð ég áþreifanlega var við vöxt hins miðstýrða umbúðaþjóðfé- lags, en pappírsnotkun fer sívax- andi, enda þótt sífellt sé sagt að verið sé að einfalda skattakerfið. Þeir sem gaman hafa af að velta þjóðfélagsmálum og mannlífinu öllu fyrir sér ættu að lesa þessa bók. Verið gæti að þeir eftir lest- ur hennar hugsuðu sjálfstæðar en áður, að þeir losnuðu úr þeim mótum og þeim viðjum sem umbúðaþjóðfélagið hefur skorð- að þá í. Bók þessi er prýdd nokkrum ágætum teikningum Búa Kristjánssonar. Bókin er ekki gallalaus og á engan hátt heildstæð úttekt á viðfangsefn- inu, enda segir höfundur að hún geri ekki kröfu til þess. Til dæmis eru gagnrýniskaflarnir mun skipulegri og þungvægari en kafl- inn í lok bókarinnar um grisjun umbúðanna. Ég held þó að úr því rætist er hugmyndirnar þróast. Hörður gerir í eftirmála grein fyrir tilurð bókarinnar, og kemur þar fram að hún er samin uppúr erindum og ritgerðum höfundar, og ber hún þess eðlilega nokkur merki því efnið hefði mátt sam- ræma betur. Vonandi verður þetta kver til þess að vekja fleiri íslendinga til meðvitundar og ábyrgðar um byggingu og fram- tíðarstefnu þjóðfélags okkar. Björn Egilsson: Höfðingi aö snnnan í heimsókn Það er synd að segja, að aldrei gerist neitt á Króknum. Þann 5. mars 1990 kom höfðingi að sunnan, „Höfðingi smiðjunnar", Davíð Oddsson borgarsjóri Reykjavíkur. Hann hélt fund í Safnahúsinu undir Nöfunum og ræddi um stjórnmál. Fundurinn var vel sóttur og fundargestir svo vel í holdum og vel búnir, að borgar- stjóri gat ekki ályktað að fátækt væri í Skagafirði á vorum dögum. Tveir menn voru með borgar- stjóra, Vilhjálmur Egilsson og Pálmi á Akri alþingismaður, hon- um til halds og trausts, en mér fannst hann ekki þurfa á þeim að halda. Borgarstjóri er nærri því eins góður ræðumaður og Ólafur Ragnar Grímsson og Þorsteinn Pálsson. Ólafur Ragnar fékk nokkrar skrokkskjóður á fundin- um af því að hann var ekki mætt- ur þar. Ræða borgarstjóra var ekki löng, en það var breidd í henni sagði einhver. Ég hafði aldrei heyrt um breiða ræðu og spurði viðmælanda hvað það væri. Hann sagði að ræðumaður hefði komið víða við og satt var það. Hann ræddi um byggðastefnu og þar fannst mér honum vefjast tunga um tönn og er það von, því að það veit enginn með vissu, hvern- ig á að fara að því að halda við byggð á ýmsum svæðum á landi hér, þar eru þó landkostir nógir. Með því frelsi, sem fólk vill hafa er ekki hægt að segja við Pétur eða Pál, þarna skalt þú búa alla þína tíð og láta þér ekki detta í hug að flytja suður. I ræðu borgarstjóra kom mér ekkert á óvart og er það vegna þess að á hverjum degi eyði ég tveimur tímum í að lesa Morgun- blaðið og leiðarana les ég alltaf. Ég hef heyrt Davíð Oddsson tala í útvarp og séð myndir af honum í sjónvarpi, en það var mér ekki nóg og þess vegna fór ég á þennan fund. Ég vildi sjá hann hið næsta mér og grand- skoða, hvort hann hefði ekki ein- hverja kæki eins og Þorsteinn Dala-sýslumaður, sem yppti öxl- inni til áherslu við aðra hverja setningu, þegar hann hélt ræðu. Borgarstjórinn brúkaði ekki kæki. Hann er meðalmaður á velli, herðabreiður og mátulega feitur. Hann var vel búinn og föt fóru vel á honum. Hann var ekki með opna skyrtu í hálsinn eins og nú tíðkast. Það er eiginlega ekkert, sem einkennir borgarstjóra nema þetta kolsvarta hár. Við erum skyldir ef langt er rakið, báðir af þrælakyninu. Vestmenn voru svarthærðir, en Norðmenn ljós- hærðir. Háralitur er lúmsk ætt- arfylgja. Borgarstjórinn í Reykjavík er stundum kallaður einræðisherra. Ég var líka kallaður einræðis- herra, þegar ég var og hét í minni sveit, en mitt ríki var eins og dropi í hafi borið saman við borg Davíðs. Ef borgarstjóri stendur undir því að kallast einræðis- herra, er það vegna þess að hann hefur þrek og þor til þess að taka ákvörðun, þegar það verður að gera. Á líðandi stund er oft vandséð, hvað á að gera og hvað á ekki að gera og þá vefst fyrir mönnum að svara spurningu Pílatusar: „Hvað er sannleikur." Davíð borgarstjóri var með skrifaða ræðu en hann virtist ekki þurfa þess, því hann var flóð- mælskur þegar hann svaraði fyr- irspurnunt. Það er gott að skrifa ræður, ef eitthvað er í þeim, sem gagn er að geyma. Þegar ég þurfti að halda tölur skrifaði ég þær, vegna þess að mig skorti greind og hugmyndaflug til að tala blað- laust. Fyrir mörgum áratugum mætti ★ Ostabakki ★ Isbúi ★ Óðalsostur ★ Ostakynning föstudaginn 23. mars kl. 15.00-18.30 Opið manudaga, þriðjudaga, mið- vikudaga, fimmtudaga frá kl. 9-18. Föstudaga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10-14. VeriÖ velkomin Lágt vöruverð • Góð þjónusta KEA Hrísalundi : : fc? MNi i M ég Valdimar bónda í Vallanesi. „Þú ert að fara á fund til að kjósa íhaldið," sagði ég. Hann svaraði: „íhaldið er gott þegar allt er að fara á hausinn." Og nú kveður það við jafnt og þétt, að allt sé að fara á hausinn. Kreppuárin voru þung í skauti og landið fór ekki á hausinn og enn mun það verða svo, þó menn kvíði morgundeg- inum. Það var af minnimáttarkennd þegar sjálfstæðismenn breyttu nafni flokksins 1929. Einhvern veginn komst það inn í vitund fólks að íhaldsflokkur væri skammaryrði, sem er hinn mesti misskilningur. Það er þjóðleg dyggð að skoða söguna og halda í það sem vel hefur reynst ásamt því að ætla sér ekki of mikið. Og enn er íhaldið gott. Það hljóta allir íslendingar að gleðjast yfir velgengni Reykavík- urborgar í fjármálum og fram- kvæmdum. Þar er hin ytri menn- ing. Þar er háskóli, kirkjur, leikhús og þjóðminjasafn svo nokkuð sé nefnt, en hvort íbúar Reykjavíkur eru brennandi í andanum fremur en fólkið í hin- um dreifðu byggðum, get ég ekki dæmt um. Búsæld Reykavíkur er ekki eingöngu að þakka borgarstjóra og öðrum stjórnendum þar. Henni mun valda straumur tím- ans, sem enginn getur stöðvað. Ég sat við hliðina á Tryggva frá Lónkoti. Hann er gamall og blindur, en samt reis hann úr sæti og sagði frá þvf fullum hálsi í fáum orðum að hann hafi barist fyrir Sjálfstæðisflokkinn, með oddi og egg síðan 1924. Borgar- stjóri tók eftir þessu og sagði eins og við sjálfan sig: „Já, þetta hefur verið 24 árum áður en ég fædd- ist.“ í fundarlok kom borgarstjóri að bekknum til okkar Tryggva. Hann þurfti að tala nokkur orð við hinn blinda öldung. Flokks- tilfinningin gat hafa valdið sam- tali þessu. Af því að ég sat hið næsta Tryggva, var ég svo heppinn, að borgarstjóri kvaddi mig líka með handabandi. Ég sagði honum, að ég héti Björn en láðist að geta að ég væri ekki á brotnu skipi. Vissulega var það mikill daga- munur þegar borgarstjórinn í Reykjavík „Höfðingi smiðjunn- ar" kom á Krókinn. Það var líka ómetanlegur stuðningur við póli- tíska stríðsmenn.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.