Dagur - 23.03.1990, Page 8

Dagur - 23.03.1990, Page 8
8 - DAGUR - Föstudagur 23. mars 1990 CH Blazer, 1985 ek. 47 þús. Sjálfskiptur, rafmagn. Mjög góður bíll. Sk. ód. V. kr. 1.100.000.- Mazda 323 LX, 1988. Ekin 21 þús. km. Verð 630.000.- Ath. skipti. Sýnishorn úr söluskrá: Polaris Indy Trail, 1983, veri kr. 220.000.-. Volvo 440 Turbo, 1989, ekinn 10 þús. km., veri kr. 1.380.000.-, skipti á ódýrari. Toyota Tercel 4W0,1987, ekin 62 þús. km., veri kr. 750.000.-. Subaru Sedan 1800 4WD, 1988, ekinn 37 þús. km., veri kr. 1.000.000.-. Pajero stuttur Bensín, 1986, ekinn 82 þús. km„ veri 1.100.000.-, skipti i ódýrari. Subaru Sedan 1800 4WD, 1986, ekinn 47 þús. km„ veri kr. 750.000.-, skipti á ódýrari. Nissan Sunny SLX 4WD Vagon, 1989, ekinn 35 þús. km„ veri kr. 970.000.-, skipti á ódýrari. Toyota Corolla 4WD St STO, 1990, ekinn 16. þús. km. Skipti ódýrari. Pajero Turbo Diesel STW, 1988, ekinn 45 þús. km„ sjálfskiptur, veri kr. 1.850.000.-, skipti ódýrari. Gói kjör. Rótgróin bílasala. Traustir sölumenn með ára- langa reynslu. Bílasalan StórhoU Toyota söluumboð Suzuki Fox 413 HR, 1985. Ekinn 44 þús. km. Glæsilegur bíll. Verð kr. 590.000.- Subaru 4WD, 1986. Ekinn 60 þús. km. Verð kr. Toyota Hi Lux SR5 EFi XTRA Cab, 1986. Ekinn 100 þús. km. Plasthús, álfelgur. V. 1.200.000.-. Sk. á ód. Subaru Turbo, 1987. Ek. 61 þús. V. 1.080.000.-. Góð kjör. Skipti á ódýrari. Bílasalan StórhoU Hjalteyrargötu 2 - Símar 23300 og 25484 MMC Pajero Turbo Diesel, 1987. Ekinn 117 þús. km. Gangverð kr. 1.350.000.-. Fæst á kr. 1.020.000.- stgr. Bíllinn er í mjög góðu standi. Toyota Tercel 4WD, 1986. Ek. 90 þús. V. kr. 630.000.-. Skipti á ódýrari snjósleða. Barnaskóli Húsavíkur: Fjölbreytt og skemmtfleg samkoma Ársskemintun Barnaskóla Húsavíkur var haldin í síðustu viku. Nokkrar sýningar voru þar sem nemendur skólans og Tónlistarskólans fluttu fjöl- breytta dagskrá; öðrum nemendum skólans, nemend- um Framhaldsskólans, systkin- Koskir sviosmenn. Mynuir: im um, foreldrum og fullorðnum. Þaö eru sjöttu bekkjar nemendur sem hljóta hverju sinni ágóða af skemmtuninni í ferðasjóð, og í vor munu nemendur sjötta bekkjar ætla til vikudvalar að Reykjaskóla í Hrútaflrði. Dagskrá skemmtunarinnar var mjög metnaðarfull og atriði fjpl- breytt. Áður en samkoman var sett lék Lúðrasveit Tónlistarskól- ans undir stjórn Benedikts Helgasonar. Húsvíkingar hafa eignast sína Rokklinga, en það eru Frostrósirnar sem fluttu næsta dagskrárlið við mikla hrifn- ingu áhorfenda. Þarna voru yngstu nemendur skólans á ferð- inni en Sigrún Snædal mun hafa annast æfingar og leikstjórn fyrir skemmtunina. Gítartríó nemenda Leifs Vilhelms Baldurs- sonar lék síðan nokkur lög. Kór Barnaskólans flutti atriði úr söngleiknum Líf og friður. Kórinn var með tvær sýningar á verkinu í kirkjunni á æskulýðs- daginn og á þær komu hátt í 300 manns. Það var María Sigurðar- dóttir, leikstjóri, og Hólfríður S. Benediktsdóttir, söngkona, sem æfðu söngleikinn með kórnum, en David Thompson tónlistar- ikennari annaðist undirleik á píanó. Mjög vel tókst til með flutning verksins í kirkjunni og einnig með flutning hluta þess á skemmtuninni. Tvö börn lásu ljóð, af mikilli innlifun og við gítarundirleik. Hljómsveit Sandy Miles, tónlist- arkennara lék, og ungar dömur sýndu fimleika undir stjórn kennara síns Guðrúnar Kristins- dóttur. Síðasti dagskrárliðurinn var flutningur leikritsins Mjallhvít og dvergarnir sjö, í leikstjórn Maríu Sigurðardóttur. Það voru elstu nemendur skólans sem tók- ust á við þetta viðamikla verkefni og stóðu sig með prýði, enda studdir af fagfólki. Leikmynd, búningar, hljóðfæraleikur, auk túlkunar leikendanna, gerðu sýn- ingu verksins bráðskemmtilega á að horfa og má skólinn vera stolt- ur af frammistöðu nemenda sinna, og mega allir aðstandend- ur sýningarinnar hafa þökk fyrir ánægjulega stund. Leikstjórinn, María Sigurðar- dóttir, lagði mikið til árskemmt- unarinnar að þessu sinni þar sem hún leikstýrði bæði söngleiknum og leikritinu. En þar með eru verkin hennar Maríu þessa dag- ana ekki upptalinn, því hún er að setja upp Sveitasinfóníu með UMF Eflingu í Reykjadal. IM Stefnumótun Æskulýðsráðs Akureyrar: Ungmemmm standi til boða æskulýðsstarf í heimahverfi sínu auk sameighilegs starfs - þjónusta við 16-18 ára aldurshópinn byggð upp 1991 Stefnumótun Æskulýösráðs Akureyrar var lögð fram sem fylgiskjal í fundargerð ráðsins í lok janúar og samþykkt með smávægilegum orðalagsbreyt- ingum í einum lið á fundi bæjarstjórnar 6. mars síðast- liðinn. Sigríður Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, sagði við það tækifæri að stefnumótun ráðs- ins sýndi ákveðna viðhorfs- breytingu og að það væri sér- staklega ánægjulegt að Æsku- lýðsráð skuli leggja áherslu á að ungmenni geti stundað æskulýðs- og tómstundastarf í heimahverfi sínu. I 1. lið stefnumótunarinnar er gert grein fyrir verkefnum Æsku- lýðsráðs. Hlutverk ráðsins er sem fyrr að vinna að eflingu heil- brigðs félagslífs og hollrar tóm- stundaiðju meðal æskulýðs á Akureyri og hafa um það sam- vinnu við þá aðila sem um slík mál fjalla. Verkefni ráðsins eru m.a. þau að vera bæjaryfirvöldum til ráðu- neytis um æskulýðsmál, t.d. um ráðstöfun fjárveitinga úr bæjar- sjóði til æskulýðsmála, eða æskulýðsfélaga, um stofnun tóm- stundaheimila og nýtingu hús- næðis. Að hafa umsjón með rekstri tómstunda- og félagsheimila, sem nýtt eru til æskulýðsstarfsemi og njóta styrks úr bæjarsjóði, að skólum og íþróttamannvirkjum undanteknum. Þá á Æskulýðsráð að hafa jafn- an sem gleggstar upplýsingar um æskulýðsmál á Akureyri og nauð- syn nýrra framkvæmda á sviði þeirra mála. Einnig að leitast við að ná til þeirrar æsku, sem sökum áhugaleysis, eða af öðrum orsök- um, gefur sig ekki að heilbrigð- um viðfangsefnunr í tómstundum sínum. Æskulýðsstarf ráðsins víkjandi gagnvart starfí félaga Ýmis fleiri verkefni eru talin upp í stefnumótunarskýrslu Æsku- lýðsráðs en síðan segir orðrétt: „Æskulýðsráð vinnur að þess- um verkefnum með því móti, að styðja æskulýðsstarf á vegum fé- lagasamtaka og félagsstarf á veg- um skóla, en ráðið stendur sjálft fyrir því æskulýðsstarfi sem það álítur þörf fyrir, en þessir aðilar sinna ekki. Æskulýðsráð álítur skyldu sína að öllum ungmennum Akureyr- arbæjar standi til boða æskulýðs- starf í heimahverfi sínu, auk jjess æskulýðsstarfs sem er sameigin- legt fyrir bæinn í heild.“ í 2. lið kemur fram að ráðið leggur megináherslu á að tryggja ungmennum á aldrinum 12-18 ára fjölbreytt tómstunda- og fé- lagsstarf. Starf ráðsins getur í sumum tilvikum náð til yngri eða eldri aldurshópa, en þar telur ráðið aðra aðila sér skyldugri. Til þessa hefur Æskulýðsráð aðeins sinnt 16-18 ára aldurshópnum að litlu leyti, en mun frá og með árinu 1991 gera átak til að ná bet- ur til þessa hóps. Þriðji liður stefnumótunarinn- ar fjallar um samstarf við félög, en ráðið lítur á slíkt samstarf sem mikilvæga leið til að ná fram markmiðum sínum. Þar segir m.a. að ráðið líti svo á að „æsku- lýðsstarf sem það sjálft stendur fyrir, skuli í sem minnstum mæli vera í samkeppni við starf á veg- um félaga, það skuli þvert á móti vera víkjandi gagnvart starfi æskulýðsfélaga eða æskulýðssam- taka.“ Nýting skólahúsnæðis Æskulýðsráð styður félög al- mennt til æskulýðsstarfsemi fyrst og fremst í gegnum starfsað- stöðu, ráðgjöf og þjálfun, en um beina fjárstyrki er aðeins um að ræða til einstakra afmarkaðra verkefna á vegum félagsins. Ráð- ið styður félög og samtök æskulýðs til sjálfstæðrar fjár- öflunar, svo fremi að féð renni til félagsstarfseminnar, en ráðið styður ekki gróðastarfsemi ein- staklinga og ráðið styður ekki ungliðahreyfingar stjórnmála- samtaka. í 4. lið koma skólarnir til sög- unnar. Æskulýðsráð telur eðli- legt að æskulýðsstarf í hverfum bæjarins fari fram í húsakynnum skóla. Ráðið telur því rétt að inn- an hvers skóla sé undantekning- arlaust ætlaður sérstakur staður þar sem önnur starfsemi fer ekki fram, en auk þess standi húsa- kynni skóia og aðstaða þar æskulýðsstarfi á vegum ráðsins ævinlega opið utan kennslutíma. „Æskulýðsráð lítur svo á, að ráðið eigi að fá heimild til endur- gjaldslausrar nýtingar á skóla- húsnæði til æskulýðsstarfs innan þessa ramma, frá bæjaryfirvöld- um. Um þetta verði gerður sér- stakur samningur við skóla- nefnd.“ Þá er ráðið hlynnt því að sam- starf sé um æskulýðsstarf milli ráðsins annars vegar og skólayfir- valda hins vegar. Ráðið ætlást til þess að við hönnun skólamann- virkja verði æskulýðsstarfsemi ætlaður sérstakur staður og ráðið verði umsagnaraðili um gerð þessa hluta hússins. Áfengisneysla stranglega bönnuð í 5. lið er gerð grein fyrir áætlun- um Æskulýðsráðs. Ráðið álítur að a.m.k. eitt stöðugildi á vegum ráðsins þurfi að koma til við hverja hverfisfélagsmiðstöð. Hverfisfélagsmiðstöðvar verða reknar í Lundarskóla, Glerár- skóla og Síðuskóla á árinu 1990. Megináhersla verður lögð á að byggja upp og efla starfsemi þess- ara félagsmiðstöðva. Á árinu 1991 verður hins vegar sérstök áhersla lögð á tvennt: Að byggja upp þjónustu við 16-18 ára aldurshópinn og að byggja upp þjónustu við þá unglinga sem eiga erfiðast með að nýta sér núverandi æskulýðsstarfsemi, unglinga sem eiga í vandkvæðum af einhverju tagi, og skal sú þjón- usta vera í nánum tengslum við ráðgjafardeild Akureyrarbæjar og aðra hlutaðeigandi aðila. Sjötti og sfðast liður stefnu- mótunarinnar fjallar um áfeng- ismál. Það er ófrávíkjanieg regla í starfsemi Æskulýðsráðs að unglingar undir áhrifum áfengis eigi engan aðgang að félagsmið- stöðvum í hverfum. Þá segir orðrétt: „í Dynheimum, sem er sama- staður allra unglinga í bænum og þar sem haldnir eru dansleikir að kvöldlagi, er öll áfengisneysla stranglega bönnuð. Áfengi sem finnst á gestum, er umsvifalaust gert upptækt, enda eru gestir undir lögaldri. Unglingar sem eru merkjanlega undir áhrifum áfengis, fá ekki aðgang að sam- komum í Dynheimum og starfs- lið þar gerir lögreglu eða foreldr- um viðvart um unglinga sem út- hýst er úr húsinu, eða meinaður aðgangur að því vegna áberandi ölvunar." Lýkur hér með þessum út- drætti úr stefnumótun Æskulýðs- ráðs Akureyrar. SS

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.