Dagur


Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 16

Dagur - 23.03.1990, Qupperneq 16
Akureyri, föstudagur 23. mars 1990 Haldið veisluna eða fundinn ■ elsta húsi bæjarins Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★ ★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★ Fundi og hvers konar móttökur. Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818. Sauðárkrókur: Innbrotafaralduriim heldur áfram Eitt innbrotið enn var framið á Sauðárkróki aðfaranótt mið- vikudags. í þetta skiptið var brotist inn í húsnæði Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. Afbrot hafa verið með mesta móti á Sauðárkróki í vetur. Svo virðist sem nokkur hópur manna sé þarna að verki. Lög- reglan hefur ekki enn haft hendur í hári misindismann- anna. Akureyri: Bókamarkaður hefst í dag Bókamarkaður hefst á Akur- eyri í dag að Glerárgötu 32. Þetta mun vera stærsti bóka- markaður sem settur hefur verið upp í bænum. Titlarnir eru um þrjú þúsund og alls verða um 22 tonn af bókum á boðstólum í Raforkuhúsinu svokallaða. Að sögn Björns Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Skjaldborgar. er þetta mjög stór og glæsilegur markaður og hefur verðlag aldrei verið liagstæðara. Hinir að- skiljanlegu flokkar bóka verða á bókamarkaðinum, jafnt fyrir unga sem aldna. Bókamarkaðurinn er opinn daglega frá kl. 12-19, einnig um helgar, en honum lýkur 8. apríl. SS Innbrotsþjófarnir fóru inn um glugga á húsnæði skólans. Brotist var inn á tvær skrifstofur og tug- um þúsunda stolið í peningum. Skemmdir voru unnar á hurðum að skrifstofunum. „Ástandið er orðið alveg skelfilegt, tíð innbrot og rúðubrot hafa verið í allan vetur. Þetta er bænum til há- borinnar skammar," sagði Björn Mikaelsson yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki. Svo virðist að ekki megi ganga frá opnum gluggum án þess að eiga á hættu að brotist verði inn. í flestum þeim innbrotum sem framin hafa verið, hefur leið þjófanna legið í gegnum illa lok- aða glugga. Full þörf er á að bæjarbúar taki höndum saman og skeri upp her- ör gegn afbrotamönnum þessum áður en fleiri spellvirki verða framin. kg Erling Aðalsteinsson kannar stofnun buxnaverksmiðju á Akureyri: Leitadi eftir samstarfi við þýskan buxnaframleiðanda „Aö þessu máli er unnið og það er ekki komið á ákvörðun- arstig,“ sagði Erling Aðal- steinsson, kaupmaður á Akur- eyri, sem fékk fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni Atvinnu- málanefndar Akureyrarbæjar fyrr í vetur fyrir hugmynd að buxnaverksmiðj u. Erling hefur að undanförnu skoðað stofnun buxnaverksmiðju á Akureyri frá öllum hliðum. Hann segist stefna að því að ljúka undirbúningsvinnu í sumar og þá komi til kasta Atvinnu- málanefndar að taka ákvörðun um framhaldið. „Þetta ætti að geta gengið svo framarlega sem verksmiðjunni verði komið vel af stað. Með hana gildir það sama og annað að ekki þýðir að hefja starfsemina á einhverjum brauðfótum,“ sagði Erling. Erling segist hafa leitað eftir samstarfi við Bernhard, þýskan buxnaframleiðanda, og hafi hann tekið vel í hugmyndina. „t>að á eftir að koma í Ijós hvort og þá hvernig þessi aðili kemur að mál- inu, en hann er nú að vinna fyrir okkur áætlun um vélategundir og nýtingu þeirra fyrir buxnaverk- smiðju af þessari stærðargráðu," sagði Erling. Þessi þýska buxnaverksmiðja framleiðir 6-700 buxur á dag, sem þykir þó ekkert sérstaklega mikið í heimi buxnaframleiðslunnar. óþh Heimsmeistarar unglinga í listdansi á skautum, Marina Anisina og Ilija Aver- bukh, æfðu sig á skautasvellinu á Akureyri í gær. Þau munu sýna listir sínar í kvöld. Mynd: KL Húsavík: Fjögur fyrirtæki í Fosshúsmu - verið að ganga frá sölu eignanna Fjögur fyrirtæki hafa verið með starfsemi í verkstæðishús- um Foss við Garðarsbraut 48 undanfarinn mánuð, og þrjú þeirra lengur. Útibú Lands- bankans á Húsavík keypti eignirnar á uppboði, eftir að Foss hf. varð gjaldþrota, og nú er verið að semja um sölu eign- anna, til fjögurra aðila. Eignin verður afhent um mán- aðamót, og í næsta mánuði, í fjórum hlutum. Vélsmiðjan Grímur hf., nýtt fyrirtæki, hóf nýlega starfsemi í vélaverkstæð- Leikfélag Akureyrar: Þorskurinn fékk dræmar viðtökur Sýningum á leikverki Guðrún- ar Ásmundsdóttur, Heill sé þér þorskur, er lokið hjá Leik- félagi Akureyrar. Þessi dag- skrá fékk fremur dræmar við- tökur en þokkalega dóma hjá gágnrýnendum. Yngra fólk virtist skemmta sér ágætlega yflr Þorskinum en eldra fólk sótti sýninguna lítið. „Aðsóknin varð miklu lakari en við höfðum vonað og getur verið ýmsu um að kenna. Við vit- um að ótíð og ófærð settu strik í reikninginn," sagði Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri. Hann sagði það hafa verið áberandi hvað yngra fólkið tók verkinu betur en það eldra. Stemmning á sýningu fyrir menntaskólanemendur var t.a.m. mjög góð og sýningin spurðist vel út meðal þeirra. Á hinn bóginn sagði Sigurður að svo virtist sem eldra fólk hefði hrokkið við þegar í ljós kom að hér var ekki verið að segja sögu á sviðinu heldur eitthvað allt annað. „Þetta var að vissu leyti tilraun til að búa til íslenska kabarett- sýningu og megintilgangurinn var að gæða bókmenntir þjóðarinnar lífi, ekki bara leikbókmenntir. Þessi tilraun kennir okkur ýmis- legt og vonandi áhorfendum líka,“ sagði Sigurður. Síðasta verk Leikfélags Akur- eyrar á leikárinu er Fátækt fólk, leikgerð Böðvars Guðmundsson- ar eftir sögum Tryggva Emilsson- ar. Frumsýning verður 11. apríl og eru miklar vonir bundnar við þessa fjölmennu sýningu. Þátt- takendur eru yfir 40 og ganga æfingar vel að sögn Sigurðar. SS. inu í nýjasta hluta byggingarinn- ar. Eigendur Gríms hf. eru Ásgeir og Helgi Kristjánssynir o.fl. Málmur hf., Kristinn V. Magnús- son o.fl. reka blikksmiðju í álm- unni sem liggur meðfram Garð- arsbraut. BK bílaverkstæði, sem Birgir Þórðarson rekur er í hús- næði bílaverkstæðisins. Svavar Cesar og Pétur Skarphéðinsson, sem reka vöruflutningaþjónustu, eru að kaupa tengibygginguna, sem Trésmiðja Jónasar og Egg- erts hefur á leigu. Nýlega keypti Landsbankinn húseignina Naustir á uppboði, eftir að Naustir hf. sem annaðist þjónustu við bátaflotann, varð gjaldþrota. Eignin er til sölu og rennur tilboðsfrestur út 2. apríl. Árni Sveinsson, útibússtjóri Landsbankans á Húsavík, sagðist vona að í húsinu gæti haldið áfram svipuð starfsemi og verið hefur, en eignin stendur við drátt- arbraut Húsavíkurbæjar. 1M Síðari undanúrslit í spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld: Reynuin að viima og fá úrslitaJeikinn norður segir Jón Pálmi Óskarsson einn keppenda M.A. „Jú, okkur líst ágætlega á þetta. Við reynum auðvitað að vinna þetta og fá úrslita- leikinn hingað norður,“ sagði Jón Pálmi Oskarsson, einn úr keppnisliði Menntaskólans á Akureyri, sem í kvöld mætir liði M.S. í undanúrslitum í spurningakeppni framhalds- skólanna. Keppnin fer fram síðla dags í dag en verður send út hjá Sjónvarpinu í kvöld. Lið M.A. skipa þeir Jón Pálmi, Magnús Teitsson og Finnur Friðriksson. Fyrir hálf- um niánuði kcpptu þeir félagar við lið Ármúlaskóla í Reykja- vík og unnu rneð nokkrum yfir- burðunt. Jón Pálmi segir að undirbún- ingur þcirra fyrir keppnina hafi ekki verið sérstaklega mikill cn liðið hafi þrívegis kornið saman með Sverri Páli Erlendssyni, íslenskukennara, og Braga Guðmundssyni, sögukennara. „Nei, viö höfum ekkert vcrið aö leggja okkur á kaf í lestur. Maður verður að notast við það sem ntaður vcit. Við höfum ekki hver okkar sérsvið heldur reynum við að bæta hvern ann- an upp," sagði Jón Pálmi. Lið M.S. þykir mjög sterkt og óárennilegt en Jón Pálmi segir aö það vcrði að koma í ljós hvernig leikurinn þróist. „Manni skilst að þetta séu ein- hver „súpermcnni“ þessir tví- burar en við erum ekkert smeykir þó þeir hafi sýnt nokkra yfirburöi," segir Jón Pálmi. Klapplið M.A. heldur suður í dag en Jón Pálmi segir að miklu máli skipti að hafa góðan stuön- ing úr salnum. Og ekki er loku fyrir þaö skotið aö þeim félög- um berist styrkur frá gömlum M.A.-ingum í Reykjavík sem ætlunin er að smala saman og hvetja liðið. JÓH

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.