Dagur


Dagur - 31.03.1990, Qupperneq 4

Dagur - 31.03.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990 ia fyri u útg; ;ami s eru a lutverk ■ Suthe i/voosie i/lark Rc tck. - Ai )5 Dufla< idarísk I '4. - Dem . af Ch; imsins st öö, sem aldrifjaða c Umsjón: Hlynur Hallsson ieecham,st og Hildigunnur Þráinsdóttir nyríme?; Það eru ekki alltaf jólin Thelma Matthíasdóttir á íþróttir fyrir aðalóhugamól. Gott að losna að heiman í eldhúskróknum á farfugla- heimilinu sátu þrír skíðakappar, nefnilega þeir Ólafur /ígisson 15 ára, Sigurður Gunnarsson 17 ára og Eggert Óskarsson 16 ára. - Strákar, þið hafið ekkert getað keppt vegna veðurs? „Nei, en við erum vanir þessu.“ - Hvað hafið þið verið að gera? „Hanga f leti, rífa niður kex- pakka, spila og svoleiðis. Það er svo oft vont veður þegar við förum í keppnisferðalög að þetta venst. Þetta er að vísu fyrsta ferðalagið í vetur. Það var keppni heima á Ólafsfirði og þá var auðvitað toppveður. - Gekk ykkur vel á því móti? „Ja, ekki alveg nógu vel. Við unnum samt til tveggja verð- launa. - Hafið þið œft lengi? Þeir Bjarni, Sigurður og Dagur frá Siglufirði voru nokkuð ánœgðir með árangurinn. „Já frá 4ra ára aldri og við œtlum að halda áfram. - Hvað er svona gaman við að keppa? „Að vinna verðlaun auðvitað, það er eini tilgangurinn. Haldiði að við séum í þessu bara til að vera með? - Hvernig eru ferðalögin? „Þau eru misjöfn, sum eru hundleiðinleg t.d. þegar ekki er einu sinni hœgt að fara á skfði." - Er gaman að eiga heima f Ólafsfirði? „Já, það er toppurinn á tilver- unni, alveg rosalega gaman." - Hvað gerið þið ykkur til skemmtunar? „Förum á skíði og í bíó. Svo erum við líka f skóla." - Hvað œfið þið oft í viku? „Sex daga vikunnar." - Hvað gerið þið þá á sumrin? „Þá hlaupum við sex daga vikunnar. Svo œfum við fót- bolta, með Leiftri að sjálfsögðu." - Hvað á svo að gera nœsta vetur? „Vera á skíðum! Við tveir kom- um sennilega hingað til Akur- eyrar f skóla, og við œtlum allir að halda áfram að keppa." - Hafið þið nokkurn tíma til að lœra? „Við þurfum ekkert að lœra, við erum svo klárir." - Viljiði segja eitthvað að lokum? „Það eru ekki alltaf jólin sko!" „Duga eða drepastr „Ég er að hugsa um að drep- ast bara.“ Nœst fórum við og heilsuðum uppá Ólafsfirðingana, en þeir gistu á farfuglaheimilinu Lónsá rétt norðan við Akureyri. Fyrst hitt- um við Thelmu Matthíasdóttur, 14 ára, en hún hreppti einmitt 2. verðlaun í 3,5 km göngu stúlkna. - Ertu búin að œfa skíði lengi? „Já ég byrjaði 7 ára.“ - Stundarðu aðrar skfða- íþróttir? „Ég leik mér oft á svigskíðum en œfi hins vegar göngu á‘ hverjum degi. Þetta tekur samt ekki svo mjög mikinn tíma.“ - Er búið að vera gaman hér? „Já, já. Að vfsu höfum við aðallega bara verið hér á Lónsá. Á laugardaginn keppt- um við þó.“ - Var keppnin erfið? „Nei, hún var ekkert erfið. Það munaði að vísu frekar miklu á mér og stelpunni sem var í fyrsta sœti. Hún er frœnka mín en býr á Siglufirði." - Er skíðaíþróttin kannski vin- sœl í fjölskyldunni? „Já, það eru margir sem eru eða hafa verið á skíðum." - Hvað gerir þú nú annað en að vera á gönguskfðum? „Ég œfi allar mögulegar íþróttir, körfubolta, fótbolta, o.fl." - Áttu önnur áhugamál en þessar fþróttir? (Löng þögn.) „Nei örugglega ekki." - Hvað er skemmtilegast við að fara í keppnisferðir? „Að losna að heiman það er svo leiðinlegt á Ólafsfirði." tekur nœr allan frítíma okkar Skíðagangan Þeir Sigurður Sverrisson 16 ára, Dagur Gunnarsson 13 ára og Bjarni Jóhannesson 13 ára voru staddir á verðlaunaafhendingu þegar við gómuðum þá. Þeir sögðust vera Siglfirðingar í húð og hár og hingað komnir til að keppa f skíðagöngu. Sigurður hafði krœkt sér í verðlaun en þeir Bjarni og Dagur lent í 4. og 5. sœti í sfnum flokki. Við byrjuð- um á að spyrja þá hvenœr þeir hefðu komið til Akureyrar. „Við komum á föstudaginn rétt fyrir setninguna og það er búið að vera gaman. Við gist- um samt á frekar vondum stað, frammi f Hrafnagili. Það er dálít- ið langt frá mótssvœðinu." - Hafið þið eitthvað getað verið á skíðum? „Já, já, við keþþtum klukkan 5 á laugardaginn. Það var að vísu búið að fresta mótinu mörgum sinnum svo veðrið eyðilagði daginn eiginlega fyrir okkur.“ ' - Eruð þið búnir að œfa skíðagöngu lengi? „Við byrjuðum svona ellefu ára. Við cefum núna fimm sinn- um í viku og maður reynir að œfa alla daga vikunnar." - Tekur þetta ekki mikinn tíma? „Jú þetta tekur dálítið mikinn tíma, Ifka frá skólanum. Það má segja að skíðagangan taki nœr allan okkar frítíma." - Hvað hafið þið svo gert annað en að vera á skíðum á Akureyri? „Bara hanga og spila billi- ard.“ - Eruð þið mörg héðan frá Siglufirði? „Við erum átta í göngunni en tuttugu og sjö alls. Við erum búin að fá tvenn verðlaun." - Hafið þið kynnst mörgum krökkum á þessu móti? „Alveg fullt og við hittumst náttúrlega á öllum mótum og höldum þannig sambandi." - Hvernig skemmta ungling- ar á Siglufirði sér? „Það er œskulýðsheimili þar- sem við hittumst í og svo förum við á „billann", þar er 16 ára aldurstakmark. Svo eru stundum haldin böll." - Hvernig lýst ykkur á Akur- eyri? „Þetta er ágœtis staður, ör- ugglega fínt að búa hér." Strákarnir voru nú ekki alveg sammála um hvort það vœri nokkur ástœða til að búa frekar á Akureyri en Siglufirði. Að loknum þessum umrœð- um um gœði bœjanna tveggja skildum við við strákana og þökkuðum spjallið. „Ekki einu sinni hœgt að fara á skfði" sögðu þeir Ólafur, Sigurður og Eggert alpahefjur Ólafsfjarðar.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.