Dagur - 31.03.1990, Síða 5

Dagur - 31.03.1990, Síða 5
Laugardagur 31. mars 1990 - DAGUR - 5 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Sýning unglingadeildar Léttis á Vetrarhátíð á Akureyri. Yngsti knapinn, Arnar Þór Sa'þórsson, 6 ára, er íýrir miðri mynd. Unglingastarf í hestamannafélagi Starfsemi Er hestur efet á óskalista krakkanna á þínu heimili? Únglingastarf hestamannafélaga hefur aukist inikið á undanförn- um árum. Enda hlýtur það sama að gilda í hestaíþróttum eins og öðrum íþróttum að unglinga- starfið er vaxtarbroddur hvers félags. Eða þurfa ekki einhverjir að taka við af „meistaraflokks- knöpunum“? Fyrir fjórum árum var í fyrsta sinn ráðinn sérstakur unglingafulltrúi til starfa hjá Landssambandi hestamannafé- Jaga. Kolbrún Kristjánsdóttir í Rauðuvík við Eyjafjörð hefur gegnt þessu starfi frá upphafi. Kolbrún ferðast um landið og aðstoðar félögin við uppbyggingu unglingastarfs. Kolbrún segir mjög mikilvægt að unglingastarf- ið byggist þannig upp að allir geti verið með, byrjendur jafnt sem vanir. Jafnt þeir sem eiga gæð- inga og hinir sem ekki hafa yfir jafn hæfileikamiklum hesti að ráða. Kolbrún segir að krakkar vítt og breitt um landið séu farin að hlakka til sumarsins. Þá verð- ur mikið um að vera, unglinga- mót, æskulýðsmót og landsmót. Unglingadeild Léttis á Akureyri í mars 1989 tók til starfa ný deild hjá Hestamannafélaginu Létti á Akureyri, unglingadeild. Fimm manna unglingaráð stýrir starf- semi deildarinnar. Guðrún Hall- grímsdóttir sem hefur starfað í unglingaráði frá upphafi varð við þeirri ósk að veita okkur upplýs- ingar um starfsemi deildarinnar, tilgang og framtíðarverkefni. Til hvers unglingadeild? í unglingadeild Léttis geta gengið öll börn og unglingar sem áhuga hafa á hestum. í dag eru skráðir félagar 45 og sífellt fleiri bætast í hópinn. Markmiðið með starf- semi deildarinnar er að styðja þau ungmenni sem áhuga hafa á hestamennsku. Gefa þeim tæki- færi til að kynnast, vinna saman og fá aðstoð frá leiðbeinendum. Að sögn Guðrúnar hafa helstu þættir í starfsemi unglingadeild- arinnar. á þessu fyrsta starfsári, verið útreiðartúrar, námskeið, sýningar og unglingamót. Skipu- lagðir voru útreiðartúrar þar sem krökkum gafst tækifæri til að ríða út saman með umsjón leiðbein- enda. Það er skemmtileg tilbreyt- ing fyrir þau í stað þess að vera ýmist ein á ferö eða í fylgd for- eldra. Það hvetur þau til að hjálpast að og læra að taka tillit hvert til annars. Guðrún sagði að strax í upp- hafi hafi verið ákveðið að lcggja mikla áherslu á þann þátt sem snýr að sýningum, keppni og leikni í hestaíþróttum. „Það er krökkum hvatning til að leggja sig fram og aga sjálfa sig að hafa ákveðið markmið til að stefna að. Á námskeiði þar sem þau cru þjálfuö fer þeim oft geysilega fram á stuttum tíma. Þá fá þau aukið sjálfsöryggi og í íramhaldi af því taka þau svo þátt í sýning- um og keppnum." Síðastliðið sumar var haldið unglingamót á vegum deildarinn- ar hér á Akurcyri. Á mótinu var lögð áhersla á að hafa fjölbreytt- ar keppnisgreinar við allra hæfi. Unglingadeildin tók þátt í sýn- ingu í Reiðhöllinni 5.-7. maí síð- astliðið vor. Fyrir sýningarhóp- inn sem fór suður verður þessi ferð ævintýri sem aldrei gleymist. Hvað er framundan? Guðrún segir að hjá Unglinga- ráði Léttis sé mikill áhugi fyrir hendi að leigja eða kaupa hest- hús fyrir unglinga. Hugsanlegt er að strax næsta vetur verði unnt að leiga hesthús undir þessa starf- semi. Þá gætu unglingar leigt þar bás fyrir sinn hest. Einnig er stefnt að því að unglingadeildih hafi á sínum snærum land fyrir liesta unglinganna. Að sögn Guðrúnar hefur ungl- ingadeildin áhuga á að halda æskulýðsmót á Melgerðismelum næsta sumar. Jafnvel með þátt- töku allra hestamannafélaga á Norðurlandi eystra. Hugmyndin er að dagskrá mótsins yrði fjöl- breytt og auk keppni yrði til dæmis námskeið, útreiðartúrar, sýningar og skemmtanir. Á aðalfundi Léttis var sam- þykkt tillaga til skólanefndar Akureyrarbæjar um að taka hestamennsku upp sem valgrein í 9. bekk í grunnskólum bæjarins. Hestamennska er nú þegar val- grein í mörgunt skólum og hefur reynsla af því verið jákvæð. ..Ad eigu sér draum" - um iið eigrmst hest. - Alla tíð hafa verið til börn og unglingar sem dreymir um að eignast hest. Mörg sjá þau draum sinn rætast þegar þau fá liest í fermingargjöf. Unglingum er það ómetanleg reynsla að öðlast vináttu hestsins. Byggja upp samband viö hann sem einkennist af trausti og virð- ingu fyrir getu, þörfum og tilfinn- ingum hvors annars. Saman fá hesturinn og unglingurinn tæki- færi til að njóta náttúru landsins. hollrar hreyfingar og útivistar. Þeir takast á við ný og ný verk- efni, skynja framfarir, takt. mýkt og „frelsi í faxins hvin". Hestamennska er gefandi og jákvætt áhugamál sem gerir kröf- ur til unglingsins um reglusemi, ástundun og árangur. Með því að gefa barninu þínu tækifæri til að stunda hestamennsku kemur þú ef til vill í veg fyrir að svo kallað unglingavandamál skjóti upp kollinum á þínu heimili. í hverju er hestamennska fólgin? Að eiga hest er fjölþætt og viða- mikið verkefni. Því cr mikilvægt að unglingur sem vill eignast hest, og foreldrar hans, gcri sér í upphafi grein fyrir í hverju hesta- mennska er fólgin. Á haustin þarf að útvega pláss fyrir hestinn í húsi, hey og annað fóður. Að sjáifsögðu þarf að „fara í húsin“, moka út, kemba og gefa hestinum, á hverjum ein- asta degi meðan liann er á húsi. Hér norðanlands getur þurft að hafa hcsta á húsi allt að 7 mánuði á ári. Þegar vorar þarf að útvega beitiland handa hestinum og oft þarf að útvega honurn nýtt hólf fyrir haustbeitina. Auk þess þarf að járna hestinn reglulega. Það er því augljóst að fyrir krakka sem ekki eiga foreldra eða aö- standendur í hestamennsku eru ótal ljón í veginum. Ýmsir möguleikar Það er mikilvægt fyrir foreldra þeirra krakka sem vilja eignast hest að kynna sér vel þá mögu- leika sem fyrir Itendi eru. Það getur verið skynsamlegt að byrja á því aö gefa krakkanum tækifæri til að fara á reiðnámskeið þar sem þátttakendum eru útvegaðir hestar. Fara í „hestasveit" eða reiðskóla. Aö því loknu má svo ræða framhaldið. Ef niðurstaðan veröur sú aö kaupa skuli hest er nauðsynlegt að byrja á því að kynna sér hvar hægt sé aö fá aðstöðu fyrir hestinn. Unglinga- deildir. nefndir eöa fulltrúar hestamannafélaganna geta veitt upplýsingar um þá möguleika sem eru fyrir hendi. á hverjum stað. „Dýr draumur“ Því veröur ekki neitað að hesta- mennska er „dýrt sport" hvort sem hún er stunduð sem áhuga- mál eða íþrótt. í fytsta lagi kostar aðstaöa og fóður handa hestinum sitt. í öðru lagi þarf að kaupa skeifur og reiðtygi. Fyrsta flokks hnakkur með öllum búnaði kost- ar nýr í dag um 50.000,- kr. Ýms- ar ódýrari gerðir eru fáanlegar auk þess sem oft er hægt að kaupa ágæta notaða hnakka. Gott beisli og ntúll kosta í kring- um 5.000,- kr. Skeifnagangurinn kostar svo rétt um l .000,- kr. í þriðja lagi þarf knapinn á ýnisuni búnaði að halda. Þegar börn og unglingar eiga í hlut ber skilyrðislaust að kaupa handa þeim öryggishjálm og endur- skinsnterki til að nota við útreið- ar. Þar á eftir kemur svo heppi- legur fatnaður svo sem reiðbuxur og rciðstígvél. Síðast en ekki síst er það reið- skjótinn sjálíur, eitthvað kostar hann? Hægt er að kaupa hesta allt frá því verði sem fæst fyrir hross á sláturhúsi og upp í nokkr- ar milljónir. Taminn reiöhestur sem er gallalaus en þó ekki gæð- ingur cr hugsanlegur sem barna- eða unglingahross. Hann gæti kostað á bilinu 50-150 þúsund. Aö kaupa hest Hestar eru lifandi dýr sent búa yfir fjölbreyttum eiginleikum og mismunandi persónuleika og gctu. Það er ákaflega vandasamt vcrk að kaupa hest. Góðir barna- og unglingahestar eru mjög eftir- sóttir en um leið vandfundnir. Hesturinn þarf að vera traustur, vel taminn og þokkalega viljug- ur. Mikilvægast af öllu er að ungi hestamaðurinn heillist af hestin- um. Að rnilli þeirta liggi þessi leyniþráður sem cr undirstaða vináttu og ástar. Ninna Þórarinsdóttir 7 ára, með besta vini sínurn, hestinum Fölva. Þarna hafa þau fengið sinn fyrsta verðlaunapening á hestamanna- móti á Melgerðismelum. Ninna byrjaði að ríða út þegar hún var þriggja ára. í sumar urðu hún og Fölvi í fyrsta sæti, í yngsta flokki, í tölti á unglingamóti á Akureyri þá var Ninna 9 ára. Ninnu finnst gaman að taka þátt í keppni en allra skemmtilegast finnst henni samt að fara í ferðalög á hestum. Einu sinni fór Ninna ríðandi frá Akureyri í Einarsstaði í Reykjadal. „Það var æði“ sagði þessi áhugasama hestastelpa. Forráðamenn hestamannafélaga, íþrótta- deilda, hrossaræktarsambanda, og aðrir áhugamenn um hesta á lesendasvæði Dags, athugið! Hestar er okkar þáttur, ykkar tækifæri til að koma fréttum á framfæri. Látið í ykkur heyra. Utanáskriftin er: Dagur - Hestar Strandgötu 31 600 Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.