Dagur - 31.03.1990, Síða 6

Dagur - 31.03.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 96-24222 SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: JÖN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþr.), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSÐÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÚNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRlMANN FRlMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Til sigurs gegn krabbameini! Um helgina fer fram lokaátak Krabbameinsfélags íslands í Þjóðarátaki gegn krabbameini undir kjörorðinu „Til sigurs". í dag og á morgun verður geng- ið í hús um allt land og safnað fé sem m.a. verður varið til grunnrannsókna á krabba- meini og stuðnings við krabba- meinssjúklinga. Flestum ætti að vera ljóst mikilvægi þess að vel verði tekið á móti söfnunar- fólkinu og hafa skal í huga að margt smátt gerir eitt stórt. Þá ber að geta þess að það mikla starf sem unnið hefur verið af Krabbameinsfélaginu og deild- um þess, er rekið fyrir fé sem fengið er að mestu með frjáls- um framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarátakið nú er það þriðja sem ráðist hefur verið í af hálfu Krabbameinsfélags íslands. Með fyrsta þjóðarátakinu 1982 var félaginu gert kleift að eign- ast húsið að Skógarhlíð 8 í Reykjavík; húsið sem þjóðin gaf. Eftir þjóðarátak 1986 gat félagið sett á stofn rannsókna- stofu í sameinda- og frumulíf- fræði og tilraunaverkefni um aðhlynningu krabbameins- sjúkra í heimahúsum með það í huga að þeir geti dvalið þar eins lengi og unnt er. Undanfarin ár hafa íslend- ingar unnið stóra sigra í bar- áttunni gegn krabbameini. Vel skipulögð leit að legháls- krabbameini hefur borið mik- inn árangur, ný leit að brjósta- krabbameini er hafin og lífs- horfur krabbameinssjúklinga hafa batnað um helming á 25 árum. Og enn er stefnt hærra. Aukinn skilningur á eðli og orsökum krabbameins og nýj- ungar í meðferð þess gefa tilefni til bjartsýni og því þótti raunhæft að velja átakinu kjör- orðin „Til sigurs". Flestir núlifandi íslendingar sem komnir eru til vits og ára hafa kynnst sjúkdómnum krabbameini, ýmist sem sjúkl- ingar eða aðstandendur sjúkl- inga. Þeir þekkja kvíðann og hræðsluna sem grípur um sig þegar beðið er niðurstöðu rannsókna eða þegar sú stað- reynd er ljós að um krabba- mein sé að ræða. Því miður eru þeir allt of margir sem ekki hugsa um sjúkdóminn og afleiðingar hans fyrr en þeir standa í þessum sporum. Ber mæting í krabbameinsleit merki þess þótt hún fari sífellt batnandi og nálgist nú að vera um 75-80% í leit að legháls- krabbameini. Síðustu ár hefur starfsemi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis verið afar blóm- leg og er félagið nú nálægt því að verða stærsta aðildarfélag Krabbameinsfélags íslands. Söfnunarfólk á vegum þess mun um helgina bjóða þeim sem ekki eru þegar styrktar- aðilar að gerast félagar og er stefnt að því að Krabbameins- félag Akureyrar og nágrennis verði stærsta aðildarfélag Krabbameinsfélags íslands. Dagur hvetur Akureyringa og aðra Norðlendinga til að taka vel á móti söfnunarfólki um helgina og sýna þannig í verki viljann til að berjast til sigurs gegn krabbameini. VG ri til umhugsunar Fréttir berast af fundum. Menn hittast og ræða málefni hér- aða eða byggðarlaga. Málefni atvinnu og lífskjara. Ályktanir eru samþykktar. Oft er þeim beint til stjórnvalda, sveitar- stjórna eða landsstjórnar. Það er skorað á forráðamenn að leysa vanda. Oftast er það vandi atvinnulífins sem ber á góma með þessum hætti á lands byggðinni. Því miður hefur slíkur vandi gert allt of víða vart við sig á undanförnum árum. Það hefur ekki stoðað þótt fólkið í byggðunum starfi við fram- leiðslustörf og skapi í mörgum tilfellum útflutningsverðmæti. Það virðist fremur hafa aukið erfiðleikana og minnkað mögu- leikana á því að framkvæmdafé verði eftir á heimaslóð. Þessi vandi leiðir oft af sér skort á frumkvæði til að leita nýrra leiða. Takast á við erfiðleika og brjótast út úr því sem orðið er. Framkvæmdasamt fólk flytur burt og haslar sér völl á öðrum stöðum þar sem betri starfsskilyrði og tekjumöguleikar eru í boði. Fólk lítur á það sem auðveldari leið en að leggja á bratt- ann og berjast heima fyrir. Þannig hefur dugnaðarfólk með margvíslega starfsmöguleika leitað til höfuðborgarinnar á undanförnum árum. Byggðaþróun á arðvænlegum lífsmöguleikum Byggðaþróun á ekki eingöngu að vera opinber stefna. Byggðaþróun verður að byggjast á arðvænlegum lífsmögu- leikum þar sem þeim verður við komið. Undirstöðufram- leiðsla landsmanna á upptök sín víðsvegar um landið. Fiski- stofnarnir eiga sína heimahaga og ekkert bendir til grundvall- arbreytinga á hátterni þeirra. Við höfum yfirbyggt fiskiskipa- flotann eins og margt annað í þessu þjóðfélagi með tilheyr- andi skuldasöfnun og rekstrarerfiðleikum. Við verðum að vinna okkur út úr þeim vanda og því verðum við að sækja fiskinn frá þeim stöðum sem hagkvæmast er að sigla á miðin. Við verðum einnig að leitast við að skapa sem mest verðmæti úr honum áður hann er fluttur til vandfýsinna kaupenda í öðr- um löndum. Önnur atvinnufyrirtæki fylgja í kjölfar blómlega rekinnar útvegsstarfsemi. Virkjanir verður að byggja þar sem vatnsföllin liggja og gufan brýst úr jörð. Þau eru víðs vegar um landið og dreifa verður framkvæmdum á sviði orkukaupa og iðnaðar í hlutfalli við það. Náttúruauðlindir fyrirfinnast víða. í nýlegum samtöl- um við fólk í Öxarfirði, þeirri byggð sem hnífurinn vofir nú yfir, bentu heimamenn á náttúruauðlindir í héraðinu. Jarð- hita sem gerir það að verkum að ef fiskeldi getur á annað borð þrifist einhvers staðar á landinu, er það í byggðunum við Öxarfjörð. Það hefur hins vegar ekki fengist nein opinber aðstoð til að kanna jarðhitann eða veita honum í verðmæta- skapandi farveg. Einnig bentu heimamenn á gastegundir sem komið hafa upp á yfirborð jarðar og benda til þess að eld- sneyti leynist í iðrum. Þar er sömu sögu að segja: Erfitt er að vekja áhuga forystumanna á því. Þijár fréttir Hugmyndir aö heiman Þótt rannsóknir á jarðhita og gastegundum séu tæpast á færi heimafólks í fámennu héraði er langt frá að stjórnvöld eigi að hafa frumkvæði um nýjungar og breytingar í atvinnulífi á landsbyggðinni. Frumkvæðið verður að koma að heiman. Fólkið í byggðunum verður að átta sig á hvað það vill og finna hvað það hefur löngun og getu til að fást við. Stjórnvöld, landsstjórnin og sveitarstjórnir eiga síðan að styðja við hug- myndir að heiman ef þær eru líklegar til að takast og skila íbúum viðkomandi byggðarlags atvinnu og betri lífsskilyrð- um. Það geta stjórnvöld gert með því að leggja til þekkingu, sem ef til vill er ekki til staðar í viðkomandi byggð og einnig með útvegun viðbótar stofn- eða hlutafjár ef með þarf. Heimamenn mega heldur ekki vera feimnir við að leita eftir sérfræðiaðstoð þótt þeir ráði ekki við öll verkefni sem leysa þarf til að koma hugmyndum þeirra í framkvæmd. Haft hefur verið eftir Kristjáni Björnssyni, presti á Brún í Víðidal og ein- um af upphafsmönnum Fjarvinnustofu á Hvammstanga, að þótt stofnun Fjarvinnustofunnar byggðist á heimamönnum myndu þeir ekki hika við að leita eftir sérfræðiþekkingu út fyrir héraðið ef þeir fengju verkefni sem útheimtu kunnáttu sem þeir sjálfir réðu ekki yfir. Þeir myndu ekki neita slíkum verkefnum vegna eigin kunnáttuleysis. Þannig ættu fleiri hugsa. Þrjár fréttir Á skömmum tíma hafa borist þrjár eftirtektarverðar fréttir frá Akureyri. I fyrsta lagi barst frétt um framleiðslu á gælu- dýrafóðri á Akureyri. Lárus Hinriksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Dettifoss, hefur ásamt Iðnþróunarfélagi Eyja- fjarðar og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins unnið að þróun þurrfóðurs fyrir hunda og ketti. Félagið hefur sótt um styrk til Rannsóknaráðs rtkisins vegna þróunarverkefnisins. í þessari frétt er sagt frá svipaðri þróun atvinnustarfsemi og fjallað er um hér að framan. Heimamenn setja fram hugmynd um atvinnurekstur og sækja sér tækniþekkingu til opinberra aðila, í þessu tilviki Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarinns. Islensku undirstöðuatvinnuvegirnir, sjávarútvegur og land- búnaður, eiga auðvelt með að leggja til hráefni í gæludýrafóð- ur. Fiskmeti gengur af hjá vinnslustöðvum og ýmiss konar kjöt, sern hentar betur til þessarar framleiðslu en manneldis, fellur til við slátrun dýra. íslendingar hafa flutt umtalsvert magn af gæludýrafóðri frá útlöndum á undanförnum árum. Ef vel tekst til með framleiðslu í landinu ættum við að geta orðið sjálfum okkur nógir í þessu efni að ekki sé talað um að snúa dæminu við. í öðru lagi kynnti Atvinnumálanefnd Akureyrar fyrir nokkru úrslit úr hugmyndasamkeppni um nýjan atvinnurekst- ur í bænum. Erling Aðalsteinsson, klæðskeri og verslunareig- andi á Akureyri, hlaut fyrstu verðlaun fyrir hugmynd sína um eftir Þórö Ingimarsson. sérhæfða buxnaverksmiðju. Löng hefð er fyrir fataframleiðslu í atvinnulífi Akureyrar þótt undanfarið hafi blásið á móti í því efni. Hugmynd Erlings byggist á samstarfi við erlendan fata- framleiðanda sem myndi leggja fram efni og snið samkvæmt þeim kröfum sem kaupendur gera hverju sinni. Galdur þess- arar hugmyndar er fólginn í því að framleiðslukostnaður ríði henni ekki að fullu, að akureyrskar buxur verði af sömu eða betri gæðum og verð þeirra ekki hærra en á sambærilegri framleiðslu frá öðrum löndum. Ekki þarf að efast um að Erling kann að búa til buxur og að á Akureyri er fólk sem hef- ur mikla reynslu af fataframleiðslu. Þessi hugmynd lofar því góðu ef viðunandi samningar nást við hinn erlenda samstarfs- aðila. í þriðja lagi hélt Þórey Eyþórsdóttir, eignadi Gallerís Allra- Handa, listmunasýningu í Gamla Lundi á Akureyri. Gallerí AliraHanda er framtak áhugamanneskju um listir og list- muni. Það er svar við kröfum fólks um þjónustu og menning- arlíf; í þessu tilviki kynningu og verslun með listmuni í tuttugu þúsund manna héraði. Á völdum stað stendur að maðurinn lifi ekki á brauði einu saman. Á landsbyggðinni er kvartað undan cinhæfni, bæði í atvinnulegu tilliti og ekki síður þjón- ustu og ýmiss konar menningarlífi. Þeir þættir mannlegs sam- félags verða að sjálfsögðu að þróast hlið við hlið eftir því sem efni og geta stendur til, þótt fámennar byggðir verði aldrei samkeppnishæfar við stór þéttbýlissvæði. Þessar þrjár fréttir skýra allar frá hugmynduin og fram- kvæmdum sem eiga sér upptök á meðal heimamanna á Akur- eyri. Þótt þær séu ekki af þeirri stærðargráðu að skipta sköpum, auka þær fjölbreytni atvinnu- og mannlífs á norð- lenskum slóðum. I þeim felast í senn hugvit, áræðni og framtak. Þessir þrír þættir eru allir nauðsynlegir ef reisa á atvinnulíf landsbyggðarinnar úr þeirri lægð sem það er í. Þeg- ar þessir þættir liggja fyrir og fara saman á heimaslóð hefur skapast grundvöllur fyrir ráðamenn að beita áhirfum sínum til að greiða fyrir atvinnustarfsemi og framleiðslu. Að ana í óvissu eða senda búendum á strandlengju íslands einhverjar úrlausnir, sem þeir hafa ekki átt neinn þátt í að skapa, eru síður raunhæfir kostir. Það er því til umhugsunar hvort ekki sé hyggilegra að þróa hugmyndir um atvinnulíf heimafyrir og leita síðan stuðnings stjórnvalda ef með þarf heldur en hrópa án þess að geta bent á einhverjar hugmyndir eða kosti. Þessar þrjár fréttir sýna að við erum ekki hugmyndasnauð og gamla máltækið segir: „Hálfnað er verk þá hafið er.“

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.