Dagur - 31.03.1990, Page 7

Dagur - 31.03.1990, Page 7
Laugardagur 31. mars 1990 - DAGUR - 7 Aðalfundur Akureyrardeildar KEA: Ályktar um álver við Eyjafjörð Á aðalfundi Akureyrardeildar KEA í fyrrakvöld var eftirfarandi ályktun samþykkt af meginþorra fundarmanna: „Aðalfundur Akureyrardeild- ar KEA, haldinn að Hótel KEA, fimmtudaginn 29. mars 1990, beinir þeim eindregnu tilmælum til ríkisstjórnarinnar og Alþingis, að beita sér fyrir því að væntan- legt álver verði byggt við Eyja- fjörð en ekki á suðvesturhorni landsins. Bygging álvers á suðvestur- horninu myndi leiða til mestu byggðaröskunar í sögu íslensku þjóðarinnar og getur því ekki tal- ist þjóðhagslega hagkvæm fram- kvæmd.“ 1 Hvað er að gerast KA-heimilið: Handknattleiksdeild með kaffihlaðborð Á sunnudaginn verður það hand- knattleiksdeild KA sem sér um kaffihlaðborð í félagsheimilinu við Dalbraut. Ekki þarf að minna félagsmenn og aðra velunnara á mikilvægi alls stuðnings við deild- ir félagsins en kaffihlaðborðin eru einmitt mikilvægur liður í fjáröflun deildanna. Skíðafólki er sérstaklega bent á að upplagt er að hvíla lúin skíðabein yfir kaffibolla og rne'ð- læti á sunnudögum eftir gott trimm. Möðruvallakjallari í dag: Fyrirlestur á vegum FÁLMA í dag, laugardaginn 31. mars kl. 14.00 hefst í Möðruvallakjallara á Akureyri fyrirlestur og skygni- myndasýning á vegum FÁLMA sem er Félag áhugaljósmyndara í MA. Fyrirlesturinn halda þrfr af bestu Ijósmyndurum landsins, þeir Ragnar Áxelsson, eða RAX, Páll Stefánsson og Einar Falur. Þeir munu flytja fyrirlestur um ljósmyndun og mynduppbygg- ingu auk þess sem þeir ætla að sýna skyggnur. Þessi uppákoma FÁLMA er í tengslum við Lista- daga í MA sem standa yfir um þessar mundir og eru allir sem áhuga hafa, velkomnir á fyrirlest- urinn í Möðruvallakjallara í dag, en aðgangur er ókeypis. Vetraríþróttahátíðin rennur sitt skeið Um helgina lýkur Vetrar- íþróttahátíð ISI á Akureyri. Heldur hefur glaðnað yfir veðrinu og mótshöldurum síð- ustu dagana og er ástæða til að hvetja fólk til að fylgjast með hátíðinni um helgina og taka þátt í almenningsíþróttum. Ýmislegt verður um að vera í dag og á morgun, en hátíðinni verður slitið síðdegis á sunnu- dag og síðan er efnt til loka- hófs um kvöldið. Ðagskráin í dag, laugardaginn 31. inars, er í stórum dráttum á þann veg að í Hlíðarfjalli verður keppt í alpagreinum karla og kvenna fyrir hádegi og skíða- göngu eftir hádegi. Þá er „Ski- Cross“ eða þrautabraut á dagskrá fyrir karla, konur og unglinga. Við Samkomuhúsið verða hestaíþróttir í sviðsljósinu eftir hádegi. Boðið verður upp á vetrarþríþraut fyrir almenning í Kjarna og skautatrimm á vél- frysta svellinu. Allir sem taka þátt í „íþróttum fyrir alla“ fá viðurkenningu. Á sunnudaginn verður alþjóða- mót í alpagreinum og lands- keppni í boðgöngu í Hlíðarfjalli. Hestaíþróttir og sýning neðan við Samkomuhúsið. Verðlauna- afhending kl. 17 í göngugötunni og Vetraríþróttahátíðinni slitið hálftíma síðar. Um kvöldið verð- ur lokahóf í Sjallanum. Pennan dag verða almenningsíþróttir einnig í sviðsljósinu, s.s. skauta- trimm og fjölskylduskíðaganga. Skátarnir efna til úrslitakeppni í sleðakeppninni í Fjallinu á laug- ardag og úrslit í snjómynda- keppninni verða ljós um helgina. Það er því nóg að gera fyrir alla sem vilja njóta útivistar um helg- ina. SS Furulundur: 5 herbergja raðhús á tveimur hæðum, 122 fm. Heiöarlundur: 5 herb. raðhús á tveimur hæðum, 122 fm í góðu standi. Skarðshlfð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð, rúmgóð og falleg eign. Núpasíða: Góð 4ra herb. íbúð í raðhúsi. Smárahlfð: 2ja herb. íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, 45 fm. Góð eign. Fjölnisgata: 130 fm iðnaðar- húsnæði, góð lofthæð. Fjölnisgata: 67 fm iðnaðarhús- næði, góð lofthæð. Vantar á skrá: 3ja herb. íbúð í Melasíðu. 3ja herb. íbúð í Lundunum. 4ra herb. íbúð í raðhúsi m/bíl- skúr á einni hæð. Opið alla daga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 14-16. Fasteigna-Torgið Glerárgötu 28, Akureyri Sími: 96-21967 íy-I—y Fasteignasala JT Lögmaður Ásmundur S. Johannsson. Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri. Fundarboð Félag málmiðnaðarmanna Akureyri heldur félagsfund þriðjudaginn 3. apríl 1990 kl. 17.00 í Alþýðuhúsinu. Fundarefni 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Kosning fulltrúa á 14. þing M.S.I. 3. Önnur mál. Stjórnin. „Fermingar og áfengi eiga ekhi samleið Eyðileggjum ekki hátíðleika fermingar- innar með neyslu áfengra drykkja. Munum að bjór er einnig áfengi.1’ Vímulaus æska, Áfengisvarnarráð, húsmæðrafélag Reykjavíkur, Átak til ábyrgðar, Prestafélag íslands, Í.U.T. Gói ráö eru til aó fm eftír þeim! Eftíreinn -ei aki neinn Bridge Ðridge Minningarmót Næstu þrjá þriðjudaga þ.e. 3., 10. og 17. apríl n.k. verður hraösveitakeppni til minningar um Alfreð Pálsson. Mótið verður með eftirfarandi fyrirkomulagi: Pörtilkynni þátttöku í mótið en síðan verða stigahæstu pörin skv. nýjustu stiga- skrá tekin út og látin draga pör úr potti til liðs við sig. Keppt verður eftir nýju fyrirkomulagi sem er óþekkt inn- an félagsins. Keppt verður um farandbikar auk eignarbikara um 1., 2. og 3. sætið sem gefnir eru af afkomendum Alfreðs Pálssonar. Skráning keppenda verður að liggja fyrir i siðasta lagi fyrir sunnudagskvöld kl. 20 i síma 24624 (Ormarr). Stjórn Bridgefélags Akureyrar. TIL SÖLU Stórglæsilegt 224 m2 einbýlishús í byggingu að Stapasíðu 24. Hentar einnig sem tvær íbúðir. Allar upplýsingar í síma 21255.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.