Dagur - 31.03.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990
spurning vikunnar
Helgi Sigurgeirsson:
Straukonan bauö mér á aðal-
æfingu og það var mikið af
börnum á þeirri sýningu. Mér
finnst þetta eiginlega ekki vera
fyrir börn. Það er margt sem
börn skilja ekki, eins og atriðið
með regnhlífarnar. Annars
fannst mér gaman af mörgu.
Lára Kristjánsdóttir:
Mér líkaði mjög vel, fannst
söngvarnir mjög skemmtilegir
og ég skemmti mér vel á sýn-
ingunni. Leikfélagið hefur sett
upp margar góðar sýningar.
Auður Gunnarsdóttir:
Mér líkaði sýningin mjög vel,
það var alveg geysilega
gaman. Allir skiluðu hlutverkum
sínum með þrýði og leikurinn er
mjög skemmtilegur.
Viðar H. Eiríksson:
Mér líkaði hún alveg stórvel í
alla staði, og mér finnst alveg
stórkostlegt hvað hægt er að
gera í þessu húsi hérna. Vinna
þessara áhugamanna er alveg
með eindæmum góð.|
Vilhjálmur Pálsson:
Mér líkaði hún alveg frábær-
lega vel og hef bara sjaldan
skemmt mér eins vel og þetta
kvöld. Það var svo mikill hraði í
sýningunni, hún samanstendur
af skotum eða myndum sem
koma fram og slitna aldrei í
sundur. Leikararnir voru að
koma og fara út öllum áttum og
hverju horni með leikmunina.
Þetta var alveg stórkostleg
sýning.
Hvernig líkaði þér sýning
Leikfélags Húsavíkur
á „Land míns föður“?
Danmerkur-
pistill
Molbúar
Á austurströnd Jótlands, milli
Randers fjarðar og Árósa flóa,
gengur fram allmikill skagi,
Djursland, „landiö þar sem dýr
eru á beit“, að því er stend-
ur í DANSK STEDNAVNE
LEKSIKON. Syðst á þessum
skaga er héraðið Mols. Orðið''
Mols er komið af eldra Molnæs
eða Malarnes. í þessu héraði
búa Molbúarnir sem frægir eru
af sögum, Molbúasögunum.
Molbúasögurnar fjalla um
bændur og búalið, sem fátækt er
í andanum. Þessar sögur eru í
ætt við sögurnar af Bakka-
bræðrum. Flestar þjóöir í Evr-
ópu eiga sínar eigin sögur af
þessu tagi. í Þýskalandi heita
sögurnar „Schildbúrgereschieh-
ten“ og snemma á 16du öld kom
á Englandi út bók með sams
konar sögum: „The Merry
Tales of the Wise Men of
Gotham“.
Fyrstu Molbúasögurnar
komu út 1771. í útgáfu frá árinu
1807, fæðingarári Jónasar Hall-
grímssonar, stendur m.a.:
„Blant alle danske Folk er der
ingen, der fortelles flere histor-
ier om, en disse Molboer. De
har fra gammel Tid af havt Ord
for, at være dumme og toss-
ede.“
Mönnum hefur verið það
nokkur ráðgáta hvers vegna
bændur í hinu fagra héraði milli
víkurinnar við Edbeltoft og
Kalö urðu söguefni fremur en
aðrir og taldir bæði „dumme og
tossede". Sennilegt er að
skýringin sé sú að Molbúarnir,
sem bjuggu í næsta nágrenni við
Árósa, handan víkurinnar við
Kalö, hafi þótt sveitamannslegir
þegar þeir komu í kaupstað.
Árósar hafa lengi verið önnur
Fryggvi
Gíslason
skrifar
stærsta borg í Danmörku. Víkin
skildi að þessa fögru sveit við
Mols bjerge og íbúana þar og
borgarbörnin í Árósum. Mol-
búarnir héldu fast við forna siði
sína og þegar þeir kornu róandi
yfir víkina í kaupstað hafa þeir
vakið aðhlátur vegna þess þeir
voru frábrugðnir í útliti og hátt-
um og einnig vegna þess þeir
töluðu aðra mállýsku en Árósa-
menn. Molbúarnir týndu nefni-
lega snemma niður gamla „y“-
hljóðinu, eins og íslendingar.
Þegar þeir báðu um grjón -
„gryn“ - sögðu þeir „grín“, eins
og um væri að ræða „gaman“,
„grín“ - og annað var eftir því.
Þetta var auðvitað nóg til þess
að þeir voru hafðir að háði og
spotti, eins og oft er um fólk
sem talar öðruvísi en fjöldinn.
Ungur las ég Molbúasögurn-
ar og hafði gaman af. Hins veg:
ar fannst mér Molbúarnir væru
gott fólk, þeir voru mitt fólk
sem ég skildi vel, og þetta var
auk þess heilagt fólk: „Sælir eru
fátækir í anda, því að þeirra er
himnaríki."
Fyrsta ferð mín í Danmörku
var líka gerð til Ebeltoft og til
Mols bjerge til hallarinnar í
Kalö og til Femmöller. Mér
fannst ég vera komin heim þeg-
ar ég var við gamla ráðhúsið í
Ebeltoft og þar rifjuðust upp
gömlu molbúasögurnar um salt-
síldina og álinn, buxur fóget-
ans, blóðmörskeppinn, sem
Molbúarnir héldu að væri
skrýmsli, og um kirkjuklukkuna
sem þeir sökktu í sjóinn og
gerðu skoru í borðstokkinn til
að vera vissir um hvar þeir
vörpuðu henni fyrir borð. Fræg-
ust er þó ef til vil sagan um
storkinn.
„Einn fagran sumardag, þeg-
ar kornið var fullvaxið, kom
storkur í akur Molbúanna og
spókaði sig þar og tíndi fræ.
Þetta húaði Molbúunum ekki
og töldu storkinn troða kornið
niður. Þeir réðu um málið þar
til þeir fundu það ráð að taka
hliðgrindina af hjörum og setja
mann þar á og bera hann inn á
akurinn að flæma storkinn
burtu. Þannig tróð hann ekki
niður fullþroska kornið, stór-
fættur eins og hann var.“
„Einu sinni frétti gamall Mol-
búi að komið var norkst skip til
Ebeltoft. Hann hafði aldrei
áður séð Norðmann og ákvað
að halda til bæjarins og heilsa
upp á þá. Þegar hann kom um
borð í skipið, voru allir Norð-
mennirnir farnir í land að gera
sér glaðan dag. En á dekkinu
var karfa sem í var risahumar.
Einn humarinn hafði komist úr
körfunni og skreið um á dekk-
inu. Molbúinn hélt þetta væri
Norðmaður og rétti fram hönd-
ina að heilsa: „Go daw, farlil."
Humarinn greip fast um hönd
Mobúans sent skrækti hátt urn
leið og hann kippti að sér hend-
inni. „Þeir eru smávaxnir
Norðmenn, en handfastir eru
þeir engu að síður,“ sagði Mol-
búinn.