Dagur - 31.03.1990, Síða 10

Dagur - 31.03.1990, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990 Þar sem söfn skín skœrast er skugginn dekkslur - Bjarni Arthursson, framkvœmdastjóri Kristnesspítala, í helgarviðtali Bjarni Arthursson, framkvæmdastjóri Kristnes- spftala, er í helgarviðtali að þessu sinni. Hann fæddist á Akureyri í apríl 1949, sonur Arthurs Guðmundssonar og Ragnheiðar Bjarnadóttur. í föðurætt á Bjarni ættir að rekja til Húnvetninga og Eyfirðinga en í móðurætt til Húsvíkinga. Hann tók við framkvæmdastjórastarfinu fyrir tíu árum, var skipaður 1. janúar 1980 af Magnúsi Magnús- syni, heilbrigðisráðherra. Aður starfaði Bjarni um átta ára skeið sem aðalfulltrúi skattstjóra Austurlands á Egilsstöðum. Bjarni Arthursson hefur setið í stjórn Rauða kross íslands um sjö ára skeið. Til þess að skilja stöðu Kristnesspítala í dag er nauðsynlegt að gera í örfáum orðum grein fyrir fortíðinni og sögu stofnunarinn- ar. Ólíklegt er að yngri kynslóðir geti gert sér í hugarlund hversu alvarlegt vandamál berklaveikin var á fyrstu áratugum aldarinn- ar. Fyrir mörgum var það eins og dauða- dómur að taka sjúkdóminn. Oft gerðist það að ungt fólk í blóma lífsins visnaði og dó á nokkrum mánuðum. Heimili sundruðust og fjölskyldur flosnuðu upp. Enginn var óhult- ur fyrir veikinni, sem herjaði jafnt á unga sem gamla. Börnin gáfu sparipeninga sína Kristnesspítali í Eyjafirði hét áður Kristnes- hæli, og er mörgum það heiti enn tamt í munni. Kristneshæli var opnað árið 1927, og átti sú aðstaða sem þar skapaðist drjúgan þátt í að mönnum tókst að útrýma berkla- veikinni, sem stundum var nefnd hvíti dauð- inn, úr héraðinu og þótt víðar væri leitað. Bygging hælisins var hið mesta þrekvirki, mannvirkið stóð fullbúið eftir 18 mánaða vinnu. Samstillt söfnunarátak greiddi helm- ing byggingarkostnaðarins, og fórnarlund almennings var svo mikil að jafnvel lítil börn gáfu eina sparipeninginn sinn í söfnun- ina. Kunnugir telja að hvorki fyrr né síðar hafi öðru eins grettistaki verið lyft með almenningssöfnun á Norðurlandi. En tíminn leið og berklarnir heyrðu brátt sögunni til. Kristneshæli hafði gert sjálft sig óþarft, læknavísindin bægðu hinum mikla vágesti frá þjóðinni. Eftir stóðu mannvirk- in, í huga margra minnisvarði um stórhug fyrri kynslóðar, baráttuna milli lífs og dauða. Kristneshæli stóð á tímamótum. Bjarni Arthursson er búinn að starfa í tíu ár við Kristnesspítala, og hefur á þeim tíma barist fyrir því að þróa stofnunina og fá hana viðurkennda á ný í heilbrgðiskerfinu. Nýtt hlutverk árið 1976 - en ekki í reynd „Ég tók við þessu starfi af Eiríki Brynjólfs- syni heitnum. Hann hafði verið fram- kvæmdastjóri frá stofnun Kristneshælis, að undanskildu einu ári sem Finnbogi Jónasson gegndi stöðunni. Finnbogi lést eftir eitt ár í starfi. Þá tók Eiríkur aftur við og gegndi starfinu síðustu mánuði ársins 1979. Ýmsar framkvæmdir höfðu staðið yfir á lóð sjúkrahússins undanfarna áratugi, t.d. höfðu verið byggðir allmargir starfsmanna- bústaðir. Kristnesspítali var rekinn sem langlegustofnun, og hafði lokið hlutverki sínu sem berklahæli. Árið 1976 var hlutverk stofnunarinnar skilgreint upp á nýtt, sem endurhæfingar- og hjúkrunarspítali. Engin breyting varð á starfseminni þrátt fyrir þessa nýju skilgreiningu næstu árin. Með þessu er ég ekki að segja að þjónust- an hafi verið slæm, hún var þvert á móti góð, bæði hvað hjúkrunar- og langlegu- sjúklinga snertir. Nú erum við að byggja upp endurhæfingardeild, sem verður stærsti liðurinn í starfseminni. Kristnes var stofnun sem hafði gleymst. í samtölum við stjórnmálamenn líkti égþessu oft við óhreinu börnin hennar Evu. Enginn hafði áhuga fyrir henni, að því er virtist, og hún var rekin sem blanda af hjúkrunardeild og vistheimili. Sjúklingahópurinn var afar blandaður, hér voru t.d. nokkrir geðsjúkl- ingar og fólk sem hreinlega hafði orðið inn- lyksa á hælinu, gamlir berklasjúklingar sem höfðu ekki í önnur hús að venda, að því er talið var. Margir áttu ekki heima á stofnun sem þessari. Á þessum tíma voru ekki starfandi sam- býli, en sumir þeirra sem dvöldu um árabil á Kristnesspítala hafa síðar átt kost á að fara á sambýli. Undanfarin ár hafa margir þeirra sem hér urðu innlyksa verið útskrifaðir, og hafa farið út í lífið á ný gegnum sambýlin. Við höfum viljað losa sjúkrarými fyrir endurhæfingarsjúklinga, og þessu verki miðar vel áfram.“ Kristnesspítali og Stjórnarnefnd ríkisspítala - Hvernig getur stofnun eins og Kristnes- spítali gleymst? „Einfaldlega vegna staðsetningar og stjórnskipulags spítalans. Kristnesspítali er einn af ríkisspítulunum, en þeir eru Land- spítalinn, Kleppsspítali, Kópavogshæli og V ífilsstaðaspítali. Kristnes er eina stofnunin af þessum sem staðsett er utan Reykjavíkursvæðisins, og hún líður fyrir það að mörgu leyti. Stjórnar- nefnd ríkisspítala hefur miklu meiri áhuga á að fjalla um verkefni sem eru í sjónmáli, t.d. K-byggingu Landspítalans, að setja á stofn hjartaskurðlækningadeild, glasa- frjóvgunum o.s.frv. í Stjórnarnefnd ríkisspítala hafa ekki ver- ið fulltrúar af Norðurlandi fyrr en Stein- grímur J. Sigfússon komst í nefndina, og síðar Árni Gunnarsson. Við hjá Kristnesspítala erum í erfiðri stöðu, eins og málin standa í dag. Þetta má að mörgu leyti rekja til fortíðarinnar. Fyrir stjórnmálamenn og fjárveitingavald er það miklu skemmtilegra að horfa á nýbyggingar rísa en snúa sér að gömlum stofnunum og endurnýja þær. Hvað Kristnesspítala snertir hafði hann jú fengið nýtt hlutverk með skilj- greiningunni frá 1976. Þó gleymdist að taka með í reikninginn að stofnunin þurfti að þróast, bæði frá sjónarmiði húsnæðis, tækjabúnaðar og starfshátta. Þegar mér varð þessi staða ljós lagðist ég á þingmennina, með misgóðum árangri. Ég

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.