Dagur - 31.03.1990, Side 11
Laugardagur 31. mars 1990 - DAGUR - 11
ur verið byggt á þessum árum, en margt er
eftir og þegar framkvæmdum lýkur verðum
við í stakk búin til að sinna meirihluta þeirr-
ar endurhæfingarþjónustu sem íbúar hér-
aðsins þurfa á að halda.“
Óttast ekki að
sjúklingana muni vanta
- Óttast þú ekki að sjúklingar af svæðinu
leiti þrátt fyrir allt suður til Reykjavíkur-
svæðisins, þegar aðstaðan á Kristnesi er loks
tilbúin?
„Nei, það geri ég ekki, því reynslan sýnir
annað. Hér hefur verið sjúkraþjálfun frá
árinu 1988, og á þeim tíma hafa komið fram
mörg tilvik þar sem sjúklingar hafa þurft á
endurhæfingu að halda en ekki getað leitað
út fyrir svæðið. Þetta er stærri hópur en við
reiknuðum með, og ég er bjartsýnn á að
þetta muni ganga vel, eins og dæmin hafa
þegar sannað.
I drögum að heilbrigðisáætlun segir að
endurhæfingarsjúkrahús skuli byggð upp á
tveimur stööum á landinu, á Reykjavíkur-
svæðinu og við Eyjafjörð. Ég tel að Krist-
nesspítali eigi að þjóna síðarnefnda hlut-
verkinu, og viljayfirlýsing hefur verið undir-
rituð um samstarf á sviði læknisþjónustu
milli Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og
Kristnesspítala. Þar er miðað aö því að
endurhæfingarsjúklingar frá FSA geti fcng-
ið þjónustu hér, t.d. fólk sem t'er í beina-
aðgerðir, sjúklingar eftir hjartaáföll eða
heilablæðingar og þarf á langtíma-endur-
hæfingu að halda.
Við Kristnesspítala myndu þá starfa sér-
fræðingur í endurhæfingarlækningum, lyf-
læknir og aðstoðarlæknar, sem myndu
einnig sinna ákveðnum störfum á FSA, og
gagnkvæmt. Ég vonast til að árið 1992 verði
aðstæður þannig að við getum byrjað af full-
um kröftum meðslíka þjónustu. I dagcrum
við byrjaðir að veita hluta hennar, eins og
ég minntist á áðan."
Barátta við vindmyllur og þverhausa
- Er ekki almennur vilji til þess í Eyjafirði
að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd?
„Þar sem sólin skín skærast er skugginn
dekkstur. Þegar Kristneshæli var byggt var
mikil fjöldahreyfing á bakvið þá
framkvæmd, og nærri allir íbúar sýslunnar
auk margra íbúa nágrannasýslna tóku þátt í
fjársöfnun vegna byggingarinnar.
Eftir að berklunum var útrýmt var þessi
fjöldahreyfing ekki lengur til staðar, og
Kristnesspítali stóð í skugganum. Kven-
félögin í Eyjafirði, nánar til tekiö Kven-
félagið Hjálp í Saurbæjarhreppi, átti hug-
mynina að byggingunni og flutti hana á
kvennasambandsþingi. Konur áttu mikinn
þátt í að hrinda hugmyndinni um berklahæli
á þessum stað í framkvæmd. Það er þess
vegna ein helsta von okkar að Kvenfélaga-
samband íslands veiti okkur lið í baráttunni
fyrir frekari uppbyggingu Kristnesspítala."
- Var ekki mikið samstarf milli Kristnes-
spítala og FSA á árum áður?
„Jú, á tíma berklanna var það mun meira
en seinna gerðist. Þá var oft náið samstarf
milli sjúkrahúsanna um berklalækningar.
Guðmundur Karl Pétursson gerði margar
berklaaðgerðir, sérstaklega brjósthols-
skurðaðgerðir, og sjúklingarnir fóru á milli
stofnananna. En með tímanum datt þjón-
ustan niður við Kristnesspítala, og stofnun-
in fór að bera meiri keim af geymslustofnun
eða vistunarhæli fyrir fyrrverandi berkla-
sjúklinga og fólk með hina og þessa kvilla.
Upp úr 1964 er varla hægt að tala um
berklalækningar við Kristnes, og mörg ár
liðu þar til hlutverk sjúkrahússins var skil-
greint upp á nýtt. Eftir að nýtt hlutverk var
fundið var sama sinnuleysið uppi á teningn-
um, og hið opinbera gerðir ekkert til að
fylgja hlutunum eftir.
Þarna liðu tveir áratugir í tómarúmi, og
afar erfitt er að koma sér upp á yfirborðið
aftur eftir slíka forsögu.
Ég vil að Kristnesspítali hafi jákvæða
ímynd í huga fólks hér á svæðinu. Hér á að
fara fram vönduð og kraftmikil endurhæf-
ingarstarfsemi, þar sem hjúkrunarþjónusta
er fyrsta flokks. Þeir sem þurfa á endurhæf-
ingu að halda eiga að geta farið héðan mun
hressari út í lífið, þar sem þeir geta tekist á
við tilveruna. Hér á fólk að geta fengið
lækningu meina sinna.
En það hefur verið mikil barátta að fá
athygli ráðamanna, og á erfiðum stundum
spyr ég sjálfan mig þeirrar spurningar hvaða
tilgang það hafi að berjast við kerfið. Vind-
myllurnar í kerfinu eru óteljandi og þver-
hausarnir í skúmaskotunum lygilega
margir.“ EHB
,Ég vil að hér fari fram vönduð, fyrsta flokks þjónusta, og að Kristnesspítali fái að gegna því hlutverki
er ekki ánægður með framgöngu sumra
þeirra í málefnum Kristnesspítala, svo ég
tali hreint út. Einstaka menn hafa þó staðið
sigvel, þegar til þeirra hefur verið leitað.
Sjúkrahús sveitarfélaganna um landið
virðast eiga auðvelt uppdráttar, þau hafa
byggst upp því þau hafa þrýstihópa á bakvið
sig. f skýrslu frá 1988, sem unnin var að til-
hlutan heilbrigðisráðuneytisins, er Kristnes-
spítali talinn einn af fjórum spítulum þar
sem ástand húsnæðis sé slæmt. Hinar stofn-
anirnar þrjár eru sjúkrahúsin á Egilsstöð-
um, Seyðisfirði og ísafirði, og á öllum
stöðunum hafa miklar úrbætur verið gerðar
undanfarin tvö ár.“
- Hvaða afstöðu hefur Stjórnarnefnd
ríkisspítala til Kristness?
„Við eigum hljómgrunn og samúð þar, en
þegar kemur að því að fylgja málum eftir
gerist lítið, því miður.“
Þörfín fyrir endurhæfíngardeild
viö Kristnesspítala
Bjarni hefur mikinn hug á að Kristnesspítali
verði sem fyrst í stakk búinn til að þjóna
hlutverki endurhæfingarsjúkrahúss, sem
gert er ráð fyrir í drögum að heilbrigðisáætl-
un.
„í tillögum að heilbrigðisáætlun, sem nú
liggur fyrir, er mikil áhersla á endurhæf-
ingu, langlegurými fyrir aldraða og fyrir-
byggjandi aðgerðir gegn sjúkdómum. Krist-
nesspítali getur boðið upp á þessa þætti, og
heilbrigðismálaráð norðurlandshéraðs
eystra hefur ýtt mjög á eftir uppbyggingu
hér. Þetta er í raun eini aðilinn sem hefur
haldið Kristnesspítala fram og stutt við
okkur. Stjórnarnefnd ríkisspítala hefur tek-
ið mörg verkefni fram yfir þessa stofnun,
þrátt fyrir að áætlanir um uppbyggingu
Kristnesspítala hafi hlotið samþykki nefnd-
arinnar.
Áætlanirnar, sem ég minntist á, miða að
því að á efri gangi verði rekin langlegudeild,
ekki eingöngu fyrir aldraða heldur einnig
yngra fólk sem þarf á slíku að halda vegna
sjúkdóma og slysa. Hér er um að ræða 24
rúm.
Á neðri gangi verða 34 rúm eða svo fyrir
endurhæfingarsjúklinga af ýmsu tagi.
Ég gerði könnun á því hversu mikil þörf
væri fyrir endurhæfingardeild í þessu lækn-
ishéraði. Þá fékk ég m.a. uppiýsingar um
hversu margir sjúklingar af svæðinu væru að
meðaltali á endurhæfingardeild Borgar-
spítalans og á Heilsuhæli N.L.F.Í. í Hvera-
gerði og á Reykjalundi. 28,6 sjúklingar úr
umdæminu lágu inni á þessum stofnunum
að meðaltali, árið um kring.
í sambandi við slíka endurhæfingardeild á
Kristnesi munu starfa sjúkraþjálfari, iðju-
þjálfari og sérmenntaðir íþróttakennarar sem
þekkja vel til íþróttaiðkunar fatlaðra. Þeir
síðastnefndu munu starfa með sjúklingun-
um þann hluta dagsins sem ekki er notaður
til beinnar endurhæfingar eða hvíldar.
Lóðin og landareignin gefa góða
möguleika - og spítalinn stækkar
Landareign Kristnesspítala gefur góða
möguleika á margvíslegum íþróttaiðkunum
og tómstundastarfi, hér er t.d. 26 hektara
skógarreitur, gönguleiðir sem henta jafnt að
sumri og vetri, aðstaða til gönguskíðaiðkun-
ar þá mánuði sem snjór er góður og svo
sem hann er skilgreindur til.“ Mymiir: EHB
mætti lengi telja. Náttúrufegurðin heillar
flesta sem hér dvelja og gefur starfseminni
skemmtilega umgjörð.
Hvað húsakost snertir þurfum við að
byggja endurhæfingarsal sem yrði 300
fermetrar, húsnæði fyrir iðjuþjálfun er til-
búið, búið er að byggja sundlaug sem er
5x12 metrar, svo aðstaða ætti að vera ákjós-
anleg. Hátíðasalur, sem hér er, var innrétt-
aður fyrir þremur árum og búinn tækjum til
sjúkraþjálfunar, og í sumar vonumst viö til
að geta sett upp lyftu sem á að tengja gömlu
og nýju byggingarnar saman. Auk þess er
verið að byggja nýjar setustofur og borðsali
fyrir sjúklingana. Við höfum ekki haft boð-
legar setustofur hingað til en vonumst til að
á þessu ári verði hægt að taka nýju aðstöð-
una í notkun.
Hér er um kostnaðarsamar framkvæmdir
að ræða. Við þurfum að breyta hvorum
sjúkragangi fyrir 25 til 27 milljónir króna,
og verðum að dreifa þeirri upphæð á tvö ár.
í dag er staðan sú að ef þær fjárveitingar
standast sem ég hef munnleg loforð fyrir,
erum við tveimur árum á eftir áætlun, miðað
við upprunalegar tímasetningar. Mikið hef-
Málverk af Kristneshæli, eins og það hét áður. Myndin er frá 1927, máluð af Freymóði Jóhannes-
syni, þjóðkunnum listamanni.