Dagur - 31.03.1990, Side 12
12 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990
matarkrókur
Landbúnaðar/sjávar-
pottréttur og ísbomba
- Einar Sveinn Ólafsson
„Matarkrókur“ vikunnar
Einar Sveinn Ólafsson verksmiðju
stjóri ístess hf. tók áskorun félaga
síns Jakobs Björnssonar fjármála
stjóra lönaöardeildar sambandsins
og er því mættur í Matarkrókinn að
þessu sinni. Þeir félagar sem starl'a
m.a. saman í stjórn Lionsklúbbsins
Hængs, eru miklir matmenn og njóta
þess jafnan að borða góðan mat.
„Ég er mikill kokkur og get gert
margt annað en að steikja hamborgara
og sjóða pylsur. Ég hef mest gaman af
því að elda mat sem krefst mikillar
fyrirhafnar. Konan veitir mér gott
aðhald í eldhúsinu, þegar ég er að störf-
um þar og kannski eins gott,“ sagði Ein-
ar Sveinn.
Ekki var Einar Sveinn alveg viss um
hvað hann ætti að kalla rétt þann sem
hann gefur lesendum uppskriít af að
þessu sinni en ákvað að kalia þetta iand-
búnaðar/sjávar-pottrétt. Um er að ræða
veislu-pottrétt fyrir 8-I0 manns, borinn
fram með snittubrauði og salati. í eftir-
rétt er Einar Sveinn svo með ísbombu.
En þá kemur hér uppskriftin af sjálf-
um aðalréttinum, veislu-pottrétti fyrir
8-I0 manns:
200 g skelfiskur
200 g rœkjur
1 dós krcekliitgur
200 g frosnar baunir
L. bakki nýir sveppir
2 bréf skinka
2 bréf beikon
1 kjúklingur
2 bollar hrísgrjón
/ rauð og I græn paprika
5 tómatar til skreytingar
5 humarhalar til skreytingar
Smjör til steikingar
Aðferð:
Steikið niðursneidda sveppi í smjöri
og bætið beikoni, skinku og paprikun-
um út í og látiðkraumavið lítinn hita í
smjörinu. Vökva af kræklingi bætt sam-
an við hrísgrjónin og vatni bætt við
soðið. 'h matskcið smjör sett út í meðan
á suðu stendur.
Skelfiskurinn hreinsaður vel. Takið
nýrnabita og garnir frá (þær gefa slæmt
bragð). Vatn sett í pott og saltaö og hit-
að upp í suðu. Þá erskclfiskurinn settur
úlí og látinn vera í pottinum í 2 min.
Skelfiskurinn síðan tekinn upp úr og
skorinn í tvennt.
Því næst er kjötið skorið niður og
blandað saman við sveppina, paprik-
urnar, beikonið og skinkuna. Síðan er
hrísgrjónunum, rækjunum, skelfiskin-
um, kræklingnum og kjúklingnum,
ásamt grænmetinu blandað saman.
Skreytt með humarhölum og tómötum.
Boriö fram með snittu'brauði og salati.
Snittubrauð:
6 dl ylvolgt vatn
1 pk. ger
4 tsk. salt
2 msk. matarolía
1 kg hveiti
Áðferð:
Helmingi hveitisins, vatni og geri
hrært saman og salti og afgangnum af
hveitinu bætt út í. Látið lyfta sér um
helming í u.þ.b. 1 klst. Ath. að hafa
rakt stykki yfir skálinni og liafa hana á
heitum stað. Síðan á að forma í mjótt
og langt brauð og rakt stykki lagt yfirog
látið lyfta sér í ca. 40 mín. Bakað i 15-
20 inín. við 200 gráður á C.
Salat:
3 epli
3 appelsinur
Sýrður rjótni, mayones
ogstrásæta
Ávextirnir afhýddir og skornir í bita
og settir í skál. Sýrðum rjóma og
mayonesi bætt í eftir smekk, ásamt
strásætuefni.
ísbomba:
6 eggjarauður
4 éggjahvítur
1 dl sykur
6 dl rjómi
I pk. hraðfryst jarðarber
4-5 kiwi aldin
/ stórt Toblerone súkkulaði
I stk. tertubotn
Avaxtasafi eða líkjör (Buylis)
Aðferð:
Eggjahvíturnar stífþeyttar og rjóm-
inn þeyttur. Eggjarauðurnar þeyttar
með sykrinum, yfir heitum vatnspotti,
uns kremið þykknar. Tekiö af hitanum
og þeytt á meðan það kólnar. Þeyttum
rjóma og stífþeyttum eggjahvítunum
blandað varlega út í. Siðan er hrærunni
skipt í þrennt.
Jarðarberin söxuð og blandað saman
við einn hlutann. Kivvi aldinið afhýtt og
saxað og blandað saman við annan
hluta af hrærunni. Toblerone súkkulað-
ið brytjað og hrært saman við þriðja
hlutann. Skálarnar settar í frost um
stund.
Tertubotninn vættur með ávaxtasafa
eða líkjöri og skorinn í 16-20 jafnar
sneiðar. Tertusneiðunum raðað í
hvelfda skál (2-2'/> 1) og þrýst að brún-
unum, (fleygur snúi niður í skálinni)
þannig að þær sitji fastar. Hálffrosinni
jarðarberjahrærunni snuirt yfir tertubit-
ana og skálin látin í frysti þar til ísinn er
alveg stirönaður. Þá er súkkulaði-
hræran smurð yfir jaröarberjahræruna
og skálin sett aftur í frysti. Þegar
súkkulaðihræran er orðin stíf, er skálin
fyllt upp með kiwihrærunni og fryst á
ný;
Jsinn er tekinn úr frysti V> klst. áður
en bera á hann fram. Skálin sett í volgt
vatn og síðan hvolft úr henni á fat.
Þannig lítur þetta út og svo er bara að
vona að þessi réttir bragðist vel. Einar
Sveinn hefur þegar skorað á næsta þátt-
takanda, sem er Helga Magnúsdóttir
fóstra á Akureyri og mun hún mæta
með uppskrift af einhverju góðgæti í
Matarkrókinn að hálfum mánuði
liðnum. -KK
Stýrimannanemarnir í einni brú nýja siglingahermisins. Þessi brú er nákvæm eftirlíking af brú flutningaskipsins
„Atlantic Star“. Oll stjórntök verða að vera hin sömu og ef nemarnir sætu við stjórnvöl hins 75 metra langa og 2.700
tonna vöruflutningaskips.
Stýrimannadeildin á Dalvík:
Vel heppnuð kennslu- og
kynningarferð til Reykjavíkur
Nemar við stýrimannadeild-
ina á Dalvík fóru fyrir skömmu
í kennsluferð til Reykjavíkur.
Höfuðtilgangur ferðarinnar
var að sækja tíma í nýjum sigl-
ingahermi við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík. I slíkum
hermi stjórna nemendur hin-
um ýmsu stærðum af skipum
við hinar fjölbreytilegustu
aðstæður. Hér er um nýtt tæki
að ræða sem kostar um 40
milljónir króna. Fullyrða má
að öll siglingafræði og siglinga-
reglukennsla gjörbreytist með
tilkomu hermisins, þar sem
nemendur verða að takast á
við siglingu skipa eins og þeir
væru í raun og veru um borð í
skipi.
í herminum er tekist á við
skipaumferð, erfiðar siglingaleið-
ir, staðsetningar, strauma og
vind. Þá þarf að taka fullt tillit til
allra kringumstæðna, svo sem að
leggja að bryggju og þess háttar,
sem hingað til hefur ekki verið
hægt að kenna nemendum öðru-
vísi en bóklega. Hin nýja aðstaða
gerir alla stýrimannafræðslu mun
athyglisverðari og eftirsóknar-
verðari, og er þessi kennsla á við
það besta sem þekkist í heimin-
um í dag.
Auk þess sem nemendur
„sigldu“ á þurru landi við hinar
erfiðustu aðstæður, notuðu þeir
tímann til að heimsækja ýmsar
stofnanir og fyrirtæki sem tengj-
ast sjómennsku og sjávarútvegi.
Meðal viðkomustaða stýrimanna-
nemanna í suðurferðinni má
nefna Slysavarnafélag Islands,
Landhelgisgæsluna, Vita- og
hafnamálastofnun, Veðurstofu
íslands, Hafrannsóknastofnun,
Siglingamálastofnun, Hampiðj-
una og Sjómælingar íslands. Mjög
vel var tekið á móti þeim á öllum
þessum stöðum.
Það var samdóma álit allra
nema stýrimannadeildarinnar á
Dalvík að ferð sem þessi væri
geysilega mikilvægur þáttur í
skólastarfinu. Það væri ekki ein-
ungis námið í herminum sem
kæmi að ómetanlegu gagni, held-
ur sköpuðu heimsóknirnar í fyrir-
tæki og stofnanir góð tengsl milli
þeirra sem starfa á sjó og þjón-
ustuaðilanna í landi. Nemarnir
sögðust vilja nota tækifærið og
koma á framfæri innilegu þakk-
læti til þeirra fjölmörgu aðila sem
þeir heimsóttu í suðurferðinni.
Því er hér með komið til skila.
SJ./BB.
Farið í siglingu í Reykjavíkurhöfn með Ásgrími Björnssyni, formanni, á
björgunarskipi SVFÍ, Henry Hálfdánarsyni. A myndinni eru talið frá vinstri:
Friðbjörn Benediktsson, Sævaldur Gunnarsson, Sigurbjörn Sigurðsson,
Valgarður Jökulsson, Finnur Sigurbjörnsson, Egill Guðjónsson (fremst),
Sigfús Jónsson, Haukur Hauksson og Þröstur Jóhannsson. Ásgrímur for-
inaður er að sjálfsögðu í brúnni. Á inyndina vantar Steingrím Friðriksson og
Ómar Örvarsson. Myndir: SJ.
Listahátíð:
Verðlaunasamkeppni á sviði
lista meðal ungs fólks
- skilafrestur að renna út
Frestur til að- skila verkum í
Verðlaunasamkeppni á sviði lista
meðal ungs fólks rennur út 31.
mars. Það er Listahátíð í Reykja-
vík sem stendur að keppninni
með stuðningi íslandsbanka, sem
kostar framkvæmd hennar og
leggur til verðlaunafé, að upp-
hæð 400 þúsund krónur.
Eins og áður hefur komið fram
er keppni þessi mjög frjálsleg í
sniðum; þátttakendur mega skila
inn nánast hverju sem er, svo
fremi sem það með nokkru móti
getur talist einhvers konar list.
Þannig hafa þegar borist í keppn-
ina á þriðja hundrað verk; ljóð,
sögur, myndverk af ýmsu tagi,
tónsmíðar, kvikmyndir og dans-
verk. Þó hefur stjórn Listahátíð-
ar lýst sérstökum áhuga á verkum
sem eru samin út frá grunnhug-
myndinni „íslendingur og haf“,
en það er einungis ábending,
ekki skilyrði fyrir þátttöku.
Þátttakendur skulu vera 19 ára
og yngri og er þá miðað við skila-
dag. Verk má senda eða skila á
skrifstofu Listahátíðar, Gimli við
Lækjargötu, 101 Reykjavík.
Þegar skilafrestur rennur út
mun dómnefnd undir forsæti
Brynju Benediktsdóttur, for-
manns Bandalags íslenskra lista-
manna, setjast á rökstóla. Úrslit
verða síðan kunngerð við opnun
Listahátíðar í júní í sumar.