Dagur - 31.03.1990, Qupperneq 13
Laugardagur 31. mars 1990 - DAGUR - 13
Að reykja gegn betri vitimd
Nú eru um þrír áratugir síðan
sannaðist sterkt samband milli
reykinga og lungnakrabbameins.
Síðan hefur listinn um skaðleg
áhrif sígarettureykinga stöðugt
lengst og fjöldi sjúkratilfella og
dauðsfalla af þeirra völdum orðið
óþolandi mikill. Allir íslending-
ar vita um skaðsemi reykinga.
Þeir sem reykja, sjá á hverjum
sígarettupakka afdráttarlausa
viðvörun. Rannsóknir sýna, að
langflesta reykingamenn langar
til að hætta. Samt reykja menn
margir hverjir áfram gegn betri
vitund.
Hvaða áþján er svo þung að
menn halda áfram að reykja
þvert um vilja sinn. Það er niko-
tínávaninn, nikotínfíknin sem
veldur. Sú gleðilega þróun hefur
orðið síðustu árin, að færra ungt
fólk byrjar reykingar. Þeir sem
hins vegar byrja af fikti og ung-
æðishætti, verða fljótt margir
fastir í nikontínávananum og losa
sig ekki þaðan svo auðveldlega.
Árangur á námskeiðum fyrir þá
sern hafa lýst sig viljuga að reyna
að hætta reykingum, er ekki betri
en svo, að 6-7 af 10 eru byrjaðir
að reykja ári síðar. Og enn á ný
gegn betri vitund og þrátt fyrir
þær upplýsingar sem gáfust á
námskeiðinu.
Hvernig má þetta verða? Við
hvert sog úr sígarettunni fer
nikotín með reyknum í lungun og
frásogast leifturhratt. Á örfáum
sekúndum hefur nikotínið borist
með blóðinu til heilans. Nokotín-
ið vinnur sér sess í boðkerfum
heilans og þegar að því kemur að
reykingamaðurinn vill hætta,
minnir nikotínið hressilega á að
það vantar. Reykingamaðurinn
fær fráhvarfseinkenni, óstyrk og
óróleika, sem eru það erfið
mörgum reykingamönnum, að
þeir finna sig knúna til að byrja
að reykja aftur og losna þannig
við óþægindin. Það er þetta vald
fráhvarfseinkennanna, sem held-
ur fólki í greipum reykinganna.
Vissulega koma hjá mörgum ein-
staklingum aðrar ástæður til fyrir
reykingum, en ekkert af því hef-
ur eins nístandi tak og nikotín-
ávaninn.
Sá sem reykir, sogar í sig hvern
reykinn eftir annan, 10 sinnum úr
hverri sígarettu, 200 sog á dag,
liðlega 70 þúsund sinnum á einu
ári, ef reyktur er pakki á dag.
Allt til þess að fá jafnmarga
skammta af nikotíni fyrir mið-
taugakerfið. Með nikotíninu í
reyknum er ótal fjöldi efna og
stór fjöldi þessara efna er
krabbameinsvaldandi. Enn önn-
ur efni valda bólgu í loftvegum,
og skemmdum á þeim og lungna-
blöðrunum, þar sem loftskipti
fara fram. Langvinn berkjubólga
og lungnaþan verða afleiðingar
þessa.
Skemmdirnar byrja fljótt, en
verða ekki þeim sem reykir ljósar
fyrr en hann hefur reykt af dugn-
aði í nokkur ár. Eftir nokkurra
áratugi reykingar er hins vegar
svo komið fyrir fjölmörgum reyk-
ingamönnum, að þeir geta ekki
slitið sig frá nikotínávananum,
jafnvel þótt heilsubrestur sé þeim
hörð áminning um skaðsemi
reykinganna.
Það má koma í veg fyrir nteira
en 80% af öllu lungnakrabbameini.
Það þýðir að af þeim 90 sjúkling-
um, sem greinast með lungna-
krabbamein á ári hverju, eru 72
tilfelli að minnsta kosti reyking-
um að kenna. Lungnakrabba-
mein er með verstu krabbamein-
um viðureignar. Og því er besta
vörnin hér, að reykingar verði
sem allra minnstar og að við þurf-
um ekki í byrjun næstu aldar að
horfa á eftir nær þúsund manns
uppskera lungnakrabbamein á
hverjum áratug.
Fyrir reykingamann eru lík-
urnar á að fá lungnakrabbamein
miklu meiri en líkurnar að vinna
stóran vinning í einhverju þeirra
happdrætta, sem við vongóð
kaupum miða af aftur og aftur.
Vinningar reykingahappdrættis-
ins eru alltof ógnvænlegir til þess
að nokkur spili með til vinnings.
Virkjum þá vitund sem við höf-
um um skaðsemi reykinga til þess
herða þá enn einu sinni, sem
Friúrik E. Yngvason.
ekki hafa byrjað reykingar að
halda þá ákvörðun og hina sem
enn hafa ekki hætt, að gera það
áhlaup sem dugar til að komast
undan ógnum reykinganna.
Krabbameinsfélagið hefur gef-
ið út bæklinginn „Ut úr kófinu"
þeim til halds og trausts sem vill
hætta og virða fyrsta heilsuboð-
orðið: „Reykjum ekki og forð-
umst reyk frá öðrum. Notum
ekki neftóbak eða munntóbak."
Sá sem hættir reykingum og
heldur þaö, vinnur umtalsverðan
sigur. Meiri og merkilegri sigur
en þann sern unnin er í margs-
kyns keppnum. Að brjótast und-
an valdi nikotínsávanans, er að
auka persónulegt frelsi sitt,
höggva á hlekki þá sem stýra
reykingunum og búa í haginn til
bættrar heilsu og betra umhverf-
is.
Friðrik E. Yngvason.
Höfundur er sérfraðingur í lungnalækn-
ingum á L-deild FSA.
vsk^?
Reifur A: Skattskyld velta, þ.m.t.
úttekttil eigin nota, sala rekstrar-
fjármunaog innborganir fyrir
afhendingu. Fjárhæðin færist án
virðisaukaskatts.
Reitur B: Undanþegin velta. Hér er
m.a. átt við útflutning, sölu dagblaða
og aðra sölu sem ber „núllskatt". Ekki
skal færa hér upplýsingar um
undanþegna starfsemi.
Reitur C: Útskattur, sáskattur sem á upþgjörs-
tímabilinu hefurfallið á skattskylda veltu,
þ.e. reiknaður útskattur af allri sölu eða
afhendingu skv. reitA.
xjir&isaukaskaús
skýrs'a
w
t05-OA
\Kíantw'» ’n
A3A309
. þeim'"' P
-6669
tF-r
II! j ' .•mcaveai 3°°
8 y- \ 0.4»«^"—
\
jl ' \ ^
,a fuma
Gtnö-ss6/
Reitur D: Innskattur, sá skattur sem á uppgjörs-
tímabilinu hefurfallið á kaup eðaeigin innflutning
á vörum eða þjónustu til nota í rekstrinum, þ.e.
aðföng sem varöa sölu á vöru, vinnu eöa þjónustu
skv. reitum Aog B.
• Reitur E: Fjárhæð til greiðslu eða
inneign. Ef útskattur, skv. reitC, er
hærri en innskattur, skv. reit D, skal
merkjavið í reitinn „Til greiðslú' en
ef innskattur er hærri en útskattur
skal merkjavið í reitinn „Inneign".
Athygli skal vakin á því að ef
skilafjárhæð er núll eöa engin
starfsemi hefur farið fram á
tímabilinu ber samt að fylla
skýrsluna út og skila henni.
fiumtW
twlK
5. apríl
er gjalddagi
virðisaukaskatts!
Fyrirfram áritaðir gíróseðlar
irðisaukaskattsskýrslan er í formi
g í róseðils. Gjaldanda ber að nota þá skýrslu sem
honum berst árituð. Berist skattskyldum aðila ekki
árituð skýrsla skal hann nálgast hana hjá skattstjóra
eða innheimtumanni í sínu umdæmi og árita hana.
Hvenær á að skila skýrslu?
jalddagi virðisaukaskatts er 5. apríl.
Til að komast hjá álagi þarf greiðsla að hafa borist á
gjalddaga. Athygli skal vakin á því að ekki nægir að
póstleggja greiðslu á gjalddaga.
Hvar má greiða?
kýrslum til greiðslu, þ.e. þegar
útskattur er hærri en innskattur, og núllskýrslum má
skila til banka, sparisjóða eða pósthúsa. Einnig má
greiða hjá innheimtumönnum ríkissjóðs en þeir eru
tollstjórinn í Reykjavík, sýslumenn og bæjarfógetar í
kaupstöðum, bæjum og sýslum, og lögreglustjórinn
á Keflavíkurflugvelli.
Athygli skal vakin á því að bankar, sparisjóðir
og pósthús taka aðeins við skýrslum sem áritaðar
hafa verið af skattyfirvöldum. Ef aðili áritar skýrsluna
sjálfur eða breytir áritun verður að skila henni til
innheimtumanns ríkissjóðs.
Inneignarskýrslur
Mm f innskattur er hærri en útskattur, þ.e.
gjaldandi á að fá endurgreiðslu á virðisaukaskatti,
skal skila skýrslunni til skattstjóra í viðkomandi
umdæmi.
Upplýsingasími RSK
vegna virðisaukaskatts er
91-624422
RSK
RÍKiSSKATTSTJÓRI