Dagur - 31.03.1990, Qupperneq 16
16 - DAGUR - Laugardagur 31. mars 1990
dagskrá fjölmiðla
EmbýBshús
á Akureyri tíl sölu
Til sölu einbýlishúsið að Oddagötu 3b, Akureyri.
Húsið er 5 herbergja 104 fm og kjallari.
Timburhús, klætt með ryðfríu stáli.
I mjög góðu ástandi.
Upplýsingar gefur Ragnar Pálsson í síma 96-22175.
BH===H5!=!^
Búsáhalda-
markaðurinn
r
Indíáninn er á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudagskvöld. Þetta er nýleg þýsk sjónvarpsmynd byggð á sjálfsævi-
sögu Leonhards Lentz. Maðurfær vitneskju um að hann sé með illkynjað mein í hálsi og fylgst er með viðbrögð-
um hans eftir þá greiningu.
Óseyri 4 opnaður í dag
laugardaginn 31. mars
Mikið úrval af búsáhöldum, leirtaui,
gler- og gjafavörum.
Handklæði og sokkar á alla
fjölskylduna.
Ath. Leirtau til fermingarinnar
á einstöku verði.
Opið virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 10-16
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FJÓLA EGEDÍA HJALTALÍN,
Norðurgötu 35, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt föstudags-
ins 30. mars.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna,
Randver Karlesson.
Eiginmaður minn,
GUTTORMUR BERG,
Akureyri,
sem lést 28. mars, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju
þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.30.
Þórlaug Baldvinsdóttir.
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.
Sjónvarpið
Laugardagur 31. mars
13.30 íþróttaþátturinn.
14.00 Enska knattspyrnan: Liverpool-
Southampton. Bein útsending.
16.00 Meistaragolf.
17.00 íslenski handboltinn. Bein útsend-
ing.
18.00 Endurminningar asnans (9 og 10).
Lokaþáttur.
18.25 Fiskimaðurinn og kona hans.
(Storybreak Classic.)
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Fólkid mitt og fleiri dýr (4).
19.30 Hringsjá.
20.30 Lottó.
20.35 '90 á stödinni.
20.55 Allt í hers höndum.
21.20 Fólkið í landinu.
Frá Saigon í Kringluna.
Sigmar B. Hauksson ræðir við Ara Huynh.
Ari er víetnamskur flóttamaður sem kom
hingað til lands með tvær hendur tómar
en á nú, ásamt fjölskyldu sinni, veitinga-
stað í borginni.
21.45 Einkamáladálkurinn.
(Classified Love.)
Bandarísk bíómynd frá 1986.
Aðalhlutverk: Michael McKean, Stephan-
ie Faracy and Dinah Manoff.
Þrír framagosar í New York treysta á
einkamáladálka dagblaðanna til þess að
komast í kynni við hitt kynið.
23.15 í sjálfheldu.
(To Kill a Clown.)
Bandarísk bíómynd frá árinu 1972.
Aðalhlutverk: Alan Alda, Blythe Danner,
Heath Lamberts og Eric Clavering.
Ung hjón taka á leigu hús fjarri manna-
byggðum. Leigusalinn, sem er fyrrver-
andi hermaður, reynist vera þeirra eini
nágranni. Hann virðist við fyrstu kynni
indælismaður en ekki er allt sem sýnist.
00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Sunnudagur 1. apríl
14.20 Heimsins besti hundur.
(Verdens bedste hund.)
Heimildamynd um alþjóðlega hundasýn-
ingu í Kaupmannahöfn.
15.10 Veðurnornin.
(Frau Holle.)
Nýleg ævintýramynd byggð á sögu úr
Grimms ævintýrum.
Leikendur: Giulietta Masina, Valerie
Kaplanova, Sona Valentova og Pavol
Mikulik.
Jakob litli bjargast úr snjóflóði og er það
ekki síst að þakka veðurnorninni sem
stjórnar árstíðunum.
16.40 Kontrapunktur.
Áttundi þáttur af ellefu.
Að þessu sinni keppa lið Svía og Norð-
manna.
17.40 Sunnudagshugvekja.
17.50 Stundin okkar (23).
18.20 Litlu Prúðuleikararnir (4).
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Fagri-Blakkur.
19.30 Kastljós á sunnudegi.
20.35 íslandsmyndir.
í tilefni 60 ára afmælis Ríkisútvarpsins
mun Sjónvarpið sýna á sunnudagskvöld-
um næstu mánuði stuttar yfirlitsmyndir
af stórbrotinni náttúru íslands.
20.40 Frumbýlingar.
(The Alien Years.)
Þriðji þáttur.
21.30 Umhverfis Vikivaka.
Fylgst er með upptöku óperunnar Viki-
vaki haustið 1989 og rætt við Atla Heimi
Sveinsson, tónskáld, Thor Vilhjálmsson,
höfund texta, Hannu Heikinheimo, leik-
stjóra og fleiri aðstandendur verksins.
22.ÖÖ Indiáninn.
(Der Indianer.)
Nýleg þýsk sjónvarpsmynd byggð á
sjálfsævisögu Leonhards Lentz.
Maður fær vitneskju um að hann sé með
illkynjað mein í hálsi, og fylgst er með við-
brögðum hans eftir þá greiningu. Myndin
gerist að mestu á sjúkrahúsi og er vistin
þar séð með augum sjúklingsins.
23.35 Listaalmanakið - Apríl.
Svipmyndir úr listasögunni.
23.40 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Sjónvarpið
Mánudagur 2. apríl
17.50 Töfraglugginn (22).
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Yngismær (82).
19.20 Leðurblökumaðurinn.
19.50 Bleiki pardusinn.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Roseanne.
21.00 Litróf.
Meðal efnis: Litið inn á sýningu hjá
íslenska leikhúsinu á Hjartatrompeti eftir
Kristínu Ómarsdóttur, ung skáld lesa úr
verkum sínum og norræn samsýning á
Listasafni íslands skoðuð.
Umsjón Arthúr Björgvin Bollason.
21.45 íþróttahornið.
Fjallað verður um íþróttaviðburði helgar-
innar.
22.05 Að stríði loknu (9).
(After the War.)
Á því herrans ári ...
23.00 Ellefufréttir.
23.10 Þingsjá.
Umsjón Árni Þórður Jónsson.
23.30 Dagskrárlok.
Stöð 2
Laugardagur 31. mars
09.00 Með afa.
10.30 Jakari.
10.35 Glóálfarnir.
10.45 Júlli og töfraljósið.
10.55 Denni dæmalausi.
11.20 Perla.
11.45 Klemens og Klementína.
12.00 Popp og kók.
12.35 Á ferð og flugi.
(Planes, Trains and Automobiles.)
Þrælgóð gamanmynd með Steve Martin í
aðalhlutverki.
Aðalhlutverk: Steve Martin, John Candy,
Laila Robbins, Michael Mckean og Kevin
Bacon.
14.05 Frakkland nútímans.
(Aujourd’hui en France.)
14.35 Fjalakötturinn.
Hvarfið við Gálgaklett.
(Picnic at Hanging Rock.)
Saga þessi gerist um aldamótin síðustu
og segir frá þremur skólastúlkum sem
fara í skógarferð ásamt kennara sínum. Á
þessum sólríka sunnudegi gerast margir
yfirnáttúrulegir atburðir sem erfitt er að
henda reiður á.
Aðalhlutverk: Rachel Roberts, Dominic
Gurad og Helen Morse.
16.25 Kettir og húsbændur.
(Katzen Wandler auf Traumpfaden.)
17.00 Handbolti.
17.45 Falcon Crest.
18.35 Bílaþáttur Stöðvar 2.
19.19 19.19.
20.00 Sérsveitin.
(Mission: Impossible.)
20.50 Ljósvakalíf.
(Knight and Daye.)
Lokaþáttur.
21.20 Kvikmynd vikunnar.
Illa farið með góðan dreng.#
(Turk 182.)
Ungur Brooklynbúi grípur til sinna ráða er
slökkvilið New York borgar neitar að
styðja við særðan bróður hans vegna
hetjudáðar sem sá síðarnefndi vann undir
áhrifum áfengis á frívakt sinni.
Aðalhlutverk: Timothy Hutton, Robert
Urich, Kim Cattrall og Robert Culp.
23.00 Hver er næstur?#
(Last Embrace.)
Roy Scheider, sem hér leikur starfsmann
bandarísku leyniþjónustunnar, verður,
ásamt konu sinni, fyrir óvæntri skotárás
sem grandar eiginkonunni. Eftir að hafa
jafnað sig i nokkra mánuði á taugahæli
heldur hann aftur út í lífið en verður fljót-
lega var við að setið er um líf hans. Þegar
hann fer að grennslast fyrir um orsökina
kemst hann að því að hann er síðasti
maðurinn á lista yfir afkomendur hór-
mangara frá aldarbyrjun, en hópur
manna hefur komið þeim fyrir kattarnef
hverjum á fætur öðrum.
Aðalhlutverk: Roy Scheider, Janet Marg-
olin, John Glover og Christopher Walken.
Stranglega bönnuð börnum.
00.40 Á elleftu stundu.#
(Deadline U.S.A.)
Ritstjóri dagblaðs og starfsfólk hans ótt-
ast að missa vinnuna með tilkomu nýrra
eigenda þar sem núverandi eigendur
blaðaútgáfunnar sjá sér ekki fært að
halda útgáfustarfseminni áfram. Um þær
mundir sem verið er að ganga frá sölu
fyrirtækisins er ritstjórinn að rannsaka
feril Rienzi sem talinn er vera forsprakki
glæpahrings. Þegar betur er að gáð teng-
ist Rienzi einnig óupplýstu morðmáli.
Takist ritstjóranum að koma upp um
glæpahringinn í tæka tíð er blaðinu og
starfsfólkinu ef til vill borgið.
Aðalhlutverk: Humphrey Bogart, Ethel
Barrymore, Kim Hunter og Ed Begley.
02.05 Hausaveiðarar.
(The Scalphunters.)
Þetta er alvöru vestri með fullt af hörku-
áflogum, gríni og indíánum.
Aðalhlutverk: Burt Lancaster, Shelley
Winters, Telly Savalas og Ossie Davis.
Bönnuð börnum.
03.45 Dagskrárlok.
Stöð 2
Sunnudagur 1. apríl
09.00 í Skeljavík.
09.10 Paw, Paws.
09.30 Litli folinn og félagar.
09.55 Selurinn Snorri.
10.10 Þrumukettir.
10.30 Mímisbrunnur.
11.00 Skipbrotsbörn.
(Castaway.)
11.30 Sparta sport.
12.00 Nánar auglýst síðar.
12.35 Listir og menning.
Heimur Peter Ustinovs.
13.30 íþróttir.
16.55 Fréttaágrip vikunnar.
17.15 Umhverfis jörðina á 80 dögum.
(Around The World In Eighty Days.)
18.45 Viðskipti í Evrópu.
(Financial Times Business Weekly.)
19.19 19.19.
20.00 Landsleikur.
Bæirnir bítast.
21.00 Lögmál Murphys.
(Murphy's Law.)
21.55 Fjötrar.
(Traffik.)
Lokaþáttur.
22.45 Listamannaskálinn.
(The South Bank Show.)
William Golding.
00.05 Þrír vinir.
(Three Amigos.)
Sannkallaður vestri í léttari kantinum.
Aðalhlutverk: Steve Martin, Chevy
Chase, Martin Short og Patrice Martinez.
Bönnuð börnum.
01.45 Dagskrárlok.
Stöð 2
Mánudagur 2. mars
15.20 Tim.
Hálf fertug kona verður ástfangin af sér
yngri manni sem er þroskaheftur. Kynni
þeirra takast þegar hún ræður Tim til
garðyrkjustarfa, en upp frá því fer vinátta
þeirra að þróast.
Aðalhlutverk: Piper Laurie og Mel
Gibson.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Hetjur himingeimsins.
18.15 Kjallarinn.
18.40 Frá degi til dags.
19.19 19.19.
20.30 Skiðastjörnur.
Fjölskyldan komin í plóginn? Þá er bara
að byrja með skíðastjörnunum okkar fjór-
um þeim Lindu, Hemma, Rósu og Ómari.
20.40 Dallas.
21.35 Tvisturinn.
22.20 Morðgáta.
(Merder, she wrote.)
23.05 Óvænt endalok.
(Tales of the Unexpected.)
23.35 Geymt en ekki gleymt.
(Good and Bad at Games).
Myndin gerist í byrjun áttunda áratugar-
ins í byrjun áttunda áratugarins í
drengjaskóla í London og svo tíu árum
síðar þegar leiðir þriggja nemenda liggja
aftur saman eftir heldur misjafna skóla-
göngu. Þetta eru þeir Niles og Mount,
sem báðir nutu vissra forréttinda í
skólanum, og Cox sem var einfari og hafði
verið í leiksoppur skólafélaga sinna. Þeg-
ar fram líða stundir fær Cox tækifæri til
þess að hefna sín og gerir það svo um
munar.
> Aðalhlutverk: Martyn Standbridge, Ant-
on Lesser, Laura Davenport og Dominic
Jephcott.
Bönnuð börnum.
01.00 Dagskrálok.