Dagur - 27.04.1990, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 27. apríl 1990
AKUREYRARB/€R
Unglingavinna
Skráning 13, 14 og 15 ára unglinga (árgangar
75, 76 og 77) sem óska eftir sumarvinnu hefst
mánudaginn 2. maí.
Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni
Gránufélagsgötu 4, sími 24169 frá kl. 9-12 og 13-
16 alla virka daga.
Vinsamlegast hafið tiltækar kennitölur umsækj-
enda og framfæranda við innritun.
Skráningu lýkur föstudaginn 18. maí.
Umhverfisstjóri.
AKUREYRARB/ER
Skólagarðar
Skráning 10, 11 og 12 ára unglinga (árgangar
78, 79 og ’80) sem vilja nýta sér aðstöðu í
skólagörðum bæjarins á komandi sumri hefst
miðvikudaginn 2. maí.
Skráning fer fram á Vinnumiðlunarskrifstofunni
Gránufélagsgötu 4, (sími 24169) frá kl. 9-12 og
13-16 alla virka daga.
Vinsamlegast hafið tiltækar kennitölur umsækj-
enda og framfæranda við innritun.
Skráningu iýkur föstudaginn 18. maí.
Umhverfisstjóri.
Laugardagurinn 28. apríl
Hljómsveitin Kvartett
leikur fyrir dansi.
*
Vegna gífurlegrar eftirspurnar
SUNNUDAGSVEISLA
Á SÚLNABERGI
Sveppasúpa
Ofnsteikt lambalæri og/eða heilsteikt nautafillet.
Þú velur meðlætið, sósurnar og salatið
og endar veisluna á glæsilegu deserthlaðborði.
Allt þetta fyrir aðeins kr. 890,-
Frítt fyrir börn 0-6 ára.
V2 gjald fyrir börn 7-12 ára.
íshike 90:
Gengið á skíðum frá
Mývatnssveit til Húsavíkur
íshike '90 er sameiginlegt verk-
efni skáta frá Norðurlöndunum
og verkefnið er að ganga á skíð-
um frá Mývatnssveit til Húsavík-
ur.
Bandalag íslenskra skáta er
ábyrgðaraðili verkefnisins, en
framkvæmdaaðili á Norðurlandi
voru Hjálparsveit skáta á Akur-
eyri og Skátafélagið Klakkur.
Undirbúningur hefur staðið í 1 ár
og í undirbúningsnefndinni voru:
Ingólfur Ármannsson, Þorsteinn
Pétursson, Pétur Torfason,
Ögmundur Knútsson og Ásgeir
Hreiðarsson. Einnig var nefnd-
inni til aðstoðar Gunnar Helga-
son, sem aðallega fræddi okkur
um hvernig þetta gekk fyrir sig í
„gamia daga“ og kunnum við
honum bestu þakkir fyrir.
35 þátttakendur
Verkefnið íshike '90 fékk styrk
frá Nordisk Ungdoms Fond og
var þar skilyrði fyrir styrkveit-
ingu, að skátar frá a.m.k. 3 lönd-
um tækju þátt í verkefninu.
Þátttakendur erlendis frá voru
sem hér segir: 10 frá Svíþjóð, 8
frá Finnlandi og 1 frá Danmörku.
íslensku þátttakendurnir voru
alls 16, þar af 1 frá Akranesi en
15 frá Akureyri.
Við undirbúning voru skrifuð
nokkur bréf til Norðurlandanna
þar sem settar voru fram kröfur
um hæfni þátttakenda og upplýs-
ingar um fatnað og útbúnað, sem
þátttakendur þyrftu að hafa með
sér. Krafist var að minnsta kosti
2ja ára þjálfunar f vetrarskátun
og langur listi fylgdi með um
nauðsynleg hlífðarföt.
Útlendu þátttakendurnir komu
til íslands föstudaginn 6. apríl og
þar tóku fulltrúar B.f.S. á móti
hópnum og komu þeim fyrir í
heimagistingu.
Laugardaginn 7. apríl fór hóp-
urinn í kynnisför um Reykjavík,
baðaði sig í Bláa lóninu og gerði
fleira skemmtilegt og áhugavert á
suðvesturhorninu. Um kvöldið
bauð Landssamband hjálpar-
sveita skáta til kvöldverðar og
B.Í.S. sá um kvöldvöku í skáta-
heimilinu við Snorrabraut.
Undirbúningur
Sunnudaginn 8. apríl komu svo
útlendingarnir til Ákureyrar með
flugi kl. 13.50. Hluti undirbún-
ingsnefndarinnar var mætlur á
flugvöllinn með rútu og fjölda
aðstoðarmanna við farangurs-
flutninga.
Af flugvellinum var haldið í
Lund, félagsheimili H.S.S.A.
Þangað voru mættir allir íslensku
þátttakendurnir með útbúnað
sinn og voru þau búin að útbúa
kaffi og kökuhlaðborð. Eftir að
búið var að bjóða þátttakendur
velkomna til Akureyrar var skipt
í 3 hópa og voru 10-13 í hverjum
hópi. 2 íslenskir fararstjórar og 1
útlendur voru í hverjum hópi og
tóku þeir því næst við stjórninni.
Eftir að feimnin fór af fólkinu og
búið var að ákveða hvaða tungu-
mál ætti að tala, fóru hóparnir að
fara yfir allan útbúnað og örygg-
istæki.
Hóparnir sóttu allan sameigin-
legan mat fyrir gönguferðina og
skiptu honum niður í bakpoka
sína, en hóparnir höfðu aðsetur í
Hvammi og Glerárkirkju, auk
þess hóps, sem eftir varð í Lundi.
Þetta var gcrt til að hrista hópana
saman og láta þau strax fara að
taka sameiginlegar ákvarðanir.
Um kvöldið bauð St. Georgs-
gildið á Akureyri til kvöldverðar
og síðan var kvöldvaka.
Lagt af stað í Mývatnssveit
Mánudaginn 9. apríl var svo lagt
af stað austur.
Þegar þátttakendur höfðu
keypt síðasta hluta matarins og
skoðað sig um í miðbæ Akureyr-
ar var haldið af stað upp úr
hádegi. Gist var í Hraunbrún í
Reykjahlíð, en þar er frábær
aðstaða fyrir 50-60 manns.
Skálarnir eru hitaðir upp með
hcitu vatni og þar er nóg af heitu
og köldu vatni í eldhúsi og bað-
klefum.
Meðan Pétur fór með hópana í
kynnisferð um Reykjahlíðar-
Hópur 1 lcggur af stað frá Hraunbrún.
Haldið af stað frá Þcistareykjuin.
þorp, Kísiliðju, Námaskarð og
Kröflu voru meistarakokkarnir
Ögmundur og Ásgeir að steikja
þorsk og útbúa meðlæti í
Hraunbrún.
Ekki var nú allt alveg tilbúið í
eldhúsinu þegar hóparnir komu
til baka um kl. 19.30 og var þá
haldið í sund fyrir matinn. Það
var svo sem auðvitað að mánu-
dagar eru einu dagarnir í vik-
unni, sem sundlaugin á að vera
lokuð, en elskulegur sundlaug-
arstjórinn opnaði fyrir okkur og
kunnum við henni bestu þakkir
fyrir.
Sjaldan hef ég séð menn borða
þorsk með jafn mikilli áfergju, og
þó að við þyrftum að skíra þorsk-
inn ýsu í einstaka tilfelli fyrir
íslensk ungmenni, sem aldrei
borða þorsk, þá var það ekkert
tiltökumál.
Nokkrir af íslensku farar-
stjórunum voru einnig með sýnis-
horn af lýsi, harðfiski og hákarli
Úlafur Kjartansson frá Brunná stcndur hér fyrir framan snjóhús síns tlokks.